Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiSeptember 1983Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 06.09.1983, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 06.09.1983, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983 23 Asgeir tryggður fyrir milljón mörk — Benthaus var ekki hrifinn er Ásgeir fór til Hollands Frá Þórarni Ragnarssyni, blaóamanni Morgunblaósins, í Holiandi. Helmut Benthaus, þjálfari Stuttgart, var ekki hrifinn er Ás- geir Sigurvinsson sagði honum á sunnudag að hann væri að fara til Hollands til að leika landsleik. Benthaus vissi ekkert um þetta, en Ásgeir hafði fyrir löngu fengið leyfi til fararinnar hjá fram- kvæmdastjórn félagsins. Benthaus sagöi að ef hann heföi vitaö um landsleikinn heföi hann reynt allt sem hægt væri til aö koma í veg fyrir aö Ásgeir færi. Er Ásgeir beiö eftir því aö kallaö væri út í vélina á flugvellinum í Stuttgart í gærmorgun, og þar var einn stjórnarmanna sem sagöi honum aö skeyti væri ekki komiö því til staöfestingar aö búiö væri aö tryggja Ásgeir. KSÍ sendi hins vegar skeyti þess efnis á sunnudag þannig aö þaö ætti aö vera komið á áfangastaö nú. Ásgeir er tryggöur fyrir hvorki • Steve Ovett á fullri ferð í methlaupinu í Rieti á Italíu á sunnudag. Morgunblaóió/Símamynd AP. Ovett náði heimsmetinu aftur: Bætti það um hálfa sekúndu Breski hlauparinn Steve Ovett setti heimsmet í 1.500 metra hlaupi á miklu frjáls- íþróttamóti í Rieti á Ítalíu á sunnudaginn. Suður-Afríkubú- inn Sydney Maree náði heims- metinu af Ovett sunnudeginum á undan í Köln í Þýskalandi en Ovett var ekki lengi aö ná því aftur. Maree hljóp í Köln á 3:31,24 mín., en nýja metiö hjá Ovett er 3:30,77. Fyrst var gefinn upp tím- inn 3:30,78, en honum síöar breytt. Ekki var gefin nein skýr- ing á þeirri breytingu. Þaö er athyglisvert hve fljótt Ovett nær sér á strik eftir heims- meistarakeppnina í Helsinki í ág- úst. Þar varð hann fjóröi í 1.500 metra hlaupinu, en nú setur hann nýtt heimsmet eins og ekkert só. Frábær íþróttamaður. Hann var 20 metrum á undan næsta hlaupara í lokin, Sviss- lendingnum Deleze, sem fór á 3:34,55, og þriöji var Frakkinn Marajo á 3:34,93. meira né minna en eina milljón þýskra marka — 10,5 milljónir ís- lenskra króna. Þess má geta aö í heild er íslenska liöiö nú tryggt fyrir 80 milljónir króna — og hefur aldrei áður verið tryggt fyrir svo mikiö. — ÞR/ SH Landsliðið í lest frá Amsterdam til Groningen Það má segja aö ferö landsliös- ins til Groningen hafi verið sögu- leg — vegna verkfalls flug- vallarstarfsmanna í London. Gunnar til Þýskalands Frá Þórarni Ragnarssyni, blaóamanni Morgunblaósins, í Hollandi. Gunnar Gíslason, miövallar- leikmaður KA, er í Hollandi með landsliðinu, en ekki eru miklar líkur á aö hann leiki að þessu slnni. Engu aö síður veröur mikið aö gera hjá kappanum, því hann kem- ur heim til aö leika meö KA gegn Njarövík á laugardaginn, og strax daginn eftir fer hann ásamt þjálf- ara sínum, Fritz Kizzing, til Þýska- lands, til viðræöan viö forráöa- menn 2. deildar liösins Osnabruck. Félagiö hefur áhuga á aö kíkja á Gunnar. „Ég hef mikinn áhuga á aö gera samning viö liöiö. Ef þeir bjóöa mér samning eftir þessa dvöl hjá þeim hef ég trú á aö ég slái til og gerist atvinnumaöur hjá liöinu," sagöi Gunnar í samtali viö Morg- unblaöiö. Ef af samningum veröur leikur Gunnar meö liöinu í vetur. Hópurinn hittist kl. 14.00 á sunnudag á skrifstofu KSI og síöan var flogiö frá Keflavík til London. Þangaö var komið um kl. 22.00 aö staöartíma. I gærmorgun átti svo flugvel aö fara frá London til Amsterdam kl. 10.00 en henni seinkaði um tvær og hálfa klukkustund vegna verk- fallsins. Kallaö var út í vélina þrátt fyrir verkfalliö — og beiö hópurinn í flugvélinni í tvo og hálfan tíma áöur en hún fór á loft. Er komið var til Amsterdam haföi hópurinn misst af flugvélinni til Groningen, vegna seinkunarinnar í London og var því gripiö til þess ráöst aö taka lest. Lestin var tvo tíma á leiöinni og var komið til Groningen um kl. 17.30. Vegna þessara óvæntu breytinga á ferðaáætluninni var aöeins létt æfing hjá liöinu í gærkvöldi. Leikurinn er kl. 16.00 Landsleikurinn við Hollendinga í Groningen annað kvöld hefst kl. 18.00 að hollenskum tíma — kl. 16.00 að íslenskum tíma. Skemmtilegt Fylkislið tapaði fyrir Vfði 1-2 — og leikur í þriðju deildinni að ári Fylkir sótti Víöi heim sl. laugar- dag en hafði ekki erindi sem erf- iði og tapaöi leiknum 1—2. Mjög gott veður var í Garöinum þegar leikurinn fór fram, rjómablíöa og sólskin mest allan tímann. Fylkisliöiö kom mjög ákveöiö til þessa leiks enda varö þaö aö vinna leikinn til aö eiga möguleika á aö halda sér í 2. deild. Fylkis- menn yfirspiluöu Víðisliðið gjör- samlega og lá knötturinn í marki Víöis eftir aöeins 15 mínútur. Guö- mundur Baldursson skoraði fallegt mark sem vel var aö staöiö. Fylkir spilaöi mjög ákveöna rangstööu- aöferö sem tókst mjög vel og kom oft fyrir aö framveröir Víöis voru rangstæöir skammt frá miðlínu vallarins. Á 38. mínútu bjargaöi Daníel á línu fyrir Víöi og skömmu síöar varöi Gísli Heiöarsson glæsi- legt skot frá Fylki. Fylkismenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og enn björg- uöu Víöismenn á línu á 62. mínútu. Nú var eins og Víöismenn áttuöu sig fyrst á því aö eitthvaö varö aö gera. Gamall haröjaxl var settur í vörnina en Daníel Einarsson sem lék miövörö settur í framlínuna. Á 75. mínútu skoraði svo Guömund- ur Knútsson en hann haföi fengiö ágætt tækifæri nokkru áöur í leiknum sem markvörðurinn varöi. Á næstu mínútu fór markvörður Fylkis í ævintýraferö sem endaöi meö því aö knötturinn fór ofaná þverslá og aftur fyrir mark. Fimm mínútum fyrir leiksiok skoraði svo aftasti maöur Víöisliösins Siguröur Magnússon gott skallamark og allt í einu voru Víöismenn búnir aö snúa leiknum sér í hag enda þótt Fylkisliöiö spilaði mun betri knattspyrnu og væri í alla staöi betri aðilinn á vellinum. Ég tel aö Fylkisliöiö sé besta liöiö sem und- irritaður hefir séö leika á Garös- vellinum i sumar og hreint ótrúlegt aö liöiö sé fallið í 3. deild. A.R. Staðan STAÐAN í 2. deild er nú þannig: KA 17 9 5 3 29:20 23 Fram 16 8 6 2 28:17 22 Víðir 17 7 6 4 14:11 20 FH 16 6 7 3 25:17 19 Njarðvík 17 7 3 7 17:16 17 Einherji 17 5 7 5 16:18 17 Völsungur 17 6 3 8 15:16 15 KS 17 4 7 6 15:18 15 Fylkir 17 3 4 10 14:24 10 Reynir 17 1 8 8 9:25 10 • Phil Parkes, markvörður West Ham, hefur ekki fengið á sig mark þaö sem af er keppnistímabilinu og er West Ham nú í efsta sæti deíldarínnar Knatt- spyrnu- úrslit England 1. deild, England: Birm.ham—Watford Coventry—Everton L.pool—Nott. For. Luton—Sunderland Norwich—Wolves Notts County—Ipsw. QPR—Aston Villa Southam.—Arsenal Stoke—Man. United Tott.h.—Westham WBA—Leicester 2. deild: Brighton—Chelsea C.bridge—Blackb. Cardiff—Grimsby Derby—Swansea Fulham—Portsm. H.field—Charlton Man. City—Barnsley Middlesb— Leeds Newcastle—Oldham Sheffield—Carlisle Shrewsb.—C. Pal. 3. deild: Bradford—Bolton Bristol—Southend Burnley—Bournem. Gillingham—Huil Millwall — Plymouth Preston—Brentf ord R.ham—Port Vale Scunthorpe—Exeter Walsall—Orient Wigan—Oxford Wimbled.—Newp. 4. deild: Bury—Bristol City Colch.—Black pool Crewe—Chesterfield H.pool—Aldershot Hereford—Halifax Mansf.—Doncaster N.pton—Dar.ton Reading—Stockport S windon—Chester Wrexham—Peterb. York—Rochdale 2—0 1 — 1 1—0 4— 1 3—0 0—2 2—1 1—0 0—1 0-2 1—0 1—2 2-0 3—1 2—1 0—2 0-0 3—2 2—2 3—0 2—0 1 — 1 0—2 2—1 5— 1 1—2 1—0 3—3 2-1 3— 1 0—1 0—2 6— 0 2—1 2—1 2—1 0—1 7-0 1—2 2—0 6—2 4— 0 2—2 2-0 SK0TLAND Urvalsdeild: Aberdeen — St. Johnstone 5—0 Celtic — Rangers 2—1 Dundee — Dundee United 1—4 Hearts — Hibernian 3—2 St. Mirren — Motherwell 1—1 1. deild: Airdrie — Brechin City 1—0 Alloa — Meadowbank — 0—1 Ayr United — Dumbarton 1—2 Clydebank — Clyde 1—0 Falkirk — Raith Rovers 2—1 Morton — Hamilton 1—1 Partick Thistle — Kilmarnock 2—0 2. deild: Arbroath — Cowdenbeath 3—2 Dunfermline — East Fife 1—1 East Stirling — Berwick Rangers 0—2 Montrose — Forfar Athletic 0—1 Queens Park — Queen of South 0—2 Stenhousemuir — Stirling Albion 4—3 Stranraer — Albion Rovers 3—1 Sundþjálfari óskast Sunddeild, Vestra, ísafirði óskar eftir að ráða sundþjálfara. Upplýsingar gefur Fylkir í síma 94- 337d eöa 94-3745 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 202. tölublað og Íþróttablað (06.09.1983)
https://timarit.is/issue/119296

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

202. tölublað og Íþróttablað (06.09.1983)

Iliuutsit: