Morgunblaðið - 03.09.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 03.09.1983, Síða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 200. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunbladsins Árásin á kóreönsku farþegaþotuna: Reagan sakar Rússa um hryðjuverk og ósannindi Reiðum andófsmanni haldið í skefjum við sov- ézka sendiráðið í Tókýó þar sem efnt var til mót- mæla gegn eldflaugaárás Rússa á kóreönsku far- þegaþotuna. Rússar viðurkenna að hafa skotið „viðvörunarskotum“ Washington, Seoul og Moskvu, 2. september. AP. RONALD REAGAN Bandarfkjaforseti sakaði í dag Sovétríkin um ,,hrjðjuverk“ með því að skjóta niður farþegaþotu frá Suður-Kóreu á miðvikudag. Sagði Reagan, að þessi atburður hlyti að vekja efasemdir um einlægni sovézkra stjórnvalda í öllum yfirlýsingum þeirra varðandi frið og vígbúnaðareftirlit. Forsetinn sakaði Sovétríkin ennfremur um að hafa í frammi lygar varðandi öll atvik, er þotan var skotin niður. „Hvaða trúnað er hægt að leggja á orð Sovétmanna, þegar þeir Ijúga svo gróflega um jafn svívirðilegan verknað. Þessi villimannlegi verknaður hlýtur að vekja viðbjóð allra siðmenntaðra manna," sagði forsetinn. Chun Doo-Hwan, forseti Suður- Kóreu, sakaði Sovétríkin um að hafa framið „villimannlegan verk- nað“. Víðs vegar í heiminum voru viðbrögð fólks á sama veg og So- vétríkin alls staðar fordæmd harð- lega fyrir tilefnislausa árás á óvopnaða farþegaflugvél með jafn skelfilegum afleiðingum og raun ber vitni. Jafnframt eru þær raddir háværar, sem heimta skýringu frá Rússum á því, hvernig jafn voveifi- legur atburður gat gerzt. Enn aðrir óttast það mjög, að þessi atburður verði til þess að auka enn viðsjár með stórveldunum og leiði til vax- andi spennu milli þeirra. Stjórnvöld í Moskvu hafa enga skýringu gefið á því, sem gerðist, en sögðu í dag að sovézk flugvél hefði skotið „viðvörunarskotum” að flugvél á þeim slóðum, þar sem þotan fórst. Þau viðurkenndu hins vegar ekki að sovézk herþota hefði skotið far- þegaþotuna niður. í langri fréttatil- kynningu frá TASS, fréttastofu Sovétríkjanna, var sagt, að far- þegavélin hefði verið útsend af CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, „í sérstökum njósnatilgangi". Sovézk- ar herþotur hafi fylgzt með vélinni og að lokum skotið að henni „við- vörunarskotum", er hún var yfir Sakhalin-eyju. „Stuttu síðar hvarf flugvélin út fyrir mörk sovézkrar lofthelgi og hélt áfram för sinni í átt til Japans. í um 10 mínútur þar á eftir sást hún á tækjum loftferða- eftirlitsins á þessu svæði en hvarf síðan.“ Almenningur í Sovétríkjunum hefur ekkert fengið að vita um hin raunverulegu afdrif suður-kóre- önsku farþegaþotunnar og því eru viðbrögð fólks þar við þessum at- burði sára lítil. „Smámunir, sem ekki er vert að minnast á,“ var al- gengt svar manna á götum Moskvu, sem vestrænir fréttamenn reyndu að taka tali til þess að fá álit þeirra á því sem gerzt hefði. Sumir sögðu, að hið eina athyglisverða væri, að Pravda, málgagn sovézka kommún- istaflokksins, skyldi yfir höfuð minnast á atburðinn. „Eg varð hálf ringluð, þegar ég las fréttina í Pravda," var þó haft eftir einni konu, sem spurð var. „Mér fannst orðin, sem notuð voru í fréttinni, afar skrítin." Japanir hafa verið hvað hvass- yrðastir í gagnrýni á Sovétríkin vegna þessa máls og kröfðust þess í dag, að þegar yrðu hafnar um- fangsmiklar leitar- og björgunarað- gerðir vegna þeirra, sem með flug- vélinni voru. Japanskir sérfræð- ingar rannsaka nú sýnishorn úr 100 metra langri olíubrák, sem fannst norðvestur af Japan í dag, en talið er, að hún kunni að vera eftir suð- ur-kóreönsku farþegaþotuna. Eiga niðurstöður þessara rannsókna að liggja fyrir á morgun, laugardag. Sjá fleiri fréttir á bls. 22 og 23. Suður-Kórea krefet afeökunar oií bóta Sameinudu bjóðunum, 2. september. AP. uðu bj -KÓ SUÐIIR-KÖREA kærði í dag flugvél- arárásina til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og krafðist „afdráttarlausr- ar afsökunarbeiðni og fullkominna bóta“ af hálfu Sovétríkjanna fyrir að hafa skotið farþegaþotuna niður á miðvikudag að tilefnislausu með 269 manns innanborðs. Þá var þess jafn- framt krafizt, að þeir sem ábyrgð bæru á þessum „villimannlega verkn- aði“ sættu fyllstu refsingu. Kyung-Non Kim, sendiherra Suður-Kóreu, bar einnig fram til- mæli um, að fulltrúum Alþjóða flugmálastofnunarinnar svo og starfsmönnum flugmálastofnunar Suður-Kóreu yrði veittur „óhindr- aður“ aðgangur að því svæði, þar sem flugvélin var skotin niður. Hélt hann því fram, að Sovétríkin yrðu að afhenda lík allra þeirra, sem fór- ust svo og alla þá hluti, sem næðust úr flaki flugvélarinnar. Jafnframt yrðu Sovétmann að láta í té „áreið- anlegar tryggingar fyrir því, að slíkar árásaraðgerðir gagnvart far- þegaflugvélum endurtækju sig ekki“. Charles M. Lichtenstein, sendi- herra Bandaríkjanna, tók undir kröfur suður-kóreanska sendiherr- ans, en Riehard S. Ovinnikov, sendi- herra Sovétríkjanna, neitaði að við- urkenna, að þau bæru nokkra ábyrgð á atburðinum. Sagði hann, að þessum fundi öryggisráðsins væri ætlað að vera „áróðurssýning til þess að breiða út óhróður um Sovétríkin." Bensínsprengjum varpað í Póllandi VarsjA, 2. seplember. AP. POI.SKIR fjölmiðlar skýrðu frá því í dag, að bensínsprengjum hefði verið kastað á lögreglumenn og að börn hefðu verið notuð „til þess að vekja spennu“, er til átaka kom á miðviku- dag í borginni Lubin á þriggja ára afma'li Samstöðu, samtaka hinna óháðu verkalýðsfélaga í Póllandi. Til óeirða kom þá í að minnsta kosti níu pólskum borgum og beitti lögreglan þar valdi til þess að dreifa stuðnings- mönnum Samstöðu. Hörðust urðu átökin í Nowa Huta í Suður-Póllandi, þar sem 10.000 stáliðnaðarmenn áttu í höggi við lögregluna lengi siðdegis. Frétta- tilkynning frá PAP, hinni opinberu fréttastofu Póllands, ber það með sér, að einnig hafi komið til harðra mótmælaaðgerða í borginni Lupin í suðausturhluta landsins. „Þrátt fyrir endurtekin tilmæli til manna um að dreifa sér, urðu sumir þeirra til þess að kasta steinum í lögreglu- menn og nokkrir hikuðu ekki við að kasta bensínsprengjum,” sagði i fréttatilkynningu PAP. „Það reyndist nauðsynlegt,” sagði PAP ennfremur, „að beita valdi. Síðdegis tókst að koma aftur á röð og reglu í borginni. Það vekur at- hygli, að jafnvel börn voru notuð til þess að vekja spennu.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.