Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 ..,.* r tónlistarlífinu MARGRÉT HEINREKSDÓTTIR Söngtæknin ein er söngvaranum ekki nóg • Stór söngvari, sem virtist á góðri leið med að verða stórsöngvari. Annaö vissi ég nú ekki um Kristin Sigmundsson, þegar sameiginleg- ur kunningi kynnti okkur á dögunum. En framkoma hans og þétt handtakið sannfærði mig fljótt um, að áhugavert væri að kynnast honum betur og gefa lesendum svolitla vísbendingu um manneskj- una að baki djúpu, hlýju baritonröddinni, sem svo mjög er klappað lof í lófa um þessar mundir. • Við sömdum um, að hann kæmi í morgunkaffi tiltekinn dag og þegar spjalli okkar iauk, laust eftir hádegið, skildi hann mér ekki einasta eftir sína sterku og miklu raust í hverjum krók og kima heldur og sannfæringu um, að þar færi í senn maður og listamaður, sem hæfileika hefði ti) að gefa gleðigjafir, yrði gæfan honum hlið- holl; — maður sem stækkaði enn í viðkynningu. • Það er næsta ótrúlegt, að ekki skuli nema 3—4 ár frá því að eyrun sperrtust fyrst á hljómleikum yfir söng þessa unga manns, — það var þegar hann stökk út úr Fílharmóníukórnum og fór með nokkur smáhlutverk í konsertuppfærslum Sinfóníuhljómsveitar fs- lands á óperum Verdis, „La Traviata" og „Othello". Sjálf minnlisi ég hans fyrst úr Othello, þar sem hann hvarf inn í kórinn eftir að hafa skilað sínum tveimur litlu hlutverkum með þeim hætti, að rödd hans sat eftir og sú hugsun með, að varla væri verjandi, að kórnum héldist á honum til frambúðar, því þarna væri einsöngvaraefni á ferð. I»að hafði því ekkert komið á óvart að sjá hann fljótlega í stórum hlutverkum í Zigaunabaróninum í íslenzku óperunni og í Silkitrommunni hjá Þjóðleikhúsinu. Hann átti þar einfaldlega heima — og að öðrum okkar ágætu söngvurum ólöstuðum fannst manni enginn annar koma þar til greina. En hver er svo maðurinn, sem eftir aðeins eins árs dvöl við söngnám í Vínarborg er dottinn í lukkupott, sem svo marga dreymir um en fæstir fá snert, hvað þá meira. Einn aí sjö verðlaunahöf- um í alþjóðlegri söngkeppni nær þrjú hundruð ungra söngvara; þátttaka í hljómleikum, sem hann hefði varla getað vænzt ella, þar á meðal á tónlistarhátíðinni í Breg- enz, sem sjónvarpað var frá í beinni útsendingu; kominn á skrá umboðsmanna og óperuhlutverk í vændum, — hann eygir áður lok- aðar leiðir og kvíðir engu ... „ekki eftir sumarið í sumar," segir hann. Með hvaða hugarfari tók hann þátt í söngkeppninni í sumar eftir svo skamman námsferil, hvernig leið honum og hver hafa áhrifin orðið, — og hvernig var áður að snúa baki við öruggu starfi eftir akademíska menntun til að leggja út á ótrygga listabraut? Þetta og margt fleira bar á góma, en með því fyrsta sem ég spurði Kristin var hvort söngvarinn hefði verið byrjaður að gerjast í honum, áður en hann valdi sér námsbraut eftir stúdentspróf. Hann játti því. — Já, mig langaði út í þetta, en ýmsar ástæður héldu aftur af mér, meðal annars ótti um að ég hefði ekki þá skapgerð, sem þyrfti. Mig skorti sjálfstraust. Ég fór því í líffræðinám í Háskólanum og kenndi þá grein í nokkur ár, en einhvernveginn var ég aldrei fylli- lega ánægður. Ég sðng í kórum og hafði lært dálítið hjá Engel Lund, en fór ekkert að syngja einsöng fyrr en þarna fyrir 3—4 árum. Eftir það fór ég til Guðmundar Jónssonar, var í Söngskólanum i tvö ár og fékk mikla hvatningu, sem varð til þess að ég lagði út í framhaldsnám í Vínarborg. I söngkeppnina í sumar fór ég vegna þess að mig skorti mat á sjálfan mig, viðmiðun við aðra söngvara. En sannarlega var mér skapi næst að hætta við allt sam- an, þegar ég gerði mér ljóst, hversu góðir þátttakendurnir voru. Það varð mér algert áfall og ég hef aldrei lifað aðra eins tauga- spennu og þessa daga. Og þótt sjálfstraustið ykist smám saman eftir því sem á keppnina leið, án þess að ég heltist úr lestinni, — þar til ég var orðinn einn af sautj- án í úrslitakeppninni, — kom mér þessi verðlaunaveiting mjög á óvart. Þetta voru reyndar sérverð- laun, veitt af óperunni í Phila- delphiu í Bandaríkjunum, sam- kvæmt mati sérstakra dómara, sem óháðir voru dómnefndinni í aðalkeppninni, — og mér var sagt, að það sem hefði vakið athygli þeirra á mér hefði verið, að ég hefði alltaf látið röddina hljóma eðlilega, á henni hefði aldrei verið hægt að greina nein áreynslu- merki. Það fer hinsvegar ekkert milli mála, að velgengni í svona keppní er geysimikið undir heppni komin. Dómnefndin þurfti að hlusta á um hundrað söngvara á dag meðan keppt var í undanúr- slitum í tveimur atrennum og þú getur rétt hugsað þér, að slíkt mat getur aldrei orðið mjög nákvæmt, þar sem um svo marga góða þátt- takendur var að velja. — Vafalaust ræður tilfinninga- legt mat talsverðu enda ekki að- eins verið að dæma rödd og tækni- kunnáttu. — Það er rétt, þar kemur margt fleira til, textameðferð, túlkun, svipbrigði, sviðsframkoma. Það er verið að dæma persónu söngvar- ans í heild og hæfileika hans til að ná til áheyrenda. — Líður þér vel á sviði? — Já, nú orðið, — eftir keppn- ina. Áður fyrr skalf ég á beinun- um fyrir hverja sýningu og skildi í rauninni ekkert í sjálfum mér að vera að leggja þetta á mig; það sló út á mér köldum svita, og hræðsla við að gera vitleysur og gera mig að fífli á sviðinu var hræðileg. En Hann verður að gefa af sjálfum sér og hafa eitthvað að segja, etta er hetra að þegja — þegar ég var byrjaður að syngja, hvarf hún smám saman og mér fór að líða betur. í keppninni í sumar keyrði um þverbak, ég hef aldrei upplifað annan eins „tort- úr", eins skelfilega lamandi tauga- spennu, en síðan hefur mér liðið mun betur. Þetta var hræðilegt álag á þátttakendurna og úrslitin mörg- um vonbrigði. Margir voru grát- andi og niðurbrotnir eftir á, jafn- vel við verðlaunaveitinguna, — aðrir gengu út með þjósti. Auðvit- að er misjafnt með hvaða hugar- fari söngvarar koma til svona keppni, — sumir ætla sér að sigra, eins og t.d. pólskur söngvari, sem gekk út fussandi og sveiandi, ásamt fylgdarliði sínu, eftir að til- kynnt var hver hefði hlotið 1. verðlaun. Hann hafði ætlað sér þau. * * • — Nú hefur þú fengið reynslu bæði af akademísku námi ogsöng- námi. Er mikill munur á því, hvernig menn nálgast þessar tvær greinar? — Já, líffræðin er dæmigerð akademísk grein, að miklu leyti pappírsgrein, byggist mest á bóka- lestri, auk nokkurrar vinnu á rannsóknarstofu. í háskólanum eru líffræðingar sem aðrir nánast „fjöldaframleiddir" og mjög lítil samskipti milli kennara og nem- enda. I söng- og músíknámi eru þessi samskipti mun persónulegri, þar finnur maður betur, að verið sé að mennta og móta einstakling. Hvorutveggja er þroskandi á sinn hátt. — Telurðu það hafa verið þér til gagns að hafa lokið háskóla- námi? — Já, tvímælalaust, líffræði- námið var erfitt, gerði miklar kröfur til vinnusemi og það hefur vafalaust agað mig og gert mig markvissari í söngnáminu en ég hefði ella verið. Það hefur líka verið til góðs, held ég, að byrja söngnámið svona tiltölulega seint, bæði var röddin orðin þroskuð — það er lítil hætta á því að ég eyði- leggi hana, nema ég geri einhverja algera gloríu, sem ég á ekki bein- línis von á — og svo kemur til aukinn tilfinningaþroski og lífs- reynsla og annað, sem gerir mann færari um að túlka og samsama sig því, sem maður er að syngja. Söngtæknin ein er söngvaranum ekki nóg, hann verður líka að geta gefið af sjálfum sér, hafa eitthvað að segja frá sjálfum sér með söng sínum, annars er eins gott að þegja. — Kannski finnum við bezt hvers virði þeir eiginleikar eru hjá miklum listamönnum, sem farnir eru að gefa sig raddlega og tækni- lega. — Já, ég verð að segja, að mér finnst oft fullmikið gert úr söng- tækninni og minna en skyldi úr hæfileika sðngvara til að gefa fólki hlutdeild í tónlistinni. Kannski virðist þetta eins og sjálfsréttlæting eða afsökun; að ég sé að reyna að breiða yfir eigin tæknilega vankanta; — ég held þó ekki, því að ég vil auðvitað ná sem mestri tækni, en þyrfti ég að velja á milli meiri tækni og meiri túlk- unarhæfileika, mundi ég velja þá. Ég hef hlustað á tæknilega óað- finnanlega söngvara, sem ekkert hafa haft að segja eða getað sagt, — söngur þeirra var hundleiðinleg flatneskja. — Er stolt söngvarans Kristins Sigmundssonar annað en líffræð- ingsins? — Já, á því er munur, en hann byggist kannski fyrst og fremst á því, hvor starfsgreinin veitir mér meiri fullnægju, í hvorri ég finn mig betur. Ég held að ég sé betri sóngvari en líffræðingur og finn meira til stolts sem slíkur. Það hefur líka sitt að segja að finna, að maður geti eitthvað sem er kannski ekki á allra færi. — Og er stolt söngvarans sær- anlegra en liffræðingsins? — Já, líka það. Hann er við- kvæmari fyrir gagnrýni. Að vísu særir gagnrýni mig ekki, jafnvel þó slæm sé, ef ég er sammála henni, ef ég finn vankantana sjálf- ur. En gagnrýni, sem mér fyndist beinlínis ranglát og ósanngjörn mundi særa mig. Það er auðvitað ekki sama, hvernig hún væri sett fram, en væri til dæmis sagf, að ég syngi ómúsikalskt yrði ég líklega heldur súr, segir Kristinn og hlær alvarlegur. — Annars hlýtur að vera mjög erfitt að skrifa gagnrýni án þess að særa, heldur hann áfram, ekki sízt í svo litlu þjóðfélagi sem okkar. Og þó ég sé ekki alltaf sam- mála gagnrýnendum okkar finnst mér þeir mestu ljúflingar miðað við það, sem ég hef lesið úti í Vín- arborg síðastliðið ár. Þar eru menn bókstaflega tættir í sundur — og í óperunni tíðkast enn að baula. Á hverri einustu sýningu er baulað. Það gekk reyndar svo langt á einni frumsýningunni í vetur, að lögreglan var kölluð til í hléinu til að fjarlægja mestu óróaseggina. Það var verið að færa upp óperuna Rigoletto eftir Verdi undir stjórn Riccardos Mutis, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.