Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 29 Dollaraverð hækkaði um 0,1% í sl. viku Pundið lækkaði um 0,68% Danska krónan hækkaði um 0,16% Vestur-þýzka markið hækkaði um 0,04% DOLLARAVERÐ hækkaði um 0,1% í liðinni viku, en sölugengi Handaríkja- dollars var skráð 28,080 krónur í upphafi vikunnar, en sl. föstudag var sölugengið skráo 28,110 krónur. Frá áramótum hefur dollaraverð hækkað um 68,83%, en í upphafi árs var sölugengi Bandaríkjadollars skráð 16,650 krónur. Brezka pundið Brezka pundið lækkaði um 0,68% í verði í síðustu viku, en í upphafi vikunnar var sölugengi brezka pundsins skráð 42,218 krónur, en sl. föstudag var það skráð 41,933 krónur. Frá áramót- um hefur sölugengi brezka punds- ins hækkað um 56,29%, en í árs- byrjun var það skráð 26,831 krón- ur. Danska krónan Danska krónan hækkaði um 0,16% í síðustu viku, en í upphafi vikunnar var sölugengi hennar skráð 2,9178 krónur, en sl. föstu- dag var það skráð 2,9224 krónur. Frá áramótum hefur verð á dönsku krónunni hækkað um 47,22%, en í ársbyrjun var sölu- gengi dönsku krónunnar skráð 1,9851 króna. Vestur-þýzka markiö Vestur-þýzka markið hækkaði um 0,04% í verði í síðustu viku, en í vikubyrjun var sölugengi þess skráð 10,5021 króna. Sl. föstudag var sölugengi vestur-þýzka marks- ins skráð 10,4984 krónur. Frá ára- mótum hefur verð á vestur-þýzku marki hækkað um 49,88%, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 7,0046 krónur. GENGISÞROUNIN VIKURNAR 29 AGUST-2.SEPT. 0G 5.9. SEPTEMBER 1983 ¦n a.4. 1$ má. þf nmW fjm.H«t. má. >rt. miW rÍw.Hbt. 41,0 Wl mé. ji.aiirt.1m.iit.mi |it mwv. fim.few. I mi. fr iwWfim.tMt.mV »'r.nmWfím.wW.| 1ÞM. 10,70. ».60 10,50. 10.40. ¦¦¦¦¦¦ iiiiiieni A í mi. þr. miav. ifim.fttt.ma. þf. miov.fim.Tfat. Á þessum vetri mun Stjórnun- arfélagið leggja sérstaka áherslu á námskeið er varða útflutningsmál og alþjóðasinnun (International- isering). Hér má nefna eftirtalin námskeið: Námskeið um mark- aðssókn á erlendum mörkuðum, sem kemur frá London Business School, námskeið um samninga- tækni á erlendum mörkuðum, námskeið um gjaldeyrisstjórnun, og námskeiðið viðskiptaenska fyrir stjórnendur. Með þessum námskeiðum vill Stjórnunarfélag- ið leggja sitt af mörkum, til þess að auðvelda fyrirtækjum á íslandi að brjótast út úr þeirri sjálfheldu sem þjóðfélagið er komið í og hvetja þannig til nýsköpunar í ís- lenskum atvinnurekstri. í nóvember næstkomandi er fyrirhugað að halda tölvusýningu undir heitinu „Skrifstofa framtíð- arinnar 1983" og munu þar 21 aðili sýna það nýjasta á sviði tölvubún- aðar og skrifstofubúnaðar. Jafn- framt sýningunni verður haldin ráðstefna undir sama heiti og verða m.a. fengnir erlendir fyrir- lesarar til að flytja erindi á ráð- stefnunni. Stjórnunarfélagið stendur að skipulagi á sýningunni og ráðstefnunni í samráði við Skýrslutæknifélag (slands. Til markverðra nýjunga í starf- semi félagsins má nefna að öll námskeið félagsins hafa verið metin til eininga, og hefur félagið sett saman einingakerfi sem svip- ar mjög til þess einingakerfis, sem bandaríska stjórnunarfélagið og fleiri menntastofnanir í Banda- ríkjunum nota, og nefnist þar í landi Continuing education units. Markmiðið með veitingu námsein- inga á námskeiðum félagsins eru: 1) Námseiningarnar gera mögu- legt að koma upp varanlegri skráningu á þátttöku í námskeið- um utan hins hefðbundna skóla- kerfis og skoðast námseiningarn- ar sem viðurkenning fyrir náms- ástundun. 2) Námseiningarnar geta virkað sem hvatning til ein- staklinga til þess að safna náms- einingum, sem lið í símennturi sinni. 3) Námseiningarnar auð- velda þátttakendum að sým opinberum fræðsluaðilum stað- festa námsástundun og auðveldai þar með allan samanburð milli námskeiða. 4) Námseiningarnar veita viðkomandi yfirmönnum fullkomnari upplýsingar um námsferil og menntunaráhuga starfsmanna sinna. Það er von Stjórnunarfélagsins að notkun námseininganna fái góðar móttökur og séu fyrsta skrefið í þá átt að viðurkenna sí- menntun sem nauðsynlegan lið í menntun hvers einstaklings. Stjórnunarfélagið hefur nú flutt alla starfsemi sína í Síðumúla 23 og hefur nú yfir 3 kennslustofum að ráða auk fundarherbergja. Mun þessi bætta aðstaða auka til muna alla þjónustu við námskeiðin, þannig að þátttakendum nám- skeiðanna líði sem best. DAIHATSU bílamarkaöur DAIHATSU-UMBOÐIÐ Ármúla 23, sími 85870 — 81733. AFMÆLISHATIÐ AD HÓTEL LOFTLEIDUM 17.- 18. SEPTEMBER 1983 Pjölsk>'lduhátíð í tilefni 10 ára afmælis Flugleiða. Kynning á starfseminni, flugvélar, flugmatur. skemmtiatriði, kvlkmyndir, happdrætti, ferðakynningar. Sérsíöfc dagskráfyrir börn. Opíð kl. 11.00- 20.00 báða dagana. Ókeypls aðgangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.