Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 15 „Sýnt á palli" Sýningarsalurinn litli að Skólavörðustíg 4a, er ber nafnið Galleri Grjót, er þegar farinn að taka á sig fastmótaða mynd. Komið hefur verið fyrir miklum hnullungi á gangstéttinni fyrir framan salinn og er mikil prýði að honum á staðnum. Sjálft gall- eríið er rekið af miklum menn- ingarbrag og mun reksturinn ganga vel að sögn. Þessa dagana og fram að 22. september stendur yfir sýning á smámyndum eftir Órn Þorsteinsson og er það fyrsta einkasýningin sem sett er upp í galleríinu. Smámyndir Arnar er hann nefnir „Úr þúsund mynda safninu", eða eitthvað í þá áttina, eru löngu kunnar listnjótendum. örn hefur m.a. í samvinnu við Thor Vilhjálmsson gefið út litla handhæga bók er nefnist „Ljóðmynd" og var gefin út í 200 tölusettum eintökum. Það er mikill fjöldi mynda í ekki stærra kveri, allar í svart hvitu og eiga að ríma við texta skáldsins og öfugt. Myndirnar á veggjunum eru aftur á móti allar í lit og eru um margt gerðar út frá ólíkum forsendum. Litirnir, sem eru nákvæmt stemmdir lifga mikið upp á heildina og að þvi leyti eru myndirnar mun ásjálegri en i bókinni. Örn nostrar mjög við þessar myndir, sem eru i frí- merkjastærð en eru margar sam- an í nákvæmt uppbyggðum ein- ingum á hverjum hinna vegiegu umgjarða er listamaðurinn velur þeim. Þetta er lítil en notaleg sýning hjá Erni og ljóðræn stemmning er yfir sýningunni. í sjálfu sér eru verkin ekki átakamikil en það er lika mikil list að gera myndir í smáum formum sem stórum. Stærð mynda ræður aldrei gæðum þeirra hvað sem öllum tískufyrirbærum viðkem- ur. Rýni áhorfandinn vel í mynd- irnar koma ósjaldan fyrir erótísk form, sem þó eru aldrei gróf, — frekar létt og lifandi og hneyksla vísast engann. Þetta er falleg og vel upp sett sýning sem vel er þess virði að vera skoðuð. Skúlpt- úrinn stóri fyrir miðju sýn- ingarrýmisins hefði þó mátt missa sín. Hann hefur sést áður og þrengir að auki hið litla rými. Allt annar helmingur er að sjá hinn skúlptúrinn, sem er vel staðsettur og að auki mun magn- aðari í formi. Tímanum er vel varið með inn- liti inn í þetta litla en fallega gallerí og þar má sjá auk sýn- ingar Arnars margan fagran gripinn eftir stofnendur og eig- endur salarins. Bragi Ásgeirsson. „Lokaæfing" Svövu Jakobsdóttur: Hlaut lofsam- legar viðtök- ur í Færeyjum EINS OG komið hefur fram í frétt- um var leikhópur fri Þjóðleikhús- inu nýlega á ferð í Færeyjum og frumsýndi þar nýtt íslenskt leikrit, Lok&æfingu, eftir Svövu Jakobs- dóttur, í leikstjórn Bríetar Héðins- dóttur, þann 31. ágúst í hinu nýja og glæsilega Norðurlandahúsi í Þórshöfn. Heimsókn þessi vakti mikla athygli frænda okkar og voru færeyskir fjölmiðlar með mikid af fréttum og viðtölum við gestina þá daga sem hópurinn stóð við. Nú hafa blaðadómar borist um sýninguna í Færeyjum og er skemmst frá þvi að segja að þeir eru allir á einn veg og afar lof- samlegir. Fyrirhugað er að frumsýna Lokaæfingu á Litla sviði Þjóð- leikhússins þann 6. október nk. Með hlutverkin í sýningunni fara Edda Þórarinsdóttir, Sigurður Karlsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Birgir Engilberts gerði leikmyndina, en lýsinguna annast Ásmundur Karlsson. KrétUtilkjnninj. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásjöum Moggans! er ekki tími til kominn, að þú gerist áskrifandi? líf er svolítiö ööruvísi liT TiZKUBLAO — FASHION MAGAZINE ARMULA18 105REYKJAVÍK SÍMI82300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.