Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 iflflClflPTI Wllllölmlr VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF ______Umsjón: Sighvatur Blöndahl______ Breytingar hjá Jes Ziemsen: Sigurður Leifs- son ráðinn fram- kvæmdastjóri \ JiáFSKII »J\*9 fix m n\ >j r* ¦w 1 1 L1?L ni*L i TH^MM^ ! [^^nÍB: ***** ' ¦ ''m^XfffKf^ ¦¦"•V-...... ¦¦¦ * ¦?''£» l( "¦ X NÝLEGA var Sigurður Leifsson ráð- inn framkvæmdastjóri flutninga- þjónustufyrirtækisins Jes Zimsen við Tryggvagötu. Sigurður hefur langa starfsreynslu á sviði flutn- ingamála, starfaði hjá Eimskip frá 1970 til 1979, en stafaði þá um tveggja ára skeið á skrifstofu DFDS í Kaupmannahöfn. Að undanförnu hefur Sigurður gegnt starfi deildar- stjóra viðskiptaþjónustudeildar Eim- skips. Jes Zimsen er eitt elsta flutn- ingaþjónustu- og skipamiðlunar- fyrirtæki hérlendis. Það veitir í dag alhliða þjónustu við frágang innflutningsskjala og tollskýrslna fyrir innflytjendur, og útflutn- ingsskjala fyrir útflytjendur. Ennig hefur fyrirtækið mikla samvinnu við forwarding-fyrir- tæki um allan heim, og annast flutningsmiðlun til og frá íslandi í samvinnu við þau. w l Rekstur eigin skrifstofu Hafskips í New York gekk vel á fyrsta ári: Sparnaður í rekstri um 200 þúsund dollarar tt Sigurður Leifsson, stjóri Jes Zimsen. framkvæmda- — segir Jón Hákon Magnússon, frkv.stj. hjá Hafskip f LOK ágústmánaðar var haldinn fyrsti aðalfundur Hafskip (USA) Inc. í New York. Þetta er jafnframt fyrsti aðalfundur erlendrar svæðaskrif- „Kostnaðarmunur- inn er 30—50%" Fyrirtækið Steinprýði hf. fékk Hag- vang til þess að gera kónnun og samanburð á verði við frágang á hús- um að utan, með pússningu og máln- ingu samkvæmt hefðbundinni aðferð annarsvegar og frágangi með notkun Thoro-efna hinsvegar. „Niðurstöður þessarar könnunar liggja nú fyrir og kemur þar í ljós að kostnaðarmunur er 30—50% við þennan utanhússfrágang," sagði Elí- as Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Steinprýði. „Sem dæmi má taka að sé um slétta áferð að ræða kostar frágang- ur hvers fermetra kr. 193,12 með Thoro-aðferð, en með hefðbundinni aðferð, múrhúðun og málningu, kr. 360,52. Sambærilegar tölur miðað við hraunaða fleti eru kr. 340,18 með Thoro-aðferð og kr. 467,35 með hefðbundinni aðferð. Tölur þær sem hér eru nefndar eru miðaðar við nú- verandi verðlag og í báðum tilfellum miðað við að fagmenn vinni verkið," sagði Elías ennfremur. stofu Hafskips hf. en þær era nú fjórar og sú fyrsta tók formlega til starfa í maí á síðastliðnu ári, að sögn Jéns Hákonar Magnússonar, fram- kvæmdastjóra markaðs- og flutn- ingssviðs Hafskips. „Á aðalfundinum í New York kom í ljós að Hafskip (USA) hefur sparað félaginu á fyrsta ári u.þ.b. $200.000. Sparnaðurinn felst í minni umboðslaunagreiðslum, hagkvæmari flutningasamningum innan Bandaríkjanna og sam- drætti í milliliðakostnaði, svo dæmi séu nefnd. Rekstur svæða- skrifstofunnar í New York hefur gengið vonum framar á fyrsta ár- inu og framhaldið lofar góðu. Starfsmenn Hafskips bæði hér á landi og í New York hafa öðlast mikla reynslu á umræddu tímabili í auknum umsvifum á erlendum vettvangi, sem teljast má dýrmæt fjárfesting í framtíðarstarfi fé- lagsins, sagði Jón Hákon ennfrem- Stjórn Hafskips (USA) Inc. var endurkjörin, en hana skipa nú Björgólfur Guðmundsson, for- stjóri, sem er stjórnarformaður, Hilmar Eenger, stórkaupmaður, Ragnar Kjartansson, stjórnar- form. Hafskips hf., Gerry Parks, forstjóri Capes Shipping Co., sem jafnframt er umboðsaðili Haf- skips í Norfolk, John Funke, framkv.stj. hjá Hansen and Tide- mann Inc. í New York, og Baldvin Berndsen, framkv.stj. Hafskip (USA) Inc. Starfsmenn í New York eru fimm, þar af fjórir íslendingar. Janúar-júní: Nettótekjur IBM jukust um 24,3% NETTÖTEKJUR bandaríska tðlvufyr- irtækisins IBM jukust um liðlega 24,3% fyrstu sex mánuði ársins, þegar þær voru samtals um 2.319 milljónir dollara, borið saman við um 1.865 milljónir dollara á sama tíma f fyrra. Nettótekjur fyrirtækisins á hvern hlut voru á umræddu tímabili 3,84 dollarar, borið saman við liðlega 3,14 dollara á hlut á sama tímabili i fyrra. Heildartekjur IBM um heim allan voru samtals um 17.877 milljónir dollara, fyrstu sex mánuði ársins, borið saman við 15.119 milljónir dollara á sama timabili í fyrra. Aukningin milli ára er þvi um 18,2%. Nettótekjur IBM á 2. ársfjóröungi þessa árs voru samtals um 1.343 milljónir dollara, borið saman við um 1.076 milljónir dollara á sama tíma i fyrra. Aukningin milli ára er því liðlega 24,8%. Nettótekjur á hvern hlut í IBM á 2. ársfjórðungi voru um 2,22 dollarar, borið saman við um 1,81 dollar á sama tíma i fyrra. Heildartekjur IBM á um- ræddu tímabili voru um 9.590 millj- ónir dollara, borið saman við um 8.053 milljónir dollara á sama tima 1 fyrra. Aukningin milli ára er því um 19,1%. Vetrarstarf Stjórnunarfélagsins haf ið: Starfsemi umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr VETRARSTARF Stjórnunarfélags íslands er nýlega hafið og verður starfsemin stærri í sniðum en nokkru sinni fyrr, að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra félagsins. „Stjórnunarfélag íslands hefur nú starfað í rúma tvo áratugi. Stjórnunarfélagið hefur á þessum tíma verið brautryðjandi í stjórn- unarfræðslumálum hér á landi, og þó að hér á landi hafi miðað ali- nokkuð í þá átt að auka stjórnun- arþekkingu meðal stjórnenda fyrirtækja, er enn á brattann að sækja ef fslendingar eiga að standa jafnfætis nágrannaþjóðum sínum á þessu sviði, og geta þann- ig staðist samkeppni við erlenda aðila. Um allan hinn vestræna heim er lögð mikil áhersla á það innan fyrirtækja, að stjórnendur og starfsmenn viðhaldi þekkingu sinni og kynni sér nýjar hugmynd- ir um stjórnun og rekstur. Ef við íslendingar eigum að geta orðið við óskum um aukna hagræðingu, meiri framleiðni, bætt skipulag og fullkomnari áætlanir og betri að- búnað á vinnustað, ásamt aukinni hagkvæmni í rekstri fyrirtækja, er brýnt að efla sem mest á næstu árum fræðslu um stjórnun og rekstur fyrirtækja," sagði Árni Gunnarsson ennfremur. Innlend námskeið félagsins verða með nokkuð svipuðu sniði og verið hefur á undanförnum árum, en þó er áberandi hvað þáttur tölvufræðslunnar hefur farið vax- andi. Er það merki hinnar miklu þjóðfélagsbreytingar, sem nú er að ganga yfir, að fólk finnur til knýjandi þarfar til þess að endur- nýja þekkingu sína og afla sér þekkingar á tölvum og notk- unarmöguleikum þeirra. Að þessu sinni verða boðnar 42 tegundir innlendra og erlendra námskeiða, en af þeim eru 17 námskeið haldin í fyrsta sinn nú í vetur. Af nýjum innlendum námskeið- um má nefna námskeið um vöru- þróun í iðnaði, innkaupastjórnun, fjármögnunarvalkosti íslenskra fyrirtækja, flutningatækni og flutningaskipulagningu, basic- námskeið, grunnnámskeið II um tölvur, námskeið um forritun á smátölvur, forritið Multiplan, for- ritið D BASE II (gagnagrunnur), notkun erlendra gagnabanka, og námskeið um rekstraröryggi tölvukerfa. Af nýjum erlendum námskeið- um má nefna námskeiðin Stress Manager, smátölvur og skrifstofu- sjálfvirkni (Fundamentals og Office Automation), gjaldeyris- stjórnun í fyrirtækjum (Valuta- styring í virksomheden), námskeið i samningatækni, námskeið í markaðssókn á erlendum mörkuð- um, námskeið í stefnumótun. Stjórnunarfélagið hefur tals- vert gert af því að setja saman sérstök námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og ýmis hagsmunasam- tök, og hefur þá efni þeirra verið sniðið að þörfum hvers og eins. Nokkur slík námskeið eru þegar fyrirhuguð á vetri komanda og hafa óskir um slík námskeið farið vaxandi. Fri tölvunámskeiði á vegum Stjórnunarfélagsins á liðnum vetri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.