Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 Grikkir kaupa 2.000 lestir af saltf iski: Verðmæti um 120 milljónir króna TEKIZT hafa samningar milli Sölusambands ís- lenzkra fískframleiöenda og kaupenda í Grikklandi um sölu á um 2.000 lestura af saltfíski. Skal hann afhend- ast í tvennu lagi í október og nóvember. Er fyrri farmur- inn þegar á leið utan. Heildarverðmæti þessa samn- ings er tæpar 4 milljónir dollara eða nálægt 120 milljónum ís- lenzkra króna og er verðlækkun í dollurum frá síðasta slíkum samningi tæp 2%. Á haustmán- uðum undanfarin ár hefur verið samið við Grikki um sölu á um 2.000 lestum af saltfiski, en auk þessa hafa Grikkir keypt talsvert meira af saltfiski og undanfarin ár hafa þeir tekið á móti rúmlega 4.000 lestum árlega. Nú hafa um 25.000 lestir af saltfiskfram- leiðslu þessa árs verið fluttar út, þar af 16.000 lestir til Portúgal. w Arásarmenn fundnir PILTAR þeir, sem réðust á tvítugan pilt fyrir utan Sigtún um síðustu helgi og mis- þyrmdu hrottaiega, voru handteknir í gær og hafa við- urkennt verknaðinn. Þeir eru þrír að tölu — 15 ára gamlir. Piltarnir voru að koma af friðartónleikum í Laugardals- höll og voru ölvaðir þegar þeir réðust á piltinn fyrir utan Sig- tún. Róstusamt var á tónleikun- um og brutust út slagsmál í Höllinni. Þannig voru þrír flutt- ir í slysadeild Borgarspítalans og reyndust allir nefbrotnir. „Orð í verki er bata- merki" ord . IVERKI ER BATAMERKÍ. # ssptvmber BATAMERKl BATAMERKI septembermánað- ar er komið út, segir í iróttatil kynningu frá Karnab». Höfund- ur einkunnarorðanna er 14 ára reykvísk stúlka, Gréta Guðjóns- dóttir. Þau eru „Orð í verki er bata- merki" og eru þau tileinkuð ríkisstjórninni og alþingis- mönnum. Eitt eintak er sent hverjum alþingismanni. Merk- in eru til í öllum verzlunum Karnabæjar og eru gefins. Séð yfir garðinn af svölum safnsins. Safn Einars Jónssonar: Höggmyndagarður opnaður HÖGGMYNDAGARÐUR opnar í dag við Listasafn Einars Jónssonar. Hefur 24 eirafsteypum af verkum Einars verið komið haganlega fyrir í garðinum, en framkvæmdir hófust á liðnu vori. Hafa gangstígar verið lagðir, gerðar grasflatir og tré gróðursett. Þá verður garðurinn lýstur upp og snjóbræðslurör sett í stéttir þannig að hægt verður að nota hann allan ársins hring. Þeir sem hafa haft umsjón með framkvæmdunum. F.v. Steinþór Sigurðs- son, listmálari, Hörður Bjarnason, formaður safnsins, og Óiafur Kvaran, framkvæmdastjóri þess. Einar Þorgeirsson, skrúð- garðameistari, hefur annast garðvinnu, ólafur Auðunsson húsasmíðameistari séð um tré- smíðavinnu og uppsetningu verkanna en Steinþór Sigurðs- son, listmálari um staðsetningu afsteypanna. Skipulag garðsins önnuðust landslagsarkitektarnir Reynir Vilhjálmsson og Ragn- hildur Skarphéðinsdóttir. Um- sjón með framkvæmdunum hafa þeir Hörður Bjarnason, formað- ur stjórnar safnsins og Ólafur Kvaran, forstöðumaður þess haft með höndum, en þær eru fjármagnaðar af sjóð sem Einar Jónsson stofnaði með erfðaskrá sinni árið 1954. Kveður þar á um að sjóðnum skuli verja til að kosta eirafsteypur af gipsverk- um hans. Afsteypurnar í garðin- um eru allt frá árinu 1920. Þó garðurinn verði opnaður í dag er framkvæmdum ekki að fullu lokið. Verið er að reisa tengihús við vesturálmu safns- ins, þannig að innangengt verði á milli garðsins og safnsins. Höggmyndagarðurinn verður opinn daglega á milli kl. 11.00 og 18.00. það.ei! leikur aðlæia" á Síndaír Spectrum Ef þú hefur áhuga á að kynnast tölvum, laera á þaer, leika þér við þær, tefla við þær, læra af þeim, vinna með þeim, láta þær vinna fyrir þig og fyigjast með þeim ótrúlegu möguleikum sem felast í tölvutækninni, ættirðu að byrja á Sinclair Spectrum. Sinclair Spectrum er ótrúlega fullkomin, með 16K eða 48K minni, allar nauðsynlegar skipanir fyrir Basic fjöldi leikja-.kennslu-og viðskipta- forrita, graftska útfærslu talna, tengimöguleika víð prentara og aðrar tölvur - og svo auðvitað lltinn. Þar að auki er diskettudrif væntanlegt innan tíðar. Sinclair Spectrum er stórkostleg tölva . 48K tölvan kr. 8.508.- 16K tölvan kr. 6.544.- # Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8-15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.