Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.09.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1983 Steingrímiir Hermannsson á fundi hjá JPReykjavík: Vongóður um að búvöruverðs- hækkun í október nemi 4% Dilkakjöt hækkar þó mun meira vegna sláturkostnaðar „RÍKISSTJÓRNIN leggur á það mikið kapp, að búvöruverðshækkun verði sem allra næst þeirri 4% hækk- un launa, sem ákveðin er með lögum í október og ég hef góðar vonir um að þetta verði hægt, sagði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra m.a. í umfjöllun um stöðu efnahags- mála á fundi hjá J.C.-Reykjavík, sem haldinn var í Kvosinni í fyrrakvöld. Forsætisráðherra sagði þessa landbúnaðarverðshækkun stærsta vandamálið sem ríkisstjórnin stæði frammi fyrir varðandi hækkanir á þessu ári. Um aðrar hækkanir yrði ekki að ræða fyrr en í janúarlok á næsta ári. Hann sagðist að vísu gera ráð fyrir að nýtt dilkakjöt myndi hækka nokkru meira en aðrar búvörur, þar sem sláturkostnaður væri tek- inn inn í verðið einu sinni á ári, þ.e. í sláturtíðinni, og innifalið í þeim þætti væri nú 55% hækkun launa frá í fyrra. Forsætisráðherra sagði í fram- haldi af þessu: „Ég geri mér vonir um að grundvallarverðið hækki ekki a.m.k. á mjólkurvörum um meira en launahækkanirnar nema, þ.e. 4%. Varðandi smásölu- verðið eru alltaf einhverjir erfið- leikar í sambandi við niðurgreiðsl- ur. Ef þær verða ekki auknar þá verður hækkunin aðeins meiri í smásölunni. Um þetta á ríkis- stjórnin eftir að fjalla.“ IFULLUM GANGI 50% Sláiö til og geriö kjarakaup á glæsilegum teppum, bút- um og mottum. afsláttur nilli mumð að taka með ykkur málin af gólffletinum. I verzlun- inni við Grens ásveg býdur Vífilfell upp á hressingu, ískalt svalandiS eða IdJ Börnin fá líka ^ merki og íspinnana vinsælu frá Emmess ef þau eru þæg og góð með- an foreldrarnir skoða gólf- teppaúrvalið. Við erum bara að rýma fyrir nýjum birgðum ■ uiiyu lEPPfíLRND Greneásvegi 13, Wykjaydt, simer 81-M577 og 91-83*30._Tryggvabraul 22, Akufyri, elmi 96-25055. Dregið í baunagetraun ORA HF. efndi til getraunar á Iðnsýningu 1983. Getraunin fólst í því að geta til um hvað margar baunir væru í kúlu, sem sett var upp í sýningarbás. Með þessu vildi fyrirtækið fá fólk til að staldra við í básnum, og varð að þeirri ósk, því að af tæplega 80.000 gestum sem komu á sýninguna, tóku 16.078 manns þátt í þessari getraun. í kúlunni voru 39.838 baunir. 1. verðlaun voru úttekt á Ora-vörum fyrir kr. 6.000 á heildsöluverði og þau hlaut: Melkorka Gunnarsdóttir. Svar: 39861 baun eða 23 frá réttri lausn. 2. verðlaun, úttekt fyrir 4.000 kr., hlaut Sigríður Eyþórsdóttir. Svar: 39.876 eða 38 frá réttri lausn. 3. verðlaun, úttekt fyrir kr. 2.000, hlaut Einar Páll Tamimi. Svar: 39.900 eða 62 frá réttri lausn. Á IÐNSÝNINGUNNI 1983 sem lauk síðastliðinn sunnudag var í gangi getraun á sýningarsvæði Dýnu- og bólsturgerðarinnar. Um 5000 gestir tóku þátt í getrauninni. Spurt var um hvaða dýna væri stífust og hve margir gormar væru í dýnu nr. 2. Rétt svör voru þau að dýna 2. væri stífust og að gormarnir í dýnu 2 væru 220. Svarið var talið rétt þó frávik væri um 10% til eða frá. Nú hefur verið dregið og upp komu nöfn Aðalsteins Steinþórssonar, Orra- hólum 7, og Rögnvaldar Rögnvaldssonar, Vesturbergi 43. „Við krefjumst framtíðar“ í Laugardalshöll í kvöld CRASS nefnist þessi breska hljómsveit sem er hingað komin til að troða upp á heilmikilli samkomu í Laugardalshöll í kvöld. Ber samkoman yfirskriftina „Við krefjumst framtíðar" og er liður í friðardagskrá undanfar- inna daga. Auk hljómsveitarinnar koma fram í kvöld íslensku hljómsveitirnar Egó, Vonbrigði, Ikarus og Kukl auk söngvaranna Tolla, Bubba og Megasar. Þá verð- ur leikhópurinn Svart og sykur- laust með uppákomur og sýningu í Laugardalshöll. Hátíðin hefst kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.