Morgunblaðið - 03.09.1983, Side 47

Morgunblaðið - 03.09.1983, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 47 • Ásgeir Sigurvinsson leikur meö ísienska landsliöinu í knattspyrnu gegn Hollendingum á miðvikudag í næstu viku. Ásgeir er á góðri leiö meö aö ná sér að fullu eftir mjög þrálát meiösli, sem hann hefur átt viö að stríöa. „Þaö er mjög slæmt sð viö skulum ekki geta teflt fram okkar sterkasta liöi gegn Hollendingum en viö því er líklega ekkert aö gera,“ sagði Ásgeir í spjalli viö Mbl. MorgunMaMS/ Skapti Hallgrímsson Þróttursigraði3-2 ÞRÓTTARAR unnu mikilvægan sigur í fyrstu deildinni í gær- kvöldi þegar þeir lögöu Breiða- blik aö velli á Kópavogsvelli meö þremur mörkum gegn tveimur. Staöan í hálfleik var 2—2. Leikur- inn var mjög fjörugur og oft á tíö- um vel leikinn af beggja hálfu. Þegar 16 mínútur voru liönar af leiktímanum haföi Þrótturum tek- ist aö skora tvö mörk, meö einnar mínútu mlllibili. Það fyrra geröi Pétur Arnþórsson eftir aö hafa fengiö sendingu frá hægri kanti frá Sverri Péturssyni. Boltinn fór inn í teigínn í varnarmann og til Péturs sem skaut hörkuskoti í markið. Einni mínútu síöar skor- aöi Páll Ólafsson úr vítaspyrnu. Boltinn fór í hendi eins varnar- manns Blikanna og Guömundur Haraldsson dómari dæmdi víti. Páll Ólafsson skoraöi úr vítinu af öryggi. Blikarnir voru þó ekki á því að gefa sig og á 21. mín. skoruöu þeir sitt fyrra mark. Sigurður Grótars- son fékk boltann rétt utan víta- teigshorns Þróttar, sneri sér við og skaut hörkuskoti sem hafnaöi í markhorninu fjær — stórglæsilegt mark. Sjö mínútum síöar var Sig- uröur Grétarsson enn á ferölnni og skoraöi jöfnunarmarkið. Jóhann bróöir hans komst í gegnum vörn Þróttar en Guömundur Erlingsson braut á honum og var dæmd víta- Leikir helgarinnar Þessir leikir fara fram í Islandsmót- inu í knatfspyrnu f dag. Ekkert veröur leikiö é morgun sunnudag. Nasatu leikir í 1. deild fara ekki fram fyrr en laugardaginn 10. aept. vegna lands- leiks islendinga viö Hollendinga ( næstu viku. Leikir helgarinnar: Laugardagur 3. september 1. deild Akureyrarvöllur—ÍA:lBV kl. 14.30 1. deild ísafjarðarvöllur—ÍBÍ:Valur kl.14.00 1. deild Laugardalsvöllur—Vfkingur:- Þór kl. 14.00 2. deild Garösvöllur—Vföir:Fylkir kl.14.00 2. deild Húsavíkurvöllur—Völsung- ur:KS kl.14.00 2. deild Kaplakrikavöllur—FH:Reynir kl.14.00 3. deild Úrslit 4. deild Úrslit spyrna. Úr henni skoraöi Siguröur siöan eins og fyrr segir. Liöin héldu bæöi áfram aö sækja án þess þó aö koma boltanum í netiö, en þaö veröur aö segjast eins og er aö Blikarnir voru nærri því. Seinni hálfleikurinn var frekar daufur framan af, en fljótlega hófst sama baráttan sem einkennt haföi þann fyrri. Þróttararnir voru mun ákveönari, en Blikarnir áttu engu aö síöur hættuleg færi. Þaö eru hins vegar mörkin sem gilda og eina mark seinni hálfleiks skoraöi Þróttur, á 32. mín. Páll Ólafsson var meö boltann viö vítateiginn vinstra megin, gerði sér lítiö fyrir og skaut aö marki hörkuskoti sem rataöi rétta leiö, framhjá Guö- mundi í markinu. Þarna var vörnin illa á verði en enginn átti von á skoti frá Páli, sem var besti maöur Þróttar í þessum leik ásamt Pétri og Guömundi markveröi. Aðrir í liöi Þróttar komust vel frá leiknum, liöiö lék i heild vel og á hrós skiliö fyrir leikinn. Siguröur Grétarsson átti mjög góöan leik aö þessu sinni meö Blikunum, aörir áttu þokka- lega spretti en hurfu þess á milli. f stuttu máli: islandsmótiö tyrsta deild, Þróttur — UBK 3:2 (2:2). Gul spjöld: Engin. Dómari: Guómundur Haraldsson og dssmdi hann mjög val. Áhortendur: 628. Einkunnagjöfin: Þróttur: Guómundur Erlingsson 7, Pétur Arn- þórsson 7, Júlfus Júliusson 6, Ásgeir Ellas- son 6, Kristjén Jónsson 6, Péll Ólafsson 7, Sverrir Pétursson 7, Daól Haróarson 6, Ár- sæll Kristjénsson 6, Þorvaldur Þorvaldsson 6, Valur Helgason varam. lék ol stutt. UBK: Guómundur Ásgeirsson 6, Sigurjón Kristjénsson 6, Ómar Rafnsson 6, Jóhann Grétarsson 6, Hékon Gunnarsson 6, Trausti Ómarsson 6, Jón G. Bergs 6, Bjðrn Þ. Egils- son 6, Benedikt Guómundsson 5, Vignir Baldursson 5, Siguröur Grétarsson 8. ________ — BJ. KA sigraði Einherja 3—2 KA sigraði Einherja í 2. deild í gærkvöldi, 3—2. Staðan í hálfleik var 2—0 fyrir KA. Það voru þeir Gunnar Gíslason, Ormar Örlygs- son og Jóhann Jakobsson sem skoruöu fyrir KA en þeir Gísli Daviösson og Jón Gíslason sem skoruöu fyrir Einherja. Nánar veröur greint frá leiknum í þriöju- dagsblaöi Mbl. ÞR Ásgeir Sigurvinsson: „Það verður gaman að koma inn í lands- liðshópinn aftur" „Þaö veröur gaman aö koma inn í landsliöshópinn aftur, ég er nú loksins að ná mér eftir slæm meiösli og er ég vonandi alveg laus viö þau. Uppskuróurinn tókst í aila staði vel. Yfirleitt tekur þaó átta vikur aö ná sér en ég var farinn aö æfa eftir sex vikur. Ég hef æft vel í þrjár vikur og á síóustu viku alveg á fullu. Mig vantar aö vísu meiri snerpu og þarf því aö æfa meiri stutta spretti en þetta er alveg aö koma, sagöi Ásgeir Sigurvinsson er Mbl. spjallaöi viö hann í gær- dag. Ásgeir mun leika meö íslenska landsliöinu gegn Hollending- um á mióvikudag í næstu viku. Ásgeir hefur ekki leikíö landsleik síöan gegn Wales er ísland geröi jafntefli 2—2, og skoraöi Ásgeir þá bæöi mörkin t leiknum. Ásgeir sagöi að leikurinn gegn Hollendingum yrði mjög erfiöur. Nú væri síöasta tækifæri Hol- lendinga til aö gera góöa rispu í riölinum og ná hagstæöri útkomu og þeir væru auk þess á heima- velli. Aöspurður um keppnistímabil- iö sem væri aö hefjast í V-Þýska landi sagöi Ásgeir: „Ég er nokkuö bjartsýnn á aö okkur komi til meö aö ganga vel, en þaö er máske ekki gott aö vera of bjartsýnn. Þaö skilur nefnilega svo oft lítiö á milli þess aö vel og illa gangi. Viö erum meö nokkuö sterkt liö og viö höf- um fengiö óskabyrjun ef frá er skiliö eitt stig sem viö töpuöum á frekar klaufalegan hátt. Hvaö sjálfan mig varðar þá er ég ánægöur meö frammistööuna í fyrsta leiknum sem ég spilaöi í „Bundesligunni" og raunar er þaö undravert hversu fljótt ég hef náö mér eftir slæm meiðsli. Nú um helgina leikum viö gegn Boccum og vonandi náum viö þar í tvö stig. En þeim hefur gengiö vel og því getum viö búist viö hörkuleik." Ásgeir sagöist fljúga til móts viö landsliöiö á mánudag og hitta féiaga sína í Amsterdam. En þaö- an mun iandsliöshópurinn fljúga til Gronningen og æfa þar á þriöjudag og leika síöan á miö- vikudagskvöld. þessi liö leika saman í „Bund- esligunni” í dag: Hamburger SV—Arminia Biele- feld Eintr.Frankfurt—Fort.Dússeldorf I.FCNúrnberg—Kickers Offen- back Bayern Múnchen—Werder Bremen 1 .FCKöln—Eintracht Braunschweig Bor.M'gladbach—W.Mannhelm Bor.Dortmund—Bay.Uerdingen VfB Stuttgart—VfLBochum World Soccer telur möguleika ÍA ekki mikla: „Tómt rugl hjá blaðinu áá — segir Gunnar Sigurðsson, Skagamaður Hiö þekkta knattspyrnublaö World Soccer, ágústheftió, fjallar m.a. um möguleika brezku liö- anna í Evrópumótunum í knatt- spyrnu. Blaðamaðurinn Leslie Vernon gefur þar álit og segir aö Evrópu- meistararnir Aberdeen muni eiga rólega byrjun gegn Akranesi á ís- landi. Skozka liöiö muni vinna auö- veldlega bæöi heima og á Islandi. „Þetta er auövitaö tómt rugl hjá blaöinu," sagöi Gunnar Sigurös- son knattspyrnuráösmaöur á Akranesi þegar þessi ummæli voru borin undir hann. „Þaö hefur sýnt sig í Evrópuleikjum Akurnesinga í gegnum árin hér heima, aö liöiö er allt annaö en auöunniö. Ég minni á aö Köln var tvöfaldur þýzkur meistari þegar liöiö kom hingað 1978 og geröi jafntefli 1:1 og Evr- ópumeistararnir Barcelona unnu hálfgeröan heppnissigur gegn lA á Laugardalsveilinum áriö eftir, 1:0. Viö Skagamenn teflum fram einu bezta liöi sem viö höfum átt og viö ætlum aö selja okkur dýrt eins og alltaf." Cup-holders, Aberdeen, have al gentle start against Akranes, off Tceland The Scottish Gordonl Strachan-inspired team_shoolcDviiJ easy home and away Klausan í World Soccer Fremsta hlaupakona heims • Hún er engu Ifk, alík eru afrek hennar é hlaupabrautinni. Vilja- styrkurinn og sjélfstraustiö er óbilandi og fleytir henni langt. Hún er í fremstu röö íþróttakvenna í heiminum í dag og stefnir aö fjórum gullverölaunum é OL-leikunum í Los Angeles. Marita Koch er fædd ( Rost- ock fyrir 26 árum og leggur hún nú stund á lyfjafræði auk þess sem hún æfir hlaup af miklum krafti. Hún fékk flest verölaun allra einstaklinga á heimsleik- unum í Helsinki í frjálsíþróttum í sumar, þrenn gullverölaun og ein silfurverölaun. Hún hefur verið talin ein fremsta hlaupa- kona í heiminum undanfarin ár og sigrar hennar á hlaupabraut- inni bera þess gieggst merki aö þaö er ekki fjarri lagi aö hún beri þaö sæmdarheiti. Margra ára þrotlaus þjálfun hjá þessari drottningu hlaupa- brautanna er nú aö koma i Ijós, hún átti heimsmetiö í 200 og 400 metra hlaupi fyrir heimsleikana og margir spáöu því aö hún yröi fyrsta konan í heiminum til aö eiga heimsmet í öllum stuttu hlaupunum, þaö er aö segja 100, 200 og 400 metra hlaupi. En margt fer ööruvísi en ætlaö er. Þegar heimsleikunum lauk átti Koch aöeins eitt heímsmet því tékkneska stúlkan Jarmila Krat- ochvilova bætti heimsmet Koch í 400 metra hlaupinu þegar hún hljóp á 47,99 sek. Eins og títt er um íþróttafólk frá A-Evrópu var Koch tekin strax á unga aldri þegar upp- götvaö var aö hún gat hlaupiö hraöar en jafnaldrar hennar. Hún einbeitir sór aö því aö sigra fyrir A-Þýskaland en landiö er númer eitt hjá þeim sem keppa fyrir A-Þýskaland og önnur lönd þar eystra. Marita Koch er aöeins eitt dæmi um hvernig börn eru tekin á unga aldri þegar í Ijós kemur aö þau hafa eitthvaö til aö bera þannig aö þau geti oröiö fram- úrskarandi íþróttafólk. Kerfiö grípur þau þá og miklar æfingar eru lagöar á krakkana þar til þau eru oröin framúrskarandi íþrótta- fólk. Hvort Marita Koch mun reyna aö ná heimsmetinu af Jarmilu veit enginn, en eitt er öruggt; keppni á milli Koch og Krato- chvilovu yröi eitt meiriháttar ein- vígi á hlaupabrautinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.