Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 T 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 'dÚiíáSk viiu'/.vÆ Sigurður Þorkell Jónsson versl- unarstjóri hjá Duusverslun varð fyrstur slökkviliðsstjóri í Kefla- vík. Það var 1913—16. Varamaður hans á sama tíma var Ólafur V. Ófeigsson kaupmaður í Edinborg. Aðrir sem gegnt hafa starfinu voru t.d.: Eyjólfur Ásberg 1923-26 og aftur 1929-32. Mar- geir Jónsson útgerðarmaður hefur trúlega sinnt starfinu lengst. Hann var orðinn slökkviliðsstjóri 1943 og gegndi því í nærfellt 20 ár. Á árunum 1970—1980 óx mjög samstarf sveitarfélaga á Suður- nesjum. Þá mynduðu nokkur sveitarfélög með sér Brunavarnir Suðumesja, en gamla Slökkvilið Keflavíkur var þá lagt niður. Nú stendur yfir stækkun á slökkvi- stöðinni í Keflavík. Að sjálfsögðu hefur orðið mikil breyting á tækjakosti slökkviliðs- ins. Þrátt fyrir þrengsli varðveitir slökkviliðið enn gamlar dælur, brunalúðra og stúta. Jafnvel gamla bíla. Eðlilegast væri að slík tól yrðu geymd í framtíðinni í nýju safnahúsi þegar það hefur litið dagsins Ijós, en þangað til eru þau best geymd í húsakynnum slökkviliðsins. Að lokum skal aðeins blaðað í brunaannálum Keflavíkur, en rúmsins vegna er ekki hægt að gera því efni nein veruleg skil. 22. jan. 1908 kom upp eldur í tvílyftu timburhúsi Helga Eiríks- sonar bakara. Það stóð á horni Hafnargötu og Klapparstígs. Kviknaði í út frá olíulampa í eld- húsi á efri hæð. Þar bjó Helgi, en á neðri hæð var bakarí og verslun. Húsið eyðilagðist, en nokkru var bjargað af vörum og innan- stokksmunum. (Dómabók Gull- bringus. 1908. Þjóðskj.s.) 14. apríl 1912 kviknaði í timb- urhúsi Stefáns Bergmanns. Það stóð á horni Aðalgötu og Hafnar- götu. Stefán bjó á efrí hæð, en Vilhjálmur Hákonarson rak versl- un niðri. Bjargaðist nokkuð af vörum, en að öðru leyti brann inn- bú með húsinu. (Dómabók Gull. 1912, bls. 46-53. Þjóðskj.s.) 30. des. 1935 kviknaði í sam- komuhúsinu Skildi er jólatrés- skemmtun barna stóð yfir. Eldur- inn kviknaði út frá jólatré sem bar logandi kerti. Um 200 manns voru í húsinu. 6 fórust í brunanum, en 3 létust seinna af afleiðingum brunasára. Húsið var úr timbri, byggt 1905. (Dagblöð.) 2. apríl 1948 varð stórtjón í hraðfrystihúsinu Frosta hf., en það stendur skammt frá Sundhöll Keflavíkur. Afspyrnurok var og mikið frost og gerði það erfitt við slökkvistarf. Hluti hússins eyði- lagðist. (Faxi.) 10. okt. 1948 kviknaði í kvik- myndafilmu er sýning stóð yfir í Verkalýðshúsinu við Túngötu. Þar er nú Félagsbíó. Sýningarmaður- inn slapp naumlega út úr sýn- ingarklefanum. Er bíógestir urðu eldsins varir ruddust þeir út. Eng- in slys urðu. En skemmdir urðu talsverðar. (Faxi.) 15. nóv. 1948 kom upp mikill eld- ur í birgðaskemmum við flugaf- greiðslu á Keflavíkurflugvelli. Engu varð bjargað og brunnu skemmurnar til grunna. Slökkvilið Keflavíkur aðstoðaði þar lið flug- vallarins. (Faxi.) Aðfaranótt 13. apríl 1953 kom upp mikill eldur í Hraðfrystistöð Keflavíkur („Litlu-Milljón", eins og húsið er jafnan nefnt í daglegu tali). Skemmdir urðu miklar. (Dagblöð.) 18. febr. 1957 eyðilagðist hluti af Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. („Stóru-Milljón") af eldi. Á neðri hæð var saltfiskverkun og þar eyðilögðust 400 1. af salti. Lítið var þar af fiski. Á efri hæð var verbúð. Þar bjuggu 50—60 manns, sem voru á vertíð. Missti það fólk allar eigur sínar. (Dagblöð.) í okt. 1957 kviknaði aftur í Hraðfrystistöð Keflavfkur. Eyði- lagðist mikill hluti hússins og tjón var lauslega metið á 2—3 milljón- ir. Frystiklefum forðað. (Dagblöð.) 14. maí 1965 varð stórbruni í Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Mikil sprenging varð í vélarhúsi og breiddist eldur samstundis út. Fólk var nýfarið heim að vinnu- degi loknum. Vélarhús og flökun- arsalur eyðilagðist. Á efri hæð eyðilagðist mötuneyti og umbúða- geymsla. Ennfremur veiðarfæri. Frystiklefum og fiskmóttöku forð- að. (Dagblöð.) 12. nóv. 1967 kom upp eldur í Sundhöll Keflavíkur. Voru upptök hans í loftrásakerfi hússins og þaðan breiddist hann út. Þak hússins hrundi niður í laugina. Um tíma var tjón talið svo mikið að til tals kom að byggja nýja sundlaug. (Dagblöð.) Aðfaranótt 1. nóv. 1968 stór- skemmdist Félagsbíó f miklum eldi. Eyðilagðist sýningarsalur og leiksvið gjörsamlega. Forsalur hússins og sýningarklefi skemmd- ust lítið. Milljónatjón. (Dagblöð). Áður stútungur, núna þorskur S.M. hringdi: Hver kom með þá tillögu að stytta þorskinn um 4V4 tommu? Áður var þetta kallaður stútungur — núna þorskur. VÍSA VIKUNNAR Reglur þjá í Rússíá rödd er fá við eyra. Bannað að tjá sig bjórs á krá bannað að sjá og heyra. Sovétrikin: Bannað að hafa síma á ísskáp — „af öryggisásta'ðum" Moskvu. 6. neptember. AP. f SOVÉTRÍKJHNHM er bannað aö setja símUeki ofan á ísskáp. I»að eru iagasmiðir komraúnisUflokksins, sera hafa lögleidd þessi nvmæli, og hafa þau valdið ekki lítilli furðu hjá raörg- um manninum austur |»r. ALLTAF Á SUMMUDÖGUM SlftRRA OG EFNISMEIRA BLAÐ! „ALLTAF FULLT HÚS...“ Rætt við Viðar Eggertsson um Listahátíðina í Edinborg 200 ár frá fæðingu Grundtvigs „Hrikalegt að sjá Zam- biufljótið falla í Viktoríu- fossana“ Seinni hluti viötals viö Pétur Björnsson Jedinn snýr aftur Stjörnustríð III Sveinn Einarsson Viðtal viö Tyrrverandi þjóöleikhússtjóra Kvikmyndir, skák, dá- valdur, kartöflur, karl- menn í kvenhlutverkum og margt, margt fleira. Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans u»v iiiui i*| ut iyv' u___

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.