Morgunblaðið - 03.09.1983, Page 34

Morgunblaðið - 03.09.1983, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 Minning: Ásgrímur Gunnar Þor- grímsson bóndi Borg Með nokkrum orðum langar mig til að kveðja þennan heiðursmann, þegar leiðir skiljast um sinn. Hann varð strax í vitund minni sérstakur, maður sem alltaf var hægt að treysta, ræða við og bera sig saman við. Og á hverju sem gekk var enga æðru að sjá. Snemma strengdi hann þess heit að verða að manni, og vera í heim- inum þannig að hann gæti fremur veitt öðrum styrk. Kapp hans að komast áfram var mikið og náði hann ótrúlegum árangri miðað við tímana sem hann varð að glíma við á manndómsárum. Það sýnir best starfsvettvangur hans á Borg. Hann varð þeirrar ánægju aðnjótandi að geta stutt sitt sveit- arfélag með ráðum og dáð og létt ýmsum samferðamönnum byrði. Hugsandi var hann um þjóðholl- ustu og bætt lífsviðhorf. Harmaði eins og góðir menn hversu margir eru kæringarlausir um meðferð verðmæta og hve sá hópur hefur stækkandi farið sem kaupir dýr- um dómum versnandi hugsun og heilsuleysi með ávana- og fíkni- efnum og fórnar oft og tíðum kröftum og manndómi sem þjóðin hefir ekki efni á að missa. Hann sýndi mér eitt sinn bankabók sem hafði sérstæða sögu. Þegar Ásgrímur var smá- drengur, komst hann í kynni við tóbakið. Félagi hans hvatti hann þar til. En það varð til þess að vamlíðan Ásgríms varð slík að hann strengdi þess heit að eiga ekki meira við þetta eitur. Hann ákvað þá að hann skyldi um hver áramót leggja inn á bók það sem hann taldi að eyðst hefði í þessa „vitleysu" og það stóð hann við hversu þröngt sem í búi var og þegar ég sá þessa bók varð ég undrandi hversu verðmæt bókin var þá, en þetta var áður en verð- bólguvitleysan komst í algleymi. Og nú veit ég að þessi fjársjóður er mikill, en þó ennþá stærri fjár- sjóður sem liggur á bakvið, í því hugarfari sem stofnaði til þessara verðmæta. Þetta dæmi lýsir Ás- grími vel. Hann vissi að margt smátt gerir eitt stórt og öll óþarfa eyðsla var til bölvunar. Heilbrigð- um lífsviðhorfum hélt hann alla æfi. Við hittumst oft, bæði á förn- um vegi og heimilum okkar og ósköp var notalegt að koma á Borg og heilsa upp á þau hjón og enda húsráðendur á hverjum tíma. Það er gaman að minnast slíkra manna sem Ásgrímur var. Um hann mátti taka undir með Stef- áni G. Hann „bognar aldrei — brestur í bylnum stóra seinast". Það verður svipminna í sveitinni eftir að Ásgrímur hefir kvatt. Ég kveð minn góða vin með þökkum fyrir allt á liðinni tíð. Guð sem hann treysti mun áfram varða vegu Ásgríms. Árni Helgason. Fimmtudaginn 25. ágúst sl. lést í Sjúkrahúsinu á Akranesi bænda- höfðinginn Ásgrímur Þorgríms- son á Borg í Miklaholtshreppi nær 88 ára að aldri. Ásgrímur fæddist að Ytri-Kóngsbakka í Helgafells- sveit 16. september 1895. Ungur missti hann báða for- eldra sína með stuttu millibili. Faðir hans drukknaði en móðir hans dó úr lungnabólgu, sem á þeim tíma var mannskæður sjúk- dómur. Eftir lát foreldranna fór Ás- grímur í fóstur að Staðarbakka til hjónanna Ásgríms Jóhannssonar og Guðrúnar Eyleifsdóttur og dvaldi hjá þeim og síðar Gesti Guðmundssyni bónda á Staðar- bakka uns hann réðst vetrarmað- ur til Stefáns Guðmundssonar hreppstjóra á Borg, haustið 1915, þá rétt tvítugur að aldri. Dvöl Ásgríms á Borg varð lengri en ráðgert var i upphafi. " Vorið--1916, þann 17rjúnf, kvæntist hann Onnu, dóttur Stef- áns hreppstjóra, og hófu þau búskap á Borg í sambýli við tengdaföðurinn og ólaf Guð- mundsson, sem kvæntur vár Kristínu systur Önnu. Borg varð þar með ævivettvangur Ásgríms. Eins og gefur að skilja voru efni ungu hjónanna afar lítil. En bæði voru óvenju dugleg og ósérhlífin til vinnu og tókust þau á við frum- býlingsverkefnin af mikilli bjart- sýni, kjarki og vinnusemi og voru sérstaklega samhent. Ásgrímur var einstaklega mikið karlmenni að burðum og feikna fjörmaður og mikill afkastamaður við vinnu. Því var líkast að hann þyrfti næst- um aldrei á hvíld að halda og gæti nánast unnið dag og nótt, ef svo bar undir. Fyrstu búskaparárin var bú- stofn hans ekki mikill. En þá fór hann á veturna í vinnu suður með sjó eða til Reykjavíkur til að drýgja tekjur sínar. Hann þótti svo eftirsóttur í vinnu að hann gat valið úr, þar sem mestar tekjur var að fá hverju sinni. Hann hlífði sér heldur aldrei. Oft var hann í hafnarvinnu við skipaafgreiðslu á næturnar, þó hann væri í annarri vinnu að deginum. Þannig tókst honum að afla verulegra tekna á tiltölulega skömmum tíma. Þetta gerði Ásgrími fært að stækka bú sitt á fáum árum. Það leið því ekki á löngu þar til Ásgrímur var kominn i röð stærri og efnaðri bænda í hreppnum. Stefán tengdafaðir Ásgríms féll frá 1926 og Ólafur mágur hans flutti frá Borg 1919 og varð hann því einn bóndi á jörðinni frá 1926 og til þess tíma að Páll tengdason- ur hans kom að Borg 1949. Bjuggu þeir saman eftir það til æviloka Ásgríms. Auk þess byggði Halldór sonur Ásgríms nýbýli 1958, sem hann kallaði Minni-Borg. Var sambýlið alla tíð mjög gott. Sam- vinna var um öll helstu bústörf og samheldni mikil. Á þessum tíma varð mikil um- breyting á jörðinni. Ásgrímur ræktaði mikið og byggði nýjar byggingar yfir fólk og fénað. Árið 1930 byggði hann t.d. nýtt íbúð- arhús. Þó Ásgrímur hefði ærinn starfa við bú sitt lét hann ekki þar við sitja. Hann var t.d. grenjaskytta um mörg ár og eyddi miklum og dýrmætum tíma á vorum í grenja- leit og vinnslu grenja. Hann var mjög fengsæll í því starfi og hefur fáum tekist betur í því efni. Þá gerði hann mikið að því að stunda rjúpnaveiði fyrri hluta vetrar og var í því efni einnig oft fengsæll og hélt hann þeirri iðju áfram svo lengi sem sjón hans og orka, ald- urs vegna, leyfði. Kreppuárin komu illa við ís- lenska bændur og knésettu marga þeirra. En Ásgrímur stóð þá erfið- Íeika af sér betur en flestir aðrir og leitaði engrar kreppuaðstoðar, sem margir bændur þurftu þó að gera. Mæðiveikin herjaði á fjárstofn hans eins og margra annarra bænda, en honum tókst einnig með útsjónarsemi og dugnaði að komast úr þeim erfiðleikum. Vorið 1938 var Ásgrímur feng- inn til að stjórna uppsetningu girðingar sem lögð var á vegum sauðfjárvarnanna þvert yfir Snæfellsnes úr Skógarnesi að sunnan í Álftafjörð að norðan. Honum var sakir dugnaðar og hagsýni trúað betur en öðrum fyrir að stjórna því verki. Hann sá um hlutann frá Þórishamri við Skógarnes norður fyrir Ljósufjöll, eða meira en f.2/3. hluta leiðar- innar. Það verk gekk mjög vel þó girðingarstæðið væri afar slæmt. Hinsvegar var girðingin of seint á ferðinni og mæðiveikin kom upp vestan girðingarinnar næsta vetur eftir að hún var gerð. Fljótlega þreyttust menn á því aðbúa vrð-veikan-fjárstofn-og-kom upp umræða um að skera hann niður og kaupa heilbrigðan fjár- stofn frá Vestfjörðum í staðinn. Þetta varð að veruleika 1949 og var Ásgrímur mjög áhugasamur um þá framkvæmd og tók virkan þátt í henni, m.a. fór hann til fjár- kaupa vestur í Þingeyrarhrepp. Þá var Eiríkur Þorsteinsson kaupfé- lagsstjóri á Þingeyri. Hann var kappsfullur maður og lét þess get- ið við Ásgrím, þegar hann kom vestur til fjárkaupanna, að þau þyrftu að ganga fljótt og féð vera tilbúið til flutnings á tilteknum degi og var tími sá sem hann setti til fjárkaupanna mjög naumur. Ásgrímur svaraði því til að hann væri ekki vanur því að rekið væri á eftir sér við vinnu. Hann fór því hratt yfir og lauk fjárkaupunum á heldur skemmri tíma en Eiríkur hafði ætlað til verksins og þótti báðum gott og féll þá vel á með þeim. Eftir fjárskiptin tók Ásgrímur að sér eftirlit og gæslu varnar- girðingarinnar sem áður er um getið og hafði það starf á hendi svo lengi sem ástæða þótti til að halda uppi reglubundnu eftirliti með henni. Þá var hann oft fljótur í förum yfir fjallgarðinn. Ásgrímur var um nokkra vetur póstur frá Gröf í Miklaholtshreppi til Stykkishólms þann tíma sem ekki var fært á bílum yfir Kerl- ingarskarð. Sýndi hann því starfi eins og öllu öðru mikla karl- mennsku. Ásgrímur var afar hjálpsamur við nágranna sína og sveitunga og munaði mikið um handtök hans, þegar hann kom til hjálpar sem oft bar til. Ásgrímur kom allmikið við sögu sveitarmála í Miklaholtshreppi. Hann sat lengi í hreppsnefnd og átti sæti í skólanefnd alllengi. Einnig var hann lengi í stjórn búnaðarfélagsins og í sóknarnefnd Fáskrúðarbakkakirkju um skeið. Hann var mikill áhugamaður um íþrótta- og æskulýðsmál. Hvatti hann unga fólkið óspart til dáða og var góður stuðningsmaður þess í þeim málum. Ásgrímur og Anna eignuðust sjö mannvænleg bðrn, sem öll eru á lífi, nema Stefán, elsti sonurinn, sem féll frá fyrir rúmlega tveimur árum. Börnin tóku mjög fljótt virkan þátt í bústörfunum með foreldrum sínum. Það var oft glatt á hjalla á Borg þegar börn þeirra hjóna voru að vaxa úr grasi og voru heima. Ásgrímur var mjög glaður og hress og hrókur alls fagnaðar. Mjög var gestkvæmt á Borg og oft tekið í spil þegar gesti bar að garði. Synir Ásgríms urðu landsþekkt- ir íþróttamenn, bæði fyrir glímu og frjálsar íþróttir og héldu uppi, ásamt fleiri ungum mönnum, heiðri sveitar sinnar um mörg ár í því efni. Anna á Borg varð fyrir því áfalli á besta aldri að missa heils- una og vera bundin við hjólastól- inn, fjöida ára, því hún gat ekki gengið vegna meinsemdar í baki, sem ekki fékkst bót á hvað sem gert var. Þetta var henni og fjöl- skyldunni allri mikil raun. Anna lést árið 1967, rúmlega sjötug að aldri. Ásgrímur átti við heilsu- brest að stríða allra síðustu árin. Með Ásgrími er fallið mikið karlmenni og mikill atgervismað- ur. Hann lætur eftir sig mikið af verkum, sem staðfesta þetta. Hann hefur skilað þjóð sinni arf- leifð, -sem -er vandmetm- og verður skarð það sem hann lætur eftir sig vandfyllt. Jörðin Borg er ein best ræktaða og best byggða jörð á Snæfellsnesi og ber ævistarfi Ás- gríms og fjölskyldu hans gott vitni. Sveitin er svipminni eftir en áð- ur. Ásgrímur verður lagður til hinstu hvíldar í Fáskrúðarbakka- kirkjugarði í dag við hlið Önnu konu sinnar, hvíldinni feginn. Sveitungarnir kveðja hann með þökk fyrir langa og góða sam- fylgd. Ég og kona mín sendum börnum hans og öllum vandamönnum samúðarkveðj ur. Gunnar Guðbjartsson Þann 25. ágúst sl. lést í sjúkra- húsi Akraness Ásgrímur Þor- grímsson, fyrrum bóndi á Borg í Miklaholtshreppi, tæplega 88 ára að aldri. Ásgrímur var fæddur að Kóngsbakka í Helgafellssveit 16. sept. 1895. Foreldrar hans voru hjónin Soffía Jóhannesdóttir og Þorgrímur Ólafsson. Börn þeirra voru fjögur: Sesselja, Ásgrímur, Jóhannes og Anna og er Jóhannes einn eftir á lífi af þessum systkin- um. Þegar Ásgrímur var á tíunda ári missti hann báða foreldra sína á sama árinu, með stuttu millibili. Má nærri geta hvilíkt áfall það hefur verið börnunum, að standa eftir forsjárlaus við þær aðstæður sem þá voru í þjóðfélaginu til að komast til þroska án aðstoðar for- eldra. Ásgrímur fór að Staðar- hakka, sem er næsti bær við Kóngsbakka og í sömu sveit. Þar ólst hann upp hjá hjónunum þar, Ásgrími og Guðrúnu, en hann var heitinn í höfuðið á bóndanum. Ásgrímur Þorgrímsson var snemma bráðgjör og athafnasam- ur og fór því ungur að leita sér atvinnu utan heimilis. Nítján ára gerðist hann vetrarmaður hjá Stefáni Guðmundssyni, hrepp- stjóra á Borg í Miklaholtshreppi. Þar af leiddi að lífsferill hans var ráðinn. Þá var þar gjafvaxta heimasæta, Anna, dóttir Stefáns, f. 20. jan. 1897, sem varð lífsföru- nautur Ásgríms, en þau gengu í hjónaband 17. júní 1916 og bjuggu saman í hamingjusömu lífi í full 51 ár, en hún lést 24. sept. 1967. Hafði hún átt við verulega van- heilsu að stríða um 20 ára skeið. Var aðdáunarvert hvað Ásgrímur sýndi henni mikinn kærleika og umhyggju í sjúkdómserfiðleikum hennar. Byrjaði Ásgrímur búskap á hluta af jörðinni Borg á móti tengdaföður sínum og bjó þar bæði í gamla bænum og öðrum bæ sem þar var í túninu uns húsið, sem enn stendur að stofni til á Borg, var byggt 1929. Þau hjónin Ásgrímur og Anna eignuðust sjö bðrn, sem öll komust til fullorðinsára og eru þau þessi í aldursröð: Soffía, gift og býr úti í Noregi, á eina dóttur; Stefán, bóndi í Stóru-Þúfu, giftur og átti tvö börn, en hann lést vorið 1981; Ósk, gift og býr í Gerðahreppi, á tvö börn; Ágúst, búsettur í Reykjavík, giftur og á eitt barn; Inga, húsfreyja á Borg gift Páli Pálssyni, bónda og hreppstjóra, og á fimm börn; Halldór, bóndi á Minni-Borg, nýbýli úr Borgar- landi, giftur og á fjögur börn; Karl, búsettur í Reykjavík, giftur og á þrjú börn. Öll eru börnin þeirra Borgarhjóna traust mynd- arfólk, sem bera foreldrum sínum gott vitni um farsælt uppeldi. Þeg- ar tengdafaðir Ásgríms féll frá 1926, keypti hann jörðina og hélt hana þar til hann seldi hana að hálfu til Páls tengdasonar síns og dóttur, hinn hlutann lét hann i hendur Halldóri syni sínum, sem stofnaði nýbýli á þeim hluta og er það Minni-Borg, svo sem áður er á minnst. Þó Ásgrímur seldi jörðina í hendur barna sinna, hafði hann um langt árabil nokkur not af henni til eigin búskapar og hafði einkum talsverðan sauðfjárbú- skap með höndum. Miklar umbætur gerði Ásgrím- ur á jörð sinni, bæði í byggingum og ræktun og rak gott bú á jörð- inni, sem ætíð var vel fjrrir -séð með fóðurbirgðum og allri hirð- ingu. Sú framkvæmd, sem ég held að Ásgrími hafi þótt einna vænst um, sem hann gerði, var bygging heimilisrafstöðvar. Að þessari framkvæmd stóð með honum Páll tengdasonur hans. Var vatni safn- að saman og leitt um langan veg uns fallhæð var fengin og stöð var byggð 1954, sem framleiddi um 20 kw orku. Er rafstöðin enn í fullu gildi og hefur veitt heimilinu mik- il þægindi og ómælda fjármuni. Þá var langt í það að rafmagn kæmi í sveit hans frá almenn- ingsveitum. Líf Ásgríms beindist fyrst og fremst að því að vera traustur bóndi enda var hann af- burðaduglegur og fylgdi því vel eftir, sem hann tók sér fyrir hend- ur. Bjó hann lengst við góða efna- lega afkomú og var heimilið mikill rausnargarður. Ekki sóttist Ásgrímur mikið eftir að standa í félagsstörfum utan heimilis síns, en eigi að síður voru honum falin ýmis störf fyrir sveit sína og hérað. Var meðal annars í hreppsnefnd Miklaholts- hrepps, í sóknarnefnd Fáskrúðar- bakkasóknar og létu þau hjón sér annt um kirkju sína. Fyrsta starf, sem ég vann með Ásgrími var undirbúningur að at- kvæðagreiðslu meðal fjáreigenda vestan varnargirðingar fyrir sauðfjársjúkdóma, sem liggur frá sjó hjá Skógarnesi við Faxaflóa og norður yfir nesið til Álftafjarðar. Atkvæðagreiðslan var um það hvort ráðast skyldi í fjárskipti á svæðinu vestan girðingarinnar. Fann ég glöggt fyrir því hvað hann var áhugasamur um að allt sem laut að þessum undirbúningi væri vel af hendi leyst, svo sem frekast í okkar valdi stóð. Fjár- skiptin fóru fram að fullnægðum öllum undirbúningi haustið 1949. Var Ásgrímur meðal þeirra sem sendir voru til fjárkaupa á Vest- fjörðum og fór í fjærstu sveitir eða í Þingeyrarhrepp við Dýra- fjörð. Þetta voru erfiðar ferðir og hef ég heyrt haft eftir gegnum mönnum þar í sveit, að þeim þótti maðurinn harðfylginn og óvílsam- ur svo eftirminnilegt varð. Var þá Ásgrímur vel yfir miðjan aldur eða 54 ára. Eftir þetta tók hann að sér eft- irlitið með varnargirðingunni sem áður er á minnst og varð að fara minnst tvisvar í viku og stundum oftar til eftirlits á allri línunni og er fjallvegurinn sem fara þurfti yfir mjög víða illfær með hesta. Öll störf sem Ásgrímur tók að sér að vinna, voru af hendi leyst með miklu öryggi, svo að á betra varð ekki kosið. Lengst og best hefur Inga dóttir Ásgríms, húsfreyja á Borg, verið honum stoð og á langri ævi hans á Borg, einkum var hún sá trausti vinur, sem mikið reyndi á, þegar móðir hennar var ekki lengur full- fær um að annast sitt heimili sök- um sjúkleika. Hafði Ásgrímur orð á því við mig hvað Inga ásamt Páli manni hennar hefðu verið sér mikils virði alla samverutíð og þá ekki síst eftir að heilsa hans og þrek fór að dvína. Þótti mér sem hann teldi sig i þakkarskuld við þau hjón. Þegar að leiðarlokum er komið, er mikill sjónarsviptir að Ásgrími. sem setti svip sinn á heimili sitt sveit sína og samtíð svo eftir- minnilegt er. Persónulega þakka ég honuir óverðskuldaða vinsemd, sem hanr sýndi mér og einnig færi ég þakkii frá föðursystur minni, Vilborgu Kristjánsdóttur, Ölkeldu, fyrii vinsemd, sem hann sýndi þeim hjónum á Ölkeldu. Einlægar samúðarkveðjur vil ég að lokum færa börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum. Bið ég Guð að blessa þeim minninguna um kæran föður og vin. Kristján Guðbjartsson. Sumarið sem nú er senn á enda runnið hefur markað vissan þátt I lífi okkar sem eigum allt undir sól og regni. Þannig er máttur þeirra sem hefur hagsæld okkar í hendi ■ sinni,-að þótt okk-ur þyki við hart-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.