Morgunblaðið - 03.09.1983, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.09.1983, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 12 Fyrirsætukeppni Elite hér á landi: Úrslit ráðast um helgina — eigandi Elite kynnir sjálfur hina útvöldu INNAN skamms mun ein íslensk stúlka leggja land undir fót og halda í langferð til annarrar heimsálfu, eða nánar tiltekið til Acapulco í Mexíkó. Stúlkan verður fulltrúi Islands í alþjóðiegri fvrirsætukeppni á veg- um fyrirtækisins Elite. Umboðsaðili Elite á íslandi, Tískublaðið Líf, hefur séð um framkvæmd undankeppninnar hér á landi, og eru 14 stúlkur komnar í úrslit. Næst- komandi sunnudag er svo aðaleigandi Ei- ite, John Casablancas, væntanlegur til landsins og mun hann, ásamt fulltrúm Lífs, velja þá stúlku sem heldur utan til aðalkepnninnar í Acapulco. Tískublaðið Líf hefur í síðustu tveim- ur tölublöðum auglýst eftir stúlkum, sem áhuga hafa á fyrirsætustörfum og boðað þær til keppni. Myndir af stúlk- unum og upplýsingar voru síðan sendar út til Elite, og á sunnudaginn mun Casa- blancas hitta þær og ásamt fulltrúum Lífs velja eina stúlku úr hópnum til að- alkeppninnar í Acapulco. Úrslit verða svo tilkynnt í hófi í Þingholti á mánu- dag. Þrátt fyrir að frestur til þátttöku í keppninni hérlendis sé runninn út, gefst áhugasömum stúlkum enn tækifæri á að skrá sig til keppninnar á skrifstofu Lífs. John Casablancas hóf feril sinn fyrir um áratug, og er fyrirtæki hans, Elite, nú eitt öflugasta fyrirsætufyrirtæki í heiminum. Elite hefur skrifstofur á ein- um 11 stöðum í heiminum, en höfuð- stöðvar fyrirtækisins eru í New York og París. Elite gengst nú fyrir fyrirsætu- keppni, sem þeirri hérlendis, í 26 lönd- um á sama tíma, og fer úrslitakeppnin fram í Acapulco í Mexíkó í nóvember á þessu ári. Keppnin nefnist „The Look of the Year“ sem útleggst á íslensku „Útlit ársins", og eru þrenn stórverðlaun í boði. Sú stúlka sem hreppir 1. verðlaun hlýtur að launum 200.000 bandaríkja- dali, 2. verðlaun eru 150.000 dalir og 3. John Casablancas Jóhanna Sveinjónsdóttir Kristín Guðnadóttir Halla Bryndís Jónsdóttir Kristína Haraldsdóttir verðlaun 100.000 dalir. Allar stúlkurnar sem hljóta verðlaun, fá auk þess sam- ning við Elite-fyrirtækið. Það er því eftir nokkru að sækjast að komast áfram í keppni sem þessari, enda ekki á hverjum degi sem stúlkum gefst tækifæri á að vinna sér inn upp- hæð sem nægði til kaupa á tveimur ein- býlishúsum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.