Morgunblaðið - 06.09.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
Konur athugið:
Bjódum 10 tíma kúra í okkar vinsæla
solaríum.
Megrunar- og afslöppunarnudd.
Vil vekja aérataka athygli á 10 tíma
megrunarkúrnum.
Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd.
Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseöill.
OpMttkLIOMkvðid
MaaaM. Skwii
4
Nudd- og sólbaösstofa
Ástu Baldvinsdóttur, 0'
Hrauntungu 85, Kópavogi.
TBítamaikaðuíinn
ÖTl
•ífftí
í‘
12-18
AMC Concord 1M1
Brúnsans með vfnyttopp, 6 syl., s|álfsklptur
m/fitlu. eklnn 42 þ. km. Verfi kr. 280 þús.
(Sklpti * ódýrart).
Saato N0 QL8 1982
BIAsanseraður, ekinn 20 þ. km, 5 dyra,
sjátfskiptur, upphsskkafiur, hlftöarpanna.
dráttarkrókur. Varð 395 þus (Sklptl ath).
Izusu Trooper 1982
Gráaans, akkm 16 þ. km, útvarp, segulband.
Verð 495 þúe. (Skipti ath. á ódýrari)
Ford Mustand Turbo érg. 1980
Grásanseraöur, 4 cyl mað Turbo, ekinn 30
þ. km. 4ra gira, beinskiptur. Verö 345 þús.
(Skipti á ódýrari).
DaUtatsu Chsrsde
Runabout 1W1
Raufiur, ekinn 32 þ. km. Verö 185 þús.
Sórsmtösöur torfærubfll
Toyota Landcrusler 1967, grásanseraöur, 8
cyl, aflstýrl og II., 4ra tonna spil. Ath.: Mjög
haglega endursmifiaóur. Veró 200 þús.
Mazda 909 Ltd. Coupé 1982
Grásaru, 5 glra, eklnn 14 þ. km. Rafdrifnar
rúðor og fl. Verö 340 þús. (Sklþti á ódýrarl).
VW Golf 1982
Rauóur, ekinn 11 þ. km, útvarp, segulband.
Verö 260 þús (Skipti á ódýrari).
p M
2 Mctsölubhd á hverjum degi!
Jónas Oddur Þröstur
Leiðarahöfundar Dagblaðsins Vísis og Tímans segja báðir í blöð-
um sínum fyrir helgina, að árás Sovétmanna á farþegaþotuna frá
Suður-Kóreu hafi veriö morð og fordæma það með afdráttar-
lausum hætti. í Staksteinum í dag eru birtar tilvitnanir í þessa
leiðara, svo og kafli úr viðtali, sem Þjóöviljinn birti um helgina við
Þröst Ólafsson, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, sem talar af
skynsemi, sem fátíö er innan Alþýðubandalagsins, enda upplýsir
hann, að skoðanir hans séu í minnihluta innan þess flokks.
Skynsamleg
rödd úr Al-
þýðubanda-
laginu
Óvenjulegt er, að menn
Lali af skynsemi í Alþvrtu
bandalaginu um vandamái
líöandi stundar í þjóöar-
búskap okkar. Það gerðist
þó í Þjóðviljanum um belg-
ina, er blaðið ræddi við
Þröst Ólafsson, nýráðinn
framkvæmdastjóra Verka-
mannafélagsins Dagsbrún-
ar, en í þessu viðtali segir
Þröstur Ólafsson m.a.:
„Ég tel að það þurfi
skipulagsbreytingar á efna-
hagskerfinu, breytingar,
sem eru bæði hagræns,
pólitisks og félagslegs eðl-
is. Engin ríkisstjórn hefúr
ennþá treyst sér í slíkar
breytingar, heldur ekki sú
síðasta, og þess vegna
tókst henni ekki að ná
árangrí í baráttunni við
verðbólguna, hún reyndi að
halda í horfinu og það
tókst“
„Sjávarúlvogurinn er
gott dæmi um offjárfest-
ingu; bankamir líka. Þar
hefúr mikil fjárfesting átt
sér stað og sú þjónusta
sem bankakerfið veitir er
alltof dýr. Það má nefna
margar aðrar atvinnugrein-
ar. Þessi fjárfestingarst-
efna eykur spennuna í ha-
gkerfinu og f þjóðfélaginu
og þrýstir upp verðlagi.
Þröstur Ólafsson er
spurður hvað beri að gera
og hann svarar:
„Draga skipulega úr
jafnvægisleysinu. Víta-
hríngurinn verður ekki rof-
inn með einu höggi. Þetta
er samofinn margra ára
vefur. Það verður að byrja
á að fækka tilefnum til
frekarí verðþenslu. Byrja á
sjávarútvcginum, núver-
andi kerfi þar kallar á nýj-
ar og nýjar gengisfellingar,
sem spenna síðan upp
verðlag og laun. Á meöan
það er ekki gert þýðir lítið
að krukka í aðrar hag-
stærðir. Ef það tekst að
koma sjávarútveginum f
lag þannig að tekjur og
gjöld standist á og sjávar-
útvegurínn skili aftur þeim
fjármunum, sem hann hef-
ur fengið frá samfélaginu,
— þá er hægt að halda
áfram við aðrar skekkjur.
Aukning framleiðslu er
einn hhiti þessa máls.
Við komumst aldrei hjá
þvf á fslandi að verða fyrir
áfölhim. Við eram háðir
erlendu verðlagL Hér eru
sveifiur tengdar náttúruöfi-
unum. Við komumst aklrei
hjá því að vera í rúmum
sjó. En það hefur verið gert
of mikið af því að auka
óróleikann og þessa
sveifiuáráttu í hagkerfinu f
stað þess að jafna hana
ÚL“
Síðan er framkvæmda-
stjórí Dagsbrúnar spurður
um það, hvort fækka eigi í
fiotanum og hann svarar
„Það þarf að draga úr
sóknarkostnaði. Kostnað-
urinn við að sækja hvert
kfió af fiski hefúr faríð vax-
andi í stað þess að lækka.
Þetta er hnignunarein-
kenni í efnahagslífi. Eitt
ráðið væri að reyna að
koma togurunum á veiðar
annars staðar en á fs-
landsmiöum. Ég hef líka
heyrt að hægt sé að leigja
skip til útlanda. Ef allt um
þrýtur sé ég ekki annað
ráð en að ríkið yfirtaki þau
skip sem ekki geta spjarað
sig og ieggi þeim. Ef at-
vinna dregst saman af
þessum sökum verður að
skapa ný atvinnutækifærí
um svipað leyti.“
Auðvitað bera þessi um-
mæli þess merki, að það er
sósíalisti sem talar, en
engu að sfður er ástæða til
að vekja á því athygli þegar
áhrifamaður í Alþýðu-
bandalaginu talar af ein-
hverrí skynsemi um efna-
hags- og atvinnumál okkar
eins og Þröstur Ólafsson
gerír í þessu titviki. Hitt
kemur engum á óvarL þótt
hann segi aðspurður um
það, hvort hann sé í minni-
hhita í fiokknum:
hef hafið máls á
ýmsu öðni innan fiokksins,
rætt þar um fjárfestingar-
stefnu, verðbólgu, sjávarút-
veg og lent í minnihhita."
Öflug stríðs-
vél með inni-
lokunaræði
Árás sovézkra herþota á
kóreönsku farþegaþotuna
hefur vakið almenna reiði.
Jónas Krístjánsson rítaði
forystugrein í Dagblaðið
Vísi sl. föstudag, þar sem
hann segir mjL:
„Þetta einstæða fjölda-
morð verður ekki skilið
nema menn átti sig á kerf-
inu, sem liggur að baki.
Þetta kerfi er ekki neitt
vejulegt þjóðskipulag held-
ur öfiug stríðsvél með inni-
lokunaræði. Nógur tími var
fyrir sovézku morðingjana
að átta sig á, að skot-
markið var farþegaþota en
ekki njósnaþota, enda
komu þeir svo nálægL að
þeir gátu séð það með ber-
um augum. Innilokunaræði
stríðsvélarinnar er svo af-
gert, að hún reynir að
hneppa í varðhald alla þá
íbúa ríkisins, sem ekki
hafa nákvæmlega sömu
skoðun og valdhafarair á
hverjum tíma. Fríðarsinnar
eru teknir fastir af því að
stjórain og fiokkurínn eru
einfær um að stunda frið-
arstefnu. Friðarsinnar eru
aðeins nothæfir á Vestur-
löndum, en ekki í sæluríki
fríðaríns. Innilokunaræði
stríðsvélarinnar er svo af-
gert, að þeir eru hreinlega
taJdir geðveikir, sem ekki
hafa nákvæmlega sömu
skoðun og valdhafarnir á
hverjum tima. Slfkír menn
eru settir á geðveikrahæli,
þar sem dælt er f þá eitur-
lyfjum til að brjóta þá and-
lega.
„Morðið á 269 manns
var ekki einkaframtak geð-
veiks stríðsmanns, sovézki
morðinginn fór nákvæm-
lega eftir fyrírmæhim af
jörðu niðri. Fyrst var hon-
um sagt að miða og síðan
að skjóta. Þetta var endur-
tekið þrisvar sinnum. Það
er kerfið sjálfL sem er
sjúkt en ekki fjöldamorð-
inginn einn, sem fór bara
eftir fyrirmælum. Það er
sovézka stríðsvélin, sem
þolir engin nágrannaríki
án þess að kúga þau. Þann-
ig hefur vélræn stríðsvélin
lagt undir sig Austur-
Evrópu og er nú að leggja
undir sig Afganistan. Hún
skilur ekkert nema valdið
nakiö og hún hefur kláða í
gikkfingrinum."
Oddur Ólafsson fjallar
um sama málefni í forystu-
grein Tímans sl. laugardag
ogsegir.
„Það mðingsverk Sov-
étmanna að skjóta niður
óvopnaða farþegafiugvél,
sem hafði villzt af leið og
myrða hátt á þriðja hund-
rað manns, getur haft ófyr-
irsjáanlegar og óheiUa-
vænlegar afieiðingar í sam-
skiptum austurs og vesturs.
Þaö er léleg afsökun, að
suður-kóreanska farþega-
þotan hafi verið komin inn
á sovézkt yfirráðasvæði á
rúmsjó yfir Japanshafi.
Þótt farþegafiugvél villist
af leið þýðir það engan
veginn að það sé rétUæt-
anlegt að gera á hana ekf-
fiaugnaárás og drepa með
köldu blóði hvert manns-
bara sem þar er innan-
borðs. Slíkt athæfi hfýtur
hver siðaður maður að for-
dæma.“
Fjórar hand-
bækur um ál
ÁL-samskeyting.
Um hvernig ál er skeytt saman með því að hnoða,
skrúfa, líma eða lóða.
ÁL-suðuhandbók Tig-Mig.
Um Tig og Mig suðu á áli.
ÁL-mótun og vinnsia.
Um hvernig ál er notað við að vinna og framleiða
ýmsa hluti - steypu, pressun og stönsun.
ÁL-yfirborðsmeðferð.
Um hvernig yfirborði áls er gefinn mismunandi
áferð og litur.
Hentugar kennslubækur fyrir iðnnema
og handbækur fyrir iðnaðarmenn og hönnuði.
Verð hverrar bókar kr. 30.-
Sölustaðir:
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Rvik,
Bókaverslun Ólivers Steins.Hafnarfirði.
NORRÆN SAMTÖK ÁLIONAÐARINS