Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 fiöaBgGsS oiáD Umsjónarmaöur Gísli Jónsson I síðasta þætti urðu tvær vondar tilvitnunarvillur. Lík- lega eru þær báðar til komnar vegna þess, að prófarkalesari hefur ekki trúað sínum eigin augum og fært til betri vegar. Fyrri tilvitnunin átti að vera svo: „Um konu í Bandaríkjun- um segir að störf hennar hafi aðallega beinst að styrkingu á afköstum fyrirtækja, bættu stjórnskipulagi og boðleiðum hjá fyrirtækjum í rafeinda- iðnaði, fataiðnaði, vörudreif- ingu, flug- og landfluttninguin (svo!) og framleiðsluiðnaði." Seinni tilvitnunin átti að vera: „Þetta er ekki búið: „Tark- enton & Company hefur stuðl- að að verulegri framleiðni- aukningu með breyttri stjórn- unahegðun (svo!) í meira en 200 fyrirtækjum." Orðið flutningar var ofan á annað með tveimur téum og orðið stjórnun haft í fleirtölu. Þeir, sem hlut eiga að máli, eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. í nútímamáli teljast eignar- fornöfnin vera fjögur: minn, þinn, sinn og vor. Beyging þeirra er ekki vandasöm. I fornu máli voru eignarfornöfn þremur fleiri, sbr. bréf Skúla Magnússonar í síðasta þætti. Til viðbótar voru okkarr, ykk- arr og yðarr. Þau beygðust öll á sama veg og nokkurn veginn eins og fornöfnin annar og nokkur í nútímamáli. Dæmi: Hvárrgi okkarr, sama sem hvorugur okkar, í Eglu, og hvártki okkart, sama sem hvorugt okkar, í Njálu. Enn- fremur úr þeirri frægu bók: „Svá hefr nú borit saman fund okkarn ..." Dæmi úr nútímamáli: „Dan- ir sjá nú vel, að hér er mörg matarholan, og óttast að verða burt reknir, sumpart af rás viðburðanna, en sumpart af voru eigin viti og manndáð okkarri." Svo skrifaði sr. Guð- mundur í Gufudal í Njörð 1918. Búum enn til dæmi: Við sitjum í stofu okkarri. Það varð til stuðnings okkrum málstað. Þetta er gert í þágu barna okkarra. Þessi myndarlegu, en nokk- uð svo stirðlegu fornöfn, eru nú að kalla horfin úr máli okkar (eða okkru), en í staðinn komið eignarfall af persónu- fornafni. Að þessu er mikill skaði, og fyrir þá, sem læra vilja erlend mál, svo sem þýsku, er mikið hagræði að kunna skil á þessum gömlu eignarfornöfnum. Þjóðverjar hafa enn þann hátt á sem höfðu forfeður okkar (eða okkrir), að þessu leyti. Þó að aðrar þjóðir búi til lýsingarorðið korean af lands- heitinu Korea eða Kórea eftir okkar (okkru) lagi, finnst mér það á engan hátt réttlæta orð- myndina kóreanskur sem flestir fjölmiðlar hafa notað í fréttum undanfarið. Flugvélin var ekki suður-kóreönsk, held- ur suður-kóresk. Aðeins hjá Haraldi Blöndal í grein í DV hef ég séð þessa orðmynd og er þakklátur fyrir. Þetta kann að þykja smámunasemi, en á mjóum þvengjum læra hund- arnir að stela. Reyndar rekur mig stundum í rogastans. Ágætur embættis- maður íslenska ríkisins segir frá því í sjónvarpi, að nú eigi að hafa fjölskyldusamverur á Austurlandi. Þetta var skýrt. Orðið var í fleirtölu. Ég býst við að maðurinn hafi átt við einhvers konar fjölskyldu- samvistir. Hverjar eru fjöl- skyldusamverur? Eru það ekki bara verur sem eru saman í fjölskyldunni? Skyldulið? Og svo var orðið leki komið í fleirtölu, er mér tjáð. Ég man að vísu ekki hvar lekarnir voru. Mörg verða dæmin um falla- rugling. Ég tek hér tvö dæmi úr bréfi Páls Helgasonar á Ak- ureyri. Fyrra dæmið frá hon- um er svona: „Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar hún gluggar í ind- verskri útgáfu af ævintýrum H.C. Andersens." Forsetningin í stýrir þolfalli, þegar hún táknar hreyfinguna til, en þágufalli, þegar hún táknar dvölina á. Hér væri rétt að segja: þar sem hún er að glugga í indverska útgáfu (þolfall) o.s.frv. Það sakar svo kannski ekki að skjóta því inn hér, að Steingrímur Thor- steinsson frumþýddi þessi 209. þáttur frægu ævintýri á þess konar íslensku máli sem márgir mættu lesa sér til fyrirmynd- ar. Þó sagði eitt sinn í þvílíku lesmáli sem átti að heita rit- gerð um Grím Thomsen: „Grímur Thomsen þýddi ævintýri H.C. Andersens a ís- lensku og heita þau síðan Grímsævintýri." Seinna dæmið: „Jafnframt var löghaldsaðgerðinni á húsi Arnþórs úr gildi felld." Hér á auðvitað að breyta þágufalli í nefnifall. Þetta er þolmyndarsetning. Löghalds- aðgerðin var úr gildi felld. Menn segja að fella eitthvað (ekki einhverju) úr gildi. Að lokum nokkur fleiri gullkorn úr Pálspósti með smávægilegum athugasemdum og leturbreytingum umsjón- armanns: 1. „Veturinn 1959-'60 sat hann í Stýrimannaskólanum með góðum tilstyrk konu sinn- ar og lauk þaðan skipstjóra- réttindum á fiskiskip." 2. „Allir Austur-Eyfellingar urðu fyrir miklum skaða af heimatúnum og af Skógasandi, sem ekki er hægt að meta." Já, margur er skaðvaldur- inn, og ekki við öðru að búast en Skógasandur sé ómetanleg- ur. 3. „... þá þarf erindisleit- andi að bera upp einu sinni enn við hvern hann vantaði nú aft- ur að ná sambandi við." „Ann- ars erindi rekur" o.s.frv. orti sr. Hallgrímur, og notkun sagnarinnar að vanta er þarna enskuleg úr hófi. 4. „Ég vil endilega leggja at- hygli á vandamáli einu sem fer mjög í taugarnar á mér." Ætli við leggjum ekki áherslu á eitthvað, en vekjum athygli á öðru? Þjóðrekur þaðan kvað: Ríka áherslu á það ég legg, að hver önd skuli búa við stegg; vek líka athygli á því, að þá er allt fyrir bí, ef þau efna ekki í velheppnað egg. PS: Nokkrum dögum eftir að þáttur þessi var skrifaður heyrði umsjónarmaður orðmyndina suður-kóreskur tvívegis í kvöld- fréttum ríkisútvarpsins. lönaöarhúsnæði óskast Höfum kaupendur aö 300—500 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð. Æskileg staðsetning Ártúnshöföi. EFasteignasalan EIGNABORG sf ___ Hamraborg 5 - 200 Kópavogur - Símar 43466 & 43805 Sölum.: Jóhann Hálfdanaison, Vilhjálmur Einarsson, Þorólfur Kristján Beck hrl. 29555 — 29558 Opiö 1—3 Skoðum og verömetum eignir samdægurs Blöndubakki Vorum aö fá til sölumeðferoar sérlega glæsilega 4ra herb. íbúð á 2. hæö við Blöndubakka í Reykjavík. íbuðin skiptlst í 3 rúmgóö svefnherb , stofu með suðursvölum, eldhúsi meö borðkrók og wc. Möguleiki er á sérþvottahúsi í íbúðinni. Geymsla í íbúölnni svo og í kjallara, einnig fylgir gott íbúðarherb. í kjallara meö aögangi aö snyrtingu. Litað gler í gluggum. Fallegt útsýni. Æskileg makaskipti á 2ja—3ja herb. ibúð á Reykjavikursvæðinu. Eignanaust tuptont. Þorvaldur Lúðvíksson Sími 29555 og 29558. ít xjrsaLva FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Raöhú* Endaraðhús á 2 hæð- um í Austurbænum í Kópavogi. 5—6 herb., bílskúrsréttur. Fal- leg ræktuö hornlóð Radhú*. Endaraðh. f smíöum á fögrum staö í Ártúnsholti, 2 hæðir, samtals 200 fm 6—7 herb. Bílskúr 38 fm. Husið og bílskúrinn er uppsteypt, jarnað þakið, múrhúöaö aö utan, tvö- falt verksmlöjugler í gluggum. Til afh. strax. Kóngsbakki 5—6 herb. rúmg. vönduð endaíb. á 2. hæö. Sér þvottahús á hæðinni, suður- svalir. Engihjalli 3ja herb. nýl. og vönduð íb. á 6. hæð, Svalir, sór þvottah. á hæðinni Laufásvegur 3—4 herb. íb. á efri hæö í tvíbýlishúsi, sér hití, sér inng. á viöbyggingu sem er 27 fm. Gott vinnurými, upp- hitað. Hverfisgata 3ja herb. nýstand- sett íb. á jarðh Sér hiti, sér inn- gangur. Hesthús til sölu i Hafnarflröi fyrir 6 hesta ásamt hlöðu. Helgí Ólafsson, löggiltur fasteignasali. Kvöldsími 21155. RADHUS Hðfum fengið i sölu glæsilegt raðhus á 2 hæðum á fögrum utsynisstaö. Húsið er alls ca. 200 tm að gólffleti. meö Inn- byggöum bílskúr. Eignin er ekkl alveg fullbúin, en þaö sem komið er, er af vönduðustu gerð. Ákveðin sala Verö 2,8 millj. BRATTHOLT NÝLEGT RADHUS Til sölu nýtegt raöhús, alls 130 fm, á 2 hœöum i Mosfellssveit, sem skiptist m.a. i stofur, 2 stór svefnherb., eldhus, stórt baöherb.. o.fl. VwA 1.750 bús. MIÐBÆRINN STÓR 4 HERBERGJA Nystandsett og lalleg íbúð á 1. hœö vlð Barnónsstig Til greina koma sklpti á minni 3|a herbergja ibúð f sama hverfi. Gott verö og skilmálar. VESTURBÆR 3JA HERBERGJA Falleg lítil rlsibúð vlð Framnesveg.Lítlö áhvílandi. Göð kjör. Laus fljótlega. UGLUHÓLAR VÖNDUÐ 3JA HERBERGJA Ný og glæsileg íbúö í 3ja hæða fjölbyl- ishús Stór stofa, 2 svefnherbergl. Lagt fyrir þvottavél i íbúöinni. Gott útsyni af svölum Litið áhvílandi. Laus fljótlega STÓRAGERÐI 4RA HERB. BÍLSKÚR Mjög falleg ibúð á efstu hæð f fjölbyfis- husi Stofa, 3 svefnherbergi. þvotta- aðstaða í íbúðinni. Stutt i alla þjónustu. Verð 1.650 þú> HJARÐARHAGI 3JA HERBERGJA Rumgóð ibuð í kjallara í fjölbylishusi. Stórar samliggjandi stofur og stórt svefnherbergl. Verð 1.200 þú». SELJENDUR ATHUGIOI Nú er vaxandi eftirspurn eftir öllum teg- undum tasteigna A kaupendaskrám okkar er stór hópur fólks sem vantar að kaupa eignir. VANTAR einbylishus í austurbæ Kópavogs fyrir goðan kaupanda. VANTAR 4ra herbergja íbúð í Vesturbæ. ekkl i blokk. VANTAR 4ra herbergja í Hraunbœr fyrlr ofan bensinstöð. a verðbilinu ca. 1.600 þús. VANTAR 5 herbergja vandaða elgn i Vesturbæ Fjarsterkur kaupandl. VANTAR Nokkra viðskiptavini okkar vantar eign með 2 ibúðum. Ymislegt kemur tll greina, t.d. hæð og ris, eða raðhus o II. VANTAR iðnaðarhusnæði við Dugguvog eða i austurbæ Kópavogs ca 100 fm. VANTAR 2|a herbergja íbúölr í Ijölbylishusum. i Breiðholti eða annars staðar og þá í lyftublokkum Góðir kaupendur VANTAR tyrir afar sterkan kaupanda, einbýlls- hús, t.d. tilbúlö undlr tréverk eða skemmra komlö, sem mœtti vera alls ca 250—350 fm. Ekki i vesturbæ. Fossvogi eða Mosfellssveit. Komum og vsrðmetum samdægurs. OPID LAUGARDAG KL. Atll Vagnsson lOtftY. Sudurlandsbraut 18 84433 82110 k^anD 0pid1-3ídag A Seltjarnarnesi 2ja herb. 80 fm stórglæsileg íbúö á 1. hæö. Goöur bilskur Nyleg eign. í Miðbœnum 3ja herb. risibuð m. svölum Vorð 1 millj. Glæsileg ný rishæö 2ja herb. 70 fm ný tullbuin rishæð (byggt ofaná gamalt hús) viö miðborg- ina. Vard 1200 þú». Við Sörlaskjól 3ja herb. íbúð a 1. hæð. Verð 1300 þú». Við Arnarhraun 3ja herb. góð ibuö á (aröhæö (gengið beint inn). Verð 1350 þú». Við Krummahóla 3ja herb. góö ibuð á 7. hœð. Nystand- sett baöh. Glæsilegt útsýni. Verð 1350 þús. Bílskúrsréttur. Við Breiðvang m. bfl- skúr 3ja herb 100 fm góð ibuð á 4. hæö. Bilskur V»rð 1500—1440 þú» Við Æsufell 3|a herb. 90 fm góö ibúö á 4. hæö. Verð 1400 þús. Við Eiðstorg 4ra—5 herb. 150 fm ibúö á 5. hæö. Vorð 2,6 millj Við Hólabreut Hf. Nær fullbúið parhús a 3. hæðum Innb. bílskur Glæsllegt utsyni Við Drápuhlíð 4ra herb. 115 fm efri sérhæð asamt bilskúr. Akveðin sala. Vorð 1,9—2 millj. Við Bauganes 5 herb. 110 fm góö efri hæö. Glæsilegt utsyni Verð 1600—1650 þú». í Hlíðunum Efri hæð og ris, samtals 170 fm. Ibuðin er m.a. 5 herb.. saml. stofur o.fl. VarO 2£mUU. í Fossvogi 5 herb. 140 fm glæsileg á 1. hæö. Bil- skúr. Við Búðagerði 4ra herb. 100 fm göö íbúð á 2. hæö. Ný teppi Við Bugöulæk 4ra herb. 100 fm ibúð á jaröhæö. Sér- inng. Vorð 1550 bus. Við Blönduhlíð 150 fm 5 herb. nystandsett ibuðarhæð. Bilskúr. Verð 2.5 millj. Glæsilegt einbýlishús við Barrholt 140 fm 6 herb. nýlegt einbylishús m. 40 fm bflskúr. Fallegur blóma- og trjagarö- ur. Verð 3,5 miHi. Glæsilegt raðhús við Ásbúð 180 tm vandað raöhús á tveimur hnö- um. Innb. bftskúr. VarA 2.8 millj. í Austurbænum, Kóp. 220 fm gott endaraöhús á goðum stað (Hjöllunum). Bilskur Verð 2.9—3 mWL Skipti á minni eign koma til grelna Parhús á Seltjarnarnesi 5 herb. 130 fm parhus vlö Melabraut Bilskúr. Verö 2,5 mjllj. Við Heiönaberg 200 fm endaraðhus. Bflskúr. Varð 3—3,1 mill). Raðhús í Selásnum 200 fm vandað raðhús á tveimur hæð- um. 50 fm bílskur Húsið er laust nú þegar. Við Laugarnesveg Um 140 fm sýnlngarsalur (ásamt 60 fm verslunarplassi) rými í kjallara. Gððlr sýningargluggar Allar nánarl upptýs- Ingar á skritstofunni Húsnæði Fyrir hoildvorslun, vinnustotu og fl. 180 fm húsnæði á jarðhæð 4 Teigunum. Hentar vel fyrir heildverslun (meö lager). Verslunar- og vinnupláss o.fl. iSBSrssSF™"*' ¦MSJM Svorrtr Krtettnuon Þortorfur QuomundMon solumaour Unnsfwtnn Bock hri.. stmt 12320 KvöMsími 8ölumann» 30483. NMflfotfo Metsolublað á hverjum degil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.