Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 216. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 Prentsmiöja Morgunblaðsins Svarti kassinn sagður fundinn Wakkanai, 21. september. AP. HATTSETTUR japanskur cmbættismadur sagdi ad bandarískt leitarskip hefði jafnvel fundiö „afgerandi hluta“ kóresku farþegaþotunnar, sem Rússar skutu niöur við Sakhalineyju, og er talið aö hann eigi við stél þotunnar, þar sem er að finna svarta kassann, flugritann, sem hefur að geyma upplvsingar um flug þotunnar. Talsmaður sjóhersins í Wash- ington sagðist hins vegar ekki hafa neinar upplýsingar af þessu tagi undir höndum. Starfsmenn Penta- gon hafa aðeins viljað segja að bandarísk leitarskip hafi tvisvar heyrt til merkjasendinga frá flug- ritanum, en misst af þeim aftur, og er það talið staðfesta að Banda- ríkjamönnum hafi tekist að stað- setja aftasta búkhluta vélarinnar, þar sem flugritinn er geymdur. Beitiskipið Callaghan, sem er 8.300 lestir, var eina bandaríska leitarskipið á leitarsvæðinu í dag, en sjö önnur skip voru í næsta nágrenni fyrr í vikunni. Hins vegar leituðu tugir sovézkra skipa, þ.á m. olíuleitarskip og kafbátar, að braki úr kóresku þotunni á þessum slóð- um. Þar sem heyrðist til flugritans er alþjóða hafsvæði og rúmlega 750 metra dýpi, að sögn talsmanna sjó- hers Bandaríkjanna. Kommúnistaflokkur Japans gaf út yfirlýsingu í dag, þar sem árás Rússa á farþegaþotuna var harð- lega fordæmd. Þá ákváðu starfs- menn flugfélags Malaysiu að hætta allri þjónustu við flugvélar Aero- flots í tvo mánuði frá nk. laugar- degi í mótmælaskyni við árás Rússa á kóresku þotuna. llarrogate, 21. september. AP. Þing Frjálslynda flokksins snupraði leiðtoga flokksins í dag er það sam- þykkti tillögu ungliðahreyfingarinnar þar sem lýst var yfir stuðningi við hugmyndir um sameiningu írlands. Þar með eru frjálslyndir komnir í andstöðu við Jafnaðarflokkinn, samstarfsflokk sinn í kosninga- bandalagi miðjuflokkanna. Tillagan var samþykkt með 395 atkvæðum gegn 324. I tillögunni var jafnframt hvatt til þess að breska herliðið yrði flutt á brott frá Norður-írlandi og evrópsku friðargæsluliði falin gæslustörf þar, auk þess sem sett yrði á laggirnar sérstakt írlandsráð fulltrúa lýðveldisins og N-írlands, þar sem sameining yrði grundvöll- uð. Jafnaðarflokkurinn breski að- hyllist áframhaldandi bresk yfirráð á Norður-írlandi en að heimamönn- um séu fengin aukin áhrif á málefni héraðsins. Þing N-írlands var rofið 1972 og málefnum héraðsins hefur síðan verið stjórnað frá London. Leiðtogi ungliðahreyfingar Frjálslynda flokksins sagði „frjálst og sameinað írland einu vonina um frið þar í landi", en Stephen Ross, Sjö týna lífi í mótmæla- átökum á Filippseyjum Manila, 21. september. AP. HÁLF milljón manna krafðist af- sagnar Ferdinands Marcosar Filips- eyjaforseta við friðsamlegar mót- mælaaðgeröir í höfuðborginni, en í framhaldi af þeim brutust út ofbeld- isaðgerðir, þar sem a.m.k. sjö manns týndu lífi og rúmlega 150 slösuðust. Átök brutust út er stuðnings- menn stjórnarandstöðuleiðtogans Benigno Aquino, sem myrtur var fyrir mánuði, kveiktu í strætis- vögnum skammt frá forsetahöll- inni. Átök brutust út eftir það á ýmsum stöðum, bæði í hverfum efnaðra og fátækra, en mest ofbeldið var skammt frá forseta- höllinni. Kveikt var í húsum og bifreiðum og talsvert tjón unnið. Lögreglan hörfaði í fyrstu und- an harðri árás stuðningsmanna Aquino, sem köstuðu grjóti og heimagerðum sprengjum, en lét síðan til skarar skríða. Meðal hinna látnu voru tveir slökkviliðs- menn og korporáll í landgönguliði flotans. Einnig slösuðust 50 menn í' sérstökum sveitum, sem þjálfað- ar hafa verið til bæla niður uppþot og fimm blaðamenn, sem voru að fylgjast með átökunum. Mótmælaaðgerðirnar ber upp á sama dag og Marcos lýsti yfir her- lögum á Filippseyjum fyrir 11 ár- um. Hann nam lögin úr gildi fyrir þremur árum. talsmaður flokksins í málefnum N-írlands, sagði sameiningu „skapa sams konar ástand og í Líbanon". Upphafleg tillaga ungliðahreyf- ingar tók breytingum í meðferð árs- þingsins, m.a. var felld úr henni setning um viðræður við Sinn Fein, pólitísku deild hins ólöglega írska lýðveldishers. IRA. Tveir filippínskir námsmenn njóU aðstoðar félaga sinna eftir að þeir slösuðust í átökum skammt frá forsetahöllinni í Manila. Hálf milljón manna krafðist afsagnar Marcosar forseta í mótmælaaðgerðum á Filippseyjum. AP/Símamynd. Frjálslyndir vilja sameinað írland Aukin aðild PLO að átökunum veldur ugg Beirút, Washington, 21. september. AP. PALESTÍNUSKÆRULIÐUM, sem þátt taka í átökunum um Souk El-Gharb í Chouf-fjöllunum, fjölgar ört, að sögn banda- rískra embættismanna, sem óttast að aðild þeirra að átökun- um geti valdið straumhvörfum og jafnvel leitt til falls stjórnar Amins Gemayels. Bandar Bin Sultan prins í Saudi-Arabíu, sem veitir for- stöðu tilraunum Saudi-Araba til að stilla til friðar í Líbanon átti fund með Fahd konungi í dag, og var því heitið að tilraununum yrði haldið áfram meðan einhver vonarglæta sæist, en aðrar heim- ildir hermdu að margt benti til að tilraunirnar væru að renna út í sandinn, „vegna þrákelkni Sýr- lendinga”. Robert C.McFarlane sendimaður Reagans Banda- ríkjaforseta var einnig í Jidda til viðræðna við ieiðtoga þar um friðarmöguleika. Drúsar gerðu einhverja mestu skothríð til þessa á Souk El- Gharb í morgun í þeirri von að brjóta stjórnarherinn á bak aft- ur. Stjórnarherinn hratt árás- inni með aðstoð orrustuflugvéla og einnig skutu bandarísk her- skip á stöðvar drúsa vegna árás- ar þeirra á bústað bandaríska sendiherrans í Beirút. Reagan forseti sagði í kvöld að samkomulag, sem hann hefði náð við þingleiðtoga, er tryggði veru bandarískra hersveita í Líbanon í hálft annað ár, væri ánægju- legur áfangi i viðleitni Banda- ríkjamanna til að stilla til friðar í Líbanon. AP/Símamynd. Fallbyssuforingi um borö í banda- ríska herskipinu Virginia handleikur nákvæma eftirlíkingu af sprengjum, sem bandarísku skipin viö Líbanon hafa skotið á stöövar drúsa vegna áraáar drúsa á stöövar bandaríska gæsluliösins í Líbanon og bústaö bandaríska sendiherrans i Beirút. Reagan yill nýjar leiðir Washington, 21. september. AP. REAGAN Bandaríkjaforseti sagö- ist í kvöld hafa gefið samninga- mönnum Bandaríkjamanna i Genf ný fyrirmæli, sem væru í rauninni mikilvægar betrumbætur á tillög- um, sem ætlaö væri að draga úr hættu á kjarnorkuátökum í Evr- ópu. Af hálfu Hvíta hússins var ekkert gefið upp í hverju fyrir- mælin væru fólgin, en embætt- ismenn sögðu um nýtt frum- kvæði væri að ræða af hálfu Bandaríkjastjórnar, auk þess sem samningamönnum hefði verið gefið aukið olnbogarými til að vega og meta hugsanlegar tillögur Sovétmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.