Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 23 endir Erni Eiðssyni, formanni Frjálsíþróttasambands íslands, bréf til staðfestingar Ljósmynd Mbl. Emilla. Fréttatjlkynning Seðlabanka Islands: L984: a samn- ári því sambandi var m.a. rætt um 2. grein samningsins, þar sem segir, að frjálsíþróttasamband- ið skuli nota umrætt fé, eins og unnt sé og það telur hagkvæmt, til viðskipta við Sambandið, kaupfélögin og samstarfsfyrir- tæki þessara aðila. á ;t- í rn . í Örn Eiðsson, formaður Frjálsíþróttasambands íslands, sagði aðspurður, að hann teldi samninginn á engan hátt binda hendur sambandsins og í sama streng tók Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS. Þeir voru því innt- ir eftir því hvort ekki væri óþarft að hafa ákvæði af þessu tagi í samningnum. Þeir sögðu ekkert vera því til fyrirstöðu að hafa ákvæði af þessu tagi í samningnum. Það væru í sam- ræmi við það sem þekktist í nágrannalöndunum. Til glöggvunar fyrir lesendur eru samningar Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga og Frjálsíþróttasambands íslands fyrir árin 1983 og nú fyrir 1984 birtir í heild hér á eftir. bandsins 1983 d) Happdrættismiðar með auglýs- ingu verði afhentir áhorf- endum við inng. Vinningar siðan afhentir i mótslok. e) Samvinnufáninn eða merki Sambandsins verði á Laug- ardalsvelli eftir nánara samkomulagi. f) Hreyfanlegar auglýsingar, sem komið verði fyrir á Laugar- dalsvelli á tilteknum mót- um. 2. Auglýsingar i keppnisnúmenim og búningum keppenda a) Auglýsingar verða á keppn- isnúmerum allra móta FRÍ hérlendis, en þau eru mörg á hverju ári. b) Landsliðsbúningar verða merktir Sambandinu eins og lög og reglugerðir heimila hverju sinni. 3. AArar auglýsingar a) Auglýsingar um að FRl sé handhafi íþróttastyrks Sam- bandsins 1983. — Prentað á umslög og bréfsefni FRÍ. — A umslog og bréfsefni Sambandsins. — Fellt ihn i auglýsingar Sambandsins. — Keypt auglýsing á Laug- ardalsvellinum. b) Sameiginlegar auglýsingar með FRl fyrir stórmót. (Bloð, sjónvarp, götuauglýs- ingar o.fl. þ.h.) c) Auglýsa i leikskrám og bækl- ingum, sem FRÍ gefur út. d) Eiga samvinnu við þekkta frjálsiþóttamenn um vöru- auglýsingar samvinnuhreyf- ingarinnar eins og log og reglur iþróttahreyfingarinn- ar leyfa. 4. Boosmioar Boðsmiðar að ákveðnum leikjum verði prentaðir og sérstökum hópum verði boðið á frjáls- íþróttamót t.d.: — ákv. hópi samvinnustarfs- manna — viðskiptavinum ákveðinna samvinnuverslana (miðar af- hentir í versjunum við inn- kaup). 5. HeiAursgestir Forystumenn samvinnuhreyf- ingarinnar verði heiðursgestir FRÍ á ákveðnum stórmótum hérlendis og erlendis. 6. FræoslusUrf a) Fræðslu- og kynningarbækl- ingum um samvinnuhreyf- inguna verði dreift i möpp- um þátttakenda á námskeið- um FRÍ og einnig á ársþingi þess og stærri fundum. b) Samvinnuauglýsingar (ekki vöruauglýsingar) verði keyptar i fræðslubækling FRI. 7. Blaðamannafundir Fulltrúi frá Sambandinu eigi kost á því að sitja alla blaðamanna- fundi FRÍ og skýra þar frá þætti samvinnuhreyfingarinn- ar í sambandi við mót og önnur mál, sem þar er fjallað um hverju sinni. 8. Nýjar hugmyndir Stoðugt verði leitað að nýjum hugmyndum að nýtingu styrks- ins meðan á samstarfi stendur og möguleikum á framkvæmd þeirra hugmynda. Ákveðið að gengis- tryggja afurðalán SEÐLABANKI ÍSLANDS sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna ákvörð- unar um lækkun almennra innláns- og útlánsvaxta: „Bankastjórn Seðlabankans hefur nú ákveðið lækkun al- mennra innláns- og útlánsvaxta frá og með 21. september. Lækkar meðalársávöxtun óverðtryggðra útlána og innlána um því sem næst 7% við breytinguna. Ákvörðun þessi er tekin í sam- ræmi við verðtryggingarákvæði laga, svo og að höfðu samráði við ríkisstjórn og bankaráð. Vaxta- lækkunin er fyrsti áfangi í aðlög- un vaxta að lækkandi verðbólgu, og er henni jafnframt ætlað að stuðla að áframhaldandi verð- hjöðnun og bæta greiðslustöðu at- vinnuvega og einstaklinga og auð- velda þannig aðlögun þjóðarbús- ins að stöðugra verðlagi. Hún er einnig byggð á þeirri stefnumörk- un ríkisstjórnarinnar og Seðla- bankans, að gengi krónunnar verði áfram haldið stöðugu. I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar frá 27. maí sl. var kveðið svo á um, að vextir skyldu lækka í samræmi við verðbólgustig, svo fljótt sem árangur af hjoðnunar- aðgerðum gegn verðbólgu leyfði. Var þetta jafnframt í fullu sam- ræmi við þau lög, sem nú gilda um vaxtaákvörðun, þ.e. VII kafla laga um stjórn efnahagsmála o.fl. nr. 13 frá 10. apríl 1979. Fyrst eftir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar hélzt verðbólguþróun enn mjög ör, en eftir að hækkunar- áhrif þeirra höfðu að mestu fjarað út, hefur komið fram verulegur árangur í hægari verðbólgu, svo sem ljóst er af vísitölumælingum í byrjun þessa mánaðar. Mat verð- bólgustigs í ört lækkandi verð- bólgu er nokkrum vandkvæðum bundið, þar sem taka þarf til greina reynslu og horfur yfir nokkurn tíma litið, en mismun- andi viðmiðunum þó ber saman um, að verðbólgustigið verði kom- ið niður fyrir 30% í árslok. Er vaxtalækkunin nú við það miðuð og áformað að halda svo áfram, á meðan reynsla af hjöðnun verð- bólgunnar staðfestir þær horfur, sem nú eru taldar sennilegastar. Svo sem alkunna er, hefur tals- vert misræmi milli hinna einstöku vaxtaákvæða safnazt fyrir á með- an taka hefur þurft tillit til erfið- leika atvinnuveganna og hættu á mögnun verðbólgunnar. Reynt er að draga að nokkru úr misræminu í þessum áfanga, jafnframt því að tekin er stefna á eðlilega og nauð- synlega raunvexti að lokinni þeirri aðlögun vaxtakefisins, sem nú fer í hönd. Verður þetta til þess, að vextir breytast mismunandi mikið i einstökum flokkum inn- og út- lána. Til dæmis er dregið úr því mikla misræmi, sem verið hefur á milli vaxta af endurkaupanlegum lánum og öðrum rekstrarlánum. Samtímis hinni almennu vaxta- breytingu, sem nú kemur til fram- kvæmda, hefur verið ákveðið að breyta endurkaupanlegum afurða- lánum útflutningsframleiðslu i lán með gengisviðmiðun og vöxt- um, er fylgi vöxtum á alþjóðapen- ingamörkuðum. Er þessi ákvörðun byggð á þeirri skoðun, að slík lánskjör séu útflutningsfram- leiðslunni að jafnaði hagstæðari en innlend vaxtakjör, sem ákvarð- ast að verulegu leyti af innlendri verðlagsþróun. Þar sem undirbún- ingur að þessari breytingu afurða- lána tekur nokkurn tíma og æski- legt þykir að ræða fyrirkomulag hennar við viðkomandi aðila, get- ur hún ekki komið til fram- kvæmda fyrr en í næsta mánuði. Hún mun þó, ef lántakendur óska, verða afturvirk frá sama tíma og aðrar vaxtabreytingar, þ.e.a.s. frá 21. september nk. Ráðgert er að hin gengistryggðu afurðalán verði miðuð við gengi sérstakra drátt- arréttinda Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, SDR, sem er alþjóðlegur gjaldmiðill byggður á meðaltali gengis fimm helztu viðskipta- mynta heimsins. Vextir munu miðast við SDR-vexti, sem nú eru nálægt 9%. Vanskilavextir (dráttarvextir) breytast að svo stoddu ekki, enda hafa þeir um alllangt skeið ekki náð verðbótum verðtryggra lána og hefur það m.a. orðið til þess, að vanskil hafa verið vaxandi vanda- mál. Hins vegar hafa verið rýmk- aðar heimildir til beitingar drátt- arvaxta af skuldabréfalánum, svo að hér eftir má reikna þá sem dagvexti fyrstu 15 daga vanskila. Vextir verðtryggra (vísitölu- tengdra) innlána og útlána standa einnig óbreyttir, svo og vextir af innlendum gjaldeyrisreikningum. Hér fer á eftir yfirlit yfir þau vaxtakjör hjá innlánsstofnunum, sem nú breytast: Innián: Ávísanareikningar Alm. sparisj.bækur ,'ija mán. uppsagnarreikn. 12 mán. uppsagnarreikn. íltlán: Hlaupareikningslán Endurseld afurðalán Víxillán Skuldabréfalán (2 gjaldd.) Vextir i ári % Metin ársávöxtun % Nú frá 21/9 breyting Nú frá 21/9 breyting 27,0 21,0 +6,0 18,0 14,0 +4,0 42,0 35,0 +7,0 42,0 35,0 +7,0 45,0 37,0 +8,0 50,1 40,4 +9,7 47,0 39,0 +8,0 52,5 42,8 +9,7 39,0 33,0 +6,0 49,5 41,0 +8,5 33,0 29,0 +4,0 37,7 32,6 +5,1 38,0 33,0 +5,0 48,1 40,4 +7,7 47,0 40,0 +7,0 52,5 44,0 +8,5 Hlutaf járaukning Landsbankans í Scandinavian Bank: Kostar 29 milljónir króna og er fjármögnuð með erlendum lánum „Hlutafjáraukning Landsbankans í Scandinavian Bank nemur um 700 þús. sterlingspundum eða 29 millj- ónum íslenskra króna, og þar sem um erlenda eign er að ræða er eðli- legt að fjármagna þessi kaup með erlendum lánum, sem tekin hafa verið á alþjóðlegum peningamark- aði," sagði Helgi Bergs bankastjóri Landsbanka íslands í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. En Landsbankinn hefur, eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá, keypt hluta þeirra hlutabréfa er danskir bankar hafa nú selt í Scandinavian Bank. Helgi Bergs sagði, að fslend- ingar hefðu alla tíð notið afskap- lega góðrar fyrirgreiðslu í Scand- inavian Bank, bestrar fyrir- greiðslu allra hluthafa. Því hafi þótt rétt að nýta það tækifæri er nú gafst til að auka hlutaféð í bankanum, er Den Danske Bank og Den Danske Provinsbank seldu hlutabréf sín. — Helgi kvað einnig rétt að undirstrika, að Danir gengju nú út úr bankanum vegna þess að hagsmunir Dana lægju meir og meir innan Efnahags- bandalagsins. Þá bæri að hafa í huga að hluthafar í Scandinavian Bank hafa aðgang að fjármagni í Efnahagsbandalagslöndunum í gegnum bankann, það er að segja þeir hluthafar sem eru utan EBE. Ljóst væri því að dönsku bankarn- ir hefðu ekki lengur sömu hags- muna að gæta í Scandinavian Bank, auk þess sem staðreynd væri að stærri bankar, eins og dönsku bankarnir tveir, telja sig í flestum tilvikum einfæra á fjöl- þjóðlegum fjármálamarkaði. Skák: Jón L. í 2,—5. sæti JÓN L. Árnason er í 2.-5. sæti að loknura sex uraferðum á alþjóðlegu skákmóti í Sviss. Hann hefur hlotið 4 vinninga, unnið tvær skákir og gert fjögur jafntefli. Svisslendingur- inn Beat Zuger er efstur með 4 vinn- inga og biðskák. Ásamt Jóni hafa Klaus Bischoff, V-Þýzkalandi og Glen Flear, Englandi, 4 vinninga, — báðir eru þeir alþjóðlegir meistarar. Jón L. vann Hoffman í 1. um- ferð, þá næst Rufenacht, en hefur síðan gert 4 jafntefli; við Flear, Dan Cramling, Klaus Bischoff og Gobet. Telfdar verða 14 umferðir og tefla allir við alla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.