Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 Lýst eftir bifreið ÞRIÐJUDAGINN 6. september var blárri Mözdu, 818, árgerö 1972, stol- ið frá Ármúla 44. Bifreiðin ber ein- kennisstafina K-2588. Þelr sem geta gefið upplýsingar um ferðir bifreiðarinnar eða hvar hún nú er niðurkomin, vinsamlega hafi samband við lögregluna í Reykjavík. Aðalfundur Heimdallar AÐALFUNDUR Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, verður haldinn í dag, laugardag, og hefst hann klukkan 14.00. Fundurinn verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Samkvæmt dagskrá verða á fundinum venju- leg aðalfundarstörf og að þeim loknum verða rædd önnur mál. Morgunblaðift/ Ól.K.Mag. Höggmyndagarðurinn opnaður eftir viku Höggmyndagarðurinn við Listasafn Einars Jónssonar verður opnaður almenningi til sýnis um næstu helgi, 17.—18. september. Um þessar mundir er unnið að því að koma eirsteypum af verkum listamannsins fyrir á stöplum í garðinum, en alls verða verkin 25 að tölu. „Get ég feng- samband ið við 2002?“ Bílsími kominn í gagnið Um helmingur bréf- dúfna kominn heim Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu fyrir skömmu var haldið ís- landsmót í bréfdúfnaflugi og dúfun- um sleppt frá Neskaupstað. Aöeins ein bréfdúfa skilaði sér til heimhús- anna áður en keppni lauk, þrátt fyrir framlengdan keppnistíma. Lentu bréfdúfurnar í slæmu veðri og villt- ust margar á Austfiröi. I gær hafði um helmingur dúfn- anna skilað sér hei-m, en 17 bréf- dúfur tóku þátt í keppninni. Flest- ar voru þær frá suðurhluta lands- ins og þær tvær bréfdúfur, sem voru annars vegar frá Húsavík og hins vegar frá Akureyri, höfðu hvorug komist heim. Hafa verið spurnir af dúfum á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Djúpavogi og í Hornafirði. Ekki eru bréfdúfnaeigendur þó af baki dottnir. I dag kl.10.00 verð- ur um 100 bréfdúfum sleppt við skíðaskálann í Hveradölum og er búist við að það taki þær allt frá fimmtán mínútum að komast til síns heima. Flestar bréfdúfurnar sem keppa í dag eru ungar, enda flugið stutt. Á morgun verður síð- an keppt aftur og dúfunum þá sleppt frá Selfossi. Flugvélarnar í Grænlandsjökli: Tveir íslending- ar kynna leitina í Bandaríkjunum HELGI Björnsson, jarðeðlisfræð- ingur Raunvísindastofnunar Há- skólans og Friðrik Theodórsson, starfsmaður heildverzlunar Rolfs Jóhannessen, héldu í vikunni til Georgiu í Atlanta, Bandaríkjunum. Héldu þeir utan í boði björgunarfé- lagsins Pursuit Unlimited og Reyn- olds tóbaksfyrirtækisins. Þar munu þeir gera grein fyrir því, er íslend- Erro heiðr- aður í Frakklandi JACK Land, menntamálaráðherra Frakklands, hefur nýlega sæmt ís- lenska listmálarann Guðmund Guð- mundsson — Erró — heiðursmerki riddarareglu lista og bókmennta. I bréfi með heiðursskjalinu seg- ir menntamálaráðherrann: „Mér er það heiður að geta þannig sæmt jður þessum heiðurstitli á sviði menningar og sendi yður mínar bestu hamingjuóskir." Erró er búsettur í París og hef- ur starfað þar um árabil. ingar fundu 8 herflugvélar í Græn- landsjökli í sumar og hvernig að- stoð og aðilutningum við leitar- menn héðan var háttað. Eins og fram kom í fréttum fyrr í sumar hafði björgunarfyrirtækið Pursuit Unlimited með stuðningi Reynolds leitað 8 herflugvéla, sem lentu á jöklinum í júlí 1942 er þær voru á leið frá Bandaríkjunum til fslands. Flugvélarnar hurfu síðan í jökulinn og er Bandaríkjamenn höfðu án árangurs leitað vélanna frá því í byrjun júní í sumar og til loka júlímánaðar, voru þeir Helgi Björnsson og Jón Sveinsson frá Raunvísindastofnun og Arngrím- ur Hermannsson úr Flugbjörgun- arsveitinni fengnir til að leita vél- anna með íssjártæki stofnunar- innar. Þeir komu á jökulinn 27. júli og 1. ágúst höfðu þeir fundið 2 vélar og þann 3. allar. Nú mun það ætlun leitarmanna að fara yfir stöðu mála og kanna hver grundvöllur er fyrir þvl að ná vélunum upp og með hvaða hætti. Mun Helgi þar gera grein fyrir því hvernig vélarnar fundust, en Frið- rik sá um alla fyrirgreiðslu við leitarmenn héðan frá fslandi og mun hann gera grein fyrir þeim þætti mála. „ÉG FÉKK símann seinnipartinn í gær og þá var gengið frá honum endanlega í bílinn. Síðan hef ég fengiö nokkrar upphringingar og einnig notað símann eilítið sjálfur. Það vita fáir um þetta, svo full reynsla er ekki komin á þetta enn- þá,“ sagði Gylfi Sigurðsson, öku- kennari, þar sem hann var að kenna einum nemenda sínum, er Morgunblaðið ræddi við hann í gegnum síma í gær, en Gylfi er einn fyrsti notandi bflsíma hér á landi. „Ég bind vonir við þetta, að þetta verði atvinnuskapandi og til þæginda. Ef eitthvað er að gerast, þá er maður víðs fjarri síma allan daginn á götum Reykjavíkur og nágrennis, og erfitt að koma til manns skila- Átta skip seldu erlendis ÁTTA íslenzk flskiskip seldu afla sinn erlendis í þessari viku. Yflrleitt fengu skipin lágt verð fyrir afla sinn. Fremur lítið hefur verið um það að flskiskip selji afla sinn erlendis í sumar, en búizt er við því að veruleg aukning verði á því með haustmánuð- um. í ágúst á þessu ári voru seldar 2.951 lestir flskjar erlendis en 4.162 lestir í fyrra. Á mánudag seldi Þrymur BA 53.2 lestir í Hull. Heildarverð var 1.259.600 krónur, meðalverð 32,69. Sama dag seldi Bjarni Herjólfsson ÁR 169,7 lestir í Cuxhaven. Heild- arverð var 2.464.000 krónur, meðal- verð 14,61. Þá seldi Happasæll 123,8 lestir, mest grálúðu í Brem- erhaven sama dag. Heildarverð var 1.695.700 krónur, meðalverð 13,81. Á þriðjudag seldi Sjávarboprg GK 69.2 lestir í Hull. Heildarverð var 1,537.800 krónur, meðalverð 22,24. Sama dag seldi Rauðinúpur ÞH 111 lestir í Grimsby. Heildarverð var 3.266.600 krónur, meðalverð 29,44. Á þriðjudag seldi Arinbjörn RE 208 lestir í Bremerhaven. Heildar- verð var 2.829.600 krónur, meðal- verð 13,60. Sama dag seldi Hamra- svanur SH 66,6 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 959.400 krónur, meðalverð 14,41. Á fimmutag seldi Ársæll Sigurðsson HF 183,7 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 2.653.900 krónur, meðalverð 14,45. Tekið skal fram að afli seldur í Þýzkalandi er yfirleitt karfi, ufsi eða grálúða og er það verðminni fiskur en þorskur og ýsa, sem aðal- lega er selt í Bretlandi. Electran seld fyrir 44,8 milljónir króna ARNARFLUG hefur selt Electru-flugvél sína til Bandaríkjanna. Það er bandríska flufélagið Integrity Aircrafts Sales, sem kaupir vélina, og er söluverð hennar 44,8 milljónir króna, að því er Agnar Friðriksson framkvæmdastjóri Arnarflugs sagði í samtaii við blaðamann Mrgunblaðsins í gær. Kaupsamningur hefur þegar verið gerður, og staðfesti stjórn Arnar- flugs hann samhljóða í gær að sögn Agnars, en flugvélin verður afhent í Bandaríkjunum á flmmtudaginn. Agnar Friðriksson sagðist vera tiltölulega ánægður með það verð er fyrir vélina fengist, 44,8 millj- ónir króna, sem greiðast eiga á næstu sjö árum. Bæði verð og greiðslutími væri í samræmi við það sem gengur og gerist á mark- aðnum, þar sem mest væri um leigu með kaupréttarsamningi eða hreinar leigur. Bandríska félagið sagði Agnar eiga átta Electru- vélar fyrir, og þrjár Boeing-þotur. Electran hefur að undanförnu ver- ið í vöruflutningum á meginlandi Evrópu, en Agnar sagði að lítil verkefni væru í vöruflutningum og margir um hituna, svo hagstætt væri fyrir Arnarflug að selja flugvélina nú. Ekki þyrfti að kaupa aðra til að anna verkefnum hennar, en endurnýjun og kaup flugvéla væru hins vegar alltaf til athugunar. Arnarflug á nú þrjár flugvélar sem notaðar eru í innanlandsflugi, og Boeing 707 þotu, sem er í sér- stökum verkefnum í Líbýu. Auk þess er félagið með flugvélar á leigu, meðal annars í pílagríma- flugi milli Líbýu og Saudi-Arabiu, en þar flytur Arnarflug 7.000 far- þega nú í haust. boðum. Það er eins og fólk vilji helst tala við ökukennarann sjálfan, en það nægi ekki að láta taka við skilaboðum og enn síður að láta símsvara taka við skila- boðum," sagði Gylfi aðspurður um hvers vegna hann hefði ráð- ist í að fá sér þetta tæki. Gylfi sagði að það væru lítil óþægindi að því að þurfa að hringja í gegnum miðstöð, ekki ólíkt því að vera tengdur í gegn- um skiptiborð, en hringja þarf í 002 og biðja um símanúmer. Síð- an kemur örlítil bið áður en maður fær samband og sam- bandið var mjög gott, betra en það er iðulega, þegar talað er innanbæjar í Reykjavík. Bílsím- inn kostaði svipað og hálfur vélsleði, en það var sú viðmiðun Gylfi Sigurðsson, ökukennari talar i bilsfmann. MorgunblaAiS/KEE sem Gylfi notaði. „Ef að fólk hagnýtir sér þetta þá er það mjög til þæginda. Það getur komið fyrir að maður verði að fresta kennslustund, nemandi sé veikur eða geti ekki mætt og þá er ekkert annað en hringja í bílinn og láta vita. Það hefur oft verið til vandræða, að geta ekki féngið slík skilaboð," sagði Gylfi. „Jú víst er það framandi," sagði Gylfi, er hann var spurður hvort það væri ekki einkennileg tilfinning að tala í síma úr bíl, en þá var hann einmitt staddur með nemenda upp í Laugarási.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.