Morgunblaðið - 22.09.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 22.09.1983, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 Bush þungorður í garð Rússa í Vín — segir þá hafa gerst seka um morð þegar þeir skutu niður kóresku þotuna Vín, 21. september. AP. GEORGE Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, réðst í dag harölega á ráðamenn í Sovétríkjunum og sak- aði þá um að hafa „mvrt“ farþega suður-kóresku þotunnar, sem skotin var niður. Hann sagði einnig um ráðamenn í öðrum Varsjárbanda- lagslöndum, að þeir virtu mannrétt- indi einskis þótt þeir hefðu ritað nöfn sín undir alþjóðlegar sam- þykktir þar að lútandi. I yfirlýsingu sinni sagði Bush, að það væru ekki heilindin, sem vektu fyrir Sovétmönnum í við- Októberfest hafið: Ætla sér að slá bjórdrykkjumet Miinchen, 21. september. AP. Skothríð, háreysti og flugeldar voru yfirþyrmandi er 149. októ- berfest Bæjarabúa hófst með til- heyrandi í Mtinchen um síðustu helgi. Erich Kiesl, borgarstjórinn í Miinchen, opnaði fyrstu bjórtunn- una og drakk fyrstu ölkönnuna í botn, síðan tóku aðrir við og verð- ur haldið áfram sleitulaust í 16 daga. Bjórinn sem innbyrtur er er • ekki venjulegt milliöl, heldur mun sterkari blanda og fylgir mikill drykkjuskapur hátíðar- höldum þessum. Að þessu sinni ætla Miinchen-búar að slá bjór- neyslumet síðustu hátíðarhalda, en þá hurfu 4,3 lítrar af bjór ofan í Þjóðverjana og gesti þeirra. Milli 5 og 6 milljónir, út- lendingar og Þjóðverjar, eru mættar til hátíðarinnar að þessu sinni og þeir sem ekki hafa tryggt sér dvalarstað munu ekki fá inni á gistihúsum, þau eru öll fyrir löngu yfirfull. Hátíðarhöldin standa yfir um allan bæ, en miðpunkturinn er nokkur risatjöld þar sem drukk- ið er ósleitilega. Þar er einnig snætt af sömu áfergju og drukk- ið er, síðasta ár voru til dæmis 500.000 kjúklingar snæddir í tjöldunum einum, hvað þá þegar matsölustaðir koma inn í dæmið. Það gengur á ýmsu, hljómsveitir leika linnulaust og þátttakendur dansa og syngja og barmamiklar þjónustustúlkur í hefðbundnum fatnaði þeytast um með fangið full af ölkönnum. Margt annað er til skemmtunar, flóasirkus, snákasýning, draugahús og margt fleira. ræðunum um meðaldrægu eld- flaugarnar, en þrátt fyrir það ætti að vera unnt að ná samkomulagi fyrir árslok. Hann gagnrýndi einnig þá ráðamenn í Austur- Evrópu, sem fylgdu Sovétrikjun- um í einu og öilu eins og barðir rakkar, en tók þó fram, að Banda- ríkjamenn gerðu greinarmun á leppríkjunum eftir því hve mikla tilburði þau hefðu til sjálfstæðis. Bush sakaði Rússa um „ósvífnar lygar“ þegar þeir væru að reyna að skjóta sér undan ábyrgðinni á dauða farþeganna um borð í kór- esku flugvélinni. Sagði hann þá hafa gerst seka um ekkert nema morð. Bush kom til Vínar frá Ungverjalandi og Rúmeníu og sagði hann, að Bandaríkin myndu efla pólitísk, efnahagsleg og menningarleg tengsl sín við þess- ar þjóðir, sem „sýna meiri vilja til að standa á eigin fótum". Ráða- menn í þessum löndum hafa lítið sem ekkert sagt um örlög kóresku þotunnar og er talið, að með því vilji þeir sýna Sovétmönnum óánægju sína með verknaðinn. George Bush Fórst á björgunaræfingu Óslo, 21. september. Frá fréttmriura Morgunblaésin,s, Jan Erik Lauré BJÖRGUNARÆFINGU í Norðursjó lauk öðru vísi en ætlað var, því að einn þeirra, sem þátt tóku í henni, er nú týndur. Það er 53 ára gamall maður, sem björgunarbátur átti að finna í sjónum og taka upp, en ekki tókst betur til en svo, að maðurinn er ófundinn enn þremur sólarhringum síðar. Það var einkafyrirtæki eitt, sem stóð að þessari björgunaræfingu. Var hún þáttur í kennslu á með- ferð öryggisbúnaðar fyrir fólk, sem hyggst vinna á olíuborpöllum í Norðursjónum. Á meðan æfingin fór fram, voru allir þátttakend- urnir klæddir i sams konar björg- unarbúninga og olíuverkamenn í Norðursjó nota. Búningar þessir veita vernd gegn sjó og kulda og eiga að halda viðkomandi á floti. Þeir, sem þátt tóku í æfingunum, voru settir í land seint að kvöldi. Áttu þeir síðan að stökkva út í sjóinn, skjóta upp neyðareldflaug og bíða þess, að björgunarbátur kæmi og sækti þá. Maðurinn, sem saknað er og fé- lagi hans fóru i öllu þannig að. eins og þeim hafði verið sagt að gera. Mikill straumur var hins vegar þar, sem þeir stukku í sjó- inn, svo að þá rak til hafs. Öðrum þeirra tókst að synda í átt til lands og var síðan bjargað af björgunarbát, fjórum klukku- stundum eftir að hann hafði stokkið í sjóinn. Hinn maðurinn hefur aftur á móti ekki fundizt þrátt fyrir umfangsmikla leit úr þyrlum og bátum. Þá hafa leitar- menn gengið á nálægar eyjar en án árangurs. Andrei Sakharov með konu sinni, Yelenu Bonner. Yelena Bonner, eiginkona Andrei Sakharovs: „Lífið í Gorky er hryllilegt“ Sakharov úthúðað í „viðurstyggilegum“ bréfum Moskvu, 21. september. AP. EÐLISFRÆÐINGNUM og andófsmanninum Andrei Sakharov hafa borist meira en 2.300 „viðurstyggileg“ bréf víðs vegar að úr Sovétríkj- unum þar sem honum eru valin öil svívirðilegustu skammaryrði rússn- eskrar tungu. Það var kona Sakharovs, sem skýrði frá þessu, og sagði hún ástæðuna fyrir bréfaflóðinu vera ummæli Sakharovs um kjarnorku- vígbúnaðinn, sem birt hafa verið vestanhafs. Yelena Bonner, eiginkona Sakharovs, sagði vestrænum fréttamönnum í Moskvu, að þau hjónin yrðu fyrir stöðugum ofsóknum í Gorky en þangað var Sakharov sendur i útlegð 22. janúar árið 1980. „Lífið þar er hryllilegt," sagði Yelena. „Fólk gerir hróp að okkur úti á götu og límir miða á bílinn okkar með alls kyns klúr- yrðum." Yelena lét í ljós áhyggj- ur yfir heilsufari mannsins síns og sagði, að vísindaakademían í Moskvu, sem Sakharov á enn að- ild að, neitaði honum stöðugt um að fá að leggjast inn á spítala þar eins og hann hefði beðið um. Sakharov, sem er 61 árs að aldri, hefur tvívegis fengið hjartaáfall. Sakharov, sem kallaður hefur verið faðir rússnesku vetnis- sprengjunnar, skrifaði fyrr á ár- inu litla grein þar sem hann kvaðst styðja áætlanir Bandaríkjamanna um smíði MX-eldflauganna og áætlanir NATO-ríkjanna um að koma upp meðaldrægum eldflaugum í Vestur-Evrópu. Greinin var birt í Bandaríkjunum og stóð þá ekki á viðbrögðunum í heimalandi hans. Sovéskir vísindamenn sök- uðu hann um að vera svikara og sögðu augljóst, að allt of mjúk- um höndum hefði verið tekið á honum hingað til. Síðan hafa Sakharov verið að( berast bréfin og eru honum ekki vandaðar kveðjurnar. Sagði Yel- ena, að bréfin kæmu viðs vegar að úr Sovétríkjunum og augljós- lega ekta. Hitt væri svo annað mál hvort bréfritararnir hefðu sjálfir haft frumkvæði að skrif- unum. Þetta er Khefren-pýramídinn, sem er næststærstur á eftir Keops-pýra mídanum. Voru pýramfdariiir steyptir í mótum? Miami, 21. september. AP. FORNEGYPTAR byggðu ekki pýramídana með því að flytja stórbjörg um langan veg og höggva síðan til steinana. Þeir steyptu þá. Helltu nokkurs konar steypu í krossviðarmót og fengu á þann hátt efniviðinn í þessi fyrstu einingahús sögunnar. Það er bandarískur efnafræðing- ur, Joseph Davidovits, sem komið hefur fram með þessa byltingar- kenndu kenningu. „Félagar mínir og starfsbræð- ur eru allt að því mállausir af undrun og hneykslan yfir þessu," segir Joseph, sem er félagi í al- þjóðlegum samtökum Egypta- landsfræðinga. „Þeir vilja nefni- lega ekki skilja, að steypan í pýramídana er gerð úr svo hreinum skeljasandi, að erfitt er að greina hana frá steini." í fyrsta fyrirlestri sínum um þetta mál, sem Joseph flutti sl. mánudag, kvaðst hann hafa fundið loftbólur og mannshár inni í einum steinanna í Keops- pýramídanum, sem er stærstur þeirra allra. „Loftbólurnar eru sams konar og þær, sem finna má í keramiki og venjulegri steypu, og hárin reyndust vera af manni," sagði Joseph og skýrði frá því, að hann hefði sjálfur gert stein úr þeim efnum, sem hann telur Egypta hafa not- að, og reyndist hann vera algjör hliðstæða steinanna í Keops- pýramídanum. Ekki eru allir á sama máli og Joseph, ekki t.d. Ogden Goelet, Egyptalandsfræðingur við New York-háskóla. „í mínum augum er þetta tóm vitleysa," segir hann. „Kenningin styðst við þá fordóma nú á dögum, að Forn- egyptar hafi ekki ráðið við það verkfræðilega afrek, sem bygg- ing pýramídanna er, og ég tel ekki ólíklegt, að hár af alls kyns dýrum megi finna í berglögun- um.“ Joseph Davidovits lætur þessa gagnrýni ekkert á sig fá. Segir hann það sannað vísindalega, að hárin séu af manni, auk þess sem þau hafi verið algjörlega umlukt samhverfum steininum. Segir hann, að viðurinn í steypu- mótin hafi komið frá Líbanon og það er raunar alkunna meðal fornleifafræðinga, að krossviður fannst í gröf móður Keops far- aós, sem pýramídinn mikli er kenndur við. „Það er ekki meiri kúnst að búa til steypu en að gera brauð eða að uppgötva hvernig brugga skal bjór,“ sagði Joseph Davido- vits.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.