Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 13 Malcolm McDowell og Anna Bjorn skála. U „Tryllumst — Þótt hin íslenska Garbó sé ekki fædd Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson „TRYLLUMSrr* Nafn á frummáli: Get C'razy. Þar sem upplýsingar um að- standendur myndarinnar birtast ekki í prógrammi bíósins, verða þær ekki birtar hér. Verður þeirri reglu haldið framvegis. Þótt næsta auðvelt sé að kíkja í kvikmyndahandbókina þá tel ég sjálfsagt að þessar lágmarks- upplýsingar séu til staðar í prógrammi. Að öðru leyti ber prógramm Bíóhallarinnar af öðrum kynningarbæklingum bíóhúsanna — ekki bara rakinn efnisþráðurinn heldur skil- merkilega leikferill stjarnanna. Þarft framtak en ekki má gleyma þeim sem bera hita og þunga kvikmyndatökunnar. Þeir hjá Bíóhöllinni í Mjódd- inni hafa oft verið ansi röskir að ná í svo til splunkunýjar myndir og er þess skemmst að minnast er þeir fluttu David Bowie hingað glóðvolgan í „Merry Christmas Mr. Lawrence". Nú er það súperstjarnan Malcolm McDowell í „Get Crazy", (ég fer nú bráðum að taka aukaþóknun fyrir að snara heiti bíómynda yf- ir á íslensku, en þessa mynd mætti nefna á því ástkæra yl- hýra: „Tryllumst") ekki bara glóðvolgur heldur álíka volgur og snúðar i Bernhöftsbakaríi klukkan 7 að morgni. En við hlið súperstjörnunnar stendur — ja hver haldiði — engin önnur en Anna Bjorn. Hvílík undur og stórmerki að við höfum loksins eignast stjörnu. Okkur nægir ekki að eiga fyrsta kvenforset- ann og heimslið i skák, að ekki sé talað um Erró og Mezzoforte. Aldrei fær landinn nóg enda boðað í Hávamálum að menn skuli sigla til fjarlægra landa i leit að fé og frama. Orðstir sér góðan getr ... Annars stendur „Tryllumst" undir því nafni, því myndin er snargeggjuð og svo fagmannlega gerð að maður gleymir næstum að hún snýst nánast um hinn fræga núllpunkt þar sem ekkert gerist — eða finnst ykkur merki- legt söguefni; áramótaskaup i ónefndri byggingu sem næstum feilur í hendur glæpona. En vit- leysan er ekki öll eins og það er gaman að þeirri hringavitleysu er þeytir Malcolm McDowell um sviðið — ekki vegna þess að vit- leysan sem slík sé skemmtileg — heldur hvernig kvikmyndagerð- armennirnir matreiða hana. Við erum raunverulega ekki að horfa hér á kvikmynd með samfelldum söguþræði heldur þúsundir augnabliksmynda sem eiga ræt- ur að rekja til auglýsingakvik- mynda, þar sem sekúndurnar eru ekki aðeins nýttar heldur sekúndubrotin. Sannarlega er hér ekki verið að draga seiminn í anda Berg- man og co. Skærin eru óðar á lofti og klippt og klippt þannig að aðeins kjarni augnabliksins er skilinn eftir á tjaldinu. Þann- ig tekst að vekja áhorfandann án þess að höfða til vitsmuna hans — augað hefir einfaldlega nóg að starfa myndina út í gegn. Þó hefði maður máski kosið að berja ögn hressilegar augum Önnu Bjorn. Ekki að maður vænti nýrrar Grétu Garbó eða Ingrid Bergman, en samt hefði verið forvitnilegt að skoða ögn nánar leikræna tilburði stúlk- unnar. Það er aldrei að vita hvar leikari leynist og slíkir hæfileik- ar blunda oft í sálardjúpi og spretta fram líkt og sviti á enni — við hæfilega áreynsiu. En einusinni er allt fyrst og þegar maður sér landa standa við hlið Malcolm McDowell á hinu stóra sviði gleymir maður leiknum, þjóðarstoltið nær yfirhöndinni. Það er aðeins á hinu litla sviði sem leikhæfileikinn skiptir okkur máli. Svona er nú allt af- stætt í henni veröld. Að þora að lifa Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sænska skáldið Göran Tun- ström yrkir um bandaríska skáld- ið William Carlos Williams í bók sinni Sorgesánger, útg. Bonniers 1980. William Carlos Williams yrkir stundum á svo einfaldan hátt. í ljóðinu rifjar Tunström upp feril Williams sem var læknir. Þegar hann kom heim á kvöldin festi hann eina eða tvær ljóðlínur á blað, að hans mati skipti mestu að eitthvað væri ort. Flest hafði honum dottið í hug á leið heim til konu sinnar sem hann unni mjög. Mikilvægu hugsanirnar, stóru ljóðin, lét hann vin sinn Ezra Pound um. ið hefur af sálrænum þrengingum konu hans. Þær eru myrkar, ógnvænlegar í afhjúpun sinni á mannlegum vanda, en líka fullar af þeirri birtu og huggun sem góð- ur skáldskapur miðlar. Göran Tunström hefur verið í fremstu röð sænskra skálda síðan hann kvaddi sér hljóðs með In- ringning (1958), en í fyrrnefndum bókum rís skáldskapur hans hæst. Það má segja að með þeim hafi hann náð svo langt að hann verði flokkaður með þeim fáu sænsku skáldum sem skipta verulegu máli. Ég vil ráðleggja öllum að kynna sér ljóð hans. Oftar en einu sinni minntist ég Gunnars Ekelöfs við lestur Sorgesánger, þess sænska skálds sem einna best hef- Göran Tunström ur kveðið. Ekki vegna þess að Tunström sé að stæla hann heldur vegna þess að báðir freista þess að segja hið ósegjanlega og komast furðulangt í því efni. Alvara þeirra er skyld og eitt sem báðir vitna um er það að einlægni er nauðsyn, skáldið talar við sjálft sig og lesandann í trúnaði sem gerir miklar kröfur til beggja. Ég hef ekki lesið Sorgesánger einu sinni heldur mörgum sinnum. Þessi ljóð eru ekki auðveld og stundum er erfitt að átta sig á hvert skáldið er að fara. Kannski segja tilvitnuð orð í Játningar Ág- ústínusar eitthvað um boðskap skáldsins: „... svo að ég sæi að það var veruleikinn sem horfði á mig, en að ég var ekki nógu raunveru- legur til að horfa á hann“. Sorgesánger lýsa dvöl á fram- andi slóðum og heimkomu til Sví- þjóðar. Kona skáldsins er með barni. Samband þeirra er náið, en brothætt. Veikindi hennar áger- ast. Skáldið reynir á vökunóttum að lesa Hómer, en oftar er gripið til Játninga Ágústínusar. Hinn gamli kirkjufaðir gefur þau svör sem duga í lífsháskanum eða að minnsta kosti er hann meðal gegn sársaukanum, óvissunni, óttanum. Göran Tunström er ekki einn um það að hafa leitað til Ágústínusar þegar verst hefur gegnt. Það er eiginlega ógerlegt að gefa rétta mynd af skáldskap Gör- an Tunströms í hversdagslegum prósa. Best er að láta hann tala sjálfan í þýðingu sem því miður er hripuð í flýti: Hve djúpt hefur þú dvalið í svefni? Hve oft viltu ekki þangað aftur. Svefn sem losar þig við jörðina. Svefn sem faerir þér annað tungumál. Svefn til að draumafnir sofni ekki. Svefn til að verða einhver annar. Svefn til að hrapa fjörutíuþúsund faðma. Svefn til að drekka glas af ísköldu vatni. Svefn til að þora að biðja einhvern um eitthvað. Svefn til að geta eins og kötturinn læðst um hina hlið spegilsins. Svefn til að deyja meira en nokkur annar hefur dáið og til þess að þora að lifa að lokum. Jóhann Hjálmarsson. VALSVÚLLUR 1. DEILD Mörg ljóð eftir Williams draga dám af japönskum og kínverskum stökum, en hann orti líka langa bálka sem áttu eftir að hafa gildi. Hann hafði ekki síður áhrif á yngri bandarísk skáld en vinurinn Erza. Einfaldleiki ljóða hans virð- ist hafa orkað á fleiri en Göran Tunström. Meðal helstu læri- sveina hans á Norðurlöndum en Norðmaðurinn Jan Erik Vold. En þetta átti ekki að vera rit- gerð um William Carlos Williams þótt ekki veitti af, því hann er skammarlega lítið þekktur hér heima. Aftur á móti er rétt að snúa sér að Göran Tunström og bók hans Sorgesánger. Sorgesánger er eiginlega fram- hald tveggja annarra ljóðabóka Tunströms: Svartsjukans sánger (1975) og Sandro Botticellis dikter (1976). Þessar bækur eru mótaðar af innri kvöl skáldsins sem sprott- Valur - í dag kl. 14.00. Maður leiksins fær kvöldverð fyrir 2 á Torfunni Áfram Valur Valsmenn komiö og hvetjiö ykkar menn til sigurs. r KJÖTMIÐSTÖPIN Laugalaek 1. s. 86511 Víkingur Getraunir, opiö hús í Vals- heimilinu frá kl. 10.30 alla laug- ardaga. Allir Valsmenn hvattir til að mæta. „LÍFIÐ ER ÞESS VIRÐI ‘ Skemmtun í þágu friöar haldin í Þjóðleikhúsinu 11. september kl. 14.00. Miðasala í Þjóðleikhúsinu í dag kl. 13.15—18.00 og á morgun við innganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.