Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983 25 afni Einars. Myndin sýnir vel hve högg- vel • þessu hann lánar einnig til sinna sjóðs- félaga beint, og meginþunginn, eða 90% af þeim fjármunum renn- ur til bygginga, samkvæmt könn- un sem gerð hefur verið. Ef á að taka fjármagn af Lífeyr- issjóði verzlunarmanna í því skyni að beina því til Byggingarsjóðs þá hlýtur það að koma niður á ein- hverju. Ef þessi 40% eiga öll að renna í Byggingarsjóð þá þýðir það að verzlunin og veðdeild Iðn- aðarbankans standa uppi fjár- vana. Það getur vel verið að það sé gott að fá lán til að ljúka við bygg- ingu íbúða sinna en ef fólkið hefur ekki vinnu til að borga af þessum lánum, vegna þess að það yrði stórfellt atvinnuleysi ef atvinnu- fyrirtækin færu á hausinn, þá líst mér ekki á stöðuna. Ég tel að verzlunin sé ekki það vel sett með eigið fjármagn eða lánsfé annars staðar frá að hún megi við þessu,“ sagði Pétur H. Blöndal að lokum. Set ákveðna fyrirvara varðandi fjármögnunina — segir Gunnar S. Björnsson, formaður Meistarasambands byggingarmanna „VARÐANDI samþykkt ríkis- stjórnarinnar, þá er gengið lengra heldur en Sjálfstæðisflokkurinn var með í sínum tillögum fyrir kosningar. Sú stefna hefur því náð fram að ganga og ríflega það,“ sagði Gunnar S. Björnsson for- maður Meistarasambands bygg- ingarmanna er Mbl. spurði hann álits á samþykktum ríkisstjórnar- innar í húsnæðismálum, en Gunn- ar á einnig sæti í þeirri nefnd sem unnið hefur að endurskoðun hús- næðislánakerfisins á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins. Gunnar sagði einnig: „Ég held út af fyrir sig að það sé vel að hægt er að fara þetta langt og að hægt sé að bjarga meiru en við gerðum ráð fyrir. Þó vil ég setja ákveðna fyrirvara varðandi það að við náum fjármögnun á þessu. Ef við horfum á það dæmi þá sjáum við framundan mjög stór- an þátt að ná inn þessu fjár- magni. Eins og áætlun Húsnæð- ismálastofnunar stendur í dag þá er reiknað með þvi að ein- hvers staðar þurfi að fá að minnsta kosti 200 millj. kr. til viðbótar til þess að ná saman endum á óbreyttri áætlun. Nú er verið að tala um að til viðbótar því verði fjármagn upp á 250—260 millj. kr. veitt til að bjarga 50%-viðbótarlánum á ár- unum 1982 til 1983, þannig að við erum að tala um að útvega rúm- ar 400 millj. kr. á þessu ári. Síð- an erum við að tala um að á næsta ári verði allt kerfið hækk- „VIÐ sjálfstæðismenn settum okkur það mark fyrir kosningar, að lán til þeirra sem byggðu í fyrsta skipti hækkaði um 50% að raungildi þegar á næsta ári. Starf mitt í húsnæðis- málanefndinni hefur mótast af því og mér sýnist af samþykkt ríkis- stjórnarinnar að þetta sjónarmiö hafi orðið ofan á og raunar er gengið heldur lengra. Ég tel eðlilegt mark- mið að reyna aö tryggja ungu fólki fjármagn í húsnæðismálakerfínu til að gera íbúð í fjölbýlishúsi tilbúna undir tréverk," sagöi Halldór Blönd- al alþingismaður. Hann á einnig sæti í húsnæðismálanefndinni, sem starfað hefur á vegum félags- málaráðuneytis. að um 50% og þar eru áætlanir sem nema ekki innan við 1,6 til 1,7 milljarða kr., þannig að í heild erum við að tala um viðbót við óbreytt útlánakerfi eins og Halldór bætti við: „Fjárhagur ríkissjóðs hefur ekki verið jafn- slæmur og nú frá því að ég byrjaði að fylgjast með stjórnmálum, og lánamarkaðurinn er þrengri en áður. Við þessar aðstæður hljótum við að setja okkur hæfileg mark- mið hverju sinni. Ég hef ekki séð útfærslu á samþykkt ríkisstjórn- arinnar og átta mig ekki á, hvern- ig hún hugsar sér fjármögnun lán- anna, en mér er engin launung á því að hér er um hærri tölur að ræða en ég hafði treyst mér til að leggja til. Ég leit aldrei á það sem raunhæfa viðmiðun að hægt yrði að lána 50% af verði staðalíbúðar þegar á næsta ári.“ það er í dag upp á 300 til 400 milljónir kr. Inn í áætlunum ríkisstjórnar- innar er búið að áætla 400 millj. kr. á fjárlögum til beggja sjóð- anna og síðan er reiknað með 1,2 milljörðum króna á lánsfjár- áætlun. Þar óttast ég fyrst og fremst — ef ætlast er til að meginhluti af því fjármagni komi úr lífeyrissjóðunum — að það eigi eftir að bregðast. Rök- semdir mínar eru fyrst og fremst þær, að á þessu ári var gert ráð fyrir því í lánsfjár- áætlun, að til Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna kæmu 497 millj. kr., af 40% ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna. Húsnæðismálastjórn áætlaði að það væri óraunhæft að áætla töluna hærri en 340 millj. kr. og okkur sýnist á öllu að sú tala myndi standast. Þess vegna óttast ég verulega að ef menn ætla að fara að ná nálægt 1,2 milljörðum kr. úr llifeyris- sjóðakerfinu á næsta ári á sama tíma og öll 40% bindingin nemur rúmum 1,3 milljörðum þá eigi menn eftir að lenda í vandræð- um með þann þátt fjármögnun- arinnar. Við það set ég ákveðið spurningarmerki á meðan ekki er búið að afgreiða betur fjár- mögnunarþáttinn í dæminu," sagði Gunnar að lokum. Gengið lengra en við stefndum að — segir Halldór Blöndal alþingismaður um samþykkt ríkisstjórnarinnar í húsnæöismálum Þing Sambands ungra sjálfstæðismanna sett í gær: Sjálfstæðismenn hafa tækifæri til að hrista upp í opinbera kerfinu — sagði Geir H. Haarde, formaður SUS „Ríkisstjórnaraðstaðan veitir Sjálfstæðisflokknum mikil tæki- færi. Sjálfstæðismenn hafa nú tækifæri til að hrista upp f stöðn- uðu opinberu kerfí í viðskipta- málum og skólamálum og þeir hafa jafnframt með höndum for- ræði í utanríkismálum f fyrsta sinn í langan tíma. Ef talið er saman hversu stóran hluta Sjálfstæðis- flokkurinn fer með af útgjöldum ríkisins, kemur í Ijós að þar er um að ræða rúm 85% af útgjöldum hins opinbera," sagði Geir H. Haarde, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna f setn- ingarræðu sinni við upphaf SUS- þingsins, sem í gær hófst í Reykja- vík. Auk Geirs ávörpuðu þingið þeir Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, Sig- urbjörn Magnússon, formaður Heimdallar og Jörgen Glenthöj, formaður Nordisk ungkonserva- tiv union. Geir H. Haarde sagði enn- fremur, að augljóst væri að sjálfstæðismenn hefðu nú fá- gætt tækifæri til að framfylgja stefnu sinni um að draga úr ríkisumsvifum, leysa úr læðingi atorku einstaklingsins á kostnað ríkisins og flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Geir sagði að harðvítug átök gætu verið framundan á sviði þjóðmála og einnig væri lands- fundur Sjálfstæðisflokksins í nánd. Mikilvægt væri að menn gengju samhentir frá þeim fundi út í baráttuna. Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ávarpi sínu, að enn á ný hefði það orðið hlutskipti Sjálf- stæðisflokksins að taka til eftir óstjórn vinstri flokkanna. Hins vegar væri Sjálfstæðisflokkur- inn ábyrgur flokkur og skoraðist ekki undan ábyrgð. Hins vegar væri lokasigur á vandanum langt undan og næðist ekki nema með festu og einurð. Friðrik hvatti til þess að herhvöt Al- þýðubandalagsins um alþingi götunnar, yrði svarað af fullri hörku og sagði hann að einnig yrðu menn að vera tilbúnir til þess að setja málin í hendur kjósendum. Betra væri að ná ár- angri, en að sitja lengi. Sigurbjörn Magnússon, for- maður Heimdallar, sagði að sjálfstæðismenn yrðu að sýna fólki fram á að árangur næðist undir merkjum Sjálfstæðis- flokksins. Sagði Sigurbjörn að ungir sjálfstæðismenn hefðu miklu hlutverki að gegna, ungir sjálfstæðismenn vildu takast á við vandann og vera afl nýrra tíma. Þess vegna yrðu þeir að vera afl þeirra hluta sem gera þyrfti. Frá fundinum. «h||U| * MmW * * , ipr \ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.