Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK 206. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Töldu Einstein vera njósnara Miami, 9. september. AP. BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, taldi á árunum 1932 til 1955, að vísindamaðurinn heimskunni, Albert Einstein, væri njósnari kommúnista og hefði m.a. verið viðriðinn ránið á - einkabarni flugkappans Paul Lindbergh, eftir því sem Richard Allan Schwartz ritar í bandaríska tímaritið The Nation, nýlega. Hafði Schwartz aðgang að skjölum FBI við ritun greinar sinnar, en þau skjöl hafa fvrir löngu verið dæmd ógild. „Skjölin eru merkilegt sam- ansafn af staðreyndum um manninn og dæmalaust hug- myndaflug og staðhæfingum út í bláinn. Einstein virðist hafa verið álitinn stórhættulegur njósnari, forsprakki mikils njósnahrings, og FBI safnaði upplýsingum um hann í óða önn til þess að geta handtekið hann," sagði Schwartz. „Hann virðist hafa vakið grunsemdir á sér á þeim árum sem hann boð- aði hvað mest frið í heiminum og fullkomin borgaraleg rétt- indi fyrir hörundsdökka," bætti Schwartz við. I grein Schwartz kemur fram að FBI hafi talið Einstein búa yfir ótrúlegum leyndardómum. Var talið að hann hefði fundið upp geisla sem grandað gat hverju sem var, og því var einn- ig trúað að hann hefði smíðað vélmenni sem gat lesið hugsan- ir fólks. Þannig væri Einstein þeim mun hættulegri í gervi njósnara en nokkur annar. ci mm i wcraori Bstssnom'ri M8cwrm l-MOWO (túMidPt i«mnm» Stjórnar- kreppunni var afstýrt kaupmannahöfn, 9. september. Frá Ib Björn- bak, fréttarilara Mbl. STJÓRNARKREPPU var afstýrt í Danmörku í gær, er kosið var um fjár- veitingar til sveitarstjórna á danska þinginu. Fjögurraflokkastjórn Paul Schliiters, forsætisráðherra, hélt velli, er stjórnarfrumvarpið var samþykkt með 86 atkvæðum gegn 81. Miklar vangaveltur voru uppi um hvernig málinu myndi lykta og eink- um beindust augu manna að þing- mönnum Framfaraflokksins, en nokkur upplausn hefur ríkt í þeim flokki eftir að leiðtoginn var settur á bak við lás og slá. Það fór hins vegar svo, að Glistrup hringdi til þing- manna sinna og tjáði þeim að flokk- urinn skyldi taka afstöðu með stjórninni og þar sem þingmenn hins róttæka vinstri flokks greiddu tillög- unum einnig atkvæði sín, voru hinir vinstri flokkarnir einangraðir og i minnihluta. Nikolai Ogarkov aðstoðarvarnarmálaráðherra Sovétríkjanna lýsir aðdraganda þess að kóreanska farþegaþotan var skotin niður í sovéskri lofthelgi á dögunum. Hvað eftir annað sýndi hann fréttamönnum með priki sínu flugleið þotunnar og hvernig það „sannaði að um njósnavél á vegum Bandaríkjanna var að ræða“. símamynd ap. Grönduðu þotunni með tveimur flugskeytum Moskvu, 9. september. AP. Moskvu, 9. september. AP. NIKOLAI Ogarkov, aðstoðarvarnar- málaráöherra Sovétríkjanna, sagði á fréttamannafundi í gær, að flugmenn kóreönsku farþegaþotunnar, sem skotin var niður í sovéskri lofthelgi á dögunum, hefðu ekki sinnt 120 aðvör- unarskotum, því hefði „njósnavélin" verið skotin niður með tveimur eld- flaugaskeytum. „Það komst enginn lífs af,“ staðfesti Ogarkov og lagði Símamynd AP. Þrír létu lífið og fjórtán slösuðust, er tvær lestar rákust saman skammt norður af Kaupmannahöfn í gær. Á meðfylgjandi mynd má sjá björgun- armenn að störfum. Sjá nánar bls. 20—21. jafnan feikna áherslu á fyrri málflutn- ing Sovétmanna, að um njósnaþotu í þjónustu Bandaríkjanna hafi verið að ræða. Ogarkov greindi frá því, að yfir- maður sovésku herstöðvarinnar á Sakhalin-eyju hafi gefið fyrirskip- unina um að þotunni skyldi grand- að, og yfirvöldum í Kreml hefði ekki verið gert viðvart fyrr en allt var um garð gengið. Hann sagðist sjálf- ur ekkert hafa vitað um málið fyrr en þotan hafði verið skotin niður, en hann neitaði að svara spurningum fréttamanna um hvenær Juri Andropof hafi fyrst vitað um at- burðinn. Aðstoðarráðherran lagði ríka áherslu á það í flutningi sínum að Sovétmenn hefðu í tvær klukku- stundir elt þotuna og fyrirskipað flugmanninum að lenda henni á sov- éskri grund, en því hefði ekki verið sinnt. „Við vissum að vélin var Lík og brak reka á land í Japan þarna í hernaðarlegum tilgangi, en ekki að allt þetta fólk var um borð. Svo tala Vesturlönd um mannskað- ann þegar við gerðum ekki annað en að reyna að bjarga mannslífunum," sagði Ogarkov. Hann sagði síðan að „einhverjum öðrum ráðum hefði verið beitt" ef vitað hefði verið hversu margir óbreyttir borgarar hefðu verið um borð. „En við vissum ekkert um farþegana, við áttum í höggi við njósnavél og svo var auk þess útilokað í náttmyrkrinu og slæmu skyggninu að greina hvort þetta var Boeing 747, eða RC-135 njósnavél," bætti Ogarkov við. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðu í gær, að fréttamannafundur- inn hefði ekki varpað neinu nýju ljósi á málið, Sovétmenn lemdu höfðum sínum við sama steininn. Þeir bentu hins vegar á, að skugginn af Boeing 747 væri sérkennilegur og ólikur skuggum allra annarra flug- véla, auk þess sem það væru hrein ósannindi að skyggni hefði verið slæmt. „Það var björt nótt með hálfu tungli," sögðu talsmennirnir. Barnslík fannst rekið á japönsku eyjunni Hokkaido í gær, en áætlað hafði verið að straumar myndu byrja að skola braki og fleiru úr þot- unni þar á land um það bil viku eftir atburðinn sem átti sér stað 1. sept- ember. Þá rak hlut á land, sem tal- inn er vera hluti af stéli Boeing- þotunnar. Líkið var illa farið, á það vantaði annan handlegginn, báða fætur og efri hluta höfuðsins, en í fljótu bragði virtist það vera af 6—11 ára gömlu barni. Mikið af glerflísum var í líkinu, en það er nú í krufningu. Mitterrand ómyrkur í máli við Gromyko París, Madrid, Sameinuðu þjóóunum, 9. september. FRANCOIS Mitterand Frakklandsfor- seti og Andrei Gromyko utanríkisráð- herra Sovétríkjanna ræddu saman ( rúmar tvær klukkustundir í París í gær og var sá fyrrnefndi ómyrkur í máli um afstöðu Frakka til þotumáls- ins margumrædda. Fordæmdi hann harðlega aðgerðir Sovétmanna, er þeir skutu niður farþegaþotu frá Suður- Kóreu með þeim afleiðingum að á þriðja hundrað nanns fórust. Að fundi loknum ræddi Sovétráð- herrann við fréttamenn og var að sjá afslappaður og brosmildur. Sagði hann að þeir Mitterrand hefðu rætt fram og aftur um ýmis mál er vörðuðu heimsfriðinn og hefði fundurinn verið gagnlegur. AP. Neitaði hann að ræða um kóreönsku þotuna. George P. Schultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna ávarpaði Madridráðstefnuna í gær, en þar eiga 35 ríki fulltrúa. Skóf ráðherr- ann ekki utan af hlutunum, er hann lýsti fólskuleik aðgerða Sovét- manna. Sagði hann aðfarirnar „hrollvekju fyrir mannlega sam- visku“ og fleira í sama dúr. Ræðuna hélt Schultz skömmu eftir að hafa rætt við Andrei Gromyko og var Schultz reiður mjög er hann lýsti útskýringum Gromykos sem „fárán- legum". Klikkti Schultz út með því að þessu máli væri ekki lokið, langt því frá, þetta væri svo viðbjóðslegt mál í alla staði að það mætti alls ekki gleymast. Fulltrúar NATO-ríkjanna 16, sem sitja Madrid-ráðstefnuna, sátu fund í gær þar sem fjallað var um mögu- leikana á því að bregðast við illvirki Rússa sem ein heild. Þeir frestuðu þó ákvarðanatökum þar um í óákveðinn tíma. Hjá Sameinuðu þjóðunum kynntu Bandaríkin í fyrradag frumvarp sem þeir hafa hugsað sér að leggja fyrir öryggisráðið. í frumvarpinu er fordæmt harðlega að kóreanska þot- an skuli hafa verið skotin niður, en Sovétríkin ekki vítt sérstaklega. Sovésku fulltrúarnir létu í veðri vaka að þeir myndu beita neitunar- valdi er kosið yrði um frumvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.