Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 3 Fyrstu útsendingar á Rás 2 í nóvember: Útvarpað í 8 tíma á dag til að byrja með * Rætt við Þorgeir Astvaldsson, forstöðumann „FYRSTU útsendingar verða væntanlega í nóvember. Forráöa- menn útvarpsins hafa tekið um þaö ákvörðun, að miða fyrstu út- sendingartíma rásar 2 við hefð- bundinn vinnutíma fólks — við munum því fyrst í stað útvarpa frá klukkan tíu á morgnana til sex á kvöldin. Þessi tími verður vænt- anlega fljótlega tekinn til endur- skoðunar og þá lengdur frekar en hitt,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson, forstöðumaður rásar 2 hjá Ríkis- útvarpinu, þegar Morgunblaðs- menn hittu hann að máli í væntan- legu húsnæði rásarinnar í nýja út- varpshúsinu við Háaleiti síðdegis í gær. „Barnið fæðist ekki fullskap- að,“ hélt Þorgeir áfram. Það verður að taka byrjunarskref og leyfa þessu að þróast á mark- vissan hátt. Hugmyndin er að byrja að útvarpa á rás 2 klukkan tíu á morgnana og halda áfram í tvo tíma. Klukkan tólf á hádegi verða rásir eitt og tvö tengdar saman — meðal annars til þess að ná fréttum. Samtengingunni lýkur væntanlega klukkan tvö og þá verður útvarpað áfram á rás 2 til klukkan sex. Þannig byrjum við með átta tíma samfelldri dagskrá." — Hefði ekki verið hægt að byrja með útvarpi allan sólar- hringinn? „Það má vel vera að það hefði verið æskilegra — að byrja með 24 tíma dagskrá, þrautskipu- lagðri með þrautþjálfuðu starfs- fólki," svaraði Þorgeir, „en þess ber að gæta að þetta eru mjög dýrar framkvæmdir og framhald starfseminnar fer eftir því hvernig tekst til í byrjun. Það er til dæmis fyrirhugað að útvarpa síðar á síðkvöldum eða um helg- ar — raunar er ákveðið, að þegar helgarútvarpið byrjar á rás tvö þá verði það næturútvarp. Það getur vonandi hafist sem allra allra fyrst enda er ætlunin að næturútvarp á rás 2 komi í stað næturútvarps rásar eitt. Því efni verður jafnframt útvarpað á langbylgju rásar eitt þannig að það á að heyrast um allt land. Um helgarútvarp rásar 2 að degi til verður ekki að ræða til að byrja með.“ Þorgeir verður einn af sjö fastráðnum starfsmönnum rásar 2. Á næstunni taka til starfa tveir tæknimenn undir leiðsögn Ólafs Guðmundssonar deildar- verkfræðings RUV, sem hefur haldið utan um tæknilega hlið mála. Síðan verða tveir starfs- menn ráðnir til afgreiðslustarfa og tveir „verkstjórar", annar með auglýsingar á sinni könnu, hinum verður ætlað að hafa með höndum stjórn ýmissa daglegra Þorgeir Astvaldsson í glugga aöalupptökusalar rásar 2: Öldugangur í léttu tónlistinni rétt eins og mannlífinu. Morgunblaðið/FriÖþjófur. mála innanhúss. „Það verður ekkert dagskrárgerðarfólk fast- ráðið til að byrja með — raunar verður það eitt af einkennum stöðvarinnar, að fólk verður lausráðið til dagskrárgerðar til lengri eða skemmri tíma til að sinna einstökum verkefnum," sagði Þorgeir. „Því fólki verður útveguð aðstaða hér enda er gert ráð fyrir að fjórir dagskrárgerð- armenn að minnsta kosti geti verið við vinnu í einu í því sem við köllum „vinnslusal". Ég er mjög ánægður með þetta fyrir- komulag — ég held að það muni auka fjölbreytni dagskrárinnar. En svo er eins vfst, að einhverjir lausráðnir muni ílengjast þegar fram í sækir þótt ekkert hafi verið ákveðið um það ennþá." Þegar Morgunblaðsmenn ræddu við Þorgeir í gær var allt á fleygiferð í nýja útvarpshúsinu og iðnaðar- og verkamenn á hverju strái. Rás 2 fær til um- ráða um 450 fermetra húsnæði, sem smám saman er að taka á sig mynd. I októberbyrjun á það húsnæði að vera tilbúið til notk- unar að öðru leyti en því að inn- setning véla og tækja og tenging þeirra verður eftir. Gangi allt samkvæmt áætlun verður hægt að fara að útvarpa í nóvember, eins og Þorgeir sagði í upphafi. — En hvað mun svo rás 2 flytja okkur? Topp tíu frá morgni til kvölds? „Alls ekki,“ sagði Þorgeir. „Létt tónlist mun einkenna dagskrána og við munum út- varpa sem mest beint. En þetta verður létt tónlist af öllu tagi — það verður öldugangur í henni eins og mannlífinu, enda er höf- uðmarkmiðið að vera í takt við mannlifið í landinu. Það sem ég stefni að er að þetta verði opið útvarp. Útvarp, sem verði í góðu sambandi við daglegt líf — út- varp sem vinni sem mest í nú- inu, ef má taka svo til orða. Við munum geta tekið á móti gestum í beinar útsendingar, farið heim til fólks eða á vinnustaði og út- varpað beint og verið í síma- sambandi við fólk úti í bæ eða út um land án þess að það þurfi að stífla símakerfi hússins. 1 því augnamiði höfum við fengið full- komið símakerfi, sem er í fullu samræmi við það sem gerist á útvarpsstöðvum erlendis. Nú, svo verður eitthvað um samspil á milli rásanna tveggja — hlust- endur eiga að geta valið á milli og því verður þess gætt, að það verði ekki sama efni eða sams- konar á báðum rásunum í einu. Og auk tónlistar verður vænt- anlega eitthvað um endurtekið efni af rás eitt.“ — Hvað með leiknu auglýs- ingarnar — verða þær fluttar í ameríska stílnum, þannig að þær komi inn á milli laga eða frétta? „Um auglýsingar hefur ein stefnumarkandi ákvörðun verið tekin í þessu sambandi: Auglýs- ingar eiga ekki að fá að brjóta upp dagskrána mjög óvænt. Við gerum ráð fyrir 4—6 auglýs- ingamínútum á klukkustund en það hefur enn ekki ýerið ákveðið hvort við verðum með einn aug- lýsingatíma á klukkustund eða hvort þeim verður skipt eitthvað meira niður. Við höfum haft hliðsjón af reglum óháðu, bresku útvarpsstöðvanna í þessu sam- bandi og munum fljótlega móta okkar eigin reglur um flutning auglýsinga. Það má ýmislegt læra af Bretanum um útvarp," sagði Þorgeir Ástvaldsson, for- stöðumaður rásar 2 — og var þar með rokinn, enda í miklu að at- ast. Leitin við Eyrar- bakka árangurslaus LEITIN að bræörunum Þórði og Sig- fúsi Markússonum, sem fórust með vélbátnum Bakkavík frá Eyrar- bakka á miðvikudaginn, hefur enn ekki borið árangur. Leitað var í all- an gærdag og gengnar fjörur vestur með ströndinni. Froskmenn köfuðu niður í lón úti fyrir ströndinni og út alla innsiglinguna en urðu einskis varir. Næstu daga verður haldið áfram að hafa gætur á reka og ganga fjörur. Þriðji bróðirinn, Vigfús Mark- ússon, sem komst lífs af þegar Bakkavíkin fórst, kom heim af sjúkrahúsi í gærmorgun og er við góða líkamlega heilsu. Æskulýðsmessa í Dómkirkjunni Á MORGUN, sunnudag 11. septem- ber, verður æskulýðsmessa í Dóm- kirkjunni og hefst hún kl. 11 f.h. Sr. Þórir Stephensen prédikar og flutt verður tónlist, sem nýtur vinsælda í röðum ungs fólks. Nú eru skólar að hefjast og unga fólkið er allsstaðar að búa sig undir vetrarstarf, svo ekki ætti að vera fjarri lagi að koma saman í kirkju og biðja um blessun yfir þá hluti alla. Því er og efnt til þessarar æskulýðsmessu. Jónas Þórir Þórisson verður við orgelið, Graham Smith leikur á fiðlu, þær Hildigunnur Rúnarsdótt- ir og Marta Guðrún og Hildigunnur Halldórsdætur syngja negrasálma, og svo leiðir Dómkórinn almennan söng. Ungt fólk flytur bænir og texta. Við, sem að þessu stöndum, von- um að ungt fólk sæki þessa messu og finni þar eitthvað sem talar til þess. Ég skírskota þar ekki síst til fermingarbarna Dómkirkjunnar frá fyrri árum. En svo hygg ég, að það sem þama verður flutt, höfði ekki síður til annarra aldurshópa, þannig að þeir þurfi ekki að fráfælast slíka messugjörð. Þar á alls ekki að skapa kynslóðabil, heldur á fólk á öilum aldri að sameinast i þjónustu við skapara sinn og Drottin. Þórir Stephensen. Inntökupróf fyrir þá sem vilja komast í dansflokkinn, veröur í Drafnarfelli 4, sunnudaginn 11. sept. kl. 14.30. Upplýsingar í /j4/ M síma 74444 M kl. 13—16 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.