Morgunblaðið - 24.09.1983, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983
Kosningar í Hessen og Bremen:
Úrslitin mikilvæg
fyrir stjórn Kohls
Frankfurt. 23. september. AP.
KOSIÐ VERÐL’R til þinganna í Hessen og Bremen á sunnudag, og eru
úrslitin talin koma til með að endurspegla vinsældir stjórnar Helmuts Kohl
kanzlara.
Jafnaðarmenn hafa ráðið meiri-
hluta í báðum ríkjunum frá
stríðslokum, og eru kosningarnar
hinar fyrstu sem fram fara í
Vestur-Þýzkalandi frá því sam-
steypustjórn Kohls tók við völdum
eftir þingkosningar 6. marz sl.
Helztu kosningamálin í ríkjun-
um báðum eru atvinnuleysi, iðn-
þjálfunaráætlanir og útgjöld til
félagsmála. Einnig hefur umræða
um áætlanir Atlantshafsbanda-
lagsins um að koma nýjum meðal-
drægum kjarnorkuflaugum fyrir í
Evrópu blandast í kosningabarátt-
una, og verið heit.
Jafnaðarflokkurinn og flokkur
græningja, sem eru andvígir
flaugunum, eru öflugir í bæði
Hessen og Bremen. Og ef flokkur
Kohls, Kristilegir demókratar, og
samstarfsflokkur hans, Frjálsir
demókratar, koma vel út úr kosn-
ingunum verður litið á það sem
stuðning við stefnu stjórnarinnar,
sem er fylgjandi staðsetningu
nýrra flauga NATO í Evrópu, sem
m.a. verður komið fyrir í V-Þýzka-
landi.
„Svarti kassinn“
ekki fundinn enn
Diana prinsessa heimsótti fyrir nokkrum dögum heimili fyrir andlega
fotluð börn í Westoning í Englandi og heilsaði þá m.a. upp á hana Fionu
Passmore, sem er 13 ára gömul stúlka. Fiona, sem hafði heyrt orðróm-
inn um að Diana væri ólétt, vildi hins vegar sannreyna söguna og
strauk þess vegna yfir magann á Diönu við mikla kátínu viðstaddra.
AP.
Zimbabwe:
Allir sem
einn gegn
rottunum
Harare, Zimbabwe, 23. september. AP.
MEINDÝRAEYÐUM í Harare, höf-
uðborg Zimbabwe, var í dag stefnt
öllum sem einum til þjóðþingsins í
borginni og þeir beðnir um að
stugga á brott óvelkomnum gest-
um.
Var hér um að ræða rottur,
sem þingmennirnir vissu raunar
af, en í gær gerðu þær sig full
heimakomnar. Fór þá fram áköf
umræða um eitthvert viðkvæmt
mái en þegar hvað hæst stóð í
stönginni stukku þrjár myndarl-
egar rottur upp á eitt borðið og
létu eins og þær ættu þangað
löglegt erindi. Duttu þá deilurnar
niður eins og bylur af þaki og
voru nú allir með einum huga.
Var ákveðið að lýsa yfir allsherj-
arstríði á hendur rottunum til að
misklíðin mætti áfram hafa sinn
gang.
Rafhlöðurnar endast fram til 1. október
Wakkanai, Japan. 23. september. AP.
BANDARÍKJAMENN og Sovét-
menn keppast enn um að finna flak
kóresku farþegaþotunnar og ekki
síst flugskráningartæki hennar,
Aukin aðstoð við
uppreisnarmenn
í Nicaragúa
VN ashineton, 23. .september. AP.
RONALD Reagan Bandaríkjaforseti
hefur hlotið stuðning nefndar öld-
ungadeildarinnar, sem fjallar um
máiefni leyniþjónustunnar, til þess
að halda áfram stuðningi við gagn-
byltingarsinna í Nicaragua.
Nefndin hvatti forsetann jafn-
framt til þess að verða sér út um
sérstaka heimild til að styrkja
þessa starfsemi án þess að þurfa
að hljóta til þess samþykki þings-
ins.
Þýðir þetta að öldungadeildin er
á öndverðum meiði við fulltrúa-
deildina, sem samþykkti í júlílok
að láta af allri aðstoð við upp-
reisnarmenn í Nicaragua.
Öldungadeildarnefndin sam-
þykkti með 13 atkvæðum gegn
tveimur að veita 19 milljón dollara
framlag til uppreisnarmanna í
Nicaragua, sem talið er að endist
þeim frá þremur upp í sex mánuði.
svarta kassann svokallaða. Banda-
rfkjamenn hafa borið til baka fyrri
fréttir um að þeir viti hvar hann er
niðurkominn.
Veður hefur verið gott á leitar-
svæðinu síðustu daga og er leitað
jafnt á nóttu sem degi. Talsmaður
Bandaríkjahers í Japan hefur hins
vegar vísað á bug þeim fréttum, að
vitað sé hvar kassinn er niður-
kominn á hafsbotni. Sagði hann,
að líklega hefði heyrst í senditæki
kassans en aðstæður væru mjög
erfiðar, botninn grýttur og giljum
skorinn. Talið er, að rafhlöðurnar
í tækinu endist ekki nema fram til
1. október nk. og ef það verður
ekki fundið þá er eins víst að það
finnist aldrei.
Bandaríkjamenn hafa borið
fram formlega kvörtun yfir fram-
ferði Sovétmanna á leitarsvæðinu
en þeir gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að trufla leitartæki
bandarísku skipanna og stugga
þeim á brott. Var kvörtuninni
komið á framfæri við nefnd, sem
skipuð er fulltrúum beggja þjóða,
Sovétmanna og Bandaríkja-
manna, og á að sjá um að ekki
skerist í odda með þjóðunum á
hafi úti. Hefur nefndin unnið gott
starf að sögn, en að þessu sinni
hafa Sovétmenn ekki látið svo lítið
að svara kvörtuninni.
Þjóðstjórnarboði
Shamirs hafiiað
Tel Aviv, 23. sepíember. AP.
LEIÐTOGAR Verkamannaflokksins
í ísrael, þeir Simon Peres, formaður
flokksins, og Yitzhak Rabin, sem
næstur honum gengur, hafa hafnað
þeirri áskorun Yitzhak Shamirs,
væntanlegs forsætisráðherra, að
Verkamannaflokkurinn komi til liðs
við þá flokka, sem nú hafa náð sam-
komulagi um stjórnarmyndun.
Eftir Shamir hefur verið haft,
að hann hafi hug á að ná lang-
tímasamkomulagi við Verka-
mannaflokkinn um stjórnarstefn-
una og bjóða honum ráðherraemb-
ætti í stjórninni, en Simon Peres,
formaður Verkamannaflokksins,
hefur alltaf verið vantrúaður á að
unnt sé að brúa bilið milli Verka-
mannaflokksins og Likud-banda-
lagsins.
Peres segist raunar viðurkenna,
að ástandið í Líbanon og gífurlegir
efnahagserfiðleikar í ísrael séu
ærin ástæða til að allir flokkar
taki höndum saman, en hins vegar
Siglingakeppnin „Ameríkubikarinn“:
Lokadagurinn
ræður úrslitum
Newport, 23. scptember. AP.
SJÖIJNDI (Kí SÍDASTI keppnisdagurinn í siglingakeppninni „Ameríku-
bikarinn" ræður úrslitum í keppninni, þar sem áhöfn áströlsku skútunn-
ar Ástralía II, undir forystu Johns Bertrand, vann bandarísku skútuna
Liberty á sjötta deginum með meiri yfirburðum en áður hefur þekkst í
keppninni, eða 3 mínútum og 25 sekúndum.
Sjöundi og síðasti keppnisdag- úrslitin og sagði Liberty, þar
urinn er á morgun, laugardag, og
vinni ástralska skútan þá einnig,
er það í fyrsta skipti að útlendur
bátur vinnur þessa keppni frá
því hún hófst 1851. Bandaríkja-
menn hafa borið sigur úr býtum
frá upphafi.
Keppnin hefur gengið þannig
fyrir sig að bandaríska skútan
varð fyrst í mark tvo fyrstu
keppnisdagana, en sú ástralska
þann þriðja. Á fjórða keppnis-
deginuin leit út fyrir ástralskan
sigur um tíma, en sú bandaríska
vann. Kærði áhöfn Ástralíu II
sem Dennis Conner er skipstjóri,
hafa siglt fyrir sig.
Á fimmta degi varð banda-
ríska skútan fyrir smábilun, en
þá gekk hins vegar allt upp hjá
Ástralíumönnum og komu þeir
tæpum þremur mínútum á und-
an í mark, sem var mesti yfir-
burðasigur í keppninni þar til í
dag, er þeir bættu um betur og
jöfnuðu stöðuna í keppninni, 3:3.
Þess er sérstaklega getið að
bandaríska skútan Liberty hefur
verið fljótari af stað alla dagana
nema þann fyrsta, og svo var
enn í dag, en ástralska skútan
hafði brátt siglt hana uppi og
sigið fram úr.
Keppnin að þessu sinni er orð-
in söguleg, þar sem skúta Banda-
ríkjamanna hefur jafnan tryggt
sér sigur snemma og því ekki
þurft að sigla alla dagana s jö.
Tekin var upp sjö daga keppni
fyrir aldarfjórðungi, og meðan
keppnisdagar voru fimm, þurfti
aðeins einu sinni að útkljá
keppnina á fimmta degi. Það var
árið 1920, þegar bandaríska
skútan Resolute vann síðustu
þrjá keppnisdagana eftir að
Shamrock IV frá Norður-írlandi,
sem Sir Thomas Lipton stýrði,
hafi náð 2:0 forystu.
Þrír dagssigrar Ástralíu-
manna að þessu sinni er einnig
nýtt met fyrir áskorandaskútu.
verði þá líka að gjörbreyta núver-
andi stjórnarstefnu. Verkamanna-
flokkurinn vill, að herinn verði
kallaður frá Líbanon sem fyrst, að
skorður verði settar við frekari
landnámi gyðinga á Vesturbakk-
anum og að gripið verði til ákveð-
inna aðgerða í efnahagsmálum.
Shamir hefur þrjár vikur til að
mynda stjórn, en sex líklegir sam-
starfsflokkar hans leggja mjög
hart að honum að fá Verkamanna-
flokkinn i stjórnina. Tveir aðrir
smáflokkar hafa einnig uppi kröf-
ur á hendur honum. Eru það Ag-
udat-flokkurinn, sem vill helst
færa allt þjóðfélagið í viðjar lög-
málsins, og Tami-flokkurinn, sem
gyðingar frá arabalöndum styðja,
en hann berst fyrir auknum trygg-
ingabótum til umbjóðenda sinna
og aukinni skattheimtu á háar
tekjur.
Orlögum „horfinna“
í Argentínu mótmælt
Buenos Aires, 23. september. AP.
ÞÚSUNDIR Argentínumanna luku í
dag sólarhringsgöngu til að mótmæla
örlögum „horfinna manna“, og skildu
þeir eftir sig slóð af myndum er
minna á hina horfnu á veggjum bygg-
inga í miðborginni.
Að göngunni stóðu ýmsir mann-
réttindahópar í Argentínu, stærstu
verkalýðssamtök Argentínu og
stjórnmálaflokkar. Gangan hófst á
miðvikudag og var gengið í sólar-
hring umhverfis Plaza de Mayo,
stærsta torg höfuðborgarinnar, sem
er fyrir framan stjórnarráðsbygg-
ingarnar.
Lögreglumenn reyndu að rífa
niður veggspjöld göngufólksins, en
varð lítt ágengt, þar sem myndirn-
ar skiptu þúsundum. Á þeim voru
teiknaðar útlínur andlits og þar inn
í prentuð nöfn horfinna manna og
kvenna ásamt dagsetningunni þeg-
ar þau hurfu.
Innlendar og útlendar mannrétt-
indahreyfingar halda fram að á
milli 6 og 15 þúsund manns hafi
„horfið" í ofsóknum stjórnvalda
gegn vinstri mönnum á árunum
1975 til 1979. Er því haldið fram að
hinum horfnu hafi verið rænt og
þeir pyntaðir til uppljóstrana af
ýmsu tagi og að svo búnu hafi þeir
verið myrtir.
Yfirvöld hafa neitað upplýsing-
um um örlög hina horfnu, aðeins
skýrt frá því að þeir væru fórnar-
lömb þess sem herforingjarnir
kalla „hið skítuga stríð" gegn und-
irróðurstarfsemi.
E1 Salvador:
Fulltrúar stjórnar og
skæruliða ræðast við
Mexikóborg, 23. seplember. AP.
TALSMADUR skærulióahreyfinganna,
sem berjast gegn stjórninni f El Salva-
dor, sagði í gær, að fulltrúar skæruliða
og stjórnvalda myndu hittast að máli
öðru sinni 29. þessa mánaðar og auk
þess væri þriðji fundur þeirra á döfinni
og jafnframt sá fyrsti, sem fram færi í
landinu sjálfu.
Talsmaður skæruliðanna og einn
leiðtogi þeirra, Hector Oqueli, kvað
þá ekki vera andvíga kosningum í E1
Salvador og sagði þær ásamt samn-
ingaviðræðum vera lið í því að leysa
vandamálin í landinu. Sagði hann,
að fjórir leiðtogar skæruliða myndu
fara til Bogota til fundar við fulltrúa
friðarnefndarinnar, sem stjórnin
stofnaði, en þeir hittust þar fyrst 28.
ágúst sl. Oqueli kvað skæruliða hafa
beðið um þriðja fundinn og að hann
færi fram í San Salvador, höfuðborg
E1 Salvador. Hefði verið vel tekið í
það og sagði Oqueli skæruliða vona,
að þetta væri upphafið að friði í El
Salvador.