Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 17
Richard Thompson HAND OF KINDNESS MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 17 Frá Richard Thompson til Lindu og okkar Hljóm nnTTTn Finnbogi Marinósson Richard Thompson, Hand of kindness, Hannibal Rec. HNBL 1313. Dálítið hafði kunningi minn reynt að koma mér inn á Lindu og Richard Thompson en orðið afar lítið ágengt. Það var hins- vegar ekki fyrr en ég heyrði ný- útkomna Richard Thompson- plötu sem áhuginn kviknaði. Linda og Richard höfðu sungið saman í nokkur ár og verið hjón einhvern tíma líka. Sem dúett þóttu þau meiriháttar en eitt- hvað virðist sambúðin hafa verið þeim erfið og fyrir nokkru skildu hjónakornin. Hvað Linda er að gera veit ég ekki, en hennar fyrrverandi er á fullu í tónlist- inni. Nýútkomin plata hans heit- ir „Hand of kindness" og segja má að hún sé að mestu óður til Lindu. Til liðs við sig hefur Tommi fengið fyrrum fræga kappa og má þar nefna Simon Nicol, Dave Pegg, Dave Matt- acks, Pete Thomas, Pete Zorn, John Kirkpatrick og Clive Gregson. Og ef einhver af gömlu kynslóðinni kannast ekki við nöfnin þá er ég illa svikinn. Á hvorri hlið eru fjögur lög. Það fyrsta á hlið eitt heitir „Te- ar Stained letter" og er greini- lega sending til Lindu. Lagið er þrumugott og má líkja því einna helst við „Twisting by the pool“ með Dire Straits. „How I wanted to“ er einnig strik til Lindu en nú er farið rólegar í sakirnar og útkoman ekkert síðri en í laginu á undan. „Both ends burning" er eitt besta lag plötunnar og það sem er einna mest alættaða þjóðlagið á plötunni. Ekkert skot til Lindu en hún fær að heyra það í síðasta lagi hliðarinnar, „A poisoned heart and a twisted memory" kallar hann lagið og fer á kostum. Seinni hliðin er, eins og stend- ur, ekki eins góð og sú fyrri. Vera kann að um sé að kenna því að hlið eitt sótti mun fastar á spilarann til að byrja með. En engu að síður eru á henni klassa punktar og eflaust er ekkert að henni. Lög eins og „Devonside" sem er rólegt og „Two left feet“ sem er hratt eru þrusu góð. Allt sem fyrir kemur á plöt- unni er frá minni hlið óaðfinn- anlegt. Hljóðfæraleikurinn er i frábærum höndum, allar útsend- ingar eru vel úr hendi gerðar. Sándið er gott og heildarsvipur plötunnar skemmtilega blandað- ur. Tónlistin er þjóðlaga-rokk sem kryddað er með léttri poppsveiflu. Því hefur verið haldið stíft fram af þeim sem þykjast fylgj- ast með að þær plötur sem komi út séu upp til hópa hryllilegt rusl. Satt kann það að vera, en benda má á að fullt er af góðum plötum líka, en það þarf bara að bera sig eftir þeim. Að minnsta kosti á meðan innflytjendur standa sig ekki í stykkinu. Tónlistin ★ ★ ★ ★ ★ Hljómgæðin ★ ★ ★ ★ % FM/AM Ta sjansen paa livet Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Ta sjansen paa livet: Aashild Ulstrup og Tove Reite. Útg. Cappelen 1983. Bréfadálkar í ýmsum ritum, þar sem fólk skrifar um vandamál sín og biður þann alvísa „póst“ að leysa úr erfiðleikum sínum, tíðk- ast sennilega í flestum löndum nema íslandi. (Ég leyfi mér að taka póstinn í Vikunni sem öðru- vísi dálk, þrátt fyrir angistarhróp í honum annað veifið.) Þessi bréf eru auðvitað jafn misjöfn og mennirnir/konurnar sem skrifa þau og svörin eftir því. Árum sam- an keypti ég Familie Journal, nán- ast eingöngu út á dálk Tove Ditl- evsen, þeirrar ágætu dönsku skáldkonu; mér fannst ég alltaf verða margs vísari af þeirri lesn- ingu, hvort sem vandamálin voru svo sem endilega inni á gafli í eig- inlegri merkingu. Tove Ditlevsen gaf síðar þessi bréf og svör sín út í bók sem hét „Venlig hilsen" og var lærdómsrík lesning, þótt auðvitað væru vandamálin á stundum keimlík og stundum ekki heldur stórvægilee á mælikvarða eilífðar- innar. Aashild Ulstrup hefur séð um slíkan dálk í norska Dagbladet og stalla hennar Tove Reite hefur ritstýrt bréfunum með henni. I þessum bréfum er svo auðvitað vikið að öllum mögulegum vanda- málum: að vera svo ljótur að eng inn „vill“ mann, kúgun af hendi foreldra, ótryggð, kynlífið — leið- inlegur vani eða ljúf gerð, ald- ursmunur karl/kona — kona/karl og svo framvegis og svo framvegis. Aashild Ulstrup er ljómandi skýrleg og raunsæ í svörum sín- um. Mörgum bréfanna hefði auð- vitað mátt ritstýra betur og stytta, en að mörgu leyti er bókin læsilega gerð og það er ekki vafi á því að fáir verða þeir sem ekki kannast við eitthvað dulítið hjá sjálfum sér. Otrúlegt úrval af sófasettum með leður- og tauáklæði í 3+1+1 sætafjölda á sérstaklega lágu verði. Leður kr. 82.900.- Áklæöi kr. 43.600.- Leður kr. 70.500,- Áklæði kr. 39.900.- Leður kr. 58.800.- Áklæöi kr. 32.700.- Leður kr. 66.700,- Áklæöi kr. 36.400.- Leour kr. 65.700,- Áklæði kr. 35.500,- Leður kr. 61.900.- Áklæði kr. 31.300,- Uppselt HÚSGÖGN Langholtsvegi 111. Sími 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.