Morgunblaðið - 24.09.1983, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1983
eftir Hauk Viktorsson
Tilefni þessarar greinar er aug-
lýsing frá borgarskipulagi Reykja-
víkur frá 5. ágúst, um tillögu að
breyttu skipulagi að því er land-
notkun snertir á spildu við horn
Sundlaugavegar, Laugalækjar og
Leirulækjar. Breytingin er á þann
veg að hluti af svæði fyrir hverf-
isstofnanir (skóli, dagvistarheim-
ili), verði nú ætlað fyrir miðbæj-
arstarfsemi. Skipulagsnefnd
Reykjavíkur samþykkti á fundi 20.
6. ’83 að gefa Kjötmiðstöðinni kost
á umræddri lóð og staðfesti borg-
arráð síðan samþykkt skipulags-
nefndar á fundi 24. 6. ’83. Málið
var síðan sent til skipulagsstjórn-
ar ríkisins ásamt beiðni um að
stjórnin samþykkti breytinguna
samkvæmt 19. grein skipulagslaga
nr. 19/1964, en þar er kveðið á um:
að ef um „óverulegar breytingar"
á staðfestum skipulagsuppdrætti
er að ræða er ekki talin ástæða til
auglýsingar. Skipulagsnefnd ríkis-
ins ákvað hins vegar að afgreiða
málið samkvæmt 17. gr. skipu-
lagslaga en þar segir að auglýsa
þurfi breytinguna þannig að al-
menningur geti kynnt sér málið og
gert athugasemdir. Breytingartil-
lagan er til sýnis hjá borgarskipu-
lagi Reykjavíkur, Þverholti 15. At-
hugasemdir þurfa að hafa borist
borgarskipulaginu fyrir kl. 16.15,
30. september, 1983.
Með tillögunni til skipulags-
stjórnar ríkisins fylgdi m.a. grein-
argerð borgarskipulags Reykja-
víkur dags. 14. 6. ’83 og tillaga að
skipulagsskilmálum dags. 20. 6.
’83. í greinargerðinni stendur
m.a.:
„í hverfinu eru u.þ.b. 4.200 íbúar
þ.e. 525 íbúar um hverja verslun
en meðaltalið í Reykjavík er 637
íbúar á matvöruverslun, skv.
verslunarkönnun 1981, og í nýjum
hverfum er ekki talinn grundvöll-
ur fyrir matvöruverslun nema
1.000 til 1.500 íbúar séu á „um-
ráðasvæði" hennar.
Ljóst er af framansögðu að
þjónusta matvörukaupmanna er
Haukur Viktorsson
„Af ofangreindu má sjá að
ef Kjötmiðstöðin verður
byggð á þessum stað getur
það haft afdrifaríkar af-
leiðingar fyrir alla íbúa
hverfisins.“
mikil og góð í þessu hverfi ef mið-
að er við fjölda og staðsetningu
verslana. Vegna umsóknar frá eig-
anda Kjötmiðstöðvarinnar, dags.
2. maí 1983, um lóð nálægt Lauga-
lækjarskóla, á horni Laugalækjar
og Sundlaugavegar er rétt að
skoða ýmis atriði nánar.
Engin umsögn er fyrirliggjandi
frá umferðarsérfræðingum um
áhrif verslunar á þeim stað sem
sótt er um. Hana þarf að fá!
Ekki er ljóst hvort ný verslun á
að koma sem viðbót í hverfið eða í
stað Kjötmiðstöðvarinnar, þar
sem hún er nú.
Ef hún á að koma sem viðbót er
augljóslega verið að bera í bakka-
fullan lækinn, en eigi að hefja
nýja starfsemi í gamla húsnæðinu
væri rétt að gera sér grein fyrir
því í upphafi hver hún verður."
Það er ljóst að hinn faglegi um-
sagnaraðili, borgarskipulag
Reykjavíkur, hefur ýmislegt við
þessa tillögu að athuga.
Miðbæjarstarfsemi
Hverfinu er mjög vel þjónað af
matvöruverslunum og nú er í
byggingu kjötvinnsluhús í eigu SS
á gatnamótum Laugarnesvegar og
Sætúns. Það er því augljóst að ef
aukin umsvif Kjötmiðstöðvarinn-
ar eiga að bera sig fjárhagslega
gerist annað af tvennu: 1) Sam-
dráttur hjá öðrum samskonar
verslunum í hverfinu. 2) Hin nýja
verslun byggir aðallega á við-
skiptavinum utan hverfisins.
Kjötmiðstöðin hefur aldrei dregið
dul á að hún höfði til viðskipta-
vina af öllu höfuðborgarsvæðinu,
sem er og eðlilegt hjá blómstrandi
fyrirtæki. Hér mun um miðbæjar-
sækna starfsemi að ræða með öll-
um sínum kostum og löstum.
Ahrif nýrrar staðsetn-
ingar Kjötmiðstöðvar-
innar á umferð
Það sem vekur mig til þessara
skrifa er val á staðsetningu og
þeirri umferð sem að sjálfsögðu
verður þessu samfara. Og einnig
að engin umsögn frá umferðarsér-
fræðingum fylgdi tillögunni eins
og borgarskipulagið benti á.
Áður en Sætúnið kom til sög-
unnar fór nær öll umferð úr
Kleppsholtinu, Laugarnesinu og
Laugarásnum um Sundlaugaveg-
inn til og frá miðbænum. Slysa-
hætta var því mikil og þó sér í lagi
við gagnamót Sundlaugavegar og
Laugalækjar og við gatnamót
Sundlaugavegar og Reykjavegar.
Laugarnesskóli, grunnskóli
fyrir yngri deildir, og Laugalækj-
arskóli, grunnskóli fyrir eldri
deildir, liggja sitt hvoru megin við
þessi gatnamót. Börn í Laugarnes-
skóla sem heima eiga á Lauga-,
Bugðu- og Rauðalæk, Kleppsvegi
og norðurhluta Laugarnesvegar
þurfa að fara yfir gatnamót
Laugalækjar og Sundlaugavegar.
Þetta á einnig við um börn, sem
heima eiga á Teigunum, á leið
sinni í Laugalækjarskóla. Umferð
baðgesta í Sundlaugarnar er allt
árið um kring. Við þessi gatnamót
skapaðist mikil slysahætta og um-
ferðarslys voru ófá. Foreldrafélög
beggja skólanna beittu sér fyrir
því að eyjum yrði komið fyrir á
horni Sundlaugavegar og Lauga-
lækjar og umferðarljósum fyrir
gangandi umferð á Sundlaugaveg-
inum. Með tilkomu eyjanna og
tengingu Sætúnsins við Kleppsveg
hefur slysatíðni minnkað verulega
þrátt fyrir aukna umferð í Sund-
laugarnar og hina miklu umferð
sem skapast vegna „ríkisins" við
Laugarásveg.
Samkvæmt teikningu dags. 26.
7. ’83 frá borgarskipulagi Reykja-
víkur og uppkasti að skilmálum
1. Laugalækjarskóli 3. Greiningarstöð, fyrirhuguð
2. Laugarnesskóli 4. Laugardalssvæðið
5. Kjötmiðstöðin, fyrirhuguð