Morgunblaðið - 22.09.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983
37
mönnum en þó öllu frekar vegna
skilningsríkrar og dugmikillar
eiginkonu, sem axlaði með honum
þau störf sem á manninn hlóðust.
Þessu var Laufey ekki óvön enda
gætt bús og barna sjómannsár
Guðmundar þ.á m. öll stríðsárin,
þegar allar fréttir af skipum, litl-
ar sem engar, og enginn sem
heima beið, vissi hvort skip væru
ofansjávar eða ekki. Þá þurftu sjó-
mannskonur sem endranær að
gegna hlutverki bæði húsmóður og
heimilisföður. Ég hefi hér að
framan getið um störf Laufeyjar
með manni sínum að félagsmálum
Öldunnar og ljúft er mér að geta
hér um og þakka áhuga hennar og
hjálpsemi við þau störf sem mað-
ur hennar og starfsmenn í Sjó-
mannadagssamtökunum unnu að
á hverjum tíma. Hún bjó manni
sínum og börnum þeirra fallegt
heimili að Laugarásvegi 5 og var
til hinstu stundar stoð og stytta
Guðmundar.
Þau hjón eignuðust fjögur börn.
Elst þeirra er Helga, gift Finnb-
irni Hjartarsyni prentsmiðju-
stjóra og eiga þau fimm börn. Þá
kom Oddur, sem lést aðeins 13 ára
að aldri af slysförum í Vest-
mannaeyjum. Halldór arkitekt,
kvæntur Ingibjörgu Jóhannsdótt-
ur og eiga þau þrjú börn. Yngstur
er Gunnar lögmaður, kvæntur
Sigrúnu Einarsdóttur og eiga þau
tvö börn. Börn þeirra systkina eru
tíu að tölu og barnabarnabörnin
orðin tvo. Eru það börn Odds son-
ar Helgu og Finnbjörns, sem nem-
ur arkitektúr í Danmörku, en
eldra barn hans og konu hans
Bjargar Dan Róbertsdóttur er al-
nafni langafa síns, sem hér er
kvaddur.
Við lát Guðmundar H. Oddsson-
ar er lokið langri og merkri veg-
ferð góðs manns. Ég hefi oftar en
einu sinni haft á orði að Guð-
mundur væri góður maður, sem
lét hjálpsemi sína við þá sem
minna máttu sín, koma fram á
margan hátt. Um slíkt voru ekki
höfð mörg orð, enda ekki dregið
fram þegar litlir karlar gerðu veð-
ur að Guðmundi. Slík él stóð hann
af sér sem önnur og sóð beinni
eftir.
Með Guðmundi H. Oddssyni er
fallinn frá einn besti maður sem
íslensk sjómannastétt hefur átt.
Góður stjórnandi, fastur fyrir en
sanngjarn. Hann var höfðingi, en
mannlegur. Stundum hrjúfur f
framkomu, en þeir sem til þekktu,
vissu að undir sló hlýtt hjarta.
Missir margra er mikill við frá-
fall hans. Gamla fólkið á Hrafn-
istuheimilunum átti í honum góð-
an vin. Gamlir vinir af Vestfjörð-
um og skipsfélagar áttu hauk í
horni þar sem hann var.
Sjómannadagssamtökin, sem
Guðmundur helgaði starfskrafta
sína alfarið síðustu árin, hafa
misst mikið við fráfall hans. En
minningin um gott samstarf í
anda vináttu og sameiginlegs
áhuga á framgangi þeirra mála
sem unnið var að, verður hvati og
leiðarljós þeirra sem við störfum
hans taka.
En mestur er missir Laufeyjar
eiginkonu hans og barna. Þeim
flyt ég innilegar samúðarkveðjur
og bið guð um að gefa þeim styrk í
sorg þeirra. f tímans rás slævist
hún, en eftir stendur minningin
um góðan dreng.
Blessuð veri minning Guðmund-
ar H. Oddssonar.
Kaupmannahöfn, 18. sept. 1983
Pétur Sigurðsson
Vinur minn og samstarfsmaður,
Guðmundur Helgi Oddsson, hefur
skyndilega horfið úr okkar hópi,
og fer útför hans fram í dag.
Fregnin um lát hans kom eins og
reiðarslag, því ekki hafði ég orðið
þess var að hann kenndi sér nokk-
urs meins, og fannst mér hann
alltaf hraustlegur þrátt fyrir til-
tölulega háan aldur.
Þegar við kveðjum Guðmund
Oddsson í dag og ég lít til baka, er
mér efst í huga góð samvinna og
vinátta, og er ég forsjóninni
þakklátur fyrir að leiðir okkar
skyldu liggja saman. Betri og inni-
legri samstarfsmann get ég ekki
hugsað mér. Hann var sannur vin-
ur og traustur félagi í starfi og
leik. Allir þeir sem höfðu kynni af
honum sáu að þar fór harðdugleg-
ur maður og hjartahlýr, sem allir
báru mikla virðingu fyrir.
Það traust sem menn báru til
Guðmundar Oddssonar í starfi
hans fyrir Sjómannadagsráð var
mikið, og tel ég fullvíst að aldrei
hafi hann skort úrræði í þeirri
miklu uppbyggingu sem hann
vann svo ötullega að síðustu þrjá
áratugina, en það er uppbygging
Sjómannadagsins, Hrafnistu-
heimilanna í Reykjavík og Hafn-
arfirði, og að öðrum fyrirtækjum
sjómannasamtakanna.
Trúmennska og árvekni í starfi
fyrir sjómannasamtökin voru ein-
stök, störf hans við Sjómannadag-
inn, og síðar við uppbyggingu
Hrafnistuheimilanna, Dvalar-
heimila aldraðra sjómanna, munu
verða verðugir minnisvarðar
þessa vestfirska skipstjóra sem
eftir langa sjómennsku, og meðal
annars siglingar á stríðsárunum,
axlaði poka sinn og gerðist frum-
kvöðull þeirra sem vildu minnast
forfeðra sinna, og gera ævikvöld
hinna öldruðu, og þá einkum sjó-
manna, betra en það var. Þeir
voru á undan sínum tíma, þeir er
skipuðu Sjómannadagsráð og sú
mannúðarstefna, er nú er að verða
að veruleika gagnvart hinum öldr-
uðu, sækir hugmyndir sínar m.a.
til Hrafnistu.
Það er vissulega brostinn hlekk-
ur í keðju góðra samstarfsmanna,
sem í dag vinna að stórum velferð-
armálum Sjómannasamtaka ís-
lands. Það tekur langan tíma að
græða í hugum okkar það sár, sem
okkar samtök verða nú fyrir.
En Guðmundur Oddsson var
ekki einasta félagsmálamaður,
stéttvís og áhugasamur. Hann var
einnig mikill heimilisfaðir. Við
hjónin sendum eftirlifandi konu
hans, Laufeyju Halldórsdóttur,
börnum og öðrum vandamönnum,
samúðarkveðjur.
Rafn Sigurðsson
Látinn er góður liðsmaður Skip-
stjóra- og stýrimannafélagsins
Öldunnar. Hann var formaður fé-
lagsins í 12 ár. Guðmundur tók við
forystu félagsins þegar það var 1
öldudal og hóf það upp úr dalnum
í það að vera sterkt og traust félag
skipstjórnarmanna eins og það er
í dag.
Hann var hvatamaður að því að
félagið eignaðist eigið húsnæði en
að því og öðru uppbyggingarstarfi
Guðmundar mun félagið lengi
búa.
Fulltrúi félagsins var Guð-
mundur í stjórn Sjómannadags-
ráðs í aratugi og vann því vel eins
og öðrum nefndum og ráðum og
má þar til nefna Farmanna- og
fiskimannasamband íslands, en
forseti þess var hann um skeið.
Guðmundur sat einnig í Verð-
lagsráði sjávarútvegsins og svona
mætti áfram telja. Laufey Hall-
dórsdóttir, kona Guðmundar, var
fyrsti formaður Kvenfélagsins
Oldunnar auk þess sem hún studdi
ætíð mann sinn í störfum hans
fyrir félagið, og fyrir það ber að
þakka. Stjórn Öldunnar þakkar nú
að ieiðarlokum langt og gifturíkt
starf Guðmundar H. Oddssonar og
sendir Laufeyju og börnum þeirra
einlægar samúðarkveðjur.
Stjórn Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Öldunnar.
Lokað
vegna jarðarfarar
GUÐMUNDAR H. ODDSSONAR,
skipstjóra,
eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 22. september.
Teiknistofan hf., Ármúla 6.
Lokað
vegna jarðarfarar
GUÐMUNDAR H. ODDSSONAR,
frá kl. 13.00 í dag.
Hagprent hf., Brautarholti 26
Lokað
Vegna jarðarfarar
GUÐMUNDAR H. ODDSSONAR,
skipstjóra,
veröa skrifstofur Sjómannadagsráös, Hrafnista
Reykjavík, Hrafnista Hafnarfirði og aöalumboð happ-
drættis Das, lokaö eftir hádegi fimmtudaginn 22.
september.
Skrifstofur félagsins eru
lokaðar
í dag, fimmtudag, vegna jarðarfarar
ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR.
Félag Heyrnarlausra, Klapparstíg 28.
Lokað
frá hádegi í dag vegna jarðarfarar.
Davíö S. Jónsson & Co. hf.,
heildverslun.
MILLIVEGGJA
PLOTUR
Stærðir:
50x50x 5
50x50x 7
VANDAÐAR PLOTUR
VIÐRÁÐ ANLE GT VERÐ
B.M. VAUÁf
PANTANIR:
Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá
Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk.
Símar: 91-25930 og 91-25945
p - 4fgEi i’ fl vrn * ** Íðbíib
Mctsöhihhu) á hverjwn íiegi!