Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 33 Spjallað um útvarp og sjónvarp „Það fer að líða að því að æðsti- presturinn fái Lenínorðuna“ — eftir Ólaf Ormsson 18. ágúst síðastliðinn voru 197 ár liðin frá því að Reykjavík hlaut kaupstaðarréttindi. Þess var minnst með hátíðardagskrá sem stóð í vikutíma og var mikið um dýrðir í borginni. Á Lækjar- torgi var haldin útiskemmtun þegar loks sá til sólar eftir lang- varandi rigningarkafla. Skemmtunin var á vegum borg- arinnar í samvinnu við SATT, Samtök alþýðutónlistarmanna og tónskálda. Miðborgin var blómum skrýdd og ungar blóm- arósir á hverju götuhorni í mið- bænum og í Áusturstræti. Sjón- varpsmenn mættu á staðinn með tæki sin og tóku upp efni í hálf- tíma þátt sem sjónvarpið sýndi föstudagskvöldið 2. september, „í tilefni dagsins" hét þátturinn. Stórhljómsveit Gunnars Þórð- arsonar lék þar nokkur lög af hreinni snilld og Sverrir Guð- jónsson, söngvari hljóm- sveitarinnar, stal næstum sen- unni. Hann hefur sennilega aldr- ei sungið betur en einmitt um þessar mundir. Unglinga- hljómsveitin Kikk spilaði nokk- ur lög og er greinilega enn á „bílskúrsstiginu" ef þannig mætti að orði komast. Krakk- arnir þurfa að æfa sig rækilega í bílskúrnum áður en þau láta frá sér heyra opinberlega. Hinir kunnu og vinsælu þjóðlaga- og vísnasöngvarar Bergþóra Árna- dóttir og Árni Johnsen sungu þekkta Reykjavíkurslagara og því miður tóku fáir áhorfendur á útiskemmtuninni undir áskoran- ir þeirra að syngja með. Hefði ekki komið til framlag frábærr- ar hljómsveitar Gunnars Þórð- arssonar hefði þessi útisamkoma einna helst minnt á útfarar- samkomu. Ég hlustaði á fróðlega frásögn Guðmundar Arnlaugssonar, fyrrverandi rektors Menntaskól- ans í Hamrahlíð, er hann flutti af för íslenskra skákmanna á Olympíuskákmótið í Argentínu árið 1939 í þættinum „Út og suð- ur“ í útvarpi síðastliðinn sunnu- dagsmorgun, 4. september, f um- sjá Friðriks Páls Jónssonar. Þetta var fyrri hluti frásagnar- innar, síðari hlutinn verður fluttur sunnudaginn 11. sept- ember. Frásögnin hófst þar sem * íslenska skáksveitin, skipuð Ásmundi Ásgeirssyni, Baldri Möller, Jóni Guðmundssyni, Ein- ari Þorvaldssyni og Guðmundi Arnlaugssyni heldur utan með Selfossi, skipi Eimskipafélags íslands, áleiðis til Belgíu og það- an með öðru skipi fyrst til Bras- ilíu og þaðan til Argentínu í sól- skini og fögru veðri. Guðmundur segir skemmtilega frá og er frá- sögnin lifandi og fróðleg. Guð- mundur kemur víða við og lýsir t.d. vel einstökum þátttakendum á þessu Olympíuskákmóti, þjóð- lífi í Suður-Ameríku, sérstæðum byggingum og landslagi. Á dagskrá útvarpsins sunnu- daginn 4. september var smá- saga, „Á Mímisbar" eftir önnu Maríu Þórisdóttur. Sagan var flutt síðdegis í lok kaffitímans. I stuttu máli sagt: Smásagan fjallar um fertuga Reykjavíkur- frú sem er húsmóðir og skrif- stofudama og orðin leið á eigin- manninum sem er sögukennari. Hún fer að venja komur sínar á Mímisbar á Hótel Sögu í von um að kynnast huggulegum manni, helst frímúrara að manni skilst. Þegar komið er fram í miðja sögu er fátt sem vekur athygli og ég tel að meira hefði mátt fá út úr annars ágætum efnivið. Sag- an er þokkalega skrifuð en að mínu áliti hálf misheppnuð. Sunnudagshugvekju í sjón- varpi þennan sunnudag flutti Jón Hjörleifur Jónsson, prestur aðventista. Hann ræddi um trú- leysið á okkar tímum, heim í fjötrum stríðsótta og hervæð- ingar og þá nauðsyn að mann- kynið fylgi Guði á tímum erfið- leika í samskiptum þjóða. Orð i tíma töluð. Árni Böðvarsson er ekki leng- ur umsjónarmaður þáttarins „Daglegt mál“ í útvarpi. Hann hefur verið með þennan þátt í fjölmörg ár og nú þegar hann hættir er engu líkara en að mað- ur sakni heimilisvinar sem hefur brugðið sér í langt ferðalag og óvíst er hvenær komi aftur. Spjall Árna Böðvarssonar um ís- lenskt mál var sérstaklega líf- legt og skemmtilegt. Nýr um- sjónarmaður þáttarins er Erl- ingur Sigurðsson og fyrstu kynni af honum benda til að hann láti sér verulega annt um íslenska tungu og vonandi láta hlustend- ur til sín heyra og senda hinum nýja stjórnanda þáttarins um daglegt mál nokkrar línur. Eftir kvöldfréttir þriðjudag- inn 6. september kom ólafur Haukur Símonarson að hljóð- Guðmundur Arnlaugsson Vilhjálmur Einarsson Ólafur Haukur Símonarsson nemanum og sagði börnunum sögu fyrir svefninn. Hér er kom- in saga af þeim kunnu fígúrum Hatti og Fatti sem ólafur hefur áður sagt frá í ágætum textum við Iög sín. Höfundur er rétt að byrja lestur sögunnar og margt skýrist í næstu lestrum en fyrsti kafli er virkilega skemmtilegur og ævintýralegur t.d. þegar Jón- atan Lifrasproti, foringi flug- sveitar sem sveimar yfir Höfn í Hornafirði, kemur við sögu og landnemavagninn sem svífur í þrjú þúsund feta hæð og farþeg- ar um borð hafa ekkert þarf- legra að gera en að stunda morg- unleikfimi. „Athafnamenn á Austurlandi" heitir þáttur sem Vilhjálmur Einarsson, skólameistari á Eg- ilsstöðum, stjórnar, og hefur verið á dagskrá í útvarpi af og til á miðvikudögum í sumar. Síð- astliðið miðvikudagskvöld var Ólafur M. Ólafsson, útgerðar- maður á Seyðisfirði, gestur Vilhjálms í þættinum. Útgerðar- maðurinn rakti nokkuð ítarlega sinn feril frá því að hann var unglingur í Eiðaskóla og fram á daginn í dag. Hann var ungur maður á vetrarvertíðum í Kefla- vík og tók um sumur fyrir aust- an þátt í íþróttum ásamt þeim bræðrum Tómasi Árnasyni og Vilhjálmi Árnasyni. Síðar kom alvara lífsins og Ólafur keypti fyrsta Gullverinn fyrir um það bil tuttugu og fimm árum. Út- gerðarmaðurinn sagði frá síldar- árunum og því mikla ævintýri sem þá var í gangi dag hvern, og sagði frá atvinnumálum á Seyð- isfirði þar sem öflugt atvinnulíf hefur verið rekið árum saman og ekkert volæði ríkjandi þó svo að fiskurinn i sjónum hafi stundum næstum horfið. Dugandi athafnamenn eins og Ólafur M. Ólafsson, hafa löngum verið atvinnulífi í litlum sjávarþorp- um bjargvættir og án forystu þeirra og dugnaðar er hætt við að atvinnuleysi og skortur gerði vart við sig. Vilhjálmur heldur vonandi áfram að kynna fyrir útvarpshlustendum drífandi at- hafnamenn á Austurlandi. Það er orðið fremur sjaldgæft að heyra í fjölmiðlum annað en barlóm þegar rætt er við atvinnurekendur og þess vegna er það skemmtileg tilbreyting að heyra í bjartsýnismönnum á borð við ólaf M. Ólafsson. „Fontamara" heitir nýr ítalsk- ur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum, sem hóf göngu sína í sjónvarpi síðastliðið mið- vikudagskvöld. Þættirnir gerast á fyrstu valdaárum fasista, að mestu í þorpinu Fontamara á Mið-Ítalíu. Fyrsti þátturinn byrjaði þar sem bæjarbúar eru úti á torgi að skemmta sér. Hóp- ur guðleysingja truflar skyndi- lega veisluna. Þeir eru með tjóðraðan asna klæddan í prests- hempu í eftirdragi og halda með hann upp í kirkjuturn og láta þar eins og óðir menn. Fátækt er mikil í þorpinu og þorpsbúar bitrir út í yfirvöld vegna al- menns skepnuskapar í garð íbú- anna: „Hleypið þeim ekki inn, þær bera lús á sér,“ segir lítill sköllóttur embættismaður í þorpinu þegar hópur kvenna ger- ir tilraun til að ná tali af yfir- völdum og krefjast réttlætis. Drykkjarvatn í þorpinu er óhæft til notkunar og í þessum jarð- vegi dafna fasistar og segir frek- ar af því í næstu þáttum. Fram- haldsmyndaflokkurinn fer vel af stað og sjónvarpsáhorfendur munu líklega bara sætta sig við að hann komi í stað Dallas fram í miðjan októbermánuð. Fréttin af óhæfuverki Sovét- manna, þegar þeir skutu niður suður-kóreönsku Boeing-þotuna í síðustu viku, hefur mikið verið í fréttum fjölmiðla þessa dag- ana. Fram hefur komið einróma fordæming á verknaðinum á Vesturlöndum og ekki nokkur maður dregið í efa að Sovétmenn skutu niður suður-kóreönsku þotuna nema æðstiprestur ís- lenskra jazzgeggjara, Jón Múli, sem sagði í blaðaviðtali að ára- tugir væru liðnir síðan hann hætti að taka mark á lygaáróðri handarískra stjórnvalda. Æðsti- prestur jazzgeggjara er sem kunnugt er þulur við Ríkisút- varpið. Mikið held ég að maður- inn kunni vel við sig sem frétta- skýrandi Moskvuútvarpsins þar sem hann gæti athugasemda- laust flutt fagnaðarboðskap kommúnismans eða fréttir frá Póllandi af „kaþólskum gagn- byltingarsveitum, auðvaldsag- entum og fasiskum ruslaralýð, sem vaðið hefur uppi í nafni Samstöðu" eins og þulur orðaði það sjálfur í viðtali við íslenskt dagblað. Það fer að líða að því að æðstipresturinn fái Lenínorð- una, sovéska orðunefndin gleym- ir ekki sínum mönnum. [Opidídagtil kL4] HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.