Morgunblaðið - 24.09.1983, Page 19

Morgunblaðið - 24.09.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 19 í vinnslusal eins af átta frystihúsum Fishery Products. Þegar fyrirtækið er í fullum rekstri starfa þar milli fjögur og fimm þúsund manns við fiskvinnslu. irráða yfir miðunum umhverfis eyjuna sína og út af Labrador- skaganum, en hann er i fylkinu sem kennt er við Nýfundnaland, er svipað viðhorfi allra þeirra sem eiga atvinnu sína og afkomu að mestu leyti undir fiskveiðum — þeir vilja eiga forgangsrétt að miðunum. Ráðstöfun auðlinda í hafinu er hins vegar ekki í verka- hring fylkisstjórnanna. Auðæfi sjávar eru sameign allra Kanada- manna samkvæmt stjórnlögum og því skipta stjórnvöld í Ottawa afl- anum og ákveða kvóta. Nýfund- lendingar sætta sig illa við að skip þeirra og fyrirtæki fái ekki meira en 40% af leyfilegu aflamagni í þeim hluta kanadísku lögsögunnar sem þeir telja að „tilheyri" Ný- fundnalandi. Finnst þeim nóg um afskiptasemi stjórnvalda í Ottawa og virðast af „þjóðernisástæðum" ákaflega andvígir því að sam- bandsstjórnin gerist eignaraðili útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækja. „Ef sambandsstjórnin tekur til við að gera út togara og reka fisk- vinnslustöðvar hér er í raun verið að taka forræði yfir öflugustu at- vinnufyrirtækjunum á Nýfundna- landi undan stjórn fylkisins og þá hefði stjórnin í Ottawa í hendi sér bæði úthlutun á afla og ráðstöfun hans í þeirri grein sjávarútvegsins sem líklegust er til að skila arði. Við sætum uppi með strandveið- arnar sem eru i raun félagslegt viðfangsefni eða byggðavanda- mál,“ sagði Brian Peckford, for- sætisráðherra, þegar hann skýrði það fyrir mér hvers vegna fylkis- stjórnin á Nýfundnalandi ætlaði að berjast gegn eignaraðild sam- bandsstjórnarinnar með öllum til- tækum ráðum. Spil í alþjóðamálum Alec Moorse á þrjár fiskvinnslu- stöðvar í Harbour Grace skammt fyrir norðan St. John’s, höfuðborg Nýfundnalands. Hann sagðist veita 1.250 manns atvinnu þegar best léti en skorta hráefni. Hann ætti einn togara en fengi ekki leyfi til að kaupa fleiri. Hjá fyrirtæki hans, Ocean Harvesters Ldt., starfa tveir íslenskir bræður, Hreiðar og Hafsteinn Júlíussynir, stjórnar Hreiðar rekstri fisk- vinnslustöðvanna. Alec Moorse þekkir vel til sjávarútvegs á ís- landi, Færeyjum og í Noregi. Hann vildi efla samvinnu Ný- fundlendinga og þessara þjóða og einnig leyfa aðilum frá Evrópu- bandalaginu (Efnahagsbandalagi Evrópu) að eignast hlut í kanad- ískum útgerðarfyrirtækjum ef það mætti veða til þess að auðvelda Kanadamönnum aðgang að fisk- markaði í bandalagsríkjunum, það væri erfitt að eiga allt sitt undir bandaríska markaðnum. Við ræddum um stöðu Nýfundlend- inga og afskipti stjórnvalda i Ottawa. Moorse var þeirrar skoð- unar eins og raunar allir aðrir sem ég hitti, að það væri áreiðan- lega ekki skynsamlegasta leiðin til að bæta rekstur og afkomu út- gerða og fiskvinnslufyrirtækja að setja þau undir beina eða óbeina opinbera stjórn, einkaaðilar væru mun hagsýnni en opinberir. Ríkis- rekstur ætti alls ekki við í útgerð og fiskvinnslu. Og Alec Moorse bætti við: „Nýfundnaland er í raun mjög einangrað. Til höfuðborgar Kan- ada, Ottawa, eru um 1.800 km og um 2800 km til Evrópu. Við höfum slitið evrópskar rætur okkar og lítum nú til meginlands Norður- Ameríku. Þið íslendingar fylgist mun betur með því en við hvað er að gerast á alþjóðavettvangi eða á alþjóðlegum fiskmörkuðum. Við verðum að átta okkur á því að sjávarútvegur skiptir í raun miklu máli í samskiptum ríkja á alþjóða- vettvangi. Ríkisstjórn Kanada sá þetta eftir að fiskveiðilögsagan var færð út í 200 sjómílur. Stjórn- in hefur fengið nýtt spil á hendina i viðræðum við ríkisstjórnir ann- arra landa. Til að nýta það til fulls þarf hún að eiga ítök í sjávarút- veginum, það er ekki nóg að hún geti ráðstafað aflamagni í sjónum, hún þarf einnig að geta látið til sín taka á öðrum sviðum. Hafi stjórnmálamennirnir i Ottawa forræði í öllum þáttum útgerðar- og fiskvinnslu styrkja þeir stöðu sína út á við í samningum við önn- ur ríki. Ég tel að opinber afskipti af þessu tagi séu ekki frekar af hinu góða en bein rekstrarstjórn, þetta á allt að vera í höndum einkaaðila." Verkalýðsfélagið vantrúað Earle McCurdy, gjaldkeri Fé- lags sjómanna og fiskvinnslufólks á Nýfundnalandi, sagði að sam- skipti félagsins við stjórnvöld í Ottawa hefðu að jafnaði verið góð. Þau hefðu hins vegar versnað mikið síðustu mánuði, ekki sfst vegna ýmissa hugmynda í Kirby- skýrslunni. Þar væri ekki tekið nægilegt tillit til afkomu strand- veiðimanna og þeirra sem eiga allt sitt undir þvf að allar fiskvinnslu- stöðvarnar séu reknar áfram, þótt þær skiluðu ekki allar arði. „Skipan Kirby-nefndarinnar er í sjálfu sér óeðlileg," sagði verka- lýðsforinginn. „Með nefndinni er tillögugerð um sjálfa framtíð Atl- antshafsveiðanna og vinnslunnar hér tekin undan sjávarútvegs- ráðuneytinu og falin nefnd undir formennsku atvinnurekenda sem er áhrifamaður af því að hann er handgenginn Pierre Trudeau, for- sætisráðherra. Hann fær síðan til liðs við sig ýmsa embættismenn sem síðan hafa á valdi sínu að hrinda tillögunum í framkvæmd, þetta er of mikil miðstýring í at- vinnuvegi sem skiptir jafn marga máli og raun ber vitni. Skýrslan er ekki að okkar skapi." Síðan 1978 hefur þetta valda- mikla verkalýðsfélag á Nýfundna- landi beitt sér fyrir sölu á fiski beint úr veiðiskipum i erlend fiski- eða verksmiðjuskip. Fæst þannig - mun hærra verð fyrir fiskinn en ef hann er seldur í landi. Sagði Earle McCurdy að einungis væri seldur fiskur sem nóg væri af, eins og makríil og smokkfiskur. Vigtarmaður frá verkalýðsfé- laginu er með veiðiskipunum og fylgist með þegar fiskurinn er fluttur milli skipa. Hann sendir síðan verkalýðsfélaginu nótu um aflamagnið. Félagið gerir upp við veiðiskipið og innheimtir hjá kaupanda. Það eru einkum Portú- galir, Spánverjar og Austur- Evrópumenn sem kaupa þannig fisk af kanadískum skipum yfir borðstokkinn. Vilja kanadískir sjómenn selja þorsk með þessum hætti líka. I Kirby-skýrslunni eru tillögur um að stemma stigu við sölu á þorski og telur verkalýðsfé- lagið að framkvæmd þeirra muni leiða til tekjutaps hjá strandveiði- mönnum. í skýrslunni sé þó kom- ist að þeirri niðurstöðu að afkoma þessara sjómanna sé fyrir neðan „fátækramörk" og ástæðulaust sé að banna þeim að selja fisk fyrir hærra verð til útlendinga en þeir geta fengið í landi. Björn Bjarnason, blaðamadur Morgunblaðsins, rar í síðustu riku á ferð um Atlantshafsfrlki Kanada, Nýfundnaland og Nora Scotia, og kynnti sér útgerð og fiskrinnslu. HaustlauKa kynrang kr 249.00 Komiö á haustlaukakynninguna í Biómaval um helgina. Gífurlegt úrval haustlauka. Yfir I20tegundirtulipana. GaröYrkjufrseðingarnirHafsteinnHafliöason og Kristinn Guðsteinsson verða t^ skrats ráðagerða og leiðbeina fðlk, um va, og nteðferð Fagmenn verða við símann i dag kl. 2-6t,l a ráðlegginga. Stofulyn9(Érikur) Tilboðsverð: Áður kr. 220.- nu 149.- áðurkr. 285.- nu 198.- Pottahlífar fyrir Erikur með 15-20% afslætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.