Morgunblaðið - 06.09.1983, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
22
• Guöjón Guómundsson hstur hér bstur í viðureign vió Ólaf Ólafsson
og skallar eftir hornspyrnu. En boltinn fór yfir markiö — enda var
ekkert skoraö í leiknum.
MorgunbladW/Skapti HaHgrfmsson
„Svekktur að ná
ekki báðum stigunum“
— sagði Halldór Áskelsson eftir jafntefli Víkings og Þórs
„ÉG ER ánægöur með leikinn hjá
okkur, sérstaklega fyrri hálfleik-
inn. Þetta hefur oft veriö svona í
sumar: viö höfum nánast yfirspil-
aö andstæöingana í fyrri hálf-
leiknum en í þeim síöari hefur oft
vantað eitthvaö. Ég held aö viö
hefðum samt átt skiliö bæöi stig-
in. Eitt stig er auövitaö kærkom-
iö, en ég er svekktur aö ná ekki
báöum,“ sagöi Halldór Áskels-
son, Þórsari, eftir aö lið hans
hafói gert markalaust jafntefli viö
Víking á Laugardalsvellinum á
laugardag.
Leikurinn var fjörugur og
skemmtilegur þrátt fyrir aö liöin
næðu ekki aö skora mörk. Þaö
rigndi nokkuö fyrir leikinn og einn-
ig eftir aö hann hófst þannig aö
völlurinn var blautur. Strax í upp-
hafi sáust skemmtileg tilþrif. Helgi
Bentsson fókk mjög gott færi strax
á fyrstu mín. eftir undirbúning Hall-
dórs en hitti knöttinn illa.
Víkingar fengu boltann — brun-
uöu fram þar sem Heimir átti
þrumuskot sem Þorsteínn varöi.
Þór sneri vörn í sókn og Ögmund-
ur varöi vel langskot Bjarna
Sveinbjörnssonar. Fjörug byrjun
og næstu mínúturnar sóttu Þórsar-
ar stíft aö marki Víkings.
Þeir komu svo meira inn í leik-
inn. Liöin náöu ágætum leikköflum
úti á vellinum en er nær dró mörk-
unum varö yfirleitt lítiö úr öllu. Um
miöjan hálfleikinn lifnaöi svo aftur
yfir framlínumönnunum. Víkingar
fengu gott færi eftir aö Heimir
haföi brotist upp vinstri kantinn og
gefiö fyrir. Ómar Torfason átti skot
utan úr teig sem Þorsteinn varöi
vel. Þórsarar fengu svo tvívegis
góö færi: fyrst átti Óskar Gunn-
arsson fast skot í hliöarnetiö og
eftir stórskemmtilega sókn bjarg-
aöi Ögmundur á síöustu stundu frá
Guöjóni.
Þór haföi talsveröa yfirburöi í
fyrri hálfleiknum, og voru noröan-
menn óheppnir aö vera ekki búnir
aö skora fyrir hlé. ( byrjun seinni
hálfleiks voru þeir meira meö bolt-
ann, en bæöi liö fengu ágæt færi.
Þegar leiö á efldust Víkingar og
um leiö dró af Þórsurum. Þeir gáfu
talsvert eftir seinni partinn. Besta
tækifæri hálfleiksins fékk Guöjón
Guömundsson. Boltinn hrökk tii
hans af varnarmanni eftir skot
Óskars Gunnarssonar, og ög-
mundur varöi mjög vel, i horn, skot
Guöjóns af stuttu færi. Þar voru
Víkingar heppnir aö fá ekki á sig
mark — en þeir fengu líka sín færi.
Siguröur Aöalsteinsson átti t.d.
skot í hliöarnetið.
Jafntefli getur vart talist ósann-
gjörn úrslit ef á helldina er litiö en
Þórsarar voru þó nær sigri.
Þorsteinn var mjög öruggur í
Þórsmarkinu, og Halldór Áskels-
son og Óskar Gunnarsson léku
einnig vel. Sendingar Óskars
margar gullfallegar.
Víkingar voru einnig sprækir og
geröu margt laglegt á köflum, þó
þeir eigi aö geta betur. En nú eru
þeir úr fallhættu, og þaö er mest
um vert. „Það er gott aö viö erum
öruggir uppi. Um mitt mót stefndi
allt í þaö aö viö féllum niöur, og þá
settum viö okkur annað markmiö
en í upphafi: aö halda sæti okkar í
deildinni. Nú hefur Þaö tekist,"
sagöi Ögmundur Kristinsson, Vík-
ingur, eftir leikinn. Ögmundur og
Aöalsteinn voru bestir Víkinga.
i stuttu máli: Laugardalsvöllur, 1. delld.
Víkingur — Þór 0:0.
Ekkerl gult spjald var sýnt.
Ahorfendur voru 445.
Einkunnagjöfin. Víkingur: ögmundur Krist-
insson 7, Þóröur Marelsson 6, Magnús Þor-
valdsson 5, Stefán Halldórsson 6, Ólafur
Ólafsson 6, Ómar Torfason 6, Jóhann Þor-
varóarson 6, Aöalsteinn Aöalsteinsson 7,
Heimir Karlsson 6, Ragnar Gíslason 6, Sigurö-
ur Aöalsteinsson 5, Andrl Marteinsson (vm) 5,
Unnsteinn Kárason (vm) 4.
Þór: Þorsteinn Ólafsson 7, Jónas Róbertsson
6, Sigurbjörn Viöarsson 6, Nói Björnsson 6,
Þórarinn Jóhannesson 6, Arni Stefánsson 6,
Óskar Gunnarsson 7, Bjarni Sveinbjörnsson 6,
Halldór Áskelsson 7, Helgi Ðentsson 6, Guö-
jón Guömundsson 6, Sigurjón Rannversson
(vm) lók of stutt, Siguröur Pálsson (vm) lók of
stutt. _ 8H
Jafntefli í
Firðinum
MÖGULEIKAR FH-inga á sæti
í fyrstu deild á næsta keppn-
istímabilí minnkuöu talsvert
á laugardaginn þegar þeir
gerðu jafntefli gegn Reyni,
Sandgerðí. Hvoru liöinu tókst
aö gera eitt mark, en í hálf-
leik hafði FH forystuna, 1—0.
Mark FH kom á 33. mínútu.
Pálmi fékk boltann innan víta-
teigs Reynis, gaf á Magnús,
sem skaut aö marki. Máttlaust
skot hans rataði ekki rétta leiö
— og þó, boltinn barst til Jóns
Erlings sem stóö upp viö
markið og náöi aö renna bolt-
anum inn.
Seinni hálfleikurinn var örlít-
iö líflegri heldur en sá fyrri,
enda varla hægt aö hugsa sér
hann daufari. FH-ingar voru
mun sprækari, en áttu hins
vegar erfitt meö aö komast
framhjá baráttuglööum Reyn-
ismönnum. Strax á þriöju mín-
útu síöari hálfleiks var Pálmi
felldur innan vítateigs Reynis,
en Sæmundur dómari sá ekk-
ert athugavert og lét leikinn
halda áfram.
Jöfnunarmarkiö kom síðan
á 66. mínútu leiksins. Eftir
hornspyrnu myndaöist þvaga
innan vítateigs FH, boltinn
þvældist til og frá, en hrökk
svo út í teiginn til Júlíusar
Jónssonar sem sendi hann i
autt markið. — BJ.
Staðaní
1. deild
ÍA 17 11 2 4 29:11 23
KR 17 5 9 3 18:19 19
Þór 17 5 7 5 19:17 17
Víkingur 17 4 9 4 19:18 17
Þróttur 17 6 5 6 24:31 17
Breiöablik 16 5 6 5 19:16 16
ÍBV 15 5 5 5 25:20 15
ÍBK 17 7 1 9 21:27 15
Valur 16 5 4 7 24:30 14
ÍBÍ 17 2 9 6 18:23 13
Botnbaráttan á ísafirði:
Vonir Vals
jukust mikið
VALSARAR náðu sér vel á strik á
ísafiröi á laugardaginn og sigruöu
heimamenn meö þremur mörk-
um gegn einu. Valur lyfti sér þar
meö af botni 1. deildar og á liöiö
nú talsverða möguleika á aö
halda sæti í deildinni ef þaö leik-
ur eins vel áfram og á laugardag.
Leikurinn var mjög skemmtileg-
ur — og sérstaklega náöu Valsar-
ar sér vel á strik. Þeir léku oft á
tíöum stórgóöa knattspyrnu aö
þar væri á feröinni liö sem væri í
mikilli fallhættu.
Valsarar höföu undirtökin mest
allan tímann — en þaö voru Isfirö-
ingar sem náöu forystu strax á
fjóröu mín. er Jón Oddsson skor-
aöi fallegt mark. ÍBÍ fékk auka-
spyrnu um 25 m frá marki og Jón
skoraði meö föstum jarðarbolta
eftir að boltanum haföi veriö rennt
til hans.
Valsmenn sóttu mun meira fram
aö hléi og síöustu tíu min hálfleiks-
ins sóttu þeir nær látlaust. Guö-
mundur Þorbjörnsson fókk tvö
góö færi, Ingi Björn skoraði einu
sinni, en var dæmdur rangstæður,
og einu sinni bjargaöi Hreiöar vel
þrumuskoti frá Grím Sæmundsen
langt utan af velli. Þá varöi Hreiöar
einu sinni mjög vel hörkuskot Inga
Bjarnar.
Guömundur Þorbjörnsson jafn-
aöi svo strax á 46. mín. — strax
eftir hlé. Ingi Björn átti heiöurinn af
því marki, hann sendi fyrir og Guð-
mundur Jóhannsson skallaöi í
þverslá. Valsmenn gáfu þó ekkert
eftir og eftir alvarleg varnarmlstök
ísfiröinga á 81. mín. skoraöi Ingi
Björn annað mark Vals. Hann
skoraöi framhjá Heiöari sem kom
hlaupandi út á móti. Njáll Eiösson
geröis svo þriöja markiö á 88. mín.
af stuttu færi eftir fyrirgjöf Inga
Bjarnar. Njáll haföi komiö inn á
sem varamaöur aöeins þremur
mín. áöur.
Ingi Björn átti því þátt í öllum
mörkunum sem Valur geröi og lék
hann mjög vel. Það geröi Guö-
mundur Þorbjörnsson einnig, en
hjá ÍBÍ var Jóhann Torfason best-
ur. Ódrepandi baráttujaxl.
i stuttu máli:
Isafjaröarvöllur 1. deild iBi — Valur 1:3 (1:0)
Mark IBÍ: Jón Oddsson á 4. min.
Mörk Vals: Guömundur Þorbjörnsson á 46.
mín., Ingi Björn Albertsson a 81. min. og Njáll
Eiösson á 88. min.
Dómari: Grétar Noröfjörö, og stóö hann sig
frábærlega vel.
Ahorfendur: um 600.
Gult spjald: Guömundur Kjartansson, Val.
Einkunnagjöfln:
iBÍ: Hreiöar Sigtryggsson 6. Benedikt Einars-
son 6. Guömundur Jóhannsson 5, Krlstinn
Kristjánsson 6, Örnólfur Oddsson 7, Jón
Oddsson 6, Rúnar Vífilsson 6, Guómundur
Magnússon 6. Atll Einarsson 7. Jóhann Torfa-
son 8, Amundi Sigmundsson 7, Bjarni Jó-
hannsson (vm) 5, Atli Geir Jóhannesson (vm)
5.
Valur: Brynjar Guömundsson 6, Guönl Bergs-
son 6, Guömundur Kjartansson 6, Grimur
Sæmundsen 7. Þorgrímur Þrálnsson 6, Valur
Valsson 7. Magni Blöndal 6. Guömundur Þor-
björnsson 8, Bergþór Magnússon 6. Ingl Björn
Albertsson 8, Hilmar Sighvatsson 7, Njáll
Eiósson (vm) lék of stutt.
— JK/SH.
Gullinu stolið
Guttverölaunapeningum aem
breski tugþrautarmaöurinn Dail-
ey Thompson vann til é heima-
meisfaramótinu í Helsinki í síö-
asta mánuöi var stoliö á sunnu-
daginn úr bíl vinar hans í miö-
borg London. Þjófurinn braut
rúöu á glugga bílsins og stal
íþróttatösku sem m.a. gullpen-
ingurinn var í. Thompson lýsti því
yfir nýlega aö hann gæfi vinum
sínum öll verölaun sem hann
ynni.
• Ingi Björn Albertsson lék mjög
vel á (safiröi.
KS-ingar
komnir úr
fallhættu
Siglfirðingar eru nú úr fall-
hættu í 2. deildinni í knattspyrnu
eftir aö þeir sigruðu Völsung 1:0 á
Húsavík á laugardag.
Þaö var Hafþór Kolbeinsson
sem skoraöi eina mark leiksins
þegar nokkrar mínútur voru eftir.
Völsungar voru miklir klaufar aö
vera ekki búnir aö gera út um leik-
inn áöur en Hafþór skoraöi því þeir
sóttu nær látlaust allan leikinn.
Siglfiröingar beittu skyndisóknum
og kom markiö upp úr einni slíkri.
KA með annan
fótinn í 1. deild
eftir sigur á Einherja á föstudag
KA sigraöi Einhverja í 2. deild á
Akureyri á föstudagskvöldið.
Staöan í hálfleik var 2:0 KA í vil.
Strax á 3. mínútu skoraöi
Gunnar Gíslason meö góöu skoti
rétt utan markteigshorns eftir
fyrirgjöf.
Á 5. mínútu bæta KA-menn síö-
an ööru marki viö og var þar aö
verki Ormar Örlygsson meö góöu
skoti af 10 metra færi upp í blá-
horniö. Þessar fyrstu mínútur er
varla hægt að segja aö leikmenn
Einherja hafi komið við boltann,
nema til aö hiröa hann úr netinu,
en þeir fóru nú aö koma inn í leik-
inn og sóttu heldur meira þaö sem
eftir var hálfleiks án þess aö skapa
sér veruleg færi.
í byrjun síöari hálfleiks skoraöi
Gísli Davíösson laglega fyrir Ein-
herja eftir aö hafa fengiö stungu
inn fyrir vörn KA. Páll Björnsson
jafnar síöan um miöjan hálfleikinn
meö góöu skoti af stuttu færi.
KA fór nú aö sækja meira og á
70. mínútu kom Jóhann Jakobs-
son, KA, aftur yfir og var þaö sig-
urmark leiksins. Jóhann fékk bolt-
ann á vítateigslínu og skaut lúm-
sku skoti neöst í horniö, fallega
gert hjá Jóhanni.
KA sótti síöan meira þaö sem
eftir var leiksins, og voru leikmenn
Einherja heppnir aö fá ekki á sig
eina eöa tvær vítaspyrnur en slak-
ur dómari þessa leiks, Hjálmar
Baldursson, sleppti þeim eins og
svo mörgu í leiknum. Sigur KA var
sanngjarn og meö þessum sigri
komnir meö annan fótinn í 1. deild.
Bestu menn KA voru Jóhann og
Erlingur, en hjá Einherja voru best-
ir þeir Gísli Davíösson og Gústaf
Baldvinsson.
AS.