Morgunblaðið - 22.09.1983, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983
„ Sijo er ab sjá cá> qamla.
krórVXn sé enn d m<5arleÚ5
Ást er...
... að lána henni
skyrtuna sína.
TM US Pal Off — all rights reserved
c 1983 los Angeles Times Syndicate
Þakkaðu Guði Tyrir að ég
1 skuli vera jurtaæta.
Með
morgunkaffinu
tayloi*
soa
l>að eru ekki fleiri rafmagns-
öryggi. Við notuðum þau í
teygjubyssurnar!
HOGNI HREKKVISI
„EKKI TIL SÓLU, FKÚ ■"
Vona að Alþingi beri gæfu
til að fella þessa tillögu
Rögnvaldur Steinsson, Hrauni,
skrifar 15. september:
„Ágæti Velvakandi.
I blaðinu Feyki 7. þ.m. er birt
viðtal við einhvern Kristófer
Kristjánsson, sem er fulltrúi
þeirra Húnvetninga á þingi Stétt-
arsambands bænda.
Mér finnst mega lesa milli lín-
anna í viðtali þessu, að hann telji
það mikinn búhnykk fyrir bænda-
stéttina að losna við alla óbú-
menntaða bændur. Og til þess skal
óhikað nota bolabrögð, svo sem að
neita þeim um alla fyrirgreiðslu,
lán og annað slíkt.
Af þessum hugsunarhætti
finnst mér hálfgerður rússaþefur,
og af honum erum við margir lítið
hrifnir.
Að vísu tekur Kristófer þessi
það fram, að þeir sem þegar séu
við búskap megi nú fá að hokra
áfram, og þakka ég það ekkert.
Hann segir, að stór hluti bænda sé
ekki menntaður til búskapar.
Þetta er satt og ég hygg að svo
sé um meirihluta þeirra.
En eru það ekki einmitt þessir
ómenntuðu menn, foreldrar okkar
og við sem komnir erum á efri ár,
sem höfum lyft grettistaki í bú-
skap sem öðrum greinum? Með
þessu er ég ekki að segja, að unga
kynslóðin sé ónýt og að menntun
sé óþörf. Nei, það er síður en svo.
Við eigum marga góða bændur
sem eru búlærðir, en við eigum
líka marga góða bændur, og engu
lakari, sem aldrei hafa farið í bún-
aðarskóla. Ég held að skussi verði
alltaf skussi, hvort sem hann lær-
ir eða ekki. Þó eru nú kannski ein-
hverjar undantekningar frá því.
Ég tel að búskapur sé ekki svo
vandasamur, að ekki geti flestir
með fullu viti stundað hann, hafi
þeir áhuga á því. Til hvers er verið
að gefa út búnaðarrit og hand-
bækur um búvísindi, ef það er að-
eins fyrir þá, sem búnir eru að
læra þetta allt saman í skólum?
Og þar að auki eru ráðunautar á
öðrum hverjum fingri. Þetta má
sjálfsagt allt hverfa, þegar bú-
fræðingur er kominn á hvern bæ.
Hvað um það. Mér finnst þetta
vera skerðing á frelsi manna og
því alls ekki lýðræðislegt. Ég tel
þá Stéttarsambandsþingmenn að
minni, sem bera fram þvílíkar til-
lögur, og vona að Alþingi beri
gæfu til að fella þessa, þegar hún
kemur til afgreiðslu þar.
Margur bóndasonurinn hefur
farið til sjós án þess að hafa kom-
ið þar áður við sögu eða nokkuð
lært í sjómennsku, en hafa þó orð-
ið góðir sjómenn og jafnvel eftir-
sóttir. Þætti okkur ekki dálítið
stúrið, ef sonum okkar væri neitað
um skiprúm eða vinnu í frystihúsi
eða sláturhúsi eða annars staðar,
af því að þeir hefðu ekki bréf upp
á að vera „fagmenn"?
Ég er smeykur um, að þá fengi
margur unglingurinn lítið að gera.
Svo sem fyrr segir, er ég alls
ekki á móti menntun á neinn hátt.
Hún er nauðsynlegt. En það eru
heldur ekki allt hálfvitar, sem
ekki eru í bréfaruslinu. Svo segi ég
eins og skessan í Drangey: Ein-
hvers staðar verða vondir að vera.
Gott væri ef kannað yrði, hvorir
stæðu sig að jafnaði betur í starfi,
búlærðir bændur eða hinir sem
ekki hafa lært til búskapar."
Skríf Þjóðviljans um húsgagnakaup SÁÁ:
Liggja
hvatir
Kinar Jóhannsson skrifar:
„Það hefur vakið athygli á
hvern hátt dagblaðið Þjóðviljinn
hefur meðhöndlað húsgagnakaup
SÁÁ í nýja sjúkrastöð samtak-
anna. Reynt er að gefa í skyn á
allan hátt að I þessu sambandi sé
eitthvað óeðlilegt á ferðinni og
dylgjað um að nefnd sú sem vann
að þessu máli á vegum SÁÁ eigi
sjálf einhverra hagsmuna að
gæta.
Stríðsfyrirsögn á forsíðu Þjóð-
viljans nú nýlega ásamt flenni-
stórri mynd af trúnaðarmönnum
SÁÁ ýtir undir þá skoðun að ein-
kennilegar hvatir liggi að baki
meðhöndlun blaðsins á öllu þessu
máli. Vitað er að starfsmaður á
skrifstofu Félags húsgagnasmiða
hefur verið ólatur að upplýsa
Þjóðviljann um hin smæstu atriði
þessa máls, en sá aðili er dyggur
flokksmaður í Alþýðubandalag-
inu.
Nú má auðvitað alltaf um það
deila hvort kaupa eigi erlend hús-
gögn í íslenskar stofnanir og auð-
einkennilegar
þar að baki?
vitað væri það best ef þess þyrfti
alls ekki. SÁÁ-menn halda því
fram að bæði að því er lýtur að
verði og gæðum hafi verið hag-
kvæmast að kaupa dönsku hús-
gögnin. Og það er ástæðulaust að
vantreysta þeim fullyrðingum því
hvaða aðili vill borga meira en
hann nauðsynlega þarf og hver
kaupir ekki vöru sem hentar hon-
um best?
Ég minnist þess ekki að Þjóð-
viljinn hafi gert kaup ýmissa aðila
á dönskum húsgögnum að sér-
stöku umtalsefni, t.d. kaup stjórn-
ar verkamannabústaða á dönskum
húsgögnum í menningarmiðstöð-
ina í Gerðubergi, kaup á dönskum
húsbúnaði í Hjúkrunarheimilið I
Kópavogi, kaup rikisstjórnarinnar
á dönskum stólum og borðum i
móttökusal og veislusal ríkis-
stjórnarinnar í Borgartúni, kaup á
erlendum húsgögnum i húsnæði
Sölustofnunar lagmetis, kaup á
erlendum innréttingum eða hús-
búnaði í nýtt útibú Landsbankans
í Mjóddinni, svo að einhver dæmi
séu nefnd af handahófi.
Væri fróðlegt að Þjóðviljinn
gerði grein fyrir þessu, svo og ein-
staka forsvarsmenn í íslenskum
húsgagnaiðnaði. Jafnframt væri
það ágætt rannsóknarefni fyrir
Þjóðviljann og önnur blöð að at-
huga á hvern hátt var staðið að
þessum málum, t.d. hvort almenn
útboð hafi farið fram, hvort ein-
hver eigi hagsmuna að gæta af
ofangreindum kaupum o.s.frv."
GÆTUM TUNGUNNAR
Dönsku orðin „at advare" eru á íslensku að vara við,
og „advarsel" er því á íslensku viðvörun.