Morgunblaðið - 06.09.1983, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1983
34
Arni Arason
bóndi, sextugur
Árni Arason, Helluvaði á Rang-
árvöllum, fyllir sextugasta aldurs-
árið þann 6. september. Á þessum
merkisdegi í lífi hans langar mig
að stinga niður penna og rita um
hann nokkrar línur.
Árni er fæddur á Grýtubakka í
Suður-Þingeyjarsýslu, sonur hjón-
anna Ara Bjarnasonar bónda þar
og konu hans Sigríðar Árnadóttur,
ættaðri frá Gunnarsstöðum í Þist-
ilfirði. Alls voru systkinin sjö,
fjórir bræður og þrjár systur, sem
allar eru giftar bændum á Norður-
landi, en bræður Árna eru þeir
Bjarni, búnaðarráðunautur í
Borgarfirði, svo og Steingrímur og
Guðmundur, sem báðir eru verk-
fræðingar. Starfar annar hjá
Hafna- og vitamálum en hinn hjá
Vegagerð ríkisins. Öll hafa þau
systkinin komist vel til manns.
Ekki hefur auðurinn fylgt þeim úr
föðurgarði og sýnir það að sterkir
stofnar standa að þeim í báðar
ættir.
Ekki þekki ég persónulega mik-
ið til lífshlaups Árna fyrr en um
1959, þegar fundum okkar bar
fyrst saman. Árni dvaldi í föður-
garði þar til 1942 eða ’43. Hann
innritaðist í Búnaðarskólann á
Hvanneyri og útskrifast þaðan
sem búfræðingur árið 1944. Ýmis
störf mun hann svo hafa unnið á
árunum 1944—49, m.a. stjórnað
þungavinnuvélum, en árið 1949
byrjar hann búskap á helmingi
jarðarinnar Grýtubakka með
mági sinum, Baldri Jónssyni frá
Mýri í Bárðardal og reka þeir
þarna félagsbúskap til ársins 1956.
Ekki hefi ég hirt um að kynna mér
hversvegna Árni hætti þá búskap,
kannski vildi hann leita sér frek-
ari þekkingar og mennta á sviði
landbúnaðar, en sá atvinnuvegur
hefur átt hug hans allan. Svo mik-
ið er víst, að hann siglir til Noregs
og dvelur þar um eins árs skeið við
ýmis störf, sem aðallega voru
tengd landbúnaðinum. Eftir að
hann kemur aftur til íslands
sinnir hann svo ýmsum störfum
uns hann á árinu 1959 ræðst sem
ráðsmaður að stórbúinu Gunn-
arsholti á Rangárvöllum.
Eins og allir vita eru höfuð-
stöðvar Landgræðslu íslands í
Gunnarsholti og þá var forstöðu-
maður Landgræðslunnar Páll
heitinn Sveinsson, landskunnur
framkvæmda- og atorkumaður.
Hann gerði alltaf mjög miklar
kröfur til sjálfs sín og unni sér
stundum engrar hvíldar og ætlað-
ist oft til þess sama af öðrum. Páll
var því kröfuharður húsbóndi og
tók hlutina engum vettlingatök-
um, vildi láta allt ganga sem hrað-
ast, ekki síst heyskapinn, þegar
hann stóð yfir. Eg átti því láni að
fagna að eiga Pál heitinn að vini
og kannski sagði hann mér ýmis-
legt sem hann lét ósagt við aðra.
Ég minnist þess að Páli var hlýtt
til Árna og hrósaði honum fyrir
útsjónasemi og dugnað við
ráðsmannsstörfin. Því segi ég frá
þessu hér, að það gátu ekki allir
gert Páli til hæfis í þessum efnum.
Mér þótti líka gott að hafa fengið
þessa umsögn um Árna með hlið-
sjón af þeim samskiptum sem síð-
ar urðu milli okkar.
Seint á árinu 1960 komu nokkrir
góðir menn saman til að ræða
möguleika á að hefja kornrækt á
Rangárvöllum. Þar höfðu áður
stórhuga menn breytt svörtum
sandinum í iðagræna túnvelli og
því þá ekki líka að reyna korn-
rækt. Þó afraksturinn af korni
yrði ekki mikill, þá yrði að
minnsta kosti hálfræktað land
eftir. Án þess að orðlengja þetta
frekar var stofnað kornræktarfé-
lag árið 1962, sem rekið var í þrjú
ár. Þegar mest var, sáðum við
korni í um 115 hektara í landi
Geldingalækjar og Ketlu og öll var
uppskeran keyrð að Helluvaði og
þurrkuð í þurrkhúsi þar á staðn-
um. Því miður gat ekki orðið
framhald á þessum rekstri.
En vegna þessara umsvifa verð-
ur svo úr að ég kaupi Helluvað II
og III, ásamt einum félaga mínum
úr kornræktarfélaginu. Undanfar-
in 10 ár höfðu búið þar tveir bræð-
ur með fjölskyldum sínum, sem
vildu hætta búskap. Höfðu þeir af
miklum dugnaði reist þarna ný
íbúðarhús, hlöður, fjárhús og fjós
og var jörðin því mög vel hýst.
Árið 1962 verður það svo að
samkomulagi milli okkar félag-
anna og Árna Árasonar að hann
leigi jörðina. Vona ég að þetta
samkomulag hafi orðið til heilla
fyrir báða. Hvað hann snertir
byrjar hann nú sjálfstæðan bú-
skap og hvað mig og mína fjöl-
skyldu snertir komust við í sam-
býli við hann og hans góða fólk.
Mig minnir að leigutíminn hafi
verið tvö ár, en að honum loknum
seljum við Árna helming jarðar-
innar og tveim árum síðar kaupir
hann svo þann fjórðung, sem til-
heyrði félaga mínum. Margir
höfðu sagt við mig hvernig í
ósköpunum mér hefði dottið í hug
að selja mestan hluta jarðarinnar.
Því var fljótsvarað. Ég hafði ekki
hugsað mér að reka búskap sjálfur
og hafði það því engan tilgang að
eiga jörðina áfram þar sem útséð
var líka með framhald á korn-
ræktinni.
Þann tíma, sem Árni hefur búið
í Helluvaði, hefur hann fram-
kvæmt stórvirki. Árið sem hann
byrjar búskapinn mun túnstærð
hafa verið um 37 hektarar en mér
skilst að ræktað land sé í dag rúm-
ir 80 hektarar og töðufengur er
mörg þúsund hestar. Hann hefur
girt alla landareignina sem ekki
afmarkast af Ytri Rangá. Árni
hefur stórlega aukið við allar
byggingar á staðnum, t.d. hefur
hann byggt tvær stórar hlöður og
fyrir stuttu tekið í notkun nýtt
lausgöngufjós fyrir 48 kýr. Nú er
þar í smíðum flatgryfja fyrir
vothey. Mér er tjáð að Árni hafi
verið annar stærsti innleggjandi
mjólkur í hreppnum hvað magn
snertir og rekið afurðabesta búið
nú undanfarin ár. Árni er ræktun-
armaður mikill í mörgum skiln-
ingi og á nú góðan stofn naut-
gripa, sem hann hefur kynbætt.
Nefna má að Búnaðarfélag íslands
hefur valið naut frá honum, sem
notuð eru um land allt. Einnig er
kúastofninn hjá honum mjög
afurðamikill. Þó heyskapur sé
geysimikill á Helluvaði i dag,
gengur Árna oftast vel að hirða í
okkar ótryggu veðráttu og er allt-
af með þeim fyrstu að ljúka
heyskap.
Það er ekki óeðlilegt að maður
eins og Árni sé valinn til ýmissa
trúnaðarstarfa heima í héraði.
Hann var í stjórn Búnaðarsam-
bands Suðurlands, er formaður í
Veiðifélagi Rangæinga, í stjórn
Fóður- og fræframleiðslunnar í
Gunnarsholtj og hefur einnig ver-
ið lengi í stjórn Nautgriparæktar-
sambands Rangárvalla- og
Skaftafellssýslu, svo eitthvað sé
nefnt.
Árni er dagfarsprúður maður og
öll þau ár, sem ég hefi þekkt Árna,
hefi ég aldrei heyrt hann brýna
raustina í bræði. Hann er þó fast-
ur fyrir og heldur fram sínum
skoðunum af eindrægni og án þess
að víkja ef hann telur sig fara með
rétt mál. Árni er reglumaður og
einkar hagsýnn í sínum búskap og
gerir mikið úr þeim spilum sem
hann hefur á hendi. Árni er söng-
elskur, spilar m.a. á orgel, hann
hefur góða söngrödd og þykir
gaman að taka lagið í góðra vina
hópi.
Mikill myndarskapur og reglu-
semi blasir við öllum, sem heim-
sækja heimili Árna á Helluvaði.
„Men der skal to til“ eins og
danskurinn segir og mig grunar að
mesta heillasporið i lífi Árna hafi
verið þegar hann gekk að eiga
Árnýju Oddsdóttur frá Heiði á
Rangárvöllum. Árný er stórmynd-
arleg kona, sem gengur að öllum
verkum á búinu eftir því, sem þörf
krefur, og mér segir svo hugur, að
ekki væri sami myndarbragur yfir
Helluvaði ef hennar hefði ekki
notið við. Þau eiga saman þrjá
drengi, Ara, Odd og Helga, en
Árný átti áður Jónu, sem nú er
kjördóttir Árna. Allt eru þetta
bráðmyndarleg börn, sem hjálpað
hafa til við búskapinn frá því þau
uxu úr grasi. Jóna er farin að
heiman og býr í Vestmannaeyjum
og á telpu, sem heitir Árný eins og
amman. Þá er Ari, búfræðingur
frá Hvanneyri, sem rekur búið
með föður sínum. Næstur er
Oddur, sem er við framhaldsnám
við Menntaskólann á ísafirði og
yngstur er Helgi við gagnfræða-
nám á Hellu. Á heimili þeirra
hjóna hefur einnig búið í langan
tíma móðir Árnýjar, Helga, sem
er á 94. aldursári og við góða
heilsu.
Kona mín og ég teljum okkur
lánsöm að hafa kynnst öllu þessu
ágæta fólki. Við sendum Árna
bestu hamingjuóskir á þessum
merkisdegi og vonum að honum og
öllu hans fólki megi vel vegna um
ókomin ár.
Árni Gestsson
r, Dalc .
Larnegie
námskeiðið
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn
8. september kl. 20.30 að Síðumúla 35, uppi.
Allir velkomnir.
★ Námskeiöiö getur hjálpaö þér aö:
★ Öölast HUGREKKI og meira
SJÁLFSTRAUST.
★ Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og staö-
reyndir.
★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri
sannfæringarkrafti í samræöum og á
fundum.
★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér
VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU.
★ Taliö er aö 85% af VELGENGNI þinni
séu komin undir því, hvernig þér tekst
aö umgangast aöra.
★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima
og á vinnustaö.
★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga
úr kvíöa.
Fjárfesting í menntun gefur þér arö æfi-
langt.
Innritun og upplýsingar í síma
82411
Einkaleyfi á íslandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráð Adolphsson
raöauglýsingar
raöauglýsingar — raöauglýsingar
fundir — mannfagnaðir
biiar
t
húsnæöi óskast
JC REYKIAVÍK
LAUGAVEGI 178, 105 REYKJAVlK, ISLAND, Sími 91-32620
1. félagsfundur
JC Reykjavík veröur haldinn í kvöld „í Kvos-
inni“ kl. 19.00.
Gestur fundarins: Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra.
Félagar fjölmenniö.
Stjórnin.
Mercedes Benz
309, 21 farþega, árg. 1982. Upplýsingar í
síma 91-46141.
Fiskiskip til sölu
100 lesta eikarskip byggt 1963, meö nýrri
vél.
51 lesta eikarbátur, byggöur 1954, meö nýrri
vél.
12 lesta stálbátur 1963, endurbyggöur 1980.
Fiskiskip,
Austurstræti 6, 2. hæö.
Sími 22475, heimasími
sölumanns 13742.
Ung barnlaus hjón
óska eftir íbúö strax.
Tilboð sendist augl.deild Mbl., merkt: „íbúö
— 8789“.
Aðalfundur Heimdallar
Aöalfundur Heimdallar samtaka ungra
sjálfstæöismanna í Reykjavík, veröur haldinn
í Valhöll nk. laugardag 10. sept. og hefst
hann kl. 14.00. Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. Stjórnin.