Morgunblaðið - 24.09.1983, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983
Gus Etchegary, forstjóri Fishery Products. Fyrir-
txkið var tekið til skipta þegar sjórnendur þess
vildu ekki fallast á kröfu stjórnvalda í Ottawa um
samruna við tvö minni fyrirtxki.
Fiskveiöar Kanadamanna:
Alec Moorse, útgerðarmaður í Harbour Grace. f
horninu fyrir ofan hann er almanak Eimskipafé-
lags íslands, en skip þess koma stundum að
bryggju í smáþorpinu Harbour Grace og taka það-
an varning til útflutnings.
Earle McCurdy, gjaldkeri Félags sjómanna og
fiskvinnnufólks. Félagið stundar fisksölu beint úr
veiðiskipum yfir í erlend verksmiðju- eða fiskiskip.
Fjárhagsvandinn og
afskiptin M Ottawa
eftir Björn Bjarnason
íslendingar kannast vel við árin
sem Kanadamenn nefna þegar þeir
tala um erfiðleikatímabilin í sjávar-
útvegi hjá sér á síðustu fímmtán ár-
um. Þetta eru einmitt mögrustu ár
íslenska þjóðarbúsins á sama tíma-
bili — 1%7—68, 1974—75 og frá
1981. Vegna þess hve útgerð og físk-
vinnsla hefur aukist frá útfærslu
kanadísku físveiðilögsögunnar í 200
sjómílur 1. janúar 1977 skellur vand-
inn nú á með meiri þunga en áður.
Meira er í húfí og sambandsstjórnin
í Ottawa brást þannig við að hún tók
málið úr höndum sjávarútvegsráðu-
neytisins og skipaði sérstaka nefnd
undir formennsku dr. Michael
Kirby, sem er handgenginn Pierre
Trudeau, forsætisráðherra, til að
gera úttekt á vanda fískvinnslunnar
og tillögur til úrbóta. Nefndin samdi
380 blaðsíðna skýrslu sem kom út
17. febrúar síðastliðinn.
í upphafi skýrslunnar tekur
nefndin afstöðu til þess hvort líta
beri á útgerð og fiskvinnslu sem
félagslegt mál eða arðbæran at-
vinnurekstur. Hvort móta eigi til-
lögur til úrbóta á þeim forsendum
að lífsafkoma íbúa í hinum
dreifðu sjávarþorpum verði tryggð
með opinberum fjárstuðningi
hvað sem á dynur eða láta eigi
hinn frjálsa markað ráða ferðinni.
Nefndin valdi auðvitað þann kost
að fara bil beggja.
Á ferð minni um Nýfundnaland
og Nova Scotia nýlega spurði ég
viðmælendur mína, fulltrúa stór-
fyrirtækja, einkaeigendur fisk-
vinnslustöðva og togara, talsmenn
verkalýðsfélaga, forsætisráðherra
Nýfundnalands og starfsmenn
sambandsstjórnarinnar, alla
þeirrar spurningar, hvernig þeim
litist á tillögurnar í Kirby-
skyrslunni svonefndu. Svörin voru
jafnmörg og mennirnir sem ég
hitti. Niðurstaða mín er því sú, að
erfitt verði að hrinda tillögunum í
framkvæmd.
í skýrslunni er aðdraganda fjár-
hagsvanda fiskvinnslunnar nú
lýst með þessum orðum: „Síðsum-
ars 1981 var fjölda fiskvinnslu-
stöðva lokað, einkum á Nýfundn-
alandi og Nova Scotia, um 4.000
manns misstu atvinnuna. Lokun
stöðvanna endurspeglaði þann al-
menna vanda sem útgerð og fisk-
vinnsla stóðu frammi fyrir vegna
ýmissa ólíkra ástæðna. Norrænir
samkeppnisaðilar Kanadamanna
á Bandaríkjamarkaði náðu for-
skoti þegar gjaldmiðlar þeirra
lækkuðu meira gagnvart banda-
ríska dollaranum en kanadíski
dollarinn. Á sama tima varð
skyndilegur samdráttur á banda-
ríska markaðnum. Bandarískir
kaupendur á kanadískum fiski
glimdu við háa vexti, minnkuðu
birgðasöfnun og neyddu þar með
kanadísku fyrirtækin til að safna
meiri birgðum en venjulega. Þetta
leiddi til þess að Kanadamenn ur-
ðu að standa undir fjármagnsk-
ostnaði vegna birgðanna og greiða
jafnvel hærri vexti en þá tiðkuð-
ust í Bandaríkjunum. Vegna si-
vaxandi birgða og vegna þess að
kvótakerfið bannaði veiðar á fisk-
tegundum sem unnt var að selja á
hagstæðu verði lokuðu mörg tog-
arafyrirtækjanna fiskvinnslu-
stöðvum sinum um tíma og lögðu
skipum.
Eftir að tvö af stóru útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtækjunum, The
Lake Group á Nýfundnalandi, og
H.B. Nickerson & Sons á Nova
Scotia, höfðu farið fram á ríkis-
styrk frá sambandsstjórninni í
Ottawa ákvað Pierre Trudeau, for-
sætisráðherra, í janúar 1982, að
skipa nefndina undir forystu
Kirby til að gera tillögur til úr-
bóta og finna leiðir sem tryggðu í
senn fjárhagslega hagkvæman og
félagslega viðundandi rekstrar-
grundvöll sjávarútvegsins við Atl-
antshafsströnd Kanada.
Deilt um Fishery
Products
Vegna þess hve Nýfundlend-
ingar eru háðir fiskveiðum hefur
fyrst reynt á það þar, hvort hug-
myndirnar í Kirby-skýrslunni eru
framkvæmanlegar. Á þessu stigi
er of snemmt að slá nokkru föstu
um niðurstöðuna en áform sam-
bandsstjórnarinnar hafa valdið
miklum deilum, pólitískum, við-
skiptalegum og lögfræðilegum.
Hefur athyglin einkum beinst að
örlögum stærsta útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækisins á eyjunni,
Fishery Products, sem tapaði tug-
um milljóna dollara á árinum 1981
og 1982.
Hinn 4. júlí síðastliðinn kom
Pierre de Bané, sjávarútvegsráð-
herra Kanada, í óvænta heimsókn
til Nýfundnalands. Hann boðaði
blaðamenn til fundar og tilkynnti
að stjómvöld í Ottawa hefðu gert
samkomulag við Bank of Nova
Scotia, helsta lánardrottin þriggja
stóru útgerðar- og fiskvinnslufyr-
irtækjanna á eyjunni, Fishery
Products, The Lake Group og John
Penny & Sons, um að þessi fyrir-
tæki skyldu öll sameinuð. Til að
stuðla að sameiningunni væri
sambandsstjórnin fús til að leggja
fram 75 milljón dollara og bank-
inn ætlaði að breyta verulegum
hluta skammtímaskulda í löng lán
auk þess sem eignaraðilar í fyrir-
tækjunum legðu fram fé til að
tryggja trausta eiginfjárstöðu
hins nýja fyrirtækis. Sambands-
stjórnin yrði stærsti hluthafinn
en fyrirtækið yrði ekki rekið sem
ríkisfyrirtæki. Þess yrði ekki kraf-
ist af fylkisstjórninni á Nýfundna-
landi að hún legði fram fé til hins
nýja fyrirtækis. Með þessu væri
atvinna 16 þúsund manna tryggð.
Þessi yfirlýsing sjávarútvegs-
ráðherra Kanada olli strax miklu
fjaðrafoki á Nýfundnalandi og
leiddi síðan til málaferla þar sem
stjórnin í Ottawa og Bank of Nova
Scotia eru m.a. sökuð um samspil f
því skyni að sölsa eignir annarra
undir sig. Eigendur Fishery Pro-
ducts höfnuðu tillögum ráðherr-
anna og þá ákvað Bank of Nova
Scotia að krefjast skiptameð-
ferðar á fyrirtækinu og innheimta
þær 68 milljónir dollara sem það
skuldaði bankanum. Fishery Pro-
ducts var tekið til skipta og þegar
þetta er ritað eru úrslit ekki ráðin.
Þegar ég ræddi við Brian Peck-
ford, forsætisráðherra Nýfundna-
lands, og Gus Etchegary, forstjóra
Fishery Products, 13. september
síðastliðinn, var ljóst að þeir voru
báðir vongóðir um að þeim tækist
að útvega fjármagn sem dygði til
að gera upp við Bank of Nova
Scotia og halda áfram sjálfstæð-
um rekstri fyrirtækisins.
Gus Etchegary sagði að rekstur
Fishery Products hefði verið ákaf-
lega erfiður árið 1982 af þeim
ástæðum sem nefndar eru í
Kirby-skýrslunni en sérstaklega
vegna mikilla birgða. Undir árslok
var hins vegar gripið til róttækra
sparnaðarráðstafana og á þessu
ári hefur veiðum verið stjórnað
með hliðsjón af birgðum og taldi
forstjórinn að fyrirtækið væri
komið yfir versta hjallann og
sagði að á öðrum ársfjórðungi
1983 hefði orðið yfir milljón doll-
ara hagnaðar á rekstrinum. „Við
höfum verið teknir til skipta á
röngum forsendum. Stjórnvöld í
Ottawa hafa valið þessa leið í
samvinnu við bankann til að ná
því markmiði að sameina fyrir-
tækin þrjú en ekki af fjárhags-
ástæðum," sagði Gus Etchegary.
Þegar ég ræddi við stjórnendur
National Sea Products á Nova
Scotia, sem er stærsta útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtæki Kanada,
og hið eina þeirra sem menn geta
fjárfest í á almennum hlutabréfa-
markaði, var ljóst að þeir fylgdust
af áhuga með örlögum Fishery
Products á Nýfundnalandi. Nú í ár
hefur National Sea tapað fé í
fyrsta sinn um langt árabil og þar
hafa safnast fyrir töluverðar
birgðir. f ágúst var tekin ákvörðun
um að leggja 23 af 33 togurum fé-
lagsins til að draga úr birgðasöfn-
un. Nickerson, hitt stóra fyrirtæk-
ið á Nova Scotia, hefur hins vegar
lengi átt við fjárhagsvanda að
glíma og óttast stjórnendur Nat-
ional Sea að stjórnvöld í Ottawa
og Bank of Nova Scotia vilji sam-
eina fyrirtækin í eitt. Samband
þessara tveggja fyrirtækja er ein-
kennilegt að því leyti að eigendur
Nickerson eru stórir hluthafar í
National Sea og einn Nickerson-
bræðranna stjórnarformaður í
National Sea — að því mér skild-
ist hefur þessi sérkennilega skip-
an oft leitt til árekstra.
Forræði Ný-
fundlendinga
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóru og ekki getið um afstöðu
Kirby-nefndarinnar til strand-
veiðimanna, enda hlýtur áhugi ís-
lendinga einkum að beinast að ör-
lögum stóru kanadísku fyrirtækj-
anna, helstu keppinautanna á
bandaríska fiskmarkaðnum. Á
Nova Scotia voru menn velviljaðri
i garð Kirby-skýrslunnar en á
Nýfundnalandi. Fyrir því eru ýms-
ar ástæður.
Viðhorf Nýfundlendinga til yf-
íslensk fjölskylda í Harbour Grace. Frá hægri Hreidar Júlíusson, Rakel, Kristín, Salome og Kristinn Ólafur. Ein
íslensk fjölskylda, Jens Ólafur Eysteinsson, kona hans, Helga Guðmundsdóttir, og tvö börn þeirra, býr í höfuðborg
Nýfundnalands, St. John’s, en í Harbour Grace býr auk fjölskyldu Hreiðars Hafsteinn Júlíusson, bróðir hans, með
fjölskyldu.