Morgunblaðið - 03.09.1983, Page 37

Morgunblaðið - 03.09.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 Guðrún Andrésdóttir Beigalda - Minning Fædd 12. júní 1930 Dáin 29. júní 1983 í dag kveðjum við Guðrúnu á Beigalda hinstu kveðju. Það er erfitt að trúa því að hún sé horfin frá okkur, kallið kom svo óvænt. Gúðrún fæddist á Saurum í Hraunhreppi 12. júní 1930, og þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum, Lilju Finnsdóttur og Andrési Guð- mundssyni, bónda, ásamt þremur systrum og fimm bræðrum. Nóg hefur verið að starfa á svo stóru heimili og börnin efalaust vanist því snemma að taka til hendi. Guðrún var afburða dugleg kona til allra verka. í mínum augum voru afköst hennar með ólíkindum mikil og vinna hennar frábærlega falleg. Sjálf var hún falleg og myndarleg kona, með sterkan og heillandi persónuleika. I Orðskviðunum stendur: „Væna konu hver hlýtur hana hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni og ekki vantar að honum fénist. Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína.“ Rúnu sína, þessa vænu konu, hlaut Árni Guðmundsson frá Álft- ártungu. í nær þrjátíu ár hafa þau búið á Beigalda í Borgarhreppi. Börnin þeirra fimm hafa vaxið þar upp og dafnað og hlotið frábært uppeldi auk eðliskostanna, sem foreldrarnir gáfu þeim í vöggu- gjöf. Og tengdabörn og barnabörn bætast við hvert af öðru. Ég veit að líf Guðrúnar var þannig að um ókomin ár verður hún fólki sínu fyrirmynd og veitir því með því styrk í þeirra lífsbar- áttu. Svo mikið er víst, að ein- drægnin, ástúðin og umhyggjan, sem þau bera hvert fyrir öðru, hefur létt hina kvíðvænlegu bið undanfarnar vikur, og mun gera það áfram. Megi góður Guð hugga, vernda og styrkja aldraða foreldra henn- ar, eiginmann, börn og annað venslafólk. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Áslaug Eiríksdóttir Það er auðveldast að láta hug- ann reika aftur um tuttugu ár þegar sorgarfregn um lát Rúnu frænku minnar berst mér til eyrna. Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég kom fyrst að Beig- alda, en frá sex ára aldri var ég þar kaupakona í fimm sumur. Árni og Rúna voru mér foreldrar og vinir þessa sumarmánuði og ég man ekki betur en að sólin hafi skinið oftar en undanfarin ár þeg- ar ég dvaldi þar við leiki og störf. Rúna frænka hafði lag á því að kenna okkur til verka og mitt fyrsta starf hjá henni og Árna var að halda í halann við mjaltir og smátt og smátt urðu störfin fleiri og fjölbreyttari. Hugsanlega hef ég orðið matvinnungur þegar fram liðu stundir, en ætíð fengum við krakkarnir að finna það að við værum drjúgir hlekkir í búrekstr- inum, enda fengum við að taka þátt í öllu því sem fram fór á Beig- alda utanhúss sem innan. Rúna frænka var hinn mesti dugnaðarforkur og gekk til allra verka með krafti sem stundum virtist yfirnáttúrulegur. Hún lét ekkert stöðva sig í því að fram- kvæma góða hugmynd og mörgu fékk hún áorkað, sem flestir hefðu talið óframkvæmanlegt. Hún tók virkan þátt í að byggja upp býlið á Beigalda og þegar erfiðisvinnu úti við var lokið að kvöldi fann hún sér tóm til að setjast við handa- vinnu og á heimilum vina hennar og vandamanna sjást dæmin um leikni hennar við að handleika prjóna og önnur handavinnutól. Beigaldaheimilið hefur alltaf verið síkvikt og gestakomur tíðar. Gestir komu Rúnu aldrei í opna skjöldu, hún tók á móti öllum, há- um sem lágum, með rausn og myndarskap. Einn var sá þáttur í lundarfari Rúnu, sem var öðrum yfirsterkari, en það var glettni. Hún hafði geysiríkt hugmynda- flug og orðaforði hennar bar þess merki. Hún var sjaldan í vandræð- um með að finna hnyttna samlík- ingu og frásagnir hennar af litlum atvikum gátu orðið stórkostlega kryddaðar skemmtisögur. Ég min'nist margra slíkra frásagna og tárvotra augna hlæjandi áheyr- enda. En gáski Rúnu var ekki ein- göngu í orði. Hún var fæddur prakkari og það eltist ekki af henni. Rúna frænka var einnig virk í félagsmálum sveitarinnar; engum leið hún að sýna lítilmagnanum óréttlæti og sýndi óbilgirni og hörku ef einhvern þurfti að verja gagnvart óréttvísi. Ég veit að margir minnast hennar með þakklæti fyrir stóra sem smáa greiða. Rúna var greind kona og fylgd- ist með málefnum líðandi stundar. Hún var áhugasöm um nýjungar í menntamálum, helst þó þeim sem fjölluðu um að bæta lífskjör lít- ilsmegnugra. Þetta sýndi hún ásamt Árna í því að styrkja öll börn sín til mennta með ráðum og dáð. Við krakkarnir sem voru í sveit- inni hjá Árna og Rúnu skiptum nú tugum og ég veit ég mæli fyrir munn okkar allra þegar ég lýsi yf- ir innilegu þakklæti í þeirra garð. Beigaldaheimilið var óformlegur, en góður skóli. Þaðan útskrifuð- umst við öll sem betri menn. Elsku Lilja, Mundi, Sessý, Alda, Steina Dísa og Árni, ég votta ykk- ur af heilum hug samúð mína og bið góðan guð að styrkja okkur öll á þessari kveðjustund. Gulla. Okkur barst fregnin að morgni 30. ágúst. Hún Rúna er dáin. Auð- vitað þurfti þessi frétt ekki að koma okkur á óvart, við höfðum fylgst með baráttu hennar undan- farnar vikur. Enn einu sinni erum við minnt á hversu skammt er milli lífs og dauða. Við eigum margar minningar tengdar henni úr félagsstarfinu. Það er mikið lán fyrir fámenn kvenfélög til sveita að eiga góðan félagsanda, svo hef- ur ætíð verið um okkar félag. Ekki er ofmælt að hún hafi verið ein af styrkustu stoðum félagsins um árabil, alltaf boðin og búin til verka fyrir það. Hún var ein af þessum traustu og áreiðanlegu manneskjum sem prýða hvern fé- lagsskap. Hún verkaði alltaf hvetjandi á okkur hinar og gat verið nokkuð gustmikil á stundum ef henni þótti, en allar vissum við að hún átti hlýtt og gott hjarta. Hún var mjög félagslynd að eðlis- fari, hafði gaman af söng og að dansa. Sjálfboðastörf innan félags eins og kvenfélagsins geta verið tímafrek og krefjandi, og reynir þá oft á þolinmæði fjölskyldna viðkomandi kvenna. Þar átti Rúna miklum skilningi að mæta þar 37 sem eiginmaður hennar og börn voru, sem studdu hana með ráðum og dáð að hverju verki. En fyrst og fremst var hún eiginkona og móð- ir. Hún var fyrirmyndar húsmóðir og rausnarleg heim að sækja. Þá ber heimili hennar þess fagurt vitni hver völundur hún var til handa. Guðrún var fædd 12. júní 1930 og því aðeins 53 ára er hún lést. Hún var dóttir hjónanna Lilju Finnsdóttur og Andrésar Guð- mundssonar er bjuggu á Saurum í Hraunhreppi. Þau lifa dóttur sína. Árið 1954 giftist hún Árna Guð- mundssyni og þau hefja búskap að Beigalda í Borgarhreppi sama ár. Þeim varð fimm barna auðið, sem öll eru á lífi, hin mannvænlegustu börn. Nú er komið að leiðarlokum, vegi skilur um sinn. Við biðjum þann sem öllu ræður að blessa minningu okkar kæru félagskonu og veita huggun öldruðum foreldr- um hennar, eiginmanni, börnum og barnabörnum, svo og systkin- um og vinum. Hafi hún þökk fyrir samfylgd- ina. Kvenfélag Borgarhrepps Tveir góðir í lokahófinu á EM I bridge. Þórarinn Sigþórsson ræðir við Steen Möller. Umræðuefnið þarf ekki að fjölyrða um. Morgunbia&ið/ Amór Brídge Arnór Ragnarsson Sumarbrigde Eftirfarandi pistill hefur bor- ist frá Ólafi Lárussyni um sumarbridge sl. fimmtudag: Ágæt aðsókn var sl. fimmtu- dag í Sumarbridge, eða rúmlega 50 pör. Spilað var í 4 riðlum og urðu úrslit þessi: a) Baidur Árnason — Sveinn Sigurgeirsson 255, Guðríður Guðmundsdóttir — Kristín Þórðardóttir 247, Nanna Ágústdóttir — Sigurður Ámundason 237, Inga Bernburg — Vigdís Guðjónsdóttir 232. Margrét Margeirsdóttir — Júlíana Isebarn 232, b) Esther Jakobsdóttir — Guðmundur Pétursson 194, Arnar Ingólfsson — Magnús Eymundsson 179, Guðjón Jónsson — Gunnar Guðmundsson 176, Heimir Guðjónsson — Jón Steinar Ingólfsson 169. c) Sigfús Ö. Árnason — Svavar Björnsson 204, Jón Hilmarsson — Oddur Hjaltason 194, Bragi Hauksson — Sigtryggur Sigurðsson 179, Aðalsteinn Jörgensen — Georg Sverrisson 168. d) Viktor Björnsson — Sigurþór Hjartarson 135, Baldur Bjartmarsson — Valdimar Elíasson 119, Hjálmar Pálsson — Tómas Sigurjónsson 118. Meðalskor í a var 210, í b og c 156 og 108 í d. Og úrslit í Sumarbridge 1983 urðu því þessi: 1. Hrólfur Hjaltason, 20,5 stig. 2. Esther Jakobsdóttir, 20 stig. 3. Guðm. Pétursson, 19 stig. 4. Jónas P. Erlingsson, 18,5 stig. 5. Gylfi Baldursson, 17 stig. 6. Sigurður B. Þorst., 16 stig. 7. Sigfús Þórðarson, 14 stig. 8. Vigdís Guðjónsd., 13,5 stig. 9. Sigtr. Sigurðsson, 12,5 stig. Alls hafa tæplega 190 spilarar hlotið vinningsstig í Sumar- bridge að þessu sinni, sem er mjög góð dreifing á 14 spila- kvöldum. Að meðaltali hafa um og yfir 60 pör spilað á kvöldi, sem er mesta þátttaka í Sumar- bridge frá upphafi. Spilar þar ef- laust inní, að í sumar var spila- mennskan færð úr Heklu í Dom- us, en tvö undanfarin sumur var spilað þar. (Þar áður í Hreyfli og Domus). Sumarspilamennsku lýkur formlega næsta fimmtudag, með verðlaunaafhendingu. Keppnis- stjórar sumarsins, Ólafur Lár- usson og Hermann Lárusson, þakka samfylgdina, um leið og spilarar eru hvattir til að fjöl- menna á síðasta spilakvöldið. Keppni hefst að venju í síðasta lagi kl. 19.30. Allir velkomnir. Bridgedeild Breiðfirðinga Aðalfundur deildarinnar verð- ur haldinn laugardaginn 10. sept nk. kl. 14.00 í Hreyfilshúsinu, og er fólk eindregið hvatt til að mæta. Síðan hefst vetrarstarfsemin fimmtudaginn 15. sept. á sama tíma og áður eða stundvíslega kl. 19.30 og auðvitað í Hreyfilshús- inu. Byrjað verður með tvímenn- ingskeppni og geta þátttakendur látið skrá sig í síma 72840 eða 42571. Stjórnin Húsgagnasýning Opið í dag frá 10—4 Kíktu við, þú færð örugglega eitthvað við þitt hæfi KM- „ .. Langholtsvegi 111, Rcykjavík, HUSGOGN símar 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.