Morgunblaðið - 24.09.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983
Erlingur Vigfússon óperu-
söngvari heldur tónleika
ERLINGUR Vigfusson óperusöngv-
ari heldur tónleika í Norræna húsinu
miðvikudaginn 28. september og í
menningarmiðstöðinni í Gerðubergi
fimmtudaginn 29. september og hefj-
ast báðir tónleikarnir klukkan 20.30.
Undirleikari á tónleikunum verður
Jónas Ingimundarson píanóleikari,
segir í fréttatilkynningu sem Mbl.
hefur borist.
Erlingur er staddur hér á landi
þessa dagana vegna upptöku á
óperunni Cavalleria Rusticana, en
óperan var flutt í Þjóðleikhúsinu
síðastliðið vor. Söng Erlingur
þrjár síðustu sýningar fyrir fullu
húsi. Stefnt er að því að óperan
Cavalliera Rusticana komi út á
plötu fyrir næstu jól, en þetta er í
fyrsta skipti sem ópera með ís-
lenskum texta er tekin upp á plötu
hér á landi.
Erlingur Vigfússon er fastráð-
inn óperusöngvari við óperuna í
Köln i Vestur-Þýskalandi, en þar
hefur hann starfað frá árinu 1970.
Erlingur hóf söngnám hjá Sigurði.
Dementz Franzsyni, en hjá honum
nam Erlingur í þrjú ár. Að því
loknu stundaði hann framhalds-
nám í Mílanó á Ítalíu, en síðan við
músíkakademíuna í Köln. Þá hóf
Erlingur nám við óperuskóla
Kölnaróperunnar og naut við það
styrks frá ríkisútvarpinu í
Vestur-Þýskalandi, en samhliða
náminu söng hann við óperuna.
Erlingur varð fastráðinn við óper-
una í Köln árið 1970.
Ásamt því að syngja í óperunni,
hefur Erlingur sungið víða um
Evrópu, í Sovétríkjunum, ísrael,
Suður-Afríku og víðar í konsertsöl-
um og óperuhúsum. Einnig hefur
hann komið fram í vestur-þýsku
sjónvarpi og útvarpi.
Á tónleikunum í Norræna hús-
inu og í menningarmiðstöðinni í
Erlingur Vigfússon
Gerðubergi mun Erlingur syngja
ljóðaflokkinn Dichter Liebe eftir
Schumann, auk íslenskra og ít-
alskra laga.
Bindindisfélag
ökumanna:
Ráðstefna
um umferðar-
öryggismál
Úr fréttatilkynningu frá Bindind-
isfélagi ökumanna:
Bindindisfélag ökumanna var
stofnað 29. september 1953 og verð-
ur því 30 ára síðar í þessum mánuði.
Markmið með starfí BFÖ er að
vinna að bættri umferðarmenningu
og stuðla að bindindi meðal almenn-
ings.
I tilefni af 30 ára afmæli BFÖ
verður haldin í Reykjavík ráð-
stefna um umferðaröryggismál á
vegum hins norræna sambands
BFÖ-félaganna, ungmennadeildar
(NUAT-Ungdom), en BFÖ-félög
eru starfandi á öllum Norðurlönd-
unum og hafa innan sinna vé-
banda um 200.000 félagsmenn.
Ráðstefnan fer fram dagana
23.-25. september og ber yfir-
skriftina „Unga fólkið í umferð-
inni“.
Fjöldi fyrirlestra verður hald-
inn á ráðstefnunni um umferð-
armál almennt, ökukennslu og
ökupróf, umferðarlög, slys í um-
ferðinni, úrbætur í umferðarör-
yggismálum o.fl.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni
verða:
Elver Jonsson, formaður hins
norræna sambands BFÖ-félag-
anna, Bertil Fredriksson, fulltrúi
sænsku lögreglunnar, Leif N.
Olsen, fulltrúi norsku lögreglunn-
ar, Hjalti Zóphóníasson, deildar-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu, Óli
H. Þórðarson, framkvæmdastjóri
Umferðarráðs, Árni Einarsson,
fulltrúi hjá Áfengisvarnaráði.
(Úr fréttatilkynningu.)
SYMRE
í Félags-
miðstöðinni
Arseli
NORSKI söng- og leikhópurinn
„Symre“ verður með skemmtidag-
skrá í félagsmiðstöðinni Árseli
v/Rofabæ næstkomandi mánudag
kl. 20.30. Hópurinn hefur spilað og
leikið að undanförnu í Reykjavík og
nágrenni.
Tónlistarflutningur hópsins
spannar fremur vítt svið, allt frá
þjóðlegum vísnasöng til rokk-
söngva með jassívafi. Hljóðfæra-
skipan er: Gítarar, kontrabassi,
saxófónn, munnharpa, þverflauta,
og nokkur ásláttarhljóðfæri, auk
söngs.
Guðrún Olafs-
dðttir í
Listamanna-
skála Eden
í listamannaskálanum í Eden í
Hveragerði stendur nú yfir sýning
Guðrúnar Ólafsdóttur, myndlist-
armanns. Þar sýnir hún 38 verk,
unnin í olíu og vatnsliti. Sýningu
Guðrúnar lýkur 27. september, en
hún er opin frá kl. 8.00—23.00 alla
daga.
Eftir
rysjótt sumar
«1
•'•= *>v .. •<„ .. • * ;•>. .. v .
*•*» * 5
*' .v.« V-5-
er þá húsið undirbúið
fyrir veturinn?
Ef ekki, þá er þaö ekki seinna til þess. Þess vegna þarf að
vænna. velja fúavarnarefni sem er
Það er nauðsynlegt að vernda fljótlegt og auðvelt að vinna með
húsið fyrir vetrarveðrunum. Því ogslettist
eftir slagveður sumarsins, er h vorki né j O /"'v QI
líklest að húsið barfnast eóðs drýpur. 'U' v3vJril
líklegt að húsið þarfnast góðs
viðhalds. Vií er síðasta tækifærið
fúavarnarefni
- I
Önnur fúavarnarefni slettast og drjúpa
öQRl
88 i*.
Það slettist hvorki né drýpur með GORI 88