Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 Menningarmiðstöð- in Gerðuberg: Norski tónlist- arhópurinn SYMRE meö tónleika í kvöld VÍSNAVINIR halda tónleika í kvöld, fimmtudaginn 22. september, í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, klukkan níu. Þar kemur fram norski sönghópurinn SYMRE, sem hér hef- ur dvalist í 10 daga og haldið sýn- ingar í Reykjavík og fer nú hver að verða síðastur því að þetta er í næst síðasta skipti Háskóli Islands: Dr. William W. Koolage flytur fyrirlestur DR. WILLIAM W. Koolage flytur fyrirlestur á vegum félagsvísinda- deildar Háskóla íslands fimmtu- daginn 22. september 1983 kl. 17.00 í stofu 102 í Lögbergi, húsi laga- deildar á háskólalóð, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Há- skóla íslands. Fyrirlesturinn heitir: „Lan- guage interpreter in Canadian Health Care“. Dr. Koolage er prófessor við háskólann í Mani- toba og hefur skrifað fjölda rit- gerða og flutt fyrirlestra á sviði þjóðfélagsfræða, og m.a. stundað rannsóknir á heilbrigðisþjónustu fyrir indíána í Kanada. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. FIMMTÁN ára gamall piltur * léttu bifhjóli slasaðist þegar hann lenti í árekstri við Willys-jeppa á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar laust fyrir klukkan átta í gærmorgun. Pilturinn hugð- ist skipta um akrein en uggði ekki ao Sér og ók í veg fyrir jeppann. Læknar komu á Vfttvang og settu spelkur um læri hans. Ou»2t var að hann hefði lærbrotnað. Það er stór hópur fólks sem vinnur að uppsetningu óperu Verdis, La Traviata, sem frumsýnd verður um miðjan október. íslenska óperan: Æfingar á La Traviata á fullu — bingó í Gamla bíói í kvöld ÆFINGAR á hinni geysivinsælu óperu Verdis, La Traviata, eru nú komnar í fullan gang hjá íslensku óperunni. Það er Marc Tardue sem ann- ast hljómsveitarstjón og er jafn- framt æfingastjóri, en hann stjórnaði hljómsveit Islensku óperunnar m.a. í Töfraflautunni eftir Mozart. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, um búninga sér Hulda Kristín Magnúsdóttir, leikmynd gerir Richard Bulw- incle, en útfærslu hennar annast Geir óttarr Geirsson. Kristín S. Kristjánsdóttir er sýningarstjóri og lýsing er í höndum Árna Baldvinssonar. Einsöngvarar eru allir vel- þekktir, en þeir eru: ólöf Kol- brún Harðardóttir, Anna Júlí- ana Sveinsdóttir, Elísabet Er- lingsdóttir, Garðar Cortes, Hall- dór Vilhelmsson, Stefán Guð- mundsson, John Speight, Hjálm- ar Kjartansson og Kristinn Hallsson. Auk þeirra koma fram kór og hljómsveit íslensku óper- unnar. Óperan La Traviata gerist á árunum í kringum 1850 í París og nágrenni. Hún er byggð á sögu sem efalaust margir kann- ast við, þ.e. Kamelíufrúnni eftir Alexandre Dumas. Þetta er áhrifamikil saga og ekki missir hún gildi sitt við að vera færð í óperubúning, tónlistin lætur engan ósnortinn. Frumsýning er áætluð um miðjan október. Bingó verður haldið í Gamla Bíói í kvöld, fimmtudag 22. sept- ember, og hefst kl. 20.30. Er það haldið til styrktar íslensku óper- unni. Spilaðar verða 12 umferðir og vinningar eru m.a. ferð með Ferðaskrifstofunni Úrval að verðmæti 30.000 kr., Philips- heimilistæki frá Heimilistækj- um hf. og úttektir í verslununum Víði, Casio, Clöru, Fiðrildinu og Valborg. Stjórnandi er Kristinn Hallsson. Grundarréttir í Eyrarsveit Grundarrétt í Eyrarsveit. — Myndin er tekin úr Réttarhólnum. Grundarrétt í Eyrarsveit, Snæfellsnessýslu, er 75 ára í dag, fimmtudaginn 22. september 1983. Forsaga afmælisbarnsins er höfð eftir föður undirritaðs, Kristjáni Þorleifssyni, Hjarðar- bóli. Gamla réttin var orðin úr sér gengin og ekki fjárheld lengur, ennfremur var hún orðin alltof lítil, því fénu fór fjölgandi, sem til réttar kom, sérstaklega sunn- anfjallsfé, Staðarsveitar. Vaka þurfti yfir Múla- og Innbotna- safni á Eiðisgranda og Grundar- og Grafarfjallssafn þurfti að passa í hvammi út við Kvernár- foss. Rekið var til réttar að morgni réttardags. Var þá féð orðið svangt og þvælt og því illa undirbúið til rekstrar að aflokn- um sundurdrætti í réttinni. Gamla réttin stóð utan í grjót- urð við Grundarfjall og rann lækur eftir henni miðri í haust- rigningum, svo aðkoman var hvorki glæsileg né góð. Það var því orðin brýn nauðsyn að gera stórátak og hefja framkvæmdir á þessu sviði til bóta, það mátti ekki dragast lengur. Á þessum tíma, 1908, voru ekki til nein landssambönd eða jöfnunarsjóðir sveitarfélaga, ekki heldur neinn ríkisstyrktur félagsskapur í sveit, og allra síst véltæknikunnátta. Þá dugði ekk- ert annað en samstilltur vilji, áræði og karlmennska í verki og framkvæmdum. Engir sjóðir að grípa til, nema fátækur og smár hreppssjóðurinn. Fannst því sumum góðum og gætnum bændum ráðist í of kostnaðar- samar og stórtækar fram- kvæmdir að byggja nýja og stærri rétt, betra væri að stækka þá gömfu. í hreppsnefnd Eyr- arsveitar voru þá fimm bændur, stórhuga og framsæknir menn, sem tóku þá ákvörðun að hrinda af stað þessu réttarbyggingar- verki. Þessir menn voru: Krist- ján Þorleifsson hreppstjóri, Hjarðarbóli, Jón Lárusson oddviti, Gröf Ytri, Sigurður Jónsson, Látravík, Illugi H. Stef- ánsson, Stekkjartröð, og Runólf- ur Jónatansson, Naustum. Hreppsnefndin kaus Kristján Þorleifsson til að sjá um fram- kvæmdastjórn, útréttingar og verkstjórn. Hann fór þess aftur á leit að mega velja sér tvo að- stoðarmenn og tilnefndi Illuga Stefánsson og Runólf Jónatans- son, var það samþykkt. Næsta skref var að hefja starfið með formföstu skipulagi og hagsýni. Þeir gerðu fyrst skissu að nýrri rétt, völdu henni stað, staðsettu hana nákvæmlega og mældu út. Þar kom búfræðikunnátta Uluga að góðum notum, en hann hafði lært búfræði hjá Torfa í ólafs- dai. Réttin var færð inn á sléttar grundirnar, svo áðurnefndur lækur í þeirri eldri var úr sög- unni. Þarna naut réttin sín miklu betur við fagra fjallshlíð Grundarfjalls. Sunnan hennar stóð fagurgrænn Réttarhóllinn með bláberjalautu, en austan megin bar við hnarreista Grund- armönina með sína himinháu klettakórónu, „Svarta Hnjúk“, og fagurgrænar hlíðar niður á sléttan Grundarbotn. Það varð því að byggja stórt og fagurt verk í samræmi við náttúrufeg- urðina. Næsta verk var að fá góðan mannskap og velja þann tíma sem flestir gætu farið frá bú- önnum sínum. 1908 bar 29. júní upp á mánudag og 4. júlf á laug- ardag. Finnst mér sennilegt að þessi vika hafi verið valin af hagkvæmniástæðum, þá er mót- takan búin og heyannir ekki byrjaðar. 64 bæir og hús voru þá í sveitinni, 77 verkfærir menn (20 til 60 ára) og 431 á manntali Setbergssóknar. Því miður van- tar heimildir yfir fjölda þeirra, sem að verkinu stóðu, en trúlega hafa þeir verið drei/ðir um sveit- ina, en líklega þó flestir úr Eyrarplássinu eða svokallaðri Framsveit. Á sex dögum var réttin hlaðin og hefur þar verið karlmannlega og vel að verki staðið. Hver steinn liggur þar sem hann var í vegg settur fyrir 75 árum, það sýnir og sannar best handlagni, snyrtimennsku, listrænt auga og vinnuhraða þeirra, er verkið unnu. Hornsteinar í veggjum og stærðar björg víða í hleðslunni bera því vitni á þessum tækni- lausa tíma, að þar dugði ekkert annað en hagsýni og karl- mennska. Grjótið var allt fært og borið til, allir veggir hlaðnir tvöfaldir á milli 14 dilka, sem móta svo almenninginn og lög- réttu. Réttin er 33 m á lengd, 25 m á breidd og 1,60 m á hæð. Síð- an var smíðaður hár og verkleg- ur dyraumbúnaður, með dyra- grindum og gönguhliði, og annar lægri í lögréttu með sama út- búnaði. Eins og meðfylgjandi mynd af réttinni sýnir er hún listrænn menningararfur og héraðsprýði genginnar kynslóð- ar og listaverk sinnar samtíðar. Faðir minn minntist oft á hvað þetta gekk allt saman vel. Tíðin var góð vikuna, sem réttin var hlaðin og eftirminnileg var honum samvinnan við karlana, því allt samstarfið einkenndist af ánægju og skemmtilegheitum. Minntist hann þeirra alltaf með hlýhug og virðingu, enda hafa 75 ára það verið hörkutól, sem stóðu að þessari byggingu með honum. Nú var hægt að reka safnið til réttar á gangnadag og geyma það í réttinni um nóttina. 6 menn hleyptu því út til beitar í sauðbjörtu að morgni, svo það fékk að bíta og slappa af í 4—5 klst. áður en réttað var kl. 10 f.h. Það var því léttara til rekstrar frá réttinni. Fimmtudagurinn 24. septem- ber 1908, fyrsti réttardagur í nýrri Grundarrétt, rann upp. Veðrið var dásamlega gott, sól í heiði og staðurinn skartaði sínu fegursta. Fólkið streymdi að úr öllum áttum. Sumir langt að komnir, því allir vildu njóta þess að sjá listaverkið og allir hrifust af þessu fagra mannvirki. Faðir minn sagði að þeir góðu og virtu bændur, sem fannst í of mikið ráðist fyrst og vildu ekkert koma nærri þessu verki til að byrja með, hefðu komið með þeim fyrstu í réttina, gengið margoft f kringum hana og síðan komið til hans og spurt: „Hvað eigum við að borga? Því þetta verk viljum við borga." Þetta segir allra best, að menn kunnu að meta fagurt og vel unnið verk, þegar það var orðið að veruleika. Þann 15. október 1909 var rétt- in greidd, samkvæmt svohljóð- andi greiðslukvittun í bókum hreppssjóðs sveitarinnar: „Ég undirritaður viðurkenni hérmeð að hreppsnefnd Eyrarsveitar hefur greitt úr hreppssjóði Eyr- arsveitar fardaga árið 1908—1909 til mín og manna þeirra, er með mér unnu að rétt- arbyggingu vorið 1908, kr. 330,29 — krónur þrjú hundruð og þrjá- tíu og tuttugu og níu aura, hvað fyrir lið hreppsnefndar kvittast. Hjarðarbóli 15. október 1909. Kristján Þorleifsson." Þessar krónur hafa verið fljót- ar að borga sig, þvl ennþá eftir 75 ár er réttin í fullri notkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.