Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983
E.H. Demone, útgerðarstjóri
National Sea Products á Nova
Scotia, um borð í Cape Lance,
einum af nýjustu skuttogurum
fyrirtækisins. Gluggarnir aftan
á brúnni, sera sjást fyrir ofan
Demone, eru hannaðir sérstak-
lega með það fyrir augum að
unnt sé að stjórna öllum gangi
veiðanna úr brúnni.
Það er sérstaklega styrkt til siglinga
í ís. Brúin er rúmgóð og stórir glugg-
ar aftan á henni svo að auðvelt er að
stjórna skutveiðunum þaðan. Tvö
troll eru um borð og þannig frá þeim
gengið að komi til dæmis gat á ann-
að er unnt að setja hitt í sjó strax.
Gert er að veiðarfærum og netin sett
upp um borð í togurunum en á Cape
Lance er 16 manna áhöfn. Tvær
flokkunarvélar eru um borð. Eftir 10
til 15 daga veiðiferð fær áhöfnin 48
tíma frí meðan landað er. Togara-
sjómennirnir vinna að meðaltali 250
daga á ári og eru meðalárslaun há-
seta hjá National Sea 30 til 31 þús-
und dollarar, eða 650 til 700 þús.
krónur. Hjá Fishery Products eru
meðallaun háseta eftir 200 til 220
daga árlega útivist 23 þúsutid dollar-
ar eða um 500 þúsund krónur. Um
borð eru hlutaskipti en yfirmenn fá
bónus. Strandveiðimenn eru með
lægri laun, meðalárslaun þeirra eru
talin 6500 dollarar, 143 þúsund krón-
ur, eða fyrir neðan „fátækramörk".
E.H. Demone hjá National Sea
sagði að það kostaði fjögur'til fimm
þúsund dollara á dag, 90 til 100 þús-
und krónur að reka togara eins og
Cape Lance. í Lunenburg á Nova
Scotia kostar olíulítrinn 26 sent eða
5,70 krónur en 29 til 31 sent á Ný-
fundnalandi 6,40 til 6,80. Samkvæmt
þeim upplýsingum um verð á togara-
fiski sem ég gat aflað mér, en verðið
er misjafnt eftir gæðum fisksins,
sýnist mér að hæsta verð fyrir kíló
af flökuðum þorski með haus sé á
Nýfundnalandi 10,60 krónur, eða 22
kanadisk sent pundið.
Kvótakerfið
Togararnir eru bestu veiðitæki
Kanadamanna í samkeppninni við
Islendinga. Þeim er haldið úti allan
ársins hring. Vegna kvótakerfisins
sem tekið var upp í ársbyrjun 1982
eru stóru fyrirtækin ekki lengur í
keppni um aflann á miðunum. Hvert
fyrirtæki fær í ársbyrjun kvóta. „Nú
ræðst aflamagn okkar við samninga-
borðið," sagði W.O. Morrow, for-
stjóri National Sea, og brosti.
Tvær flokkunarvélar taka við
aflanum þegar hann berst um
borð í Cape Lance.
Fiskveiðar Kanadamanna:
Þorskurinn
Við Atlantshafsströnd Kanada
eru fimm fylki: Nýfundnaland sem
nær yfir samnefnda eyju og Labrad-
or-skagann. Nova Scotia sem er
skagi er teygir sig út í Atlantshaf,
New Brunswick, Prince Edward Is-
land og Quebec. I öllum fylkjunum
fimm eru stundaðar fiskveiðar en
Nýfundnaland og Nova Scotia hafa
afdráttarlausa forystu. Um 80% af
aflamagninu er landað í þessum
fylkjum, þótt meiri afla sé landað á
Nýfundnalandi er aflaverðmætið
meira á Nova Scotia vegna þess hve
mikið berst þangað af hörpuskel og
humri. Sé litið á landað aflamagn af
botnfiski (þorski, flatfiski, karfa,
ýsu og lúðu) sem skiptir mestu í
samkeppni Kanadamanna og íslend-
inga, sést að 85% af aflanum sem
veiddur er við Atlantshafsströnd
Kanada fer til Nýfundnalands og
Nova Scotia. Mikilvægasta tegundin
af botnfiski sem Kanadamenn veiða
er þorskur. Göngur hans eru þannig
að frá maí til september er hann
mest veiddur nálægt ströndinni en á
haustin færir þorskurinn sig á haf út
og þá elta úthafstogararnir hann.
Mikilvægt er að hafa þetta ferða-
lag þorsksins í huga, þegar rætt er
um fiskveiðar Kanadamanna.
Strandveiðarnar eru almennt stund-
aðar á smábátum sem eru í einka-
eign fiskimannanna en úthafsveið-
arnar af togurum sem eru reknir af
stórum útgerðar- og fiskvinnslufyr-
irtækjum. í stórum dráttum má
segja að strandveiðarnar séu ekki
arðbærar heldur atvinnuskapandi,
en atvinnuleysi er mikið á þessum
slóðum, um 18% á Nýfundnalandi.
Strandveiðum er því haldið úti i fé-
lagslegum tilgangi, ef svo má að orði
Cape Lance við hlið frystihúss-
ins í Lunenburg. Við síðuna á
honum er annar togari frá Nat-
ional Sea og er verið að dæla
olíu úr honum í Cape Lance, en
minni togarinn er einn 23 tog-
aranna í 33 skipaflota National
Sea sem hefur verið lagt. Til
hægri á myndinni má sjá end-
ann á verkstæðishúsi National
Sea en fyrirtækið annast sjálft
allt viðhald á skipum sínum
nema þegar þau þurfa að fara í
slipp.
Togaraflotinn
f úthafsflotanum eru togarar yfir
hundrað fet, 33 metrar, að lengd. Til
að gera út slíkan togara þarf leyfi
frá sambandsstjórninni í Ottawa.
Ijeyfið verður að endurnýja árlega
fyrir 2.500 kanadíska dollara, 55.000
krónur. Flestir togaranna eru í eigu
hinna „fimm stóru" útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækja, en þau eru
National Sea Products, Fishery Pro-
ducts, H.B. Nickerson & Sons, The
Lake Group og Connors Bros. Öll
þessi fyrirtæki stunda í senn fisk-
veiðar, vinnslu og sölu. f togaraflot-
anum eru tæplega 150 skip, þar af á
stærsta fyrirtækið National Sea á
Nova Scotia 33 og hið næststærsta
Fishery Products á Nýfundnalandi
44.
Togarafjöldinn hefur verið svipað-
ur síðan 1973. Skipunum hefur ekki
fjölgað en 15 verið endurnýjuð. Nat-
ional Sea hefur nýlega látið smíða
fyrir sig sex 960 lesta skuttogara.
W.O. Morrow, forstjóri National
Aflamagn fyrir-
tækjanna ákveðið
samningaborðið
eftir Björn Bjarnason
Vegna fiskveiða settust menn að
á Nýfundnalandi og Hskveiðar eru
burðarás í atvinnulífi margra byggð-
arlaga við Atlantshafsströnd Kan-
ada. Þessi byggðarlög eru ekki auð-
ug en þar hafa menn þolað súrt og
sætt á 45 þúsund km langri strönd-
inni. Kanadamenn ráða yfír 200
mílna fískveiðilögsögu síðan 1.
janúar 1977 og skammt frá kanad-
ísku verstöðvunum eru Bandaríkin
þar sem er að fínna einn besta físk-
markað veraldar.
Kanadamenn eru mestu fiskút-
flytjendur heims. 1981 nam útflutn-
ingsverðmæti sjávarafurða frá
Kanada 1,6 milljarði kanadískra
dollara eða rúmlega 35 milljörðum
íslenskra króna á núverandi gengi,
en á árinu 1982 var verg þjóðar-
framleiðsla íslendinga 31 milljarður
króna. Sé tekið mið af heimsmarkaði
á fiski 1979 nam hlutdeild Kanada á
honum þó aðeins 8%. Um 160 þjóðir
stunda fisksölu á alþjóðamarkaði en
þar af er hlutur um 30 þeirra um
85% af öllum fiskútflutningi. fsland
er i hópi þessara 30 ríkja og í Banda-
ríkjunum eru fslendingar og Kan-
adamenn keppinautar.
Um 80% af kanadískum fiski er
flutt út og skiptist útflutningsmagn-
ið þannig milli markaðssvæða 1981:
Bandaríkin (52%), Evrópubandalag-
ið (20%), Japan (10%), önnur Evr-
ópuríki (10%) og önnur rlki (8%). Af
þessu má sjá að kanadískir fiskselj-
endur sækja á hina sömu markaði og
íslenskum starfsbræðrum þeirra eru
kærastir. Kanadamenn selja þó eng-
an fisk til Sovétríkjanna og skreið-
arvinnslu fyrir Nígeríumarkað
stunda þeir ekki.
komast. Arðsemi ræður hins vegar
stefnunni hjá stórfyrirtækjunum
sem eiga úthafstogarana og stærstu
fiskvinnslustöðvarnar. Það eru þessi
fyrirtæki sem eru helztu keppinaut-
ar íslendinga. Þau veiða besta þorsk-
inn í köldum sjó, stinnan og hvítan.
Ræðst úthaldstími togara þeirra nú
af því hve margir dagar eru liðnir
frá því að fyrsti þorskurinn kom í
lestina, hann er verðmætasti hluti
aflans og má ekki lækka í verði.
Sumarþorskurinn er glær og linur og
það er hann sem er seldur á lægstu
verði á Bandaríkjamarkaði. Hann er
þyrnir í augum stjórnenda stórfyr-
irtækjanna sem vilja að allur kanad-
ískur þorskur sé í svipuðum gæða-
flokki og hinn íslenski, því að fyrir
hann fæst hæst verð.
Sea, sagði að það kostaði nú 8,5
milljónir Kanadadollara, 190 millj.
kr., að smlða slík skip í Kanada, en 5
millj. dollara, 110 millj. kr. í Japan.
„Við getum fengið ríkisstyrk til að
smíða svona skip hér í Kanada en
hann nemur ekki muninum á smíða-
verði miðað við tilboð frá Japan.
Þetta er í raun styrkur til skipa-
smíðastöðvanna," bætti hann við.
E.H. Demone, fyrrum togaraskip-
stjóri, sem nú stjórnar útgerð togara
National Sea var mjög stoltur þegar
hann sýndi mér einn hinna nýju tog-
ara, Cape Lance, sem verið var að
landa úr í stærstu fiskvinnslustöð
National Sea í Lunenburg skammt
fyrir sunnan Halifax. Skipið var
teiknað af Þjóðverja eftir fyrirsögn
Demone og samstarfsmanna hans.