Morgunblaðið - 03.09.1983, Síða 5

Morgunblaðið - 03.09.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 5 Fjórðungsþing Norðlendinga: Dræm fundarsókn Reykjum, 2. september — frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Mbl. FREMUR treg fundarsókn og fjar- vi.stir alþingismanna hafa sett mark sitt á fjórðungsþing Norðlendinga sem nú er haldið á Raufarhöfn. Þingið var sett á fimmtudagskvöld og voru þá aðeins 52 fulltrúar af 95 sem rétt hafa til setu á þinginu mættir. Alþingismönnum fjórðungs- ins er að jafnaði boðið að sitja þingið en við setninguna voru aðeins þrír þingmenn beggja kjördæmanna mættir, en þeir eru ellefu. Af þessum sökum hefur ávörp- um alþingismanna verið frestað tvívegis en nú er ætlunin að þeir tali á þinginu á laugardag. Þá varð ekkert af fyrirhuguðu framsðgu- erindi félagsmálaráðherra, Alex- anders Stefánssonar, um breytta stöðu landsbyggðar og búsetu- röskun, þar sem Alexander sá sér ekki fært að koma til Raufarhafn- ar vegna anna við gerð fjárlaga. í stað hans flutti Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri byggðadeildar Framkvæmdastofnunar, erindi um sama efni. Að sögn Þórðar Skúlasonar, formanns fjórðungs- sambandsins, munu annir við hey- skap aðallega hafa hamlað þingför bænda. Taldi hann hina dræmu mætingu ekki stafa af áhugaleysi. Þórður sagði að helstu mál þessa þings væru búsetuþróun og breytt staða landsbyggðar og orku- og iðnþróunarmál. Þinginu lýkur á laugardag. Vetrarferðir til Mallorca Flugferðir-Sólarflug skipuleggja I vetur langdvalarferðir til Mallorka, með nýju sniði. Hægt er að dvelja allan veturinn, fimm mánuði, einnig þrjá, tvo eða einn mánuð. Verða iangdvalarferðirnar fáanlegar á hagstæðum greiðslukjörum, sem gerir flestum ellilífeyrisþegum og raunar fólki á öllum aldri mögulegt að dvelja vetrarlangt í Mallorka-sól á viðráðanlegum kjörum. Hefir ferðaskrifstofunni tekist að komast að hagkvæmum samningum um flugferðir og dvalarkostnað, sem er í beinu framhaldi af fimm mán- aða vetrardvöl nærri 20 Islendinga á Mallorka á síðastliðnum vetri. Varð sú vetrardvöl svo vinsæl að sumir þeir sem þar dvöldu í fyrra vetur, ætla að eyða næsta vetri einnig í Mallorka-sól. Til þess að gefa sem flestum kost á að njóta þess unaðar, sem vetrardvöl í sólinni veitir verður nú tekið upp nýtt fyrirkomulag varðandi greiðslu kostnaðar þannig að ellilífeyris- greiðslurnar koma mánaðarlega, sem greiðsla ferðar, auk fimm þús- und króna á mánuði, og eru þá fimm mánaða sólardvölin og flugferðir að fullu greidd. (tlr fréiutilkrnninmi.) Ferming í Kot- strandarkirkju FERMING fer fram í Kotstrand- arkirkju í dag klukkan 17.00. Presturinn séra Tómas Guð- mundsson mun ferma stúlkurnar Viktoríu Sif Kristinsdóttur og Guðlínu Kristinsdóttur. fyrirháa semlága! dag árle hefst hin RYMINGARSALA okkar sem allir hafa beðið eftir 20% 50% afsláttur Sláiö til og geriö kjarakaup á glæsilegum teppum, bút- um og mottum. Ath. munið aö taka meö ykkur málin af gólffletinum. I verzlun- k inni viö Grens-k ásveg býður ^ Vífilfell upp á hressingu, ískalt svalandi Bornin fa lika merki og íspinnana vinsælu frá Emmess ef þau eru þæg og góð með an foreldrarnir skoða gólf teppaúrvalið. Við erum bara að rýma fyrir nýjum birgðum Grensásvegi 13, Reykjavík, símar 91-83577 og 91-83430. Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 96-25055.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.