Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER 1983 Ríkisspítalarnir: Uppsagnir ekki verið ræddar MORGUNBLAÐINU hefur borist cftirfarandi fréttatilkynning frá stjórnarnefnd ríkisspítalanna: „Vegna rangtúlkana í dagblöð- um, þar sem sagt hefur verið frá fundum framkvæmdastjóra tæknisviðs ríkisspítalanna með starfsfólki ríkisspítalanna, vill stjórnarnefnd taka fram eftirfar- andi. Uppsagnir starfsmanna vegna fyrirhugaðra útboða á verkþáttum í starfsemi spítalanna hafa ekki verið ræddar í stjórnarnefnd, og uppsagnir jafnhliða því, sem út- boð fara fram, hafa aldrei verið fyrirhugaðar. Fari útboð fram, eins og nú er gert ráð fyrir, mun stjórnarnefnd kanna, þegar þar að kemur, hvort hagkvæmt telst að taka þeim, og leggja tillögur sínar þar að lútandi fyrir heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra til endanlegrar ákvörðunar." Nýr organisti í Fríkirkjunni A sunnudaginn, 18. sept., tekur til starfa nýr organisti við Fríkirkjuna í Keykjavík. Hann leikur við guðs- þjónustu kl. 14.00, þar aem safn- aðarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Nýi Fríkirkjuorganistinn heitir Pavel Smíd og er tékkneskur að ætt og uppruna. Að loknu stúd- entsprófi í heimalandi sínu hóf hann nám í organslætti við tón- listarháskólann í Prag hjá hinum góðkunna prófessor dr. J. Rein- berger og lauk fullnaðarprófi í orgelleik árið 1973. Pavel Smíd fluttist til íslands árið 1975 og gerðist kirkjuorgan- isti á Eskifirði og Reyðarfirði og skólastjóri Tónlistarskólans þar. Frá 1982 hefur hann kennt organslátt í Tónskóla Þjóðkirkj- unnar og tónheyrn og nótnalestur við Söngskólann í Reykjavík, þar „Tess" í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ hefur nú tekið til sýníngar myndina Tess, sem gerð er eftir sögunni Tess dÚrberville eftir Thomas Hardy. Leikstjóri er Roman Polanski og semur hann einnig handritið ásamt þeim Gerard Brach og John Brownjohn. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að John Durbeyfield, ensk- ur bóndi sem á við mikla fátækt að stríða, kemst að því að hann er kominn af virtri franskri aðals- ætt. Verður hann mjög upp með sér af þessu, en fátæktin er sú sama og áður. Þá fær kona hans þá hugmynd að senda dóttur þeirra, Theresu, til frú dÚrberville og ná tengslum við þá efnuðu konu. Fjallar myndin um við- burðaríka ævi Tess. í aðalhlutverkum eru þau Nast- assia Kinski sem leikur Tess, Pet- er Firth sem leikur Angel Clare og Leigh Lawson sem leikur Alec dÚrberville. Vill láta rífa Fjalaköttinn og byggja nýtt ÞORKELL Valdimarsson, eigandi húseignarinnar Aðalstræti 8 í Reykja- vík, Fjalakattarins, hefur sótt um leyfi til þess að rífa húsið, að því er fram kemur í fundargerð byggingarnefndar Reykjavíkur frá 8. september síðast- liðnum. Þá hefur Þorkell og sótt um að fá að byggja nýbyggingu á lóðinni og hefur hann farið fram á að nýt- ingarhlutfallið á lóðinni verði 4,5 og er þar kjallari ekki meðtalinn. Þessi háa nýting jafngildir því að húsið, sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, sé 4,5 sinnum stærra að flatarmáli en lóðin Aðalstræti 8. Erindi Þorkels fékk ekki af- greiðslu á fundi byggingarnefndar, en var sent til umsagnar borgar- ráðs. Nýja Toyota ('orolla-bifreiðin af árgerð 1984! forsvarsmenn Toyota-umboðsíns hér i Islandi og japanskt frammistöðufólk, sem hér er statt f tilefni af kynningu bílsins. Morgunbisðið / ói.k.m. Toyota umboðið á íslandi kynnti árgerð 1984 af Toyota ('orolla- bif- rcið að Hótel Loftleiðum á mið- vikudag. Er hér um nýja og breytta gerð að ræða frá fyrri árgerðum. Stærsta breytingin er fólgin í því að nú er Corollan með fram- hjóladrifi og vélinni þversum. Það veldur því að bíllinn verður allur rýmri. Ytra útlit breytist til mikilla muna frá því sem áð- ur var og loftmótstaða þessarar Ný Toyota Corolla árgerðar er minni en fyrri ár- gerða, en það skiptir miklu máli upp á sparneytni og kraft. Nýja Corolla-gerðin er samkvæmt töl- um frá verksmiðjunni mjög sparneytin, miðað við vélarstærð og kraft. Þá er hún nú i fyrsta sinn fáanleg með nýrri dísilvél, sem Toyota-verksmiðjurnar hafa hafið framleiðslu á. Framleiðsla Toyota Corolla- bifreiðarinnar hófst 1966 og nú i vor höfðu verið framleiddar 10 milljón bifreiðir af þessari gerð. í 14 ár var hún söluhæsta bif- reiðartegundin í Japan og því marki náði hún í 6 ár á heims- markaðinum. Toyota-verksmiðjurnar eru annar stærsti bilaframleiðandi heims og framleiða árlega 3,3 milljónir bifreiða af um 70 teg- undum. Þær hafa ráðið yfir á bilinu 47—53% af innanlands- bifreiðamarkaði í Japan. Hinn nýi organisti Frfkirkjunnar í Reykjavfk, Pavel Smíd, og kona hans, Víoletta Smídova. sem hann hefur jafnframt starfað sem meðleikari á pianó. Eiginkona hans heitir Víoletta Smidova og er búlgörsk. Þau eiga tvö börn. Víol- etta er einnig organisti að mennt og hefur verið mjög virk í tón- leikahaldi. Væntir söfnuðurinn góðs af vel menntuðum og dugandi tónlist- armanni. Bjóðum hann og fjöl- skyldu hans velkominn með því að fjölmenna til guðsþjónustu í Frí- kirkjunni á sunnudaginn. Að loknu bridgemóti um borð í ms. Eddu: Bridgeáhuginn varð sjó- veikinni yfirsterkari FYRSTA bridgemótið sem haldið hefur verið á Atlantshafinu fór fram um borð í ms. Eddu dagana 7. til 14. september. Það voru Samvinnuferðir- Landsýn og Farskip bf. sem stóðu fyrir mótinu og voru veitt peningaverðlaun og ferðavinningar. Var keppt í sveitakeppni, tvímenningi og rúbertubridge og tóku um 40 spilarar þátt í leiknum. Sveitakeppnin fór fram á leið- inni Reykjavik—Newcastle, og var fyrri hluti þeirrar keppni allsögu- legur. Suðaustan tóíf vindstig Unnið að breytingum á veitingahúsinu Klúbbnum við Borgartún. Myndina tók Kristján Örn Elíasson í gær. Veitingahúsið Klúbburinn: Breytingar á efstu hæðinni MIKLAR breytingar standa nú yfir á efstu ha-ð veitingahússins Klúbbs- ins við Borgartún. Sturla Pétursson þjónn í Klúbbnum sagði í samtali við Mbl. að verið væri að breyta og stækka salinn á efstu hæðinni. Teiknistofan Arko hefði verið fengin ¦ til að hanna staðinn, og yrði bæði salur og dansgólf stækk- að á kostnað eldhússins á hæðinni. Byggðir yrðu pallar og fleira gert til að gefa salnum nýtt yfirbragð. — Klúbburinn tekur nú um 900 gesti að sögn Sturlu, og kvað hann húsið mundu geta tekið við fleir- um eftir breytingarnar. Auk þess sem salnum verður breytt verður bætt við hringstiga milli hæða, og fólki þannig gert auðveldara að fara milli allra hæða veitinga- hússins. settu töluvert strik í reikninginn, spilamennsku seinkaði vegna velt- ings og sjóveiki, en menn hörkuðu af sér þegar sýnt var að veðrið ætlaði lítið að ganga niður og sett- ust við spilaborðið eftir sjö tíma töf. Gekk þar á ýmsu, stólar og borð hentust um koll og spilarar gerðu sér tiðförult á salernið til að losa sig við síðustu galldropana. Allt gekk þó samkvæmt áætlun daginn eftir og tókst að ljúka keppninni á tilskildum tírna. í fyrsta sæti varð sveit Þórarins Sigþórssonar (Sigurður Sverris- son, Valur Sigurðsson, Guðmund- ur Páll Arnarson), sveit Þórðar Sigurðssonar frá Selfossi varð í öðru sæti (Vilhjálmur Pálsson, Sigfús Þórðarson, Kristmann Guðmundsson) og sveit Esterar Jakobsdóttur í þriðja (Guðmundur Pétursson, Erla Sigurjónsdóttir, Kristmundur Þorsteinsson). Þess- ar þrjár sveitir unnu til peninga- verðlauna. Að sveitakeppninni lokinni var tekið til við rúbertuna, útsláttar- keppni með fimm spilum á milli para. Þórarinn Sigþórsson og Guðmundur Páll Arnarson unnu þá keppni. Á heimleiðinni var tvímenning- ur, barómeter með 20 pörum. Var keppnin hörkuspennandi fram á síðustu setu, og stóð baráttan þá á milli þriggja para, Jóns Baldurs- sonar — Ragnars Björnssonar, Sigurðar Sverrissonar — Vals Sig- urðssonar og Guðmundar Páls Arnarsonar og Þórarins Sigþórs- sonar. Var það ýmist að Jón og Ragnar eða Sigurður og Valur leiddu mót- ið, en Guðmundur og Þórarinn áttu góðan endasprett og tókst að sigra með naumindum. Jón og Ragnar urðu aðrir, en Sigurður og Valur þriðju. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin og höfnuðu Vilhjálmur Pálsson og Þórður Sig- urðsson í fjórða sæti, en bræðurn- ir Baldur Asgeirsson og Ragnar Ásgeirsson í fimmta. I tvimenningskeppninni voru veitt þrenn aukaverðlaun, fyrir besta kvennaparið, en þau verð- laun hrepptu tvær nöfnur frá Tálknafirði, Kristin Ársælsdóttir og Kristín Magnúsdóttir. Þá voru veitt verðlaun fyrir besta árangur blandaðs pars, en til þeirra unnu hjónin Erla Sigurjónsdóttir og Kristmundur Þorsteinsson. Loks voru veitt verðlaun fyrir 13. sætið á mótinu, eins konar happaverð- laun og féllu þau í skaut Ragnars Halldórssonar og Bernharðs Linn, en þeir félagar gerðu það einnig gott í rúllettunni um borð. Kaupfélag Hafnarfjarðar: Slysa- gildra afnumin í Velvakanda, lesendadálk Morg- unblaðsins, skrifar Guðbjörg Jóns- dóttir þann 15. september og segir frá reynslu sinni er hún lærbrotnaði í Kaupfélagi Hafnarfjarðar þann 10. ágúst sl. Lenti hún í slysagildru þar sem gólfið er mishátt og ekki nein tilraun gerð til að vara fólk við þess- ari misfellu. Morgunblaðið hafði samband við Kaupfélagið í Hafnarfirði og kannaði hvort eitthvað yrði gert í málinu. Þar fengust þau svör að setja ætti upp handrið til að koma I veg fyrir fleiri slys svipuð því sem Guðbjörg lenti í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.