Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 19 AKUREYRARPISTILL Guömundur Heiöar Frímannsson Það gengur yfir hart él vegna stóriðju á fslandi. Nýgerðir samningar um orkuverð til ál- verksmiðjunnar í Straumsvík eru orsök þess. Það var ekki við öðru að búast. Sem bráðabirgðahækk- un verður hækkunin í 10 mills að teljast viðunandi. Auðvitað hefði verið æskilegt að fá hærra verð. En við því var vart að búast. Hjörleifur Guttormsson, fyrr- verandi iðnaðarráðherra, hafði boðið 9,5 mills sem bráðabirgð- averð og núverandi samninga- nefnd nær 10. Aðalatriðið er hvaða endanlega orkuverð næst í samningum við álhringinn þar sem samið verður um mun fleiri hluti en orkuverðið. Það vita það auðvitað allir að kostnaðarverð orkunnar frá nýj- um virkjunum er um 20 mills. Ef hagnaður á orkusölunni á að verða, þarf verðið að vera ofan við það. En það hafði aldrei stað- ið til að ná því verði í þessari lotu. Það er eins og sumir menn framkvæmdirnar við byggingu þess ekki síður. Þetta hefði þau áhrif að atvinnulíf hér í Eyja- firði tæki verulegan vaxtarkipp. kostnaður af iðjuveri og orku- mannvirki. Þessar tölur leiða til þess að sjálfsagt er að draga í efa hag- kvæmniröksemdir. En eins verð- ur þó að taka tillit til. Við getum ekki búið við 10 mills í orkuverði til langframa til Alusuisse. Stækkun í Straumsvík virðist /era skilyrði þess að hagkvæm- ri orkusamningur náist. Þessir útreikningar taka ekki tillit til þfcss En raunar kemur á móti þessu að samningsstaða okkar styrktist gagnvart Alusuisse, ef hafnar væru markvissar samn- ingaviðræður við samstarfsaðila um nýja álverksmiðju. Finnbogi kemst að þeirri nið- $ Stóriðja, Straumsvík og Eyjafjörður hafi átt von á því og gera nú mikinn hávaða vegna þessa sam- komulags. Það er mikill mis- skilningur. Slíkur málflutningur kemur einungis niður á málflytj- endum sjálfum. Framkvæmdir í Straumsvík — Töf við Eyjaf jörð? En það er einn þáttur þessa máls sem kemur Norðlendingum við og Eyfirðingum sérstaklega. Það má telja líklegt að mjög bráðlega verði gengið til samn- inga við Alusuisse um stækkun í Straumsvík. Hér fyrir norðan hafa menn gert sér vonir um það að undirbúningsrannsóknum vegna stóriðju lyki á næsta ári og þá yrði hægt að taka ákvörð- un um það hvort hér yrði reist iðjuver, að öllum líkindum álver þar sem það virðist sá kosturinn sem fýsilegastur er. Ef þetta tækist gerðu menn sér raunsæj- ar vonir um það að eftir 6 til 8 ár væri komið hér álver sem skap- aði umtalsverða atvinnu og En það kann að fara svo að þeg- ar þessum rannsóknum er lokið og unnt verður að taka ákvörð- un, verði engar forsendur fyrir því að hér verði hægt að reisa álver á þeim tíma. Það er alls ekki ólíklegt að stækkunin í Straumsvík hafi það í för með sér að ekki verði unnt að ráðast í meiri orku- og iðnaðarfram- kvæmdir fyrr en eftir fjögur til fimm ár. Það þýddi seinkun á framkvæmdum hér við Eyjafjörð sem þessu næmi. Þetta þykja al- varleg tíðindi hér fyrir norðan. Það hefur ekki farið framhjá neinum, sem hefur lesið blöð hér á Akureyri, að það er komin hreyfing á stóriðjumál. Þetta merkir að það virðist vera að skapast samstaða um það að hér eigi að rísa stóriðja. Það hafa farið fram miklar umræður um málið í íslendingi. Það heyrast ekki lengur þær raddir sem bera alvarlegar brigður á að hér skuli rísa stóriðja, mengi hún ekki hættulega frá sér. Tveir áfangar Það er ekki öll nótt úti um það að ráðist verði í framkvæmdir áður en mjög langt um líður. Birgir ísleifur Gunnarsson, al- þingismaður og formaður stór- iðjunefndar, sagði í viðtali við fs- lending, þegar hann var spurður að því hvort ekki kæmi til þess- arar seinkunar ef ráðist yrði í stækkun í Straumsvík: „Hins vegar er hægt að hugsa sér að stækkunin í Straumsvík ætti sér stað í áfóngum, til dæmis í tveimur áföngum. Þá væri hægt að skjóta inn áfanga á milli sem gæti verið álver hér fyrir norð- an." Hann bætir síðan við: „Ég vil hins vegar benda á að hér er ekki um mjög mikla töf að ræða af þessum ástæðum (stækkun- inni í Straumsvík, mitt innsk.). Sú skýrsla sem nefndin er fjall- aði um iðnþróun við Eyjafjörð lét frá sér fara á sl. sumri gerði ekki ráð fyrir að álver gæti verið komið hingað fyrr en 1990. Það var talað um byggingartíma á árunum 1987—1990, en þá gæti verið tekið til starfa." Það hlýtur að mega ætlast til þess að þessi móguleiki verði hafður í huga við gerð samninga við Alusuisse. 900 ný störf Því heyrist stundum fleygt að eðlilegt sé að ganga fyrst til samninga við álhringinn vegna þess að stækkunin í Straumsvík hljóti að vera hagkvæmari en nýtt álver við Eyjafjörð. Þess vegna sé eðlilegra að ráðast í stækkunina fyrst. I grein í ís- lendingi 1. september er grein eftir Finnboga Jónsson, fram- kvæmdastjóra Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, þar sem staðhæf- ingar af þessum toga eru dregn- ar í efa. Hann segir, að heildar- stofnkostnaður 65.000 tonna ál- verksmiðju við Eyjafjörð sé 5.900 bandarískir dollarar á hvert tonn, en samsvarandi tala fyrir jafnstóra verksmiðju í Straumsvík sé 6.000 dollarar. Inn í þessar tölur er tekinn urstöðu að „verði ráðist í stækk- un álverksmiðjunnar í Straums- vik fyrst, er hins vegar enginn vafi á því að framkvæmdum við álverksmiðju við Eyjafjörð mundi seinka um a.m.k. þrjú til fimm ár. Framkvæmdageta þjóð- arinnar í virkjunum og almenn- ar efnahagslegar forsendur hér á landi leyfa ekki að báðar þess- ar framkvæmdir séu að meira eða minna leyti á sama tíma". Þetta þætti heldur slæm nið- urstaða hér fyrir norðan. Það er brýn þörf á því að atvinnulíf verði fjölbreyttara en nú er. Það þarf að skapa 900 ný störf í iðn- aði fram til 1990. Auðvitað leysir álver ekki allan vanda. Það má ekki gleyma öðrum þáttum, enda hygg ég að enginn geri það. Kannski er ekki öll nótt úti enn. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra lét hafa það eftir sér að stækkun í Straumsvík þyrfti ekki að seinka framkvæmdum hér við Eyjafjörð. Við sjáum hvað setur. Guðmundur Heiðar Frímannsson Hugmyndasam- keppni um vinnu- og snyrtirými í íbúðum Húsnæðisstofnun ríkisins efnir nú til hugmyndasamkeppni um vinnu- og snyrtirými í íbúðum. Markmiðið með þessari sam- keppni er að fá fram nýjar hug- myndir um form, innréttingar og samsetningu þessara vistarvera. Heildarverðlaunafé er kr. 140.000 og fyrstu verðlaun ekki lægri en kr. 60.000. Keppnisgögn eru afhent hjá Ólafi Jenssyni að Hallveig- arstíg 1, Reykjavik. Rauði kross íslands: Smámiðahapp- drætti að hef jast NÚ ER að fara af stað sala í öðrum flokki smámiðahappdrættis Reykja- víkurdeildar Rauða kross íslands. Margir vinningar eru í boði, t.d. utanlandsferðir, myndsegulbönd og smærri vinningar. Hver miði kostar 10 krónur og eru þeir seldir í söluturnum, lyfjabúðum, bensín- afgreiðslum, í matvörubúðum sem hafa kvöldsölur og á fleiri stöðum. Vinninga skal vitja á skrifstofu deildarinnar á öldugötu 4. Sýnum og seljum . 1-4 notaða MAZDA bíla BILABORG HR Smiðshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.