Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 5 Vélarbilun í Ottó N. Þorláks „ÞVÍ ER EKKI að neita að strokklok í vélinni í Ottó N. Þor- lákssyni hafa farið nokkrum sinn- um og vissulega angrar það okkur. Nú síðast á miðviku- dagskvöldið fór eitt strokklok- anna og seinkaði það brottför hans um tæpan sólarhring. Þar sem vélin er aðeins tveggja ára gömul erum við óánægðir með þetta og nu er verið að kanna hvort ekki sé einhver galli í þess- um lokum,“ sagði Björgvin Guð- mundsson, framkvæmdastjóri BÚR, í samtali við Morgunblaðið. Björgvin sagði ennfremur, að þrátt fyrir þessar smábilanir hefði útgerð Ottós gengið vel og væri hann nú kominn með um 3.450 lestir frá áramótum. Hann hefði á þriðjudag landað alls 244 lestum, aðallega karfa, og hefði aflaverðmætið numið 1,7 millj- ónum króna. Landað úr Ottó N. Þorlákssyni i Reykjavíkurhöfn. MorgunblaAiA Kmilía Björg. Réttum frestað vegna heyanna Borg, Miklaholtohreppi, 9. september. HÉR ER norðaustan gola og heið- skír himinn. Klukkan sjö i morgun var hitastig 2 stig. Gaman er að vakna í geisla morgunsólar eftir all- ar vatnsgusurnar sem lamið hafa glugga flesta morgna í sumar. Þar sem heyannir eru ennþá nokkrar eftir víða þá verður rétt- um frestað hér um eina viku. Langholtsrétt verður 28. septem- ber næstkomandi. Ég hef einnig heyrt að Ölkeldurétt verði 29. september og Arnarhólsrétt 27. septembec. — Páll. Vestur-þýskir úrvals júdó- og karategall- ar nýkomnir. Hér er um ad ræöa níösterka ga\\a sem þola mikil átök. Júdógallar Stæröir frá 150—200 cm. Verö frá kr. 1.280-1.590,- Karategallar Stæröir frá 160—200 cm. Verö frá kr. 1.795-2.195,- 'P0RTVAL A Htommtorg Mmar 14390 9 29999 Bikarinn SkótovörAuatig 14. R. Simi 24520 1 Gormabúnaðurinn sem brást um borð í Hólmadrangi: Er ekki til að skjóta út bátnum, aðeins fyr- ir opnun á læsingu — segir Páll Guðmundsson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun „ÞESSI gormabúnaður sem þarna er, er ekki annað en sæti fyrir báta. Gormarnir sem þarna voru, eru ekki til að skjóta út bátunum, heldur bara fyrir opnunarbúnað á læsingu," sagði Páll Guðmundsson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun ríkisins, í sam- tali við Morgunblaðið, en hann var spurður um gormabúnað þann sem brást um borð i togaranum Hólma- drangi og frá er greint í blaðinu á miðvikudag. Þar kemur fram í samtali við skipstjóra að um sé að ræða Sig- munds-búnaðinn svokallaða breyttan, en Páll sagði að þessi gormabúnaður ætti ekkert skylt við það. Um væri að ræða sæti fyrir björgunarbátana og hefði það ekki verið samþykkt og þess vegna væri búnaðurinn ekki kominn um borð í önnur skip. Spurningu um það af hverju settur væri ósam- þykktur búnaður í skip, sagði Páll, að þetta væri eiginlega ekki búnað- ur, þetta væru sæti fyrir bátana og væri ekki erfiðara að taka þá þaðan en úr öðrum sætum sem eru í flest- um skipum í dag. Gormurinn sem um væri rætt, væri í öllum þeim tækjum sem fram hefðu komið og væri einnig í Sigmunds- og Olsen- búnaðinum en vinnur þar á annan hátt, og hefur ekki brugðist. Hann væri til þess að losa gjörð af bátn- um, en ekki til þess að hleypa bátn- um fram. Páll sagði að almennt um sjó- setningarbúnað væri það að segja að sjósetningarbúnaður væri prófaður og varðandi Sigmunds- búnaðinn hefði við prófanir komið í ljós að lagfæra hefði þurft viss at- riði. Hins vegar tók Páll fram að allt slíkt hefði verið lagað með góðri samvinnu við viðkomandi og öllum ábendingum hefði verið vel tekið. Því væri verið að láta betri búnað í bátana en hann hefði verið í upphafi. Páll sagði að Sigmunds-búnaður- inn væri brautryðjandinn, en þær tegundir búnaðar sem á eftir komu FáBkrúÓRnrdi, 9. september. Á MORGUN, laugardaginn 10. sept- ember, verður minnst í félagsheimil- inu Skrúð 'í Fáskrúðsfirði 50 ára af- mælis Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, þar sem öllum félagsmönnum og starfsfólki ásamt mökum er boðið til samkvæmis. Dansað verður í félags- heimilinu um kvöldið. hefðu einnig verið prófaðar og hefðu þar komið fram örðugleikar sem leystir hefðu verið og átti þá Páll við Olsen-búnaðinn svokall- aða, en sá búnaður ásamt Sig- munds-búnaðinum hefur verið samþykktur. Hins vegar nefndi Páll að nú lægju hjá Siglingamála- stofnun teikningar af tvenns konar búnaði, frá Stálvík og ísafirði. Páll sagði að settar hefðu verið ákveðnar gæðakröfur sem fara ætti eftir varðandi björgunarbún- aði sem þessa. Hefðu þær kröfur verið sendar hagsmunaaðilum til kynningar. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga var formlega stofnað 6. ágúst 1933 og voru stofnfélagar 21. Fyrsti kaup- félagsstjórinn var Björn Stefáns- son. Núverandi kaupfélagsstjóri er Gísli Jónatansson. Afmælisins verður getið síðar hér í blaðinu. — Albert. Fáskrúðsfjörður: Kaupfélagið 50 ára Kynntu þér Honda áöur en þú velur þér bfl. Vandvirkni og nákvæmni eru einkunnarorö þeirra sem framleiöa Honda-bíla og tryggir eigendum mest fyrir peningana. Honda Civic frá kr. 245.000,- Athugiö: Opiö á laugardag 10. september frá kl. 1—5. HONDA A ISLANDI — VATNAGÖRDUM 24 — SIMAR 38772 — 39460.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.