Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983
Skagafjörður:
Lionsklúbburinn Höfði gleður aldrað fólk
Ba*, Höfðaatrönd, 5. september.
FRÁ STOFNUN Lionsklúbbsins
HöTAa, áriö 1974, hefur það verið eitt
af helstu áhugamálum félaganna að
styðja og gleðja aldrað fólk. Margar
ferðir hafa verið farnar með aldraða
sem búa á félagssvæði klúbbsins, sem
nær yfir sjö hreppa austan vatna í
Skagafirði.
Laugardaginn 3. september var
ein slík ferð farin, sem átti að enda
við Blönduvirkjun uppi á öræfum Is-
lands. Fararstjóri í þessari ferð var
formaður klúbbsins, Pálmi Rögn-
valdsson, bankamaður á Hofsósi, en
gestir klúbbsins voru 62 á aldrinum
frá 60 ára til 85, vitanlega misjafn-
lega vel gangfærir en allir með til-
hlökkun til væntanlegrar ferðar.
Ferðin hófst á Hofsósi klukkan 10 að
morgni og endaði á sama stað klukk-
an 10 að kvöldi, en þá átti eftir að
skila úr þrem rútum nokkru af fólki
úr Fljótum og víðar að.
Fyrsti áfangi
f hverjum bíl var sæmilega kunn-
ugur maður sem reyndi að skýra
nokkur helstu sjónarsvið. Komið var
við á Vatnsskarði og Stefáni G. Stef-
ánssyni veitt virðuleg lotning, en
þaðan var ekið beint á Biönduós þar
sem Lionsklúbburinn bauð upp á
veglega máltíð.
Þáttur Húnvetninga
Alltaf hef ég vitað að Húnvetn-
ingar væru höfðingjar miklir. Þeir
búa margir stórt, eins og sagt er, en
láta ekki hlut sinn fyrir öðrum. Hver
einn bær á sína sögu og þar veldur
oft hver á heldur. Á Blönduósi komu
í lið okkar til að leiðbeina þrír höfð-
ingjar; Grímur Gíslason, fréttaritari
útvarps, og var kona hans með hon-
um, Hallbjörn Kristjánsson, svæðis-
stjóri Lions á Norðurlandi, og sveit-
arhöfðinginn Torfi Jónsson frá
Torfalæk. Þessir ágætu Húnvetn-
ingar skiptust í bíla okkar og voru
verðugir fulltrúar sinnar sýslu með
froðleik og gamanmál, svo fjarri fór
að ferðafólki leiddist.
íbúðarhverfi
Blönduvirkjunar
Ekið var frá Blönduósi að þorpi
því sem upp er risið í Blöndudal á
vegum virkjunnarinnar. Fer þetta að
verða allmyndarleg byggð og á þó
eftir að stækka að sögn. Þarna var
ekki dvalið lengi í þetta skiptið, en í
hópinn bættist svæðisverkfræðing-
urinn Sveinn, sem leiðbeindi og
sagði frá væntanlegum framkvæmd-
um og sýndi aðstæður allar ásamt
öðrum leiðsögumönnum. Ferðafólki,
sem ekki hafði áður farið um þessar
slóðir, þótti þetta útsýni víðfeðmt og
vegalengdir miklar, en talið var að
30 kílómetrar væru að Hveravöllum
er komið var að væntanlegri stíflu í
Blöndu. Þetta væntanlega mannvirki
þótti gamla fólkinu ótrúlegt stór-
virki. Verkfræðingurinn skýrði þetta
allt en sumt var fyrir ofan okkar
skilning. Þá var snúið við og ekið
langleiðina eftir upphleyptum vegi
sem verið er að gera og að vinnubúð-
unum þar sem verkfræðingurinn,
ásamt mjög fallegum hjálparkonum,
höfðu búið okkur veglega veislu sem
best má líkja við höfðingskap skag-
firskra og húnvetnskra bændahöfð-
ingja. Áður en lagt var af stað aftur
var hópurinn myndaður í bak og
fyrir í dásamlegu veðri, eins og var
allan þennan dag.
Stafnsrétt
Þegar ferðafólkinu var boðið að
skoða hina landskunnu Stafnsrétt í
Svartárdal þótti öllum það sjálfsagt
og þangað var ekið þó alllöng leið sé
frá aðalvegi. Eftir því sá enginn sem
ekki hafði komið þar, en þar sáum
við greinilega stórhug og myndar-
brag skagfirskra og húnvetnskra
bænda.
Aö leiðarlokum
Ég heyrði á viðtali ferðafólks að
þessi dagur væri þeim ógleymanleg-
ur. Það er mikils virði að blanda geði
einstaka sinnum við vinafólk, ekki
síst á góðviðrisdegi eins og þessum,
þegar guð og góðar vættir leggjast á
eitt um farsæl ferðalok. Og ekkert er
ofgert fyrir aldrað fólk segjum við
Lionsmenn. ÖIl þökkum við þeim
dásamlegan dag sem ekki mun
gleymast.
— Björn
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Sveitarstjórastarf
Staða sveitarstjóra í Suöureyrarhreppi er
laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15.
sept. nk. Góð kjör í boði.
Nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í síma
94-6122 og oddviti í síma 94-6170.
Hreppsnefnd Suöureyrarhrepps.
Málning hf.
Kópavogi
Starfsfólk óskast til verksmiðjustarfa.
Hafið samband við verkstjóra á staðnum
mánudaginn 12.9. milli kl. 13.00—15.00.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
Hrafnista
í Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á
kvöldvaktir og morgunvaktir, hluti úr starfi og
fastar vaktir koma til greina.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
35262 og 38440.
Húsgagnasmíði
Óskum eftir aö ráða starfsfólk í eftirtalin
störf:
Húsgagnasmiði í vélasal.
Vanan starfskraft í lökkunardeild.
Starfskraft við tímamælingar og bónusút-
reikninga.
Upplýsingar gefur framleiðslustjóri, ekki í
síma.
frésmidjan vidir*hf
Tónmenntakennara
og íþróttakennara
(stúlkna)
vantar að grunnskólum Reykjavíkur.
Nánari uppl. eru veittar í fræösluskrifstof-
unni, Tjarnargötu 12, sími 28544.
Fræðslustjóri.
Verksmiöjuvinna
Getum bætt við okkur duglegu starfsfólki í
fléttivéladeild í verksmiðju okkar við Hlemm.
Vaktavinna. Tvískiptar vaktir. Mötuneyti á
staðnum.
Uppl. um þessi störf veita verkstjórarnir
Bryndís og Ágúst á staðnum, ekki í síma.
Hampiöjan hf., Stakkholti 2—4.
Beitingamenn
Beitingamenn vantar á línubát frá Grindavík.
Uppl. í síma 92-8142.
Hraöfrystihús Grindavíkur.
Hotel Föroyar, Þórshöfn vill ráða:
Sölustjóra
Um er að ræða mjög sérstaka stöðu fyrir
sölumann, sem vill komast í athyglisvert og
spennandi starf. Sölustjóri hótelsins hefur
yfirumsjón með heildarsölunni í Færeyjum og
Norður-Evrópu.
Kröfur: Við förum fram á að sölustjórinn hafi
reynslu af ferðamanna- og fundamarkaðin-
um í Norður-Evrópu og hafi góð sambönd.
Hann verður að vera vanur feröalögum og
hafa góða kunnáttu í ensku og þýsku. Staðan
krefst þess að viðkomandi sé ófeiminn,
skapandi, hugmyndaríkur og vel skipulagður.
Kaup og kjör: Laun fara eftir hæfni umsækj-
anda. Reikna má með miklum ferðalögum
sérstaklega yfir vetrarmánuðina, minnst 60
daga á ári. Aðsetur er Þórshöfn í Færeyjum.
Ráöning sem fyrst.
Umsónir merktar „Salgschef" sendist fyrir
20. september 1983 til:
P/f Hotel Föroyar,
Box 1859 — DK — 8270 Höjberg, Árhus
eöa
Box 106 — 3800, Tórshavn, Færöerne.
Hotel Föroyar í Þórshöfn var opnað 1. maí
1983. I hótelinu eru 198 tveggja manna her-
bergi, veitingastaöur sem rúmar 100 manns,
funda- og ráðstefnuaðstaöa fyrir 200 manns
og veislusalir með 300 sætum. Hótelið er
falleg bygging og í háum gæðaflokki. Frá
hótelinu er fallegt útsýni yfir Þórshöfn.
HAMPIOJAN HF
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
þjónusta ; [barnagæzla
Krossinn
Almenn samkoma í dag kl. 16.30
aö Álfhólsvegi 32, Kópavogi.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hef kaupendur
aö vöruvíxlum og óverötryggö-
um skuldabréfum.
íslenskl Frímerkjabanklnn,
Hjaröarhaga 27, sími 22680.
Au pair tækifæri
Læriö ensku meö gleöi. Vlna-
legar au pair-fjölskyldur.
Brampton Buerau Empl. Agy.
70 Teignmouth Road, London.
NW. Emp Agy. Lic. 272.
Elím, Grettisgata 62
Reykjavík
A morgun, sunnudag, veröur al-
menn samkoma, kl. 11.00.
Veriö velkomin.
Kaffisala í Betaníu
Laufásvegi 13 á morgun, sunnu-
dag, kl. 14.30—22.30, til ágóöa
fyrlr krisfniboöiö.
Kristinboösfélag karla
í Reykjavík.
Krossinn
Samkoma í kvöld kl. 20.30 að
Álfhólsvegi 32, Kópavogl.
Allir hjarlanlega velkomnlr.
Heimatrúboðið
Hverfisgötu 90
Almenn samkoma á morgun,
sunnudag, kl. 20.30.
Allir velkomnir.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Dagsferðir sunnu-
daginn 11. sept.:
1. kl. 09. Kaldidalur — Strútur
— Surtshellir. Ökuferö/göngu-
ferö. Verð kr. 500,-.
2. Kl. 13. Stóra Kóngsfell í vestur
frá Bláfjöllum. Verö kr. 250,-.
Brottför í feröirnar frá Umferö-
armiöstööinni, austanmegin.
Farmiöar viö bíl. Frítt fyrlr börn í
fylgd fulloröinna.
Ferðafélag Islands.
ÚTIVISTARFERÐIR
Dagsferöir sunnudaginn 11.
september.
1. Kl. 09.00 Skorradalur —
Hestfjall. Skrautsteinaleit og
léttar göngur. Verö kr. 450,
2. Kl. 09.00 Skessuhorn (963
m). Góö fjallganga á „hiö ís-
lenska Matterhorn". Verö kr.
450,-.
3 kl. 13.00 Krssklingafjara f
Hvalfiröi. Fjöruganga og krækl-
ingatínsla. Kræklingur stelktur á
staönum. Verö kr. 300.
Frítt f. börn m. fullorönum í allar
feröirnar.
Brottför frá bensínsölu BSl.
Sjáumstl Feröafélagiö Utivlst.