Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 Ný smátölva frá Wang á markað Tölvudeild Heimilistækja hf. er nú þessa dagana að hefja markaðssetn- ingu á nýrri 16 bita smátölvu frá WANG Laboratories í Bandaríkjunum. En WANG er einn stærsti framleiðandi á sérhæfðum tölvubúnaði, til notkunar á skrifstofum, í heiminum í dag, að sögn Sveins Guðmundssonar hjá Heimilis- tækjum. WANG Professional Computer er byggður upp í kringum Intel 8086 micro-tölvu og er með 8 MHz klukkutíðni. Minni er hægt að fá í stærðunum frá 128kb til 640 kb, og getur geymslurými verið annað- hvort 1. 2 diskettustöðvar eða 10 Mb eða harður diskur. Stýrikerfi tölvunnar er MS-DOS en einnig er hægt að fá CP/M stýrikerfi. Hægt er að velja um ýmis forritunarmál svo sem Basic, Fortran, Cobol, og Pascal. Einnig er hægt að fá UCSD-P „run time“ sem gerir að hægt er að þýða Pascal forrit, sem skrifuð hafa verið á stærri tölvur yfir á WANG P.C. Hægt verður að tengja tvo eða fleiri WANG P.C. saman í net- tengingu, og mynda þannig eins- konar fjölnotenda kerfi. I net- tengingunni er þó hægt að tak- marka aðgang einstakra notenda að skrám eða skráa-grúppum. WANG tölvunotendur geta tengt WANG P.C. inná núverandi tölvu og vinnur hann þá sem hver annar viðtengdur skjár. Þannig geta WANG tölvunotendur nýtt sér sveigjanleika smátölvanna og afkastagetu þeirra stærri án nokkurra vankvæða á flutningi gagna á milli þeirra. Hjá tölvudeild Heimilistækja er nú unnið að þýðingu á forritum eins og WANG P.C. ritvinnslu og Multiplan (forrit til áætlanagerð- ar). Innbyggt í þessi forrit eru upp- lýsingar sem leiða notandann áfram í uppbyggingu hinna ýmsu verkefna. Notandi getur með aðstoð „hjálp“-takkans fundið út hvernig hinar ýmsu skipanir vinna, þó svo hann sé inni í miðri áætlunargerð eða skjali. WANG hefur gert samning við Peachtree Software Inc. og Lotus Deyelopment Corp. í Bandaríkjun- um um sölu á þeirra forritum. Um 31% útflutnings ís- lendinga til EBE-landa Liðlega 71% útflutnings Norðmanna til EBE EBE-LÖNDIN, löndin í Efnahags- bandalagi Evrópu, eru stærstu viö- skiptaaðilar Norðurlandanna, þegar litið er á útflutning þeirra. í frétta- bréfi EBE fyrir ísland á dögunum, segir að alls fari um 31% útflutnigs íslendinga til EBE-landa. Ef litið er á tölurnar fyrir hin Norðurlöndin kemur í ljós, að um 47% útflutnings Svía fer til EBE- landa, um 35% af útflutningi Finna og loks segir að hvorki meira né minna en um 71% af öll- um útflutningi Norðmanna fari til landa innan EBE. Þess er getið, að Danir eru í EBE og því sé ekki fjallað um hlutfallstölu þeirra. Hvað varðar mikilvægi EBE- markaðarins fyrir heimsviðskipt- in segir, að EBE-löndin séu óum- deilanlega mikilvægasti markaður þeirra, því um 40% allra viðskipta heims fari um lönd bandalagsins. Loks kemur fram í fréttabréf- inu, að aðildarlöndin 10 leggi stöð- ugt meiri áherzlu á sameiginlega viðskiptahagsmuni sína og sam- starf þeirra muni fara vaxandi í framtíðinni, þeim til hagsbóta. Janúar — júní: Fá fyrirtæki nýta sér rekstrarstöðvunartrygg- ingu tryggingafélaga Oft á tíðum stöðvast rekstur fyrir- tækja í lengri eða skemmri tíma, ef óhapp ber að höndum. Yfirleitt eru fyrirtæki tryggð fyrir skemmdum á eignum og gegn bótakröfum, en tjón af völdum rekstrarstöðvunarinnar lendir á þeim sjálfum. Vert er að vekja athygli á því, að öll helstu tryggingafélögin bjóða sérstaka rekstrarstöðvunartrygg- ingu, en ótrúlega fá fyrirtæki not- færa sér þá þjónustu. Rekstrarstöðvunartrygging nær eingöngu yfir tjón, sem falla undir almenna skilmála um brunatrygg- ingar. Bætur greiðast fyrir það tap, sem óhjákvæmilega má rekja beint til brunans, en takmarkast þó við vinnulaun fastra starfsmanna, fasta kostnaðarliði og nettó ágóða, sem hverfur eða minnkar á stöðv- unartímanum. Gjaldeyrisstaðan rýrn aði um 733 milljónir GJALDEYRISSTAÐA bankanna rýrnaði um 733 milljónir króna á fyrra helmingi ársins reiknað á með- algengi tímabilsins á móti 1.575 milljóna króna rýrnun á sama tíma- bili í fyrra, samkvæmt upplýsingum í Hagtölura mánaðarins fyrir ágúst. Gjaldeyriskaup bankanna voru á tímabilinu janúar til júní 1983 um 2,2% minni en á sama tímabili í fyrra, á gengi ýanúar til júní 1983, og gjaldeyrissala 8,4% minni. í lok júní sl. var gjaldeyr- isforði Seðlabankans um 4.038 milljónir króna, en nettógjaldeyr- isstaða bankanna 1.811 milljónir króna á gengi í lok mánaðarins. Reiknað á gengi 30. júní sl. hef- ur gjaldeyrisforði aukizt um 82 milljónir króna borið saman við 151 milljón króna rýrnun á sama tíma í fyrra. Á tólf mánaða tíma- bili, júlí 1982 til júníloka sl., rýrn- aði gjaldeyrisforðinn um 1.951 milljón króna, en jókst hins vegar um 743 milljónir króna á næsta 12 mánaða tímabili þar á undan. í lok júní sl. var gjaldeyrisstaða bankanna nettó 1.811 milljónir króna og hafði rýrnað um 895 milljónir króna á fyrstu sex mán- uðum ársins, samanborið við 1.981 milljón króna rýrnun á sama tímabili í fyrra. Á tólf mánaða tímabili, frá júlí 1982 til júní sl., rýrnaði gjaldeyrisstaða bankanna nettó um 1.689 milljónir króna, borið saman við 1.022 milljóna króna rýrnun næstu tólf mánuði þar á undan. Hlutfallslega lækkun á meðalupphæð tékka Nokkur fjölgun á tékkum á sama tíma Avísanaviðskipti jukust um liðlega 64,1% milli áranna 1982 og 1983, ef tekið er mið af stöðunni í lok mái, frá áramótum bæði árin. Ávísana- Verðhækkanir á inn- lendri framleiðslu með frjálsri álagn- ingu minni en á er- lendri samkeppnis- vöru í flestum tilvikum Frjáls verðmynd- un hefiir reynzt vel Um síðustu áramót var ákvörðun verksmiðjuverðs gefin frjáls í nokkrum greinum innlendrar iðnaðarframleiðslu, sem eiga í samkeppni við erlendar iðnaðarvörur. Álagning á þessar vörur var hins vegar áfram bundin við visst hámark, sem verðiagsyfirvöld ákveða. Um þetta er fjallað í nýjasta fréttabréfi Verzlunarráðs íslands og segir m.a.: „Lausleg athugun Verðlagsstofnunar á því, hvernig þetta nýja fyrir- komulag hefur komið út sýnir, að verðhækkanir á innlendu framleiðslunni með frjálsri álagningu hafa verið minni en á erlendu samkeppnisvörunni í allflestum tilvikum. Sumstaðar var um lítinn mun að ræða, en þar sem samkeppni er virkust var munurinn verulegur. Þessi athugun var gerð 20. júlí sl. og sýnir hún verðbreytingu frá áramót- um til þess tíma. Eftirfarandi tafla sýnir helstu niðurstöður: innl. framl. Erl. samkeppnisv. Niðursoðnar og niðurlagðar vörur 52% 55% Drykkjarvörur (öl undanskilið) 30-50% 60-70% Sælgæti 53% 60% Hreinlætisvörur 40% 71% Kex 54,3% 45,5% Af hálfu verðlagsyfirvalda verður áfram fylgst með verðþróun á þeim vörum, sem hafa verið gefnar frjálsar. Án efa er það öllum metnaðarmál, að þessar vörur komi áfram vel út í samanburðinum og verði enn sterkari vísbending þess, að frjáls samkeppni leiði til lægra vöruverðs. Ef að líkum lætur, mun sú reynsla, sem þegar er fengin, hraða því, að frjáls verðmyndun verði tekin upp á fleiri vörutegundum." viðskipti voru samtals upp á liðlega 36.684 milljónir króna fyrstu fimm mánuðina í ár, en til samanburðar um 22.353 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukning ávísanavið- skipta heldur ekki í við hækkun lánskjaravísitölu á umræddu tíma- bili, en hún hækkaði úr 345 stigum í 606 stig, eða um liðlega 75,65%. Mánaðarmeðaltalið á umræddu tímabili var um 7.337 milljónir króna á þessu ári, en hins vegar 4.471 milljón króna á sama fimm mánaða tímabili í fyrra. Ef skoðaður er fjöldi tékka kem- ur í ljós, að þeim hefur fjölgað um 9,1% milli ára. Fyrstu fimm mán- uðina í ár voru þeir 4.680.000, en til samanburðar 4.290.000 á sama tímabili í fyrra. Þá vekur það ennfremur at- hygli, að meðalupphæð tékka fyrstu fimm mánuði þessa árs er ekki nema 5,4% hærri, en hún var á sama tíma í fyrra. Meðalupp- hæðir hafa því farið hlutfallslega lækkandi, á sama tíma og tékkum fjölgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.