Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 Eins og mer sýnist .... Gísli J. Ástþórsson Vodaverk prófessorsins Breskur prófessor aö nafni O.J. Crisp lýsir í bréfi til Daily Telegraph reynslu sinni af næsta móöursýkislegri tor- tryggni Sovétmanna í garö útlendinga. Tilefni bréfsins er tortíming suö- ur-kóreönsku farþega- þotunnar í grennd viö Sakalin, en atburðurinn sem Crisp segir frá átti sér staö fyrir hálfu þrett- ánda ári á austurströnd landflæmisins sem viö látum tíöast duga að kalla Síberíu, þarsem hann var á feröalagi í boði ekki óviröulegri stofnunar en Sovésku vísindaakademíunnar. Hér fer á eftir bróður- parturinn af bréfi pró- fessorsins í lauslegri þýö- ingu: „Meðþví að óg er sjáv- arlíffræöingur brá ég mér niörá ströndina hjá Nahodka aö forvitnast um lífiö þarna í fjöruborö- inu og notaöi viö það stækkunargler sem ég bar á mér. Kannski Rúss- unum hafi verið kunnugt um að á enskunni er gler af þessu tagi líka stund- um kallaö njósnagler (spyglass). Svo mikiö er víst að tveir sovéskir her- menn vísuöu mér til kofa þarna í nágrenninu meö því að beina aö mér vél- byssum sínum. Næst var engu líkara en að gjörvallur Sovét- herinn í þessum heims- hluta heföi veriö kvaddur út, og arargrúi vörubíla, sem allir voru fullir af her- mönnum með alvæpni, þyrptist aö. Mér var það samt nokkur huggun aö hér var aö mínu viti langt- um of fjölmennur flokkur á ferö til þess aö geta verið rétt og slétt aftöku- sveit. Enginn enskumælandi maður fannst samt í liö- inu, en að lokum birtist á sjónarsviðinu sovésk út- gáfa af eins konar jeppa og útúr honum steig hátt- settur liðsforingi sem skartaði fjölda heiðurs- merkja. Hann útskýröi fyrir mér á góðri ensku að ég hefði veriö hand- tekinn fyrir njósnir. Þá var klukkan orðin tíu og ég átti eftir að borða morgunverð og taka saman föggur mínar og koma mér um borð í skipiö sem átti aö flytja mig til Yokohama þá í há- deginu. Ég útskýrði þetta fyrir manninum og spuröi síö- an hvort hann væri þaö sterkur í enskunni aö hann skildi þaö sem kalla mætti venjulegt götumál. Hann kvað svo vera. Ég leyföi mér þá aö segja honum að allt þetta um- stang væri hrein og klár helvítis vítleysa. Hann svaraöi: Ég skil hvaö þú átt viö og er þér sammála Ekkert hefur breyst. Ofsóknarbrjálæðiö sem menn eru haldnir þarna austurfrá er geigvænlegt. Herforingjarnir sem ráöskast meö vígvélarnar eru meö eindæmum heimskir og líklegir til harkalegri viöbragöa en efni standa til, en hinn óbreytti borgari er á hinn bóginn eins vingjarnleg- ur, kurteis og gestrisinn og best veröur á kosið. Sannleikurinn er sá að einungis gæflyndasta fólk mundi umbera jafn villi- mannslegt stjórnarfar. Kynni mín af því læknuöu hins vegar mig af þessum kvilla sem kenndur er viö sósíalisma." Og hér lýkur brófi breska prófessorsins sem mundaði stækkun- argler á sovésku landi. Mörkin sem hann „Næst var engu líkara en aö gjörvallur Sovétherinn hefði verio kvaddur út." dregur á milli yfirstéttar- innar og fólksins sjálfs eru athyglisverð. Maður er sífellt aö rekast á þennan samanburö í frásögnum um risaveldið sem nú heitir Sovétríkin, og gildir þá einu hvoru megin byltingarinnar höf- undurinn er staddur: hvort heldur hann er að lýsa þessu landi eftir aö „alræöi öreiganna" komst þar á eöa fjalla um þaö á tímum keisaranna. I rauninni hefur næsta lítiö breyst. Embætt- ismannahersingin er enn sem fyrr ríki í ríkinu, hrokafull og þröngsýn forréttindastétt sem hef- ur þegar grannt er skoð- aö aðeins eina grundvall- arhugsjón, nefnilega að ríghalda í forróttindi sín og koma þeim konum og körlum undir lás og slá sem illa gengur aö sætta sig við forsjón hennar. Keisarinn og skósveinar hans ríktu í nafni guö- dómsins, nýaðallinn hamþar Marx og Lenin og kallar hvern þann mann óalandi og óferj- andi sem tregðast viö að falla fram og tilbiöja þessi skurögoð. Eg þori ekki að fara með það hvort Pétur Kropotkin, sem var í fylk- ingarþrjósti rússneskra andófsmanna uppúr miðri síðustu öld, sé í náöinni þarna eystra í svipinn. Á þessum slóö- um geta nafntogaöar byltingarhetjur einsog gufaö uppúr tílverunni ef svo mætti að orði kom- ast: maðurinn sem um morguninn var hafinn til skýjanna er með tilskipan stjórnvalda orðinn hvers manns kvikindi aö kvöldi. Þessar manneskjur hætta einfaldlega að vera til, eru þurrkaöar af spjöldum sögunnar. Nöfn þeirra eru fjarlægð úr öllu rituöu máii (nema þegar það hentar aö snúa lofinu uppí last) og þess eru jafnvel dæmi aö þjóö- hetjur gæ'"' ,sins hverfi sporlaust af Ijósmyndum og það þótt þessar sömu myndir séu almenningi kunnar af bókum og áróöursspjöldum. Þessi mikilúðlegi sem stóö næstur Lenin á ræöupall- inum er einn góðan veð- urdag oröinn aö skugga á plankaverkinu; og þessi þrekni með úfna skeggiö sem horföi yfir öxlina á félaga Stalin er orðinn að fána í manngrúanum. Kroþotkin var aðals- ættar og var sem ungl- ingur við hirð Alexanders II í Pétursþorg, en geröist fræöímaður og hermaður og loks eldheitur og áhrifamikill þyltingarsinni sem átti eftir að gista fangelsi fyrrum húsbónda síns. Ég nefni hann hór vegna ævisögunnar sem hann skrifaöi eftir aö hann varð landflótta („Endurminningar bylt- ingarmanns"), en þar harmar hann á einum staö berum oröum auö- sveiþni landa sinna og langlundargeö og er þá kominn býsna nærri at- hugasemd híns ágæta prófessors Crisþ: „Sann- leikurinn er sá aö einung- is gæflyndasta fólk mundi umbera jafn villi- mannslegt stjórnarfar." Hinn verðandi upp- reisnarmaður, sem er í embættiserindum í Síb- eríu, fær ekki oröa bund- ist þegar hann ber saman viöbrögö pólitísku fang- anna rússnesku sem hann kynntist á ferö sinni og svo þeirra þólsku sem deila kjörum þeirra. Jaru- zelsky þessa tímabils virðist ekki hafa veriö vandanum vaxinn að hemja þá pólsku í föður- landi sínu og þjóöin hefur griþiö til vopna rétt einu sinni aö freista þess aö hrista af sér rússneska hramminn; og þá leiknum lýkur með blóðbaði að vanda eru ellefu þúsund Pólverjar af báöum kynj- um sendir í þrælkun til Síberíu. Kropotkin skrlfar um landa sína í útlegöinni aö þeir hafi „sætt sig viö ör- lög sín einsog Rússum er tamt; þeir létu murka úr sér lífiö án þess aö reyna nokkru sinni aö endur- heimta frelsið." En þegar hann víkur aö pólsku föngunum kveður vlð annan tón. „Þeim til verö- ugs lofs," skrifar hann, „sýndu þeir aldrei svona undirgefni"; og eitt sinn meira að segja á meðan hann dvaldist þarna réö- ust þeir gegn varösveit- unum nánast meö berum höndum þóað sýnt væri að það væri harla von- laust. I ár eru liönir réttir tólf áratugír síðan pólska uppreisnin sem Kropotk- in nefnir átti sér stað. Á þessum árum hefur risinn að vísu skipt um andllt — en er þaö annaö en gríma? Hann sýnist halda sínu striki hvort sem kels- arinn heitir Alexander eöa Nikulás, Stalin eöa Andropov. Öllum heimildum ber saman um aö rússneskir þjóöhöföingjar hafi alla tíö veriö fádæma tor- tryggnir menn og að í landi þeirra hafi fyrir þragöiö ávallt ríkt hálf- gert umsátursástand. Ottablandin einangrun- arhneigðin hefur síðan leitt til næsta þjösnalegr- ar framkomu á vestræn- an mælikvaröa ef ekki beinlínis durtslegrar, rétt einsog leiðtogarnir og embættismennirnir sem þeir gera út kæri sig koll- ótta um hvernig þeir komi fyrir á alþjóöasvið- inu. Lítiö bara á meöferö þeirra á konunum þrjátíu og tveimur sem fyrir þremur vikum þóttust vera aö leggja uppí ferö til Sovétríkjanna á vegum þreskrar friðarhreyfingar, þegar sá kvittur kom upp aö þær heföu jafnvel í bígerð aö ræöa friöar- málin viö óbreytta borg- ara. Handhafar alræöis- valdsins austur þar af- greiddu þær á dögunum einsog þeir væru að dusta rykögn af loökrag- anum sínum. Þeir gátu ekki hleypt þeim inní landiö, sögöu þeir, vegna „tæknilegra erfiðleika". LAUGARDAGUR OmiDAG 10-4 EIOISTORG111 iKi Vörumarkaðurinn hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.