Morgunblaðið - 03.09.1983, Page 9

Morgunblaðið - 03.09.1983, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 SttnEgíhö ináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 207. þáttur í síðasta þátt laumaðist inn villa sem er þess eðlis, að mig langar til að leiðrétta hana með ofurlitlum málalenging- um. Fyrir kom orðmyndin all- staðar. Þessi gerð telst ekki rétt. Um tvennt er að ræða: alls staðar (tvö orð, tvö I, tvö s) eða alstaðar (eitt orð, eitt I, eitt s). Ég hef tamið mér á síðari árum að nota orðmyndina al- staðar, atviksorðið. Mér þykir sú orðmynd mýkri og við- felldnari en hin, sem að vísu er upprunalegri. AJls staðar er eitt margra dæma um svonefnda aukafalls- liði, orð sem standa í einhverju aukafalli og stýrast ekki af neinu. Ég hef áður reynt að gera þeim nokkur skil. Aukafallsliðir í eignarfalli eru fremur sjaldgæfir. Alls staðar er dæmi um staðareign- arfall = á öllum stöðum. Annað algengt dæmi um staðareign- arfall er orðasambandið þessa heims og annars = í þessum heimi og öðrum. Ákaflega oft eru atviksorð ‘ „stirðnuð" föll, gamlir auka- fallsliðir, og álitamál reyndar hvernig greina skuli. Ég ætla þó að það sé viðtekin venja, að greina stundum sem atviksorð, í sambandi eins og: Hann er stundum góður, þótt allt eins mætti segja að þetta væri tímaþágufall af orðinu stund í fleirtölu og þá aukafallsliður. Stundum hafa menn líka for- setningu með og segja þá og skrifa á stundum. Undarleg villa hefur komið yfir sögnina að versla nú hin síðustu ár. Athöfn sú eða verknaður, sem hún felur í sér, er bæði kaup og sala, en nú eru ýmsir með afkáralegum hætti teknir að láta hana merkja sama og kaupa, og þá er líka farið að láta hana stýra þol- falli á því sem kaupa skal. Verslið sælgætið í sjoppunni! Hvatningu þessa efnis sá ég uppi hafða í kjörbúð. Ég hefði beðið fólk um að kaupa sæl- gætið. Fyrir mér er sögnin að versla áhrifslaus, það er hún stýrir ekki falli, tekur ekki með sér andlag, þolanda. Ef við ætlum okkur að segja nán- ar frá verslun þessa eða hins, segjum við að hann versli með eitthvað. „Ví verslar ekki með matvara hér,“ sagði góður danskur kaupmaður á Ákur- eyri, þegar spurt var um grænsápu. Þó málhaltur væri á íslensku, kunni hann að fara rétt með sögnina að versla. Verðum við ekki að gera þá lágmarkskröfu til þeirra sem verslun stunda? Ég held það, og ég held líka, eins og Páll Helgason á Akureyri, að við hljótum að gera athugasemd við málfar eins og þetta: „Loks lögðum við sömu spurningu fyrir Sóleyju Brynjólfsdóttur sem var að versla mjólk." Þarna kann blaðamaðurinn að fara rétt með ofurlítið vandasamt nafn, en notar sögnina að versla, þar sem mér finnst skilyrðislaust að nota ætti sögnina að kaupa. Orðið reyður = hvalur er kvenkyns, hún reyöurin. Orð þetta er algengt í samsetning- um, svo sem steypireyður, sandreyður og langreyður, og er í sama beygingaflokki og elfur og æður. f þessum flokki er margt kvennanafna, þeirra sem enda á -gunnur, -hildur, -heiður, -gerður og -dís: Arn- gunnur, Ragnhildur, Álfheið- ur, Valgerður og Þórdís. Nokk- ur orð í þessum flokki hafa með áhrifsbreytingu frá þol- falli og þágufalli fengið i-end- ingu í nefnifalli, svo sem helgi, heiði, byrði, mýri, veiði, festi og fylli. Nokkra sérstöðu innan þessa flokks hafa orðin brúður, unnur og vættur. Vera má að -ur-end- ing slíkra orða valdi því, að fólki þyki þau karlkynsleg, því að sum þeirra hneigjast til að hverfast yfir í karlkyn, t.d. vættur. Rétt finnst mér þó að tala um þær landvættirnar, en ekki þá landvættina. Kemur þá aftur að reyðinni = hvalnum. Páll Helgason hefur þetta dæmi úr blaði: „Hvalur 9 er búinn að fá tvo langreyði." Hér skipar máltilfinning mín mér að segja tvær langreyðar. Hyggjum að fleiri dæmum úr Pálsbréfi. Hann hefur þetta m.a.: „í tilk. í nýlegu Lögbirt- ingablaði segir að rekstur Kauphallarinnar hér í Reykja- vík, en það fyrirtæki stofnaði á sínum tíma Aron heitinn Guð- brandsson, hafi hætt starfsemi sinni." Sem sagt, reksturinn hætti starfseminni. Ástæðan til þessara mál- glapa er líklega sú, að máls- greinin verður óhæfilega löng vegna innskotssetningarinnar. Maðurinn, sem skrifar, gleym- ir því, að hann hafði notað orð- ið rekstur. Hann ætlar að sjálfsögðu að segja að Kaup- höllin hafi hætt starfsemi sinni. Enn þykir ástæða til að mæla með viðtengingarhætti þátíðar af sögnum í stað ofnotkun skildagatíðar. Páll Helgason tilfærir enn eitt dæmi til þess að minna okkur á þetta: „Væri þér ekki sama, ef þú mundir slökkva á stóru viftunni fyrir ofan okkur?" Hér færi miklu betur á við- tengingarhætti þátíðar: Væri þér ekki sama, þótt þú slökktir á stóru viftunni o.s.frv. Fræg er þegar orðin auglýs- ingin á dögunum, þar sem veit- ingastaður óskaði eftir konum „í buff“ meðal annars. Hlym- rekur handan kvað: Þótt konur ég kunni að meta og kynni mér flest sem þær geta, má ég kannast við það, að ég kem ekki á stað, þar sem kvennabuff fæst til að eta. XJöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! Höfum kaupanda að 3ja—4ra herb. íbúð Höfum veriö beönir aö útvega 3ja—4ra herb. íbúö með bílskúr í Reykjavík. Fjársterkur kaupandi. Fasteignasalan Gerpla, Suðurgötu 53, sími 52261. Daihatsu Ijósastilling um helgina Nú fer í hönd mikilvægasti tími réttar Ijósastillingar. Þessvegna bjóðum við Daihatsu eigendum upp á Ijósastillingu á verkstæö- inu, Ármúla 23, til kl. 6 í dag, laugardag, og milli 14 og 17 á morgun, sunnudag. Daihatsu-umboðið Ármúla 23. 9 43466 Opið í dag 1—4 Erum fluttir millf húsa, aö Hamraborg 5. Kópavogsbúar, leitið ekki langt yfir skammt, látiö skrá eignir ykkar hjá okkur. Hamraborg 2ja herb. 60 fm á 2. hæð. Suöursvallr. Furugrund 2ja herb. 65 trn á 1. hæö. Vandaöar innr. Baö flísalagt. Vestursvalir. Hlíöarvegur 80 fm í þríbýli. Mikiö endurnýj- uð. Kópavogsbraut 3ja herb. 80 fm t kjallara í tvíbýli. Mikiö endurnýjuð. Sérinngangur. Laus fljótlega. Verö 1 millj. Efstihjalli 3ja herb. 90 fm á 2. hæö. Parket á gólf- um. Endaíbúö. Borgarholtsbraut 3ja herb. 95 fm á 1. hæö í nýlegu húsi. 25 fm bílskúr. Vandaðar innr. Engihjalli 3ja herb. 90 fm á 2. hæö. Glæsilegar inn- réttingar. Suöursvalir. Ekki i lyftuhúsi. Laus samkomulag. Nýbýlavegur 3ja herb. 90 fm á 2. hæö. 25 fm. Bilskúr. Seljavegur 3ja—4ra herb. 90 fm á 1. hæö. Endurnýjaö eldhús. Laus fljótlega. Hamraborg 3ja herb. 105 fm á 2. hæö í lyftuhúsi. Vestursvalir. Mikiö útsýni. Laus eftir samkomulagi. Kjarrhólmi 5 herb. 120 fm á 2. hæö. Endaíbúð. Laus samkomulag. Holtageröi — Sórhseö 140 fm efri hseð ( tvíbýii. Bíl- skúrssökklar komnir. Laus fljótlega. Arnartangi — Raöhús 100 fm á einni hæö, timburhús. 3 svefnherb. Bílskúrsréttur. Skipti möguleg á minni eign. Skólatröð — Raöhús 180 fm endaraöhús á þrem hæöum ásamt 50 fm bíiskúr. Einbýli — Kóp. 278 fm viö Brekkutún. Fokhelt. Bílskúrsplata komin. Til afh. strax. Noröurbraut — Höfn 130 fm einbýti á Höfn í Horna- firöi. Laus strax. Vantar 4ra herb. i Engihjalla. Vantar 4ra—5 herb. t.d. i Lundar- brekku. Vantar einbýii meö tveimur íbúöum. Fasteignasalaq EIGNABORG sf. Hamraborg 5 • 200 Kópavogur Símar 43466 & 43805 Söium.: Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, Þórólfur Kristján Beck hrl. 28444 GRUNDARSTÍGUR. Einstakl- ingsíbúö á 2. hæð í timburhúsí. Laus strax. Verö 550 þús. LANGAHLÍD. 3ja herb. um 80 fm ibúö á 1. hæö auk herb. ( risi. Falleg ibúö. Nýtt gler. BREIÐVANGUR. 3ja herb. ca. 100 fm íbúö á efstu hæö. Bíl- skúr. Sérþvottahús. MIÐBÆRINN. 4ra herb. 115 fm ibúö á 3. hæö í steinhúsl. Nýtt eldhús, baö o.fl. Laus. NEÐRA BREIDHOLT. 4ra herb. ca. 100 fm íbúö á 2. hæö. Falieg ibúö. Sérþvottahús. Laus 1. okt. nk. HVASSALEITI. Raöhús á 2 hæöum, samt. um 220 fm aö stærö. Sk. m.a. í 4—5 sv.herb., borðstofu, setustofu o.fl. Gott hús ( fallegu umhverfi. Gæti losnaö fljótt. RAUÐÁS. Raöhús á 2 hæöum, um 195 fm. Selst fokhelt aö inn- an, en frágengiö aö utan. Til afh. í haust. Verö 1,6 millj. BORGARHOLTSBRAUT. Ein- býlishús, hæö og ris, samt. um 200 fm, auk 70 fm iönaðarhús- næöis. Eldra hús á mjög góöum staö. Falleg lóö. Eign meö mikla möguleika. Verö 2,7 millj. HEIÐARÁS. Einbýlishús á 2 hæðum, samt. um 330 fm aö stærö. Selst tilb. aö utan meö gleri, útihuröum o.fl. Fokhelt aö innan. Vólslípuö gólfplata. Til afh. strax. VANTAR: Vantar 2ja herb. íbúö í Hafnar- firöi, Breiðholti og Vesturbæ. Vantar 4ra herb. íbúö i Brelö- holti og Kópavogi. Vantar 3ja herb. ibúö í Austur- bæ. Góöar greiöslur í boöi. Vantar 4ra herb. íbúö í Vestur- bæ eöa á Seltjarnarnesi. Vantar raöhús i Seljahverfi. Æskil. verö 2,4 millj. Mætti vera dýrara. Vantar 4ra—5 herb. ibúö f Seljahverfi. Góöar greióslur i boði. __ HðSEIGNIR VELTUSUNOM O. f SiMi 28444 vllUr Daníel Árnason, lögg. lasteignasalí. esió reglulega af ölmm fjöldanum! 29555 — 29558 Sörlaskjól Vorum aö fá til sölumeðferöar 190 fm íbúö, sem er hæö og ris viö Sörlaskjól, ásamt 35 fm bílskúr. Á neöri hæö eru 2 saml. stofur, 1 svefnherb., eldhús og w.c. Á efri hæð er núna 3ja herb. íbúö, en hægt aö útbúa se'm 4 svefnherb. Æskileg makaskipti eru á 100 fm íbúö á jaröhæö eða í lyftublokk. Helst í vesturbæ, þar sem hægt er aö aka um í hjólastól. Uppl. aöeins veittar á skrifstofunni. Eignanaust Sk,Phoit, 5. Þorvaldur Lúðvíksson s'm* 29555 og 29558.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.