Morgunblaðið - 22.09.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.09.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 23 Vestur-Þýskaland: Lofthelgisbrot nærri daglega Munchen, 21. september. AP. FLUGVÉLAR frá Varsjárbandalagslöndunum hafa rofið lofthelgi Vestur-Þýskalands tólf sinnum á þessu ári yfir Bæj- aralandi að því er skýrt var frá i dag. Tékkneskar þotur hafa flogið inn í vestur-þýska lofthelgi tíu sinnum og þyrlur og litlar flug- vélar hafa margsinnis flogið inn yfir landamærin litla stund. Ein austur-þýsk orrustuþota og fjór- ar þyrlur rufu lofthelgina á sama tíma. Miklar umræður hafa verið um þessi lofthelgisbrot í Vestur- Þýskalandi eftir að Sovétmenn skutu niður kóresku flugvélina með 269 manns. Tékkneskar flugvélar hafa margsinnis flogið yfir ratsjár- stöðvar í Vestur-Þýskalandi, sem eru í nokkurra kílómetra fjar- lægð frá landamærunum, en aldrei hefur verið gripið til þess að senda orrustuþotur á móti þeim. Það er hins vegar undan- tekningarlaus regla fyrir austan járntjaldið þegar vestur-þýskar smáflugvélar eiga í hlut og eru þær þá alltaf neyddar til að lenda. Nýjar viðræður um framtíð Hong Kong Peking, 21. æptember. AP. WU XUEQIAN, utanrfkisráðherra Kína, sagdist í dag vonast til þess, að Breter létu af því sem hann nefndi „ósveigjanlega afstöðu“ þeirra f samningaviðræðunum um framtíð Hong Kong, en þær eiga að hefjast á ný í Peking á morgun eftir 7 vikna hlé. Wu viðhafði þessi ummæli í við- tali við fréttamann í þann mund sem hann var að leggja af stað til Alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna f New York. Margar greinar birtust í kín- verskum blöðum í síðustu viku, þar sem allar hugmyndir, sem fram hafa komið um áframhald- andi veru Breta í Hong Kong, voru gagnrýndar. í kjölfar þessa féll gengi Hong Kong-dollarans svo mjög á mánudag, að það hefur aldrei komist neðar. Bretar og Kínverjar hófu um- ræður um framtíð Hong Kong eft- ir að frú Margaret Thatcher for- sætisráðherra heimsótti Peking í september í fyrra. Frumstœður hákarl Fyrir um sjö árum fannst þessi hákarl í sjónum við strendur Hawaii-evja í Kyrrahafi og hefur hvorki fyrr né síðar fundist annar honum líkur. Það fylgir ekki fréttinni hve langur hann er en milli kjaftvikanna eru fjögur fet og svo hefur hann nokkurs konar varir, mjög gúmmíkenndar. Vísindamenn, sem hafa rannsakað hákarlinn í fjögur ár, telja hann geta gefið þeim mikilvæg svör við spurningum þeirra um þróun lífsins. AP Shamir vill þjóðstjórn Jerúsalem, 21. september. AP. CHAIM Herzog, forseti ísraels, fól í dag Yitzhak Shamir formlega að taka að sér myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Hefur Shamir þrjár vikur til þess að Ijúka ætlunarverki sínu og er talin eiga vísan stuðning 64 þingmanna af 120 á þjóðþingi landsins. Eru það þingmenn Likud- bandalagsins fyrir utan þingmenn fjögurra smáflokka auk tveggja óháðra þingmanna. Þær raddir hafa þó komið upp í hópi þeirra 64 þingmanna, sem styðja Shamir, að gert verði bandalag við Verkamannaflokk- inn, sem er í stjórnarandstöðu, í því skyni að mynda „ríkisstjórn þjóðlegrar samstöðu", svo að unnt verði þeim mun betur að leysa efnahagsvanda landsins og þau miklu vandamál, sem óleyst eru vegna styrjaldarinnar í Líb- anon. Haft var eftir Shamir, að hann myndi strax hafa samband við forystu Verkamannaflokksins í þessu skyni og sagði hann, að það væri „innileg sannfæring" sín, að nauðsyn væri á ríkisstjórn í landinu, sem byggð væri á breiðum grundvelli. Verkamannaflokkurinn hefur enn ekki látið í ljós neinn áhuga á að taka upp stjórnarsamvinnu við Shamir. Er talið, að ýmsum forystumönnum flokksins þyki sem Likud-bandalagið sé of þjóð- ernis- og hægrisinnað til þess að taka upp stjórnarsamvinnu við það. Belgía: Fullsödd á lýðræðinu Briissel, 21. september. AP. RÚMUM HELMINGI Belgíumanna á aldrinum 16—21 árs, sem tala flæmsku eða hollensku, fínnst sem of langt hafí verið gengið í lýðræðisátt og helmingur þeirra trúir á guð. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, sem gerð var í landinu. 1 skoðanakönnuninni voru 537 flæmsk ungmenni spurð álits og reyndust 60% þeirra vera sam- mála þessari setningu: „Það, sem þessi þjóð þarf á að halda, er færri pólitískir flokkar og fáir, sterkir menn, sem geta ráðið án mikils samráðs við aðra.“ Það kom einnig fram, að helmingur unga fólksins trúði á guð, fæstir í yngsta aldursflokknum en flestir í þeim elsta. VERÐHRUN Sængur + Koddar Verö áöur TtTQ,- Verö nú 870.- 249.- Kerrupokar Verö áöur oSCL.- Verö nú 680.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.