Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 + BENJAMÍN JÓNSSON, rafvirkjameistari, Vídimel 58, lóst aö heimili sínu þann 29. ágúst sl. Jaröarförin hefur fariö fram f kyrrþey aö ósk hins látna. Sigríöur J. Claessen, Steinar Benjamfnsson, Lilja Hjörleifsdóttir, Sigurður Benjamínsson, Steinunn Marinósdóttir, Elsa Benjamínsdóttir, Ólafur Gunnarsaon og barnabörn. SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR, Ránargötu 1, Reykjavík, lést í Landspítalanum þ. 8. september sl. Jaröarförin auglýst sföar. Reynir Hauksson, Jóna L. Sigursteinsdóttir, Geröur Hauksdóttir, Gunnlaugur Tobfasson, Helga Hauksdóttir og bðrn. + Þökkum innilega frændfólki og vinum auösýnda samúö og vinar- hug viö andlát og útför GEORGS PÁLSSONAR. Sérstakar þakkir til dr. med Friöriks Einarssonar og starfsfólks f Hafnarbúöum. Jóhanna og Gunnar Theodórsson, Þórunn, Georg og Hínrik. + Þökkum af alhug samúö og vinarhug viö andlát og útför eigin- manns mfns, fööur og afa, ÞÓRHALLS SKÚLASONAR, málara, Álfheimum 30. Sérstakar þakkir færi ég hjúkrunarfólki á Grensásdeild Borgar- spftalans. Oddný Sigurbjörnsdóttir, Helga B. Þórhalisdóttir, Stefán I. Þórhallsson, Elín H. Þórhallsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum sem vottuöu okkur hluttekningu, samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu og móöur, ÁGÚSTU GRÓU SKÚLADÓTTUR, Víöimel 23, Reykjavík. Jóhannes Sigurbjörnsson, Ingibjörg Ó. Jóhannesdóttir, Finnur Hermannsson, Guörún J. Craft, Rollin F. Craft, Skúli S. Jóhannesson, Anna Siguróardóttir, Ágústa S. Jóhannesdóttir, Vilhjálmur Georgsson, barnabörn og barnabarnabörn. SVAR MITT eftir Billy Graham Mikil spenna ríkir meðal fólks nú um stundir. Hvernig á kristinn maður að bregðast við því? Spenna er góð, ef við vitum hvernig við eigum að notfæra okkur hana. Þegar vöðvar eru spenntir eru þeir reiðubúnir til átaka — en þeir geta líka tognað. Hér reynir á hvernig við snúumst við spennunni. Ef við sviptum fiðluna spennunni, þagnar hún. Streng- irnir óma, af því að þeir eru teygðir, og unnt er að kalla fram undurfagra tónlist. í Biblíunni segir: „Varpið allri áhyggju (eða spennu) yðar upp á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður.“ Það er hörmulegt að heyra viðvaning leika á hljóðfæri. Spennan getur líka farið illa með okkur, ef við förum ekki rétt að. Felið yður meistaranum á vald og látið hann stjórna þessum málum í lífi yðar. Verið eins og hljóðfæri, sem hefur verið fengið honum í hendur. Hann er fær um að framkalla lag í staðinn fyrir óhljóð. Minning: Björn Kr. Guðmunds- son frá Hvammstanga Kseddur 20. mars 1906 Dáinn 2. september 1983 Andlát Björns tengdaföður míns bar ekki brátt að. Hann hafði átt við mikil veikindi að stríða undanfarin ár, þó sérstak- lega nú síðustu mánuðina. Björn var fæddur 20. mars 1906 að Litlu-Tungu í Miðfirði. Móðir hans var Sigríður Ingveldur Bjarnadóttir ættuð úr Hrútafirði. Faðir hans var Guðmundur Pét- ursson læknir. Honum kynntist Björn ekki. Hann ólst upp hjá móður sinni að Söndum og Úti- bleiksstöðum í Miðfirði. Björn var næstelstur 3ja sona Sigríðar. Hin- ir voru, Guðmundur f. 1901 d. 1973 og Jón Björgvin f. 1914, búsettur á Akureyri. Af því, sem ég hef heyrt um Sigríði móður Björns má ráða að þar hefur gengið væn og góð kona. Það er talið vera þrekvirki nú til dags fyrir einstæða móður, að koma þremur börnum til manns, hvað þá heldur á fyrstu árum þessarar aldar. Um 1920 flytja þau til Hvammstanga, og alla tíð síðan var heimili Björns þar, utan seinustu árin sem hann dvaldi á Hrafnistu. Sem unglingur dvaldi Björn að Báikastöðum ytri við Hrútafjörð hjá Jóhanni Bergsveinssyni. Það voru góð ár í lífi Björns, sem hann minntist oft á. Eins og gefur að skilja þurfti Björn að byrja snemma að taka til hendinni, um annað var ekki að ræða á þessum tíma. Hann stundaði sjóróðra á ver- tíðum í Bolungarvík, Vestmanna- eyjum og í Keflavík, en var ætíð heima að sumrinu og vann þá við það sem til féll. Ekki kann ég að segja frá öllu því sem Björn tók sér fyrir hendur, eða var falið að gera fyrir sitt sveitarfélag, það er reyndar svo margt og mikið að með ólíkindum er, og ekki er víst að ég fari rétt með ár, því mörg ár eru síðan við ræddum þetta, en Björn var í hreppsnefnd í um 30 ár, fyrst í 5 ár í hreppsnefnd Kirkjuhvammshrepps, en 1938 þegar Hvammstangahreppur er stofnaður, er hann kjörinn í fyrstu hreppsnefndina og er þar síðan óslitið í 25 ár. Hann var hafnar- vörður í áratugi og verkstióri við hafnargerðina í mörg ár. I stjórn Kaupfélags Vestur-Húnvetninga í áratugi og líka starfsmaður þess, fjölmörg seinustu árin á skrifstof- unni, en áður við verkstjórn í Slát- urhúsi á haustin, við ullarmóttöku og mat o.m.fl. Gjaldkeri sjúkra- samlags Hvammstanga í yfir tutt- ugu ár svo og Sjúkrahússins líka. Björn var einn af stofnendum Verkalýðsfélagsins og var formað- ur þess mörg ár. Sat hann fjöl- mörg þing ASÍ á þeim árum. Hann var, ásamt fleirum, bóka- vörður við Bókasafn verkamanna, en með sameiningu þess við Bóka- safn Vestur-Húnavatnssýslu er það varð að Héraðsbókasafni var Björn skipaður bókavörður þess og var það til ársins 1978. Hann var umboðsmaður fyrir DAS frá stofnun þess til sama tíma. Árið 1947 var Björn fenginn til þess af heimamönnum að afla sér réttinda sem fiskmatsmaður og sótti námskeið þar að lútandi. Var þá sett á stofn hraðfrystihús á Hvammstanga og var það starf- andi í nokkur ár. Samhliða öllum þessum störfum hafði hann smá- búskap, hafði bæði kýr og kindur eins og títt var, enda flest ef ekki öll félagsmálastörf ólaunuð og var þá búskapurinn hafður með til að hafa í sig og á. Björn lét stjórnmál til sín taka um tíma og starfaði innan raða Alþýðuflokksins. Það var gaman að ferðast með Birni. Hann var með afbrigðum minnugur, hafði lesið ógrynni bóka um land og þjóð, þekkti nöfn á öllu sem eitthvert nafn hafði, fjöll, ár, bæi og jafnvel nöfn ábú- endanna. Hann var mjög víðlesinn um sögu annarra þjóða, hafði sér- stakt yndi af landafræði, jarð- fræði og dýrafræði. Langskólanám var fárra út- valdra á hans uppvaxtarárum en hann bætti sér það upp með sjálfsnámi og var raunar að því allt fram á seinustu ár. Björn kvæntist árið 1931 Þor- björgu Ólafsdóttur frá Dúki í Sæ- mundarhlíð í Skagafirði. Hún lézt að Hrafnistu 1981. Þau eignuðust þrjá syni: Sigurð Trausta, verzlun- arstjóra á Keflavíkurflugvelli, kvæntan Áslaugu Hilmarsdóttur, ólaf Steinar, kaupmann í Reykja- vík, kvæntan undirritaðri, og J6- hann Sæmund, húsasmið í Mos- fellssveit, kvæntan Svanhildi Þor- kelsdóttur. Björn var mjög barn- góður og nutu barnabörnin þess í ríkum mæli. Af því sem upp var talið af störfum Björns fyrir sitt Kveðjuorð: Arndís Björg Bjarnadóttir Fædd 15. ágúst 1963. Dáin 4. september 1983. Þegar ung vinkona hverfur svo sviplega úr þessum heimi, grípur mann vanmáttarkennd. Hver er þessi kraftur er svipt getur ungri stúlku í blóma lífsins á vit hins óþekkta? Við þessum Ieyndardómi er ekkert svar. Hinn slyngi sláttu- ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu meö góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. maður getur knúið dyra hvar og hvenær sem er. Minningin um góða vinkonu, Arndísi Björg Bjarnadóttur, býr þó ávallt í hug- um okkar. Brosið hennar Dísu sem yljaði hryggum um hjartarætur, mun nú styrkja hrygga ástvini hennar. Minningin um góða stúlku stendur alltaf eftir, hana getur enginn tekið. Við kveðjum því skólasystur og vinkonu með trega, en þakklæti. Ástvinum öllum vottum við okkar dýpstu samúð, á þessum þung- bæru tímamótum. Dinna, Stína, Lilja, Kagnheiður og Sigga Milla. „Son guðs ertu með sanni, sonur guðs, Jesú minn syni guðs, syndugum manni, sonararf skenktir þinn. Son guðs einn eingetinn, syni guðs syngi glaður, sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn.“ heimahérað má vera ljóst að saga Hvammstanga verður ekki rituð nema hans sé getið. Það var Birni nokkurt áfall þeg- ar hann þurfti, ásamt Þorbjörgu, að flytjast frá Hvammstanga í árslok 1977. Bæði voru farin að heilsu, en dvalarheimili aldraðra ekki tekið til starfa á Hvamms- tanga eins og nú er. Alltaf var þó hugurinn fyrir norðan. Árlega átti hann þess kost að dvelja á sjúkra- húsinu á Hvammstanga í nokkrar vikur. Sá tími var honum afar kær og ber að þakka fyrir það nú. Nú, þegar leiðir skilur um sinn, þá er mér efst í huga sú vinsemd sem tengdafaðir minn sýndi mér. Blessuð sé minning hans. Mjöll Þórðardóttir Nú, er við kveðjum Björn afa okkar, viljum við þakka allar ánægjustundirnar sem við áttum með honum og ömmu á Hvamms- tanga og einnig eftir að þau flutt- ust þaðan hingað suður. ógleym- anlegur tími verður það okkur er við komum norður til dvalar hjá þeim á sumrin. Þau höfðu nægan tíma til þess að sinna okkur og ekkert fannst þeim of gott fyrir okkur. Margar urðu ferðirnar sem við fórum saman um landið og sá staður var ekki til á landinu sem afi þekkti ekki. Fróðleikur hans um náttúru landsins, gróðurfar og jarðfræði virtist ótæmandi og hann var örlátur á að miðla okkur af þessum fróðleik öllum. Minn- ingin um afa okkar og ömmu verð- ur okkur dýrmæt. Við erum þess fullviss að fundum þeirra hefur borið saman á ný og um leið og við kveðjum elsku afa okkar, biðjum við Guð að blessa hann. Þorkell, Alfa og Þorbjörn. Við, bekkjarfélagar Arndísar, kveðjum hana með sárum trega. Minningin um hana mun ætíð lifa í hugum okkar. Lífsgleði Arndísar var með ólíkindum, hún virtist ætíð glöð og kát, sífellt líf og fjör í kringum hana. Stórt skarð er nú höggvið í hópinn, við söknum öll hressileika góðrar stúlku. Foreldr- um hennar, systkinum og öðrum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í sorg sinni. 6. bekkur A, Menntaskólanum í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.