Morgunblaðið - 24.09.1983, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SRPTEMBRR 1983
Kaupmenn —
Kaupfélög
Kælitæki fyrir verslanir.
Vantar ykkur djúpfrystir, veggkælir, afgreiösluborö
eöa önnur kælitæki fyrir verslanir.
Sölustjóri
Craig — Nicol Ltd.,
Englandi
veröur staddur hjá okkur dagana 27.—29. sept.
Vinsamlegast hafiö samband við okkur sem fyrst,
vanti yöur upplýsingar eöa tilboö.
Kæling hf.
Langholtsvegi 109, Reykjavík.
Símar 32150 — 33838.
Á Akranesi
Laugardagskvöld, 24. sept. kl. 21.00.
Almenn kvöldvaka í Sjálfstæöishusinu. Sýnt verðyr leikritiö
Jóðlif eftir Odd Björnáson, upplestpr, tónlist, veitingar.
Aðgangur ókeypis. Allir velkomnnir.
Landskennslunefnd Bahá'ía.
BAHÁ’Í TRÚIN
Pepsi Áskorun!
52%
völdu Pepsi
af þeim sem tóku afstödu
4719
Coke 4429
Jafn gott 165
Alls 9313
Láttu bragÓiÓ ráÓa
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON
Paul SchKiter
Anker Jörgensen
• •
TVISYNA I DONSK-
UM STJÓRNMÁLUM
Niels Helveg Petersen
Hingað til hefur stjórn borgaraflokkanna fjögurra, sem er í minni-
hluta í þinginu, getað komið málum í gegnum þingið með tilstyrk RV
og Framfaraflokksins, en nú hafa hendur þingmanna RV verið bundn-
ar og þeim gert að styðja fyrirhugaða tillögu Sósíalíska þjóðarflokksins
(SF) í upphafi þings, þar sem lagst verður gegn áætlunum NATO,
nákvæmlega sömu tillögu og þeir stóðu fyrir að vísað var frá við
þinglok.
Alandsfundi RV um síðustu
helgi, þar sem Niels Hel-
veg Petersen, flokksformaður
setti að vissu leyti ofan, bar
mjög á gagnrýni á samstarfið
við stjórn Schlíiters og á endan-
um samþykkt tillaga, sem bind-
ur hendur þingmanna flokks-
ins, þegar þingið tekur afstöðu
til áætlana NATO. Og þar sem
að fstaða þingmanna RV hefur
til þessa ráðið úrslitum fyrir
stjórnina, er ljóst að Schluter
verður að róa á ný mið til að
halda velli.
Vangaveltur um að Paul
Schluter boði til kosninga síðla
í október eða nóvember urðu æ
háværari í vikunni, eftir að
varaforsætisráðherra, Henning
Christophersen fjármálaráð-
herra, bauð jafnaðarmönnum
til fundar „til að reyna að
skapa að nýju borgarafrið í
utanríkismálum". Talið er að
þar sé átt við samþykkt tillögu
í þinginu i vor, þar sem stjórnin
lenti í minnihluta, um stefnu i
afvopnunarmálum. Schlúter
sagði við það tækifæri að sam-
þykkt tillögunnar neyddi
stjórnina til að taka upp stefnu
er gerði Dani að undanvilling-
um i Atlantshafsbandalaginu
og annars flokks aðildarríki.
Anker Jörgensen, leiðtogi
jafnaðarmanna, sagði óljóst
hvað stjórnin vildi nú, og gerði
aö umtalsefni að það væri ekki
forsætisráðherra sjálfur, sem
boðar hann til fundar við
stjórnina. „Það er ekki um
neinn annan valkost að velja en
NATO, og við komumst ekki af
án varna. Ágreiningurinn er
aðeins um hvernig tekið skuli á
kjarnorkuflaugamálinu," sagði
Jörgensen, en jafnaðarmenn
eru andvígir staðsetningu
flauga NATO í Evrópu, auk
þess sem þeir vilja að meðal-
drægar kjarnorkuflaugar Breta
og Frakka verði taldar með í
viðræðum um fækkun kjarn-
orkuvopna í Genf. Einnig vilja
jafnaðarmenn að viðræðum
stórveldanna verði haldið
áfram eftir nk. áramót, en gert
hefur verið ráð fyrir að þeim
lyki þá. Loks styðja þeir hug-
myndir um kjarnorkuvopna-
laust svæði á Norðurlöndum.
En það hefur aukið á tvístr-
unina í dönskum stjórnmálum
um þessar mundir, að Jörgen-
sen hefur boðið fulltrúum Rót-
tæka vinstri flokksins til við-
ræðna í framhaldi af lands-
fundi þeirra, þar sem samþykkt
var stefna i félags- og skatta-
málum, sem er Jafnaðar-
mannaflokknum að skapi. Jörg-
ensen og Jafnaðarmannaflokk-
urinn urðu að skotspæni á
landsfundinum, en engu að sið-
ur er samstarfsgrundvöllur
flokkanna fyrir hendi, þar sem
jafnaðarmenn eru sammála RV
um að hætt skuli sparnaði í fé-
lagslegri þjónustu og tekin upp
ný stefna í skattamálum.
Reyndar hvatti Róttæki
vinstri flokkurinn jafnaðar-
menn til samstarfs á sviði efna-
hagsmála til að afstýra kosn-
ingum, sem þeir telja ónauð-
synlegar. Og Jörgensen sagði í
vikunni, að lítið vit væri að
leggja út í kosningar vegna
sundurlyndis i utanríkismálum,
og er það tekin sem vísbending
um að jafnaðarmenn kunni að
snúast með stjórninni á því
sviði, „en við erum að sjálf-
sögðu tilbúnir í slaginn, ef af
kosningum verður," sagði Jörg-
ensen.
Þá hefur Anker Jörgensen
þekkst boð Sósíalíska þjóðar-
flokksins (SF), sem bauð jafn-
aðarmönnum og fulltrúum
danska alþýðusambandsins
(LO) til viðræðna „um sameig-
inlega neyðaráætlun" út úr örð-
ugleikum, sem borgaralegu
flokkarnir séu ekki færir að
ráða fram úr, eins og sagði i
bréfi Gert Petersen, formanns
SF. Jörgensen sagðist þekkjast
boð um fund með SF, þar sem
kannaður yrði samstarfs-
mannagrundvöllur flokkanna
út frá efnahagsstefnu Jafnað-
armannaflokksins.
Ummæli Jörgensens gera
hins vegar það að verkum, að
stjórn Schlúters mun ugglaust
eiga í miklum erfiðleikum með
að ná samkomulagi um mála-
miðlun í utanríkismálum við
Jafnaðarmannaflokkinn. Því
verður óljóst enn um sinn hvort
stjórnin neyðist áfram til að
framfylgja stefnu í utanríkis-
málum, sem henni sjálfri er
ekki að skapi.
Schlúter, forsætisráðherra,
segir stjórnina reyndar hafa
meiri áhuga á að halda áfram
að vinna að endurreisn dansks
efnahagslífs en að ganga til
kosninga og stefna þannig
efnahags- og atvinnulífinu í
tvísýnu á ný.
Hins vegar gremst Schlúter
að þurfa að beygja sig fyrir
vinstri stefnu í utanríkis- og
varnarmálum og ef ekki verður
breyting þar á, á fyrstu dögum
þingsins, er nánast öruggt talið
að hann boði til nýrra kosn-
inga. Skoðanakannanir benda
til að stjórnarflokkarnir
myndu fremur bæta við sig
fylgi ef kosið verður í haust og
kunna þær einnig að hafa áhrif
á gjörðir Schlúters.
Ileimildír: BerlinKske Tidende, Aktu-
elt, BT, Politiken, fréttir Mbl.
Ágúsi Ásgeirsson er blaðamaður í
erlendri fréttadeild Morguablaðs-