Morgunblaðið - 03.09.1983, Side 33

Morgunblaðið - 03.09.1983, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 33 f afinKlishófínu, vinir og venzlamenn Storksins. Frá vinstri: Örlygur Jak- obsson Smári, titlaður skrifstofustjóri af afa sínum, Malín Örlygsdóttir, fatahönnuður, stjórnarformaðurinn í fullu veldi, Bergþór Jakobsson Smári, aðstoðarmaður stjórnarformanns, Unnur Eiríksdóttir, forstjóri Storksins, og Pálína Stefánsdóttir, afgreiðslustúlka. un á barnafatnaði á Grettisgötu 3, 1953, og flutti í Kjörgarð við Laugaveg 1959, þar sem hún venti síðar kvæði sínu í kross og tók einvörðungu að verzla með prjónagarn. Garn og ull hefir lengi þófnað í föðurætt hennar, allt frá því að Prjóna-Eiríkur langafi hennar flutti inn fyrstu prjónavélina i Svarfaðardal á síðustu öld, af Singer-gerð frá Chicago. Faðir hennar og föður- systir, Malín, hálfgildings tengdamóðir mín, nú á Hrafn- istu, stofnuðu Prjónastofuna Malín, sem Unnur kona min veitti forstöðu áður en við geng- um í hjónaband. Bróðir konu minnar og mágur, Hjörtur Ei- ríksson, einn af Sambandsfor- stjórunum, er ullariðnfræðingur að mennt. Jafnvel prjónaskapur getur gengið i ættir, og Tómas borgarskáld orti: „Og rímsins vegna í peysum frá prjónastof- unni Malin." Sem eigandi eigandans að Storkinum þótti mér snemma tímabært að stofna hagsmunafé- lag eiginmanna útivinnandi bisness-kvenna, skammstafað: H.A.G.E.I.G.N., sem lesist: Hag- eign. Undirtektir voru dræmar og menn fóru undan í flæmingi. Ég man, að ég var búinn að mynda fyrstu stjórnina í hugan- um með minn gamla og góða læriföður og áfengisvarnaráðu- naut, Brynleif adjunt Tobíasson, í forsæti til að hjúpa félagsskap- inn virðulegum blæ, líkt og fínar og forvitnilegar leynireglur. Þá átti síðari kona Brynleifs verzl- unina Þjórsá við Laugaveg. Auk mín ætlaði ég að prýða stjórnina með því að fá annan vin minn að norðan til að gefa kost á sér, en hann var Jörundur Pálsson arki- tekt og Esjumálarinn mikli og dóttursonur Hákarla-Jörundar. Á þessum árum rak sú indæla kona hans, Gó-Gó, Guðrúnarbúð. Hún er líka björt og fjarskyld þessu dugmikla prjónafólki konu minnar. Ekki hefði sú stjórn HAGEIGNAR getað verið glæsi- legri. Allténd hefði engin ríkis- stjórn frá stofnun fullveldisins verið virðulegri. Væntanlegir meðlimir hagsmunafélagsins földu sig jafnan á bak við síma- staura eða skutust inn í húsa- sund ef þeir sáu mig nálgast á götu, svo ekkert varð úr neinu. Þegar ég hitti fína bisness- menn, sem einhver mör er í, kynni ég mig aldrei sem konst- maler eða forfatter, heldur sem stjórnarformann Storksins. Þá fæ ég strax virðulegra viðmót og notalegri tóntegund í samræðum og einstaka sinnum vindil og viskí en sjaldan var rennt oftar í glasið en tvisvar þrisvar sinnum þegar ég kom upp um mig með því að tala of mikið. Góðir for- stjórar kunna listina að þegja. Þá ranka ég við mér og verð að sætta mig við að vera aðeins sendill f Storkinum án minnstu vonar um stöðuupphefð og kaup- hækkun. Þegar eiginkonan verzlaði ein- göngu með barnafatnað í gamla daga, átti brúnin til með að lyft- ast og geðið að glaðna þegar ég mætti ófrískum konum á götu með miklar bumbur. Þá heyrði ég greinilega langar leiðir hring- ingu og bjölluhljóm gullsins í peningakassa Storksins. Nú storkar blessuð konan verð- bólgubálinu fyrir mig með því að stórauka söluna á vinsæla og eftirsótta garninu í Storkinum. Þannig gekk Bergþóra líka i log- ana með Njáli. Það er gott og hollt fyrir fólk á öllum aldri að prjóna. Það dreg- ur úr spennu sálarinnar. Þess vegna eru svo margar prjóna- konur friðsamar og rólegar og haggast ekki hið minnsta í jarð- skjálftum og öðrum náttúru- hamförum. Til að draga úr spennu í heim- inum, væri kjörið, að Andrópoff og Reagan prjónuðu sem oftast saman, þar sem Grómíkó og Bush héldu í hespur alþjóðalop- ans. Með því væri friðurinn tryggður. Ef ég væri geð- og taugalækn- ir myndi ég ekki skrifa recept fyrir sjúklinga upp á annað en prjóna og garn í Storkinum. í tilefni þessa merkisafmælis mun afmælisbarnið Storkurinn gefa öllum típrósent afslátt af öllu í dag. Af því að ég hefi verið óvenjuprúður og góður strákur undanfarið, ætlar „Mamma“ að lofa mér að koma í veitingarnar á blaðamannafundinum í dag og meira að segja að syngja líka: Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag. Hann á afmæli hann STORKUR, hann á afmæli í dag. Til hamingju með daginn og ósk um að aldrei fatist Storkin- um flugið frekar en hingað til, þrátt fyrir síhækkandi aldur. Örlygur Sigurðsson." Þessar vinkonur efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þær heita Hafdís Karlsdóttir, Guðrún Lára Skarphéðinsdóttir, Reg- ína Guðlaugsdóttir og Rúna Dögg Cotes. Á hlutaveltunni söfnuðu þær alls rúmlega 200 krónum. Þær eiga heima í Breiðholtshverfí þessar stöllur. Þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Dýraspítalann og söfnuðu 550 krónum. Þær heita Fanney Sigurð- ardóttir og Fanney Steinþórsdóttir. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' iíöum Moggans! 1 ' w~w r w ,rv ,rrr *"cS w<s semframleidd eru hjd Húsgagnaiðju Kaupfélags Rangœinga Hvolsvelli frá ÉKÖRNES ÆXm Húsgagnaiðja Kl. LAVRÉLSSynahausttístrfrá Tísk Uversl [ jly\ Kaupfélags Rangœinga urim Hvolsvelli Sími 99-8121 99-8285 i,lafrá Húsgagnasýning verðurá Hótel Loftleiðum sunnudaginn 4/9 kl. 10-19. hUseby

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.