Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 Leikfimisskóli Hafdísar Árnadóttur Kennsla hefst mánudaginn 26. september í íþróttahúsi Melaskólans — ath: nýr kennslustaöur. Eldri nemendur sem ekki hafa skráö sig tilkynni þáttt- öku sem fyrst. Innrítun daglega í síma 84724. Citroén nœstbesti kosturwn! GSA Pallas C.Mat GSAX3 GSA Pallas GSA Pallas GSA Pallas GSA Pallas CX 2400 Pallas Arg. Ekinn 82 40.000 *1 24.000 16.000 26.000 17.000 60.000 77 64.000 Verd 280.000 275.000 270.000 265.000 225.000 115.000 210.000 Opið í dag, laugardag. Sýnum einnig nýja bíla. KJIODUSf SIMI81555 Nú auglýsir Þrekmiðstöðio Dalshrauni 4 sími 54845 — 53644 Leikfími fyrir konur Jane Fonda Byrjendatímar mánud. kl. 14.50 og 19.50. miovikud. kl. 14.50 og 19.50. föstud. kl. 14.50 og 19.50. Framhaldstímar mánud. kl. 21.30. miövikud. kl. 21.30. Átak í megrun nýtt tveggja vikna námskeiö hefst mánud. 26. sept. Leikfimi, vigtun og sérstakur matseöill. mánud. kl. 20.40. þriðjud. kl. 20.40. midvikud. kl. 20.40. fimmtud. kf. 21.30. Jóga leikfimi mánud. kl. 14.00. miðvikud. kl. 14.00. Hefst 3. október Skráning hafin. Ath. barnagæsla frá kl. 14.00—17.00. Leikfimi fyrir karla OldBoys þriöjud. kl. 19.00. fimmtud. kl. 19.00. Ath. Innifaliö í leikfimi er heitur nudd- pottur (úti), gufubaö og þrek- tæki. Ll -<k />' AF ERLENDUM VETTVANGI eftir LAJOS LEDERER Búdapest nú Janos Kadar „Svikarinn" sem vann hug þjóðar sinnar Þegar ég kom til Búdapest nýlega að lionum allmörgum árum gat ég ekki annað en furnao mig á ýmsum mjög áberandi breytingum. Mér haföi vissulega skilizt, að margt hefði breytzt til batnaðar en engu að sfður hafði ég ekki búizt við að sjá hversu miklar framfarir höfðu orðið í persónufrelsi fólksins og hversu (a-kifærin virðast nú á hverju strái til að fólk geti komið undir sig fótunum á mannsæmandi hátt. Ferðamannaiðnaður blómstr- ar í Ungverjalandi. Á árinu 1982 komu fimmtán milljónir ferðamanna til Ungverjalands, þar af voru 70 prósent frá kommúnistaríkjum, og 30 frá Vesturlöndum — fjölmennastir eru Þjóðverjar, Norðurlðndin og Austurríkismenn. Vert er að taka fram að Austurríkismenn þurfa ekki lengur vegabréfsárit- un til að heimsækja landið. En það sem er kannski ennþá merkilegra er að þrjár milljónir Ungverja fóru til útlanda í fríinu sínu. Breytingar á Búdapest sjálfri sjást hvarvetna og á leiðinni frá flugvellinum benti bílstjórinn mér á stór íbúðarhverfi, sem reist hafa verið og fólk átti sínar íbúðir. Hann talaði af mikilii bjartsýni um framtíðina og það er i sjálfu sér frekar óvenjulegt, þar sem Ungverjar hafa alltaf til að lifa í nútíðinni. Þegar inn í miðborgina kom tók við öngþveiti stórborga á Vesturlandavísu. Tiu milljónir Ungverja eiga 1,1 milljón einka- bíla. Einhvern tíma hefði það þótt tíðindum sæta. Verzlanir eru fullar af ávöxtum og græn- meti og viskí eða kölnarvatn frá París eða Skotlandi er ekki á svðrtum markaði lengur. Mér var tjáð, að ákaflega örar breytingar hefðu orðið á allra síðustu mánuðum. Pólitískar og efnahagslegar breytingar sem byrjuðu í alvöru upp úr 1960 hafa vakið með íbúum von um betri tíð og blóm í haga. Fyrir skömmu hafa enn verið gerðar breytingar á efnahags- kerfi landsins, þar sem einkafyr- irtækjum er veitt svigrúm til starfa, mjög svipað og hefur ver- ið í Júgóslavíu í tuttugu ár. Hjá fyrirtækjum í einkaeign er kaup hærra, það hefur á hinn bóginn einnig orðið til að opinberar stofnanir hafa bætt hag starfs- manna sinna. Þá er athyglisvept að starfsemi kirkjunnar hefur verið leyfð á nýjan leik, og var það þó meira í orði en á borði eftir að Páfagarður náði sam- komulagi við stjórnvöld árið 1964. Trúarbragðakennsla hefur nú verið hafin aftur í skólum og stjórnvöld hvetja menn til að iðka trú sína. Fyrir síðari heimsstyrjöldina bjó um það bil milljón Gyðinga í Ungverjalandi. Eftir lifðu hel- förina eitt hundrað þúsund manns. Hagur þeirra var bágur, þeir voru ofsóttir hvað varðaði störf og aðstöðu til menntunar en fengu hins vegar ekki að flytj- ast úr landi, sízt til fsrael eftir að ríkinu var komið á laggirnar 1948. Eftir þær breytingar sem nú eru að verða í Ungverjalandi hafa Gyðingar þar sýnt dvinandi áhuga á að flytja úr landi, hvort sem er til ísraels eða annað og eftir samtölum mínum við yfir- rabbí þeirra, dr. Alexander Schreiber, þóttist ég mega draga þá ályktun að hagur þeirra hefði stórlega breytzt og þeir vildu búa i föðurlandi sínu. Velta má fyrir sér hvers vegna Kremlarherrarnir hafa leyft Ungverjum að fylgja þessum vegi til sósíalisma. Opinberlega er viðurkennt að breytingar í fé- lagslegu og efnahagslegu tilliti séu runnar undan rótum Janosar Kadar, flokksleiðtogans sem að skipan Moskvuherranna barði niður uppreisnina 1956. En nú er ljóst að hugmyndirnar, sem er verið að framkvæma núna og Kadar hafnaði þá, virðast um flest hinar sömu. Það er í sjálfu sér óskiljanlegt. Hins vegar segja fróðir menn, að Kadar hafi aldrei stigið lengra í einu en hann vissi að væri óhætt, og þar sem umbreytingin í Ungverja- landi hefur nú spannað yfir hátt á þriðja áratug má auðvitað ljóst vera að farið hefur verið gæti- lega í sakirnar. Og til að tryggja sér stuðning þjóðarinnar hefur hann talið Rússa á að leyfa sér að gera ákveðnar tilslakanir, án þess að flóðgáttir opnuðust. Hann lét gera víðtækar hreinsanir innan lögreglunnar og menntamenn og rithöfundar eru ekki of sælir af hlutskipti sínu. Neðanjarðarblöð Frá Búdapest 1956. sem gagnrýna stjórnvöld eru bönnuð og ýmsir hafa verð fang- elsaðir fyrir að vera með „and- ungverskan áróður". Samt hefur hann gætt þess að fara ekki um of yfir strikið. Janos Kadar er nú 71 árs og nýtur nú ávaxta lífsstarfs síns. Hann er orðinn hressari í við- móti og fæst orðið til að taka á móti þjóðhöfðingjum og tignum gestum, sem hann gerði ekki áð- ur, þar sem hann virtist ekki vilja valda þeim óþægindum með því að láta viðkomandi taka í hönd svikara. En honum hefur verið fyrir- gefið það sem hann gerði 1956 og í sjónvarpsviðtali á dögunum fékkst hann meira að segja til að ræða um atburðina þá. I fyrsta skipti talaði hann ekki um upp- reisnina sem „gagnbyltingu" heldur sagði að „við alvarlegan og djúpstæðan vanda hefði verið að glíma í uppbyggingu hins sósíalíska kerfis". (Þýð. og endurs. j.k.) Lajos Lederer bjó í Ungverja- landi, blaðamadur þegar uppreisn- in rar gerð þar. Hann var fyrir skömmu í tyrstu löngu heimsókn sinni þangað trá þvihann var út- lægur gerr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.