Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 Júníanna Jóhannes- dóttir — Minning Júníanna Jóhannesdóttir lést að morgni 7. september sl. Andláts- fregn hennar kom ekki á óvart. Hún var níræð að aldri og kraftar hennar þrotnir eftir langa lífs- göngu. Hún átti þá ósk heitasta undir lokin að fá að leggja upp í förina. Nú hefur þessi öðlingskona fengið hana uppfyllta. Við þessa andlátsfregn leitar hugur minn til bernskuáranna vestur á Hellissandi. Ég sé lítinn strák í anda, með tár í augum, hlaupa upp tröppurnar á Blómst- urvöllum, þar sem Júníanna átti heima. Hann er með skrámu á fæti og hann veit að í þessu húsi býr kona sem gerir að öllum minniháttar meiðslum. Hún á stóran sjúkrakassa með alls konar sjúkragögnum og til hennar hafa margir Sandarar leitað. Hún tók aldrei neitt fyrir hjálpina. öllu heldur gaf hún manni brjóstsykur eða annað góðgæti og strauk um vanga manns. Starf hennar var unnið af óeigingirni og af köllun. Júníanna var áræðin kona og fylgin sjálfri sér. Þess vegna leit- aði fólk til hennar, því það gat treyst henni. Hún var ósjaldan kölluð til þegar eitthvað var um að vera hjá þorpsbúum; svo sem ást- vinamissir eða slys. Júníanna vildi alls staðar hlúa að. Þess vegna eru ævidagar henn- ar blómum skrýddir, sem hvorki vindar haustsins né myrkrið fá unnið á. Fræin eru góð; um það geta þeir vitnað sem kveðja hana í dag. Júníanna tilheyrði aldamóta- kynslóðinni. Hún hafði alltaf tíma til að tala við okkur börnin, hlusta á okkur og gefa heilræði. Nútíma- fólk gæti lært margt af þeirri upp- eldisfræði sem kynslóð hennar notaði. Hlýjan og skilningurinn sat í fyrirrúmi, heilræðin voru góð. Það voru ekki bara orðin tóm, heldur töluðu verkin líka. Það vita þeir sem þekktu Júníönnu. Síðustu ár dvaldist Júníanna á Hrafnistu með eftirlifandi manni sínum, Friðbirni Ásbjörnssyni. Nokkrum sinnum ieit ég inn til þeirra og þá hafði Júníanna gam- an af því að rifja upp kynni okkar heima á Hellissandi. Ég undraðist stundum hvað hún hafði gott minni, miðað við hvað hún var orðin veikburða. Gamli umhyggju- sami tónninn, sem maður heyrði sem krakki, var enn á sínum stað. Og þegar Júníanna dró fram dós með sælgæti í og bauð mér, fannst mér ég vera aftur litli strákurinn í Nýborg, kominn í heimsókn til hennar á Blómsturvelli. í dag er þessi kona borin til moldar í Ingjaldshólskirkjugarði. Hún er komin aftur heim í átthag- ana undir Jökul, og fær að hvíla við vernd þess umhverfis sem hún unni. Júníanna er öll, eftir lifir minn- ingin hlý og fögur. Við kveðjum góðan vin og þökkum allar sam- verustundirnar, því áhrif þeirra vara enn. Ég bið Guð að blessa hana. Eðvarð Ingólfsson. Júníanna Jóhannesdóttir var fædd að Einarslóni á Snæfellsnesi 19. júní 1893. Hún var dóttir merkishjónanna Jóhannesar Jóns- sonar að Einarslóni og seinni konu hans, Ingibjargar Pétursdóttur frá Malarrifi. Júníanna var yngst fjögurra barna þeirra hjóna, en rétt eftir fæðingu hennar lést fað- ir hennar. Ingibjörg, móðir henn- ar, sem var orðlögð fyrir dugnað, braust þá með þrjú barna sinna til Breiðafjarðareyja í vinnu- mennsku, en Júníanna var tekin í fóstur af vinafólki þeirra hjóna og ólst upp fyrst að Arnarstapa á Snæfellsnesi, en síðan í ólafsvík. Dvaldist Júníanna hjá fósturfor- eldrum sínum til níu ára aldurs en þá fluttist hún aftur til móður sinnar sem þá hafði gifst Eggerti Guðmundssyni formanni á Hellis- sandi og ólst Júníanna upp hjá þeim til fullorðins ára. Minntist hún jafnan fósturforeldra sinna með einstakri hlýju og virðingu. Júníanna var kona afburða glæsileg, greind, hreinskiptin og dugleg til allra starfa utan húss sem innan. Tvítug kynntist hún einum glæsilegasta unga mannin- um á Hellissandi, Friðbirni Ás- björnssyni formanni, en hann þótti búinn flestum þeim kostum sem formann máttu prýða, og var aflamaður svo af bar. Þau giftu sig 20. desember árið 1913. Var haft orð á því hve hin ungu og nýgiftu hjón voru glæsileg er þau hófu búskap í eigin húsi, Vina- minni á Hellissandi. Fyrstu börn þeirra voru tvíburar sem þau misstu, en næst eignuðust þau dóttur sem hlaut nafnið Ástrós. Hún var fædd 29. október 1918 og giftist Sveinbirni Benediktssyni, kaupmanni. Hann er póst- og sím- stjóri á Hellissandi. Næsta barn þeirra var Hólmfríður, fædd 15. maí 1924, gift Guðmundi Valdi- marssyni verkstjóra í Reykjavík og yngst er Jóhanna, fædd 3. febrúar 1926, gift Aðalsteini Guð- mundssyni trésmíðameistara í Reykjavík. Árið 1923 fluttist fjölskyldan að Blómsturvöllum á Hellissandi og þar áttu hjónin heima uns þau fluttust að Hrafnistu fyrir fimm árum. Öll systkini Júníönnu eru nú látin. Ég sem þessar línur rita ólst upp á sama heimili sem hún og lít á þau hjónin sem uppeldissystkini mín, þótt þau væru farin að búa er ég kom þangað. Þau Júníanna og Friðbjörn voru ákaflega samhent. í starfi stóð hún við hlið manns síns í hinum erfiðustu verkum. Þar sem Frið- björn hafði miklar nytjar af sjó sem formaður og bátseigandi var það ekki fátítt að Júníanna stæði við hlið hans við fiskaðgerðir, en það minnist ég ekki að hafa séð aðrar konur gera. Sambúð þeirra var einlæg og ástúðleg meðan ég átti samleið með þeim fyrir vest- an. Þegar hálfbróðir Júníönnu, Magnús Jóhannesson, sem lengi hafði verið blindur, andaðist, var kona hans, Matthildur Þorkels- dóttir ljósmóðir, sem var elskuö og virt af öllum er til þekktu, tekin til dvalar á heimili Júniönnu og Frið- bjarnar og naut hún þar ástúðar og umhyggju þeirra til dauðadags. Það er táknrænt að Friðbjörn, er var fyrsta barnið sem Matthildur tók á móti sem ljósmóðir á Sandi, skyldi síðar taka hana upp á arma sína og veita henni athvarf í ell- inni. Eftir að hjónin fluttust suður dvaidist Júníanna jafnan um tíma á hverju sumri hjá dóttur, tengda- syni og barnabörnum vestur á Sandi. Þau Júníanna og Friðbjörn hafa notið þeirrar gæfu að börn, tengdabörn og barnabörn þeirra hafa borið þau á höndum sér. En veikindin urðu ekki umflúin. Frið- björn hefur verið blindur svo ár- um skiptir og hin síðustu ár hefur Júníanna verið þrotin að kröftum og átt við veikindi að stríða. Hún var trúuð kona sem veitti börnum sínum, barna- og barna- barnabörnum ástúð, mildi og um- hyggju. Hún kveið ekki burtför sinni af þessum heimi, en þráði hvíld. Hún verður í dag til grafar borin að Ingjaldshólskirkju, kvödd af ástvinum og samferðafólki langrar ævi. Þótt líkaminn sé lagður lágt í mold flyst sálin til nýrra þroska- brauta á hinum æðri lífssviðum eilífðarinnar. Karvel Ögmundsson. f dag verður til moldar borin frá Ingjaldshólskirkju Júníana Jó- hannesdóttir frá Blómsturvöllum á Hellissandi. Hún var fædd 19. júní 1893 að Einarslóni í Breiðavíkurhreppi, dóttir hjónanná Jóhannesar Jónssonar frá Öndverðarnesi og Ingibjargar Pétursdóttur frá Mal- arrifi. Kornung missti hún föður sinn og var þá tekin í fóstur af hjónunum Vigfúsi Sigurðssyni og Kristínu Hallgrímsdóttur ljós- móður á Arnarstapa, hjá þeim dvaldi hún til 9 ára aldurs er hún fór aftur til móður sinnar er þá var gift öðru sinni Eggerti Guð- mundssyni í Bakkabæ á Hellis- sandi. Júníana átti stóran systkina- hóp, bæði alsystkin og hálfsystkin, sem öll eru látin og er sá ættar- garður stór sem kominn er út af Jóhannesi föður hennar, en hann var tvígiftur. Hjá móður sinni og Eggerti, fóstra sínum, ólst hún svo upp og þar var hennar heimili allt til þess að hún stofnaði sitt eigið heimili. Minntist Júnfana oft fóstra síns með þakklæti og virðingu. Árið 1913 giftist Júníana Frið- birni Ásbjörnssyni, árabátafor- manni, ágætum dreng, sem var vel virtur af öllum sem til hans þekktu. Hann lifir nú konu sína 91 árs að aldri, blindur, en að öðru leyti við allgóða heilsu. Hjóna- band þeirra var traust og farsælt. Byggðu þau sér húsið Vinaminni og hófu þar búskap, en síðan að Blómstursvöllum á Hellissandi, þar sem heimili þeirra stóð allt til ársins 1978, en þá treystu þau sér ekki lengur til að halda heimili og dvöldu á Hrafnistu í Reykjavík eftir það. Júníana lést þann 7. september sl. Þau hjón eignuðust 5 börn. Tví- bura misstu þau í frumbernsku en þrjár dætur þeirra komust upp og eru á lífi, en þær eru: Ásta, gift Sveinbirni Benediktssyni sím- stöðvarstjóra á Hellissandi, Hólmfríður, gift Guðmundi Valdi- marssyni verkstjóra, búsett í Reykjavík, og Jóhanna, gift Aðal- steini Guðmundssyni trésmíða- meistara, búsett í Reykjavík. Hægt en hiklaust rennur tíminn fram hjá og hrífur með sér inn í ókunnar víddir eilífðarinnar vegmóða vini og samferðafólk. Júníana var ein af þeim sem átti að baki langa ævi gegnum litríkar og stormasamar þjóðfélagsbreyt- ingar. Hún lét þær ekki renna fram hjá sér sem hlutlaus áhorf- andi, heldur fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum hana hverju sinni. Hún lét sér ekki nægja að gagnrýna samtíð sína, heldur tók virka afstöðu og þátt í baráttumálum byggðarlags síns sem hún unni svo mjög alla tfð. Allt fram á síðustu daga fylgdist hún vel með og hafði gjarnan ákveðnar skoðanir á hverju máli og hikaði ekki við að halda sínum hlut í hverri umræðu og skipti þá ekki máli hver viðmælandinn var. Júníana var óvenju vinaföst og trygglynd, sérstaklega var ætt- artryggð hennar sterk, hún var brjóstvörn ættarinnar og talsmað- ur góður. Hreinlyndið var hennar aðal, þar var aldrei slegin fölsk nóta þó þær hafi e.t.v. stundum hljómað nokkuð sterkt og jafnvel fráhrindandi, enda kannski til þess ætlast af henni til að hreinsa andrúmsloftið kringum sig. Það var alltaf mikil heiðríkja og hrein- leiki á vegum hennar hvar sem hún fór, hvort sem var á hennar eigin heimili eða á opinberum vettvangi. Hún var vel greind og stálminn- ug og kunni vel að gera frásögn sína áheyrilega og eftirtektar- verða, því hún var vel máli farin og talaði gott mál. Hafði hún frá mörgu að segja frá liðnum tímum, frá baráttu fólksins við óblíð kjör fyrri hluta aldarinnar. Þau hjón voru miklar dugnaðarmanneskjur, vinnusöm og hagsýn og þurftu aldrei að líða fátækt sjálf á sínum búskaparárum. Þau mun heldur hafa verið veitendur en hitt. Heimili þeirra á Hellissandi bar vott um reglusemi, fyrirhyggju og dugnað. Þessar fáu línur eru ekki ritaðar til að gefa tæmandi lýsingu á lífi hennar og starfi, heldur verða þetta fátækleg kveðjuorð til frændkonu minnar og þakklæti fyrir þau góðu kynni sem ég hafði af henni eins og hún kom mér fyrir sjónir. Hún verður mér ávallt ógleymanlegur persónuleiki sakir þeirra eiginleika sem ég hefi lítillega framan rakið. Þegar ég hitti hana í sumar í síðasta sinni er hún var í heim- sókn hjá dóttur sinni og tengda- syni hér á Hellissandi, var séð að skammt yrði til leiðarloka. Hún hélt þó fullu andlegu þreki og viljastyrkurinn var hinn sami og fyrr. Hún bognaði aldrei, en var ætíð reiðubúin að taka því sem að höndum bar. Mikilhæf kona er gengin. í hinni óskráðu sögu verður hún sannur fulltrúi heiðarleika og hreinlynd- is. Blessuð veri hennar minning. Kristinn Kristjánsson Guðrún Jónasdóttir frá Haugi - Minning Fædd 10. mars 1892 Dáin 7. september 1983 í dag fer fram að Melstað í Miðfirði, útför Guðrúnar Jónas- dóttur fyrrum húsfreyju að Haugi. Æfileiðin var orðin löng eða 91 ár, heilsan farin og hvíldin því kær- komin. Hún var fædd að Efra-Núpi 10. mars 1892, dóttir hjónanna önnu Kristófersdóttur og Jónasar Jónssonar er síðast bjuggu á Syðri-Reykjum. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á ýmsum bæjum í Miðfirði og Vesturárdal ásamt systkinunum Birni, Jóni, Gunnari og Elínborgu. Hún þurfti snemma að leggja lið í lífsbaráttu fjöl- skyldu sinnar, því foreldrar henn- ar voru fátæk fyrstu búskaparár sín. Guðrún naut ekki annarrar skólagöngu en hefðbundinnar barnafræðslu. Einn vetur var hún í Reykjavík við nám í saumaskap. Árið 1913 giftist hún Halldóri Jóhannssyni á Haugi, glæsilegum og vel gefnum manni. Ungu hjónin tóku við búsforráðum á Haugi og bjuggu þar í rúmlega 30 ár. Bú þeirra var ekki stórbú, jörðin bar það ekki, en það er óhætt að segja að þau hafi búið góðu búi, þar sem snyrtimennska og reglu- semi voru aðalsmerkið. Á Halldór hlóðust flest opinber störf er gegna þarf í sveitarfélagi, áttu því margir erindi við hús- bóndann, en sínu hlutverki skilaði húsfreyjan þannig að það varð varla betur gert. Guðrún og Halldór eignuðust ekki börn en á Haugi ólust upp hjá þeim fósturbörnin Ingvar Agn- arsson, Halldór Steinsson, Ragna Rögnvaldsdóttir og svo dóttir Rögnu, Dóra Guðrún Sigurðar- dóttir. Árið 1947 hættu þau búskap á Haugi og flytjast til Hvamms- tanga. Þar keyptu þau lítið en snoturt hús sem stóð á sjávar- bakkanum yst í þorpinu, þetta hús endurbættu þau í gegnum árin. Guðrún vann ekki utan heimilis en gerði nokkuð af því að sauma fyrir fólk, m.a. íslenska búninginn. Halldór hóf störf hjá Kaupfé- laginu sem skrifstofumaður og vigtarmaður hjá sláturhúsi Kaup- félagsins á haustin. Ég held að þau hjón hafi átt góð ár á Hvammstanga. Þar eignast þau nýja vini og kunningja, en tengslin við þá gömlu héldust órofin. Húsið þeirra varð miðstöð fyrir gamla sveitunga, vini, frændfólk og alla sem þurftu ein- hvers með. Gestrisni og rausn ásamt einstakri heimilishlýju sat í öndvegi og Guðrún naut sín þegar hún veitti mat og drykk á báðar hendur. Árið 1962 missir Guðrún mann sinn, hún selur þá húsið sitt og flyst til systur sinnar og mágs, El- ínborgar og Steinbjörns, til Hveragerðis. Þau voru þá nýlega hætt að búa á Syðri-Völlum. í Hveragerði, eins og annars staðar þar sem Guðrún hafði við- dvöl, varð heimili hennar friðar- staður og öllum tekið opnum ðrm- um sem þangað komu, þó nú væri minna umleikis en áður. En mörg rausnarleg veisluborðin útbjó hún sem fyrr. I Hveragerði var Guðrún til ársins 1974, en þá tekur hún þá ákvörðun að fara á Elliheimilið á Hvammstanga. Systur sinni vildi hún ekki íþyngja og ráðstafa vildi hún sínum málum áður en ellin tæki völdin. Ég veit að líka hefur verið römm sú taug er dró hana norður í átthagana. Áður en hún fór norður gaf hún allt sitt til sinna nánustu, tók hvern hlut og sagði fyrir hver ætti að njóta hans. Nú var siðasti kapítulinn að byrja, en hann átti eftir að verða henni erfiður, því hún missti heilsuna fljótlega eftir að norður kom. Þetta er ramminn utan um myndina af henni frænku, en myndin sjálf er falleg, fíngerð kona, hljóðlát og hógvær í fram- komu. Hún var ekki masgjörn hún frænka, orðin notaði hún ekki öðr- um til lasts heldur fann málsbót ef á einhvern var hallað. Hún var afskaplega gjafmild og lítið upp- tekin af sjálfri sér, jafnvel fálát um eigin hagi. Skapgerð hennar var traust, og föst var hún fyrir ef á þurfti að halda. Hún var alltaf nálæg manni þó langt væri á milli. Hún var æfinlega öruggt athvarf. Við erum þakklát fyrir líf hennar og hiðjum henni blessunar Guðs. Álfhildur Steinbjbrnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.